Vísir - 28.04.1979, Qupperneq 8

Vísir - 28.04.1979, Qupperneq 8
VISIR Laugardagur 28. aprll 1979 8 útgefandi: Reykjapren* h/f Framkvæmdastjóri: Davió Guðmundsson Ritstjórar: óiafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónlna Mlchaelsdóttlr, Jórunn Andreasdóttlr, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stef ánsson, óll Tynes, Slgurður Slgurðarson, Slgurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Por- valdur Friðrlksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L.(Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Oskar Haf- stelnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Slgurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Slmar Séóll og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sfmi 86611. Ritstjórn: Slöumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 1000 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 1S0 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f SEMJI - ENGIN VflLDBM Stöðvun farskipanna mun valda mörgum óþsgindum og vandræöum. Þvl eru menn farnir aö spyrja: Hvaö gerir rikisstjórnin? Hvaö getur rikisstjórn ráöiö viö, og hvaö ræöur hún ekki viö? AÐILAR Það er ekki hlutverk ríkis- valdsins að ákveða kaup og kjör á vinnumarkaðnum. Ákvarðanir um þessi efni eiga að vera samn- ingsatriði milli atvinnurekenda og launþega hverju sinni. Á þessari skoðun hef ur Vísir og reyndar fleiri aðilar hamrað undanfarna mánuði, og er þetta svo sem ekki nein ný kenning. Núverandi r íkisst jórnar- flokkar hafa haft á þessu aðra skoðun síðan þeir tóku við völd- um í septembermánuði á síðasta ári. Þeir hafa ákveðið laun og önnur starfskjör launþega með löggjöf á þriggja mánaða fresti. Með þessum lögbundnu kaup- hækkunum og stjórn sinni á ríkis- fjármálunum hefur núverandi ríkisstjórn þegar búið svo um hnútana, að verðbólgan á þessu ári verður vel yfir 40%, þó að reiknimeistarar hennar hjá Þjóð- hagsstofnun fái með sínum venjulegu kúnstum ekki meira en rúmlega 30% verðbólgu út úr dæminu. Hvort réttara er kemur væntanlega í Ijós á slnum tíma. Farmannaverkfallið, sem nú stendur yfir, virðist ekki enn hafa sannfært stjórnarherrana um það, að þeir geta ekki ráðið við launamálin. Þyrftu þeir þó ekkert að skammast sín fyrir að viðurkenna það, því að löng reynsla sýnir, að þau eru ekki innan verk- eða valdsviðs stjórn- málamanna. Skiptir engu máli, hversu mörg lög stjórnmála- mennirnir samþykkja um launa- mál, þau halda aldrei. Að sjálfsögðu kemur far- mannaverkfallið, eins og öll önnur verkföll, illa við marga aðila. Því eru menn nú strax farnir að spyrja: Ætlar ríkis- stjórnin að skerast í leikinn? Svör ráðherranna eru á reiki. Einn segir, að það sé ómögulegt að láta yfirmennina á farskipunum sprengja launamálastefnu rlkis- stjórnarinnar. Annar segir, að til einhverra aðgerða verði að grípa. Og hinn þriðji segir, að málið verði skoðað. Hvað úr verður veit enginn. Það er vitað, að ráðherrarnir vilja ekki skipta sér af deilunni. En taugar þeirra eru strax farnar að bila. Það má búast við, að á næst- unni muni reyna enn meira á taugar ráðherranna, því að full- víst má telja, að vinnuveitendur fari út I verkbannsaðgerðir á móti verkfallsaðgerðum. Fyrst með því að setja verkbann á undirmenn á farskipunum, sem eru með lausa samninga, og síðan jafnvel á aðrar stéttir. Taugar ráðherranna eiga því sjálfsagt eftir að verða enn spenntari á næstunni. En það er best fyrir þá sjálfa, atvinnulífið og þjóðina í heild, að þeir fái sér eitthvað róandi, vlsi málinu frá sér og láti atvinnurekendur og launþegana um að leysa það, eins og vera ber. Og ráðherrarnir eiga að gera meira. Þeir eiga að bíta á jaxlinn og segja við atvinnurekendur, að þessa samninga verði þeir að gera á eigin ábyrgð, það þýði ekki fyrir þá að koma hlaupandi I bankana eftir óraunhæfa launa- hækkunarsamninga og biðja um, að það verði prentaðir innistæðu- lausir peningaseðlar til þess að lána þeim I launaumslögin á út- borgunardögum. Verði nú samið um kaupgjalds- hækkanir umfram greiðslugetu skipafélaganna, mun óstöðvandi kauphækkanaskriða f ara af stað. Og þá þarf ekkert lengur um það að deila, hvort verðbólgan verði 35% eða 45%. Þá verður spurn- ingin aðeins, hversu langt yfir 50% markið hún fari. KRAKUSTICUR eftir Sœmund Guðvinsson SÍMINN Simi telst til þeirra nútima þæginda hérlendis sem enginn getur veriö án. Auðvitaö hefur þaö bæöi kosti og galla aö hafa sima og um kostina þarf ekki aö fjölyröa, þeir erusvo ótal marg- ir. Ég get bara nefnt eitt litiö dæmi um kosti slmans og þaö er þegar skrópasóttin heltekur þig ogþúhringir I vinnuveitandann. Eftir að hafa komiö þér vel fyrir meö kaffibolla og volg rúnnstykki sem konan var send eftir út I bakarLer tóliö tekiö upp og hringt I bossann. Þegar hann svarar leggur þú vasaklút að trektinni, gerir röddina ráma og stynur upp: — Halló. Þetta er Jón. Ég kemst bara ekki i dag, er alveg aö farast úr veikindum. Þaö er vist flensan. Ha, heyriröu varla I mér. Þaö er ekki nema von ég get varla talaö fyrir hæsi. Nei, nei, ekkert svoleiöis. Ég var heima i gærkvöldi og fór snemma i rúmiö. Já, ég held mig bara á koddanum. Þiö bjargistánmin i dag, blessaður. Eftir aö hafa legiö I rúminu framundir hádegi oglesiö blööin manstu eftir þvi aö þú ætlaðir alltaf aö taka til I báskúrnum. Þarertu svo á kafi i tiltekt þeg- ar sjeffinn kemur i hádeginu meðhóstasaft. Þú starir áhann tómum augum og stynur svo upp: Af hverju hringduröu ekki bara? I fyrra hitti ég enskan biss- nesmann sem var i rúman sólarhring á landinu. Hann sagöi mér einkennilega sögu. Kvöldiö áöur var hann boðinn heim til umboðsmanns sins i Reykjavik. Þeir sátu tveir i stofu og ræddu saman yfir kaffi ogkoniaki. En þeir uröu stööugt fyrir óskiljanlegum truflunum frá eiginkonu umbans. „Hún kom sex sinnum I dyra- gættina og kallaöi til manns sins: She mean — she mean — og alltaf stökk hann á fætur og fór fram en kom siöan aftur og héltáfram samræöunum eins og ekkert hafi iskorist”, sagöi sá enski og var alveg gáttaöur á þessu háttalagi. Hvaö meinti konan eiginlega? Þaö leiö nokkur stund þar til rann upp fyrir mér ljós. „Sagöi hún ekkisiimiinn?”spurðiégog endurtók oröiö i ýmsum tónteg- undum. Sáenski horföi á mig án þess aö skilja upp eöa niöur. „Jú, she mean — she mean. Svona söng húneinmitt”. Égút- skýrði máliö fyrir honum og þótti honum þetta ákaflega merkilegt heiti á tellifóni. Stundum get ég ekki stillt mig um aöbregöa á leik þegar sim- inn hjá mér hringir, en viðkom- andi hefúr ætlaö aö hringja allt annaö. Upplagt tækifæri gafst skömmu fyrir jól þegar einhver vixlareddari hringdi. Honum lá svo á aö hann muldraði nafn sitt I flýti þegar ég svaraöi og hóf samstundis * frásögn af bankaferö þá um morguninn. Þetta heföi ekki gengiö.bankastjórinn var tregur og vildi fresta ákvöröun, ætlaöi vist aö kikja á einhverja pappira eöa leggja máliö fyrir fund. En ég skyldi engar áhyggjur hafa. Þetta mundi reddast eftir nokkra daga. Þar sem ég þekkti hvorki röddinai' slmanum né hef vbda- reddara á mlnum snærum.sá ég strax aösi'mtaliö var ætlaö ein- hverjum öörum, greinilega manni ifjárþröng og mér fannst þaö skylda min aö styöja viö bakiö á manni i nauöum. Þegar ég loks komst aö var ég þvi illur I röddinni: „Þú þóttist örugglega geta reddaö þessu i dag. Ég treysti alveg á þetta. Ætlaröu aö láta þá taka af mér kofann?”, spuröi ég hastur. „Taka af þér kofann? Ætli þaö sé núhætta áþvi. En þetta redd- ast I næstu viku. Treystu mér”, sagöi reddarinn fööurlega. „Þú veröur bara aö keyra þetta i gegn i siðasta lagi á fimmtudaginn. Annars fala ég viö þá á skattstofunni” sagði ég1 og brýndi raustina. „Hvaö meinarðu? Tala viö þá á skattstofunni? Ertu á þvi eöa hvaö? „Nei, ég er sko ekki á þvi. En þú manst kanski ekki eftir öllu sem þú sagdár mér á siöasta fylleriiha? Ég get látiö þaö ber-, ast”, sagöi ég mjúkum rórni og heyröi aö þaö slumpaöi i reddaranum. „En ég var ekki þaö fullur, það getur ekki veriö og ef þú ætlar...” Ég greip frammi fyrir honum og hreytti út úr mér áöur en ég skellti á: „Þú hefur þetta klárt i' siöasta lagi á föstudaginn. Annars áttu voná heimsókn frá skattinum”. Ég er ekki I nokkrum vafa um að hinn fjárþurfi maöur hefur vaöiö I seðlum um jólin og redd- arinn sjái framvegis um aö lán- in liggi á lausu. En skyldi sim- taliö aidrei hafa borist i tal á milli þeirra? Þaö getur stundum veriö bæöi spaugilegt og óþægilegt i senn að veröa sjálfur fyrir þvi aö hringja i vitlaust númer. Eitt sinn þurftiég aö hringja I Stein- gri'm Hermannsson ráöherra i erindum blaösins aö kvöldi til. Karlmannsrödd svaraöi en hávaöamúsikk heyröist 'I fjarska. Ég kynnti mig og spuröi hvort þetta væri hjá Steingrimi Hermannssyni. — Heyröu. Biddu aöeins mean é lækka i tækinu sagöi þá rödd- in og var mjög loðin. Illur grunur vaknaöi og varö að vissu þegar ég heyröi þann loömælta kalla upp: — Viljiöi lækka þennan háaöa þarta. É nefnilega aö taia viö hann Steingrim kallinn Hemannsson. Hann er aðhingja i mi. — Ég beiö ekki boöanna en skellti á. Alkunnur fylgikvilli ölvunar er simaæöi og veröa blaöamenn oft fyrir baröinu á fólki sem þannig er ástatt fyrir. Ég hef veriö vakinn upp klukkan sex aö morgni af manni sem staddur var á Keflavikurflugvelli á leiö til Utlanda. Sá var búinn að skutla i' sig nokkrum sterkum fyrir flugiðoglas fyrir mér yfir- lýsingu þess efnis aö hann styddi rikisstjórnina og óskaöi eftir aö fá þetta birt á forsiðu Vi'sis og auövitaö haföi ég góð oröum þaö. Aörir vilja koma aö alls konar kvörtunum eöa niöi um náungann ellegar koma á framfæri einhverjum endemis leirburöi sem þeim I ölvimunni finnst vera snilldarkvæöi. Eitt sinn lenti ég f þvl aö taka simtal frá konu sem spuröi hvaöa vikudagur heföi veriö 16. nóvember áriö 1893. Brást hún reiöviö þegar ég haföi ekki svar á reiöum höndum taldi þetta lé- lega þjónustu af hálfu blaösins og esi»öist þegar ég f hálf- kæringi sagöi henni aö láta bara Sálarrannsóknarfélagiö spyrj- ast fyrir um þetta. Já þaö er margt sem fram fer i gegnum sima.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.