Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. april 1979 t V S ‘ \ * > 9 \ . V S vt* * Hvað um leikritin? Einhverra hluta vegna hafa forráBamenn útvarpsins ekki nefnt leikritin i sparnaöartali sinu þegar þetta er skrifaB þótt sú dagskrárgerö sé margfalt dýrari en flest annaö efni, sem framleitt er hjá þeirri stofnun miöaö viö dagskrárlengd. Þaö væri fljött aö segja til sin I sparnaöi ef leikritum væri fækkaö um helming, þannig aö þau yröu hálfsmánaöarlega i staö þess aö vera á dagskránni vikulega. Fyrir þaö fé, sem þannig sparaöist væri hægt aö gera marga blandaöa þætti bæöi meö beinum útsendingum og niöursoönum efnisatriöum. En leiklistardeild Útvarpsins hefur löngum veriö heilög og núverandi leiklistarstjóra virö- ist hafa tekist að sannfæra út- varpsráö og stjórnendur stofn- unarinnar um aö hjá honum megi ekki skera niður. Þaö er þó staöreynd aö leik- ritaflutningur f útvarpi hefur nú alls ekki sama gildi og hann haföi áöur en sjónvarpiö kom til sögunnar, aö minnsta kosti ekki meö þvi leikritavali, sem út- varpshlustendum hefur verið boöið upp á. Aftur á móti er þýö- ingarmikiö fyrir leikara aö sama leikritamagn veröi sent út á öldur ljósvakans áfram. Ann- ars missa þeir stóran spón úr aski sinum. Niðurgreiddir tónleikar Annaö atriði hefur heldur ekki boriö á góma i þeirri umræöu, sem fram hefur fariö um fjár- málakreppu útvarpsins, en þaö kostar þó sitt. Ég á hér viö starfsemi Sinfóniuhljómsveitar Islands. Þar er heil stofnun á framfæri okkar, sem greiöum afnotagjöld útvarps- og sjónvarps. Miklu eölilegra væri aö Sinfóniuhljóm- sveit Islands starfaöi alveg sjálfstætt og þeir, sem áhuga hafa á aö sækja hljómleika hennar, greiddu sannviröi fyrir miöana, I staö þess aö nú er fé allra útvarpshlustenda notaö til þess aö niöurgreiöa aögöngu- miöa áö tónleikunum i Háskóla- bíói og annars staðar. Þaö er sjálfsagt aö útvarpiö greiöi Sinfónlunni fyrir flutning verka f útvarpinu, en aö ööru leyti veitir stofnuninni ekki af sinu fé til þess aö veita lands- mönnum dagskrárþjónustu. Kostnaöinn viö rekstur leik- listardeildarinnar og sinfón- iunnar ættu forráöamenn út- varpsins aö skoöa vandlega áö- ur en þeir taka ákvöröun um aö skera niður þaö efni, sem hæst hefur boriö I útvarpsdagskránni undanfarna mánuöi. Skjálfti og skiptiefni Sé litiö til sjónvarpsins kemur i ljós, aö glimuskjálfti er kom- inn I þá starfsmenn, sem aöal- lega annast gerö leikins sjón- varpsefnis. Nokkrir þeirra hafa sent útvarpsstjóra bréf þar sem þeir hvetja til þess aö leikritun- um veröi hlift viö niöurskuröi og skora á hann aö berjast fyrir þvi að „dagskrárgerö veröi beint inn á þá braut aö topparnir á dagskránni veröi ekki látlaust sneiddir af til þess aö fylla upp i mestu lægöirnar”, eins og sjón- varpsmennirnir komast aö oröi I bréfi sinu. Þessi viöbrögö benda til þess að islensku sjónvarpsleikritin veröi fyrst fyrir baröinu á fjár- málakreppunni hjá sjónvarpinu. Þau hafa aö visu veriö tiltölu- lega dýr, miöaö viö annaö inn- lent sjónvarpsefni og aö sjálf- sögöu er matsatriöi hve mörg á aö taka upp á hverju ári og hvort dagskrárfé sjónvarpsins er betur variö til leikritageröar en framleiöslu annars sjón- varpsefnis. Leikritin eru meöal þess sjón- varpsefnis, sem beöiö er meö hvaö mestri eftirvæntingu, og þau hljóta jafnframt einna haröasta dóma. Margir myndu sakna þeirra, jafnvel þótt þeir hinir sömu kynnu alls ekki aö meta þau, þegar þau yröu sýnd. Þessar og aörar innlendar ástæöur ættu aö hvetja til leik- ritaframleiöslu hjá sjónvarp- inu, en þyngri á metunum er sú staöreynd aö leikiö norrænt sjónvarpsefni fæst einungis i skiptum fyrir islenskt efni af þvi tagi og er nauðsynlegt aö taka upp ákveöinn fjölda innlendra leikverka til þess aö viö getum haldiö áfram þessum dagskrár- skiptum, sem eru eins og flest annaö norrænt samstarf íslandi mjög hagstæö. I saumana hjá símanum. Ef menn á annaö borö eru aö leita aö heppilegri sparnaöar- leiö á vettvangi sjónvarpsins held ég, aö hún sé hvorki i dag- skrár-eöa tæknideildum þeirrar stofnunar, — i staö þess ættu ráöamenn aö snúa sér aö þeim aðila, sem annast uppbyggingu og rekstur dreifikerfis sjón- varpsins og kanna I fyllstu alvöru hvort ekki er hægt aö fara þar betur meö fé en nú er gert. Þessi aðili er Póstur og simi. Litiö sem ekkert eftirlit hefur veriö meö þvi hvernig þeim gifurlegu fjármunum, sem þangaö hafa streymt frá sjón- varpinu, hefur veriö variö. Aö visu hafa menn séö endurvarps- stöövar risa viöa um land, en hætt er viö aö sjónvarpspening- arnir fari i fleira en þaö sem aö sjónvarpinu snýr og ekki er vafamál, aö talsvert af þeim tækjum, bilum og mannafla, sem sjónvarpið kostar, nýtist Pósti og sima að ööru leyti án þess aö sú nýting sé greidd af öðru fé. Fara þyrfti náiö ofan I þessa sauma i staö þess aö einblina á leikrit eöa annaö dagskrárefni sjónvarpsins. Ekki er vafamál aö þar væri hægt aö spara háar upphæöir. Jafnframt þyrfti aö kanna i alvöru hvort ekki væri eölilegra og hagkvæmara til frambúöar aö Rikisútvarpiö annaöist aö öllu leyti sjálft upp- setningu og rekstur dreifikerf- isins. Milljarður í hítina Ef viö leiöum nú hugann frá sparnaöarleiöunum og niöur- skuröarhnifnum aö orsökum t staö þess aö fjárhagserfiöleikar sjónvarpsins séu Iðfnir bltna á dagskrár- eöa tæknideildum þess, væri áátæða til aö kanna, hvort Póstur og simi tekur ekki til sfn meira fé en þörf er á viö rekstur dreifikerfis sjónvarpsins. fjármálakreppu rikisfjölmiöl- anna, kemur i ljós, aö siöbúin og litil hækkun afnotagjalda veldur þar nokkru um, en þaö sem skiptir þó sköpum er aö stjórn- völd hafa hreinlega tekið til annarra þarfa fé, sem sjónvarp- inu bar samkvæmt stefnu þess- ara sömu stjórnvalda. Þarna er um aö ræöa tolltekjur af inn- fluttum litsjónvarpstækjum, sem námu nærri 1200 milljónum i fyrra og eru áætlaöar um 1000 milljónir á þessu ári. Sjónvarpiö fékk 590 milljónir I fyrra og mun aðeins fá 340 milljónir á þessu ári, þannig aö rúmur milljaröur verður horfinn I rikishitina áöur en þetta ár er liöiö, I staö bess aö sú upphæö færi til uppbyggingar dreifikerfis og til átarfsemi sjónvarpsins. Heimatilbúiö vandamál Þegar ákveöiö var aö litvæöa sjónvarpiö og hvetja til inn- flutnings litsjónvarpstækja var aðallega haft I huga, aö meö þvi móti yröi hægt aö auka tekjur sjónvarpsins verulega og standa þannig straum af endur- nýjun tækjakosts sjónvarps- stöðvarinnar i Reykjavlk og dreifikerfisins úti um land. Sala svart-hvitra sjónvarpstækja haföi þá nær stöövast og toll- tekjurnar voru orönar svo til engar. Peningarnir létu ekki á sér standa er littækjainnflutn- ingurinn hófst fyrir alvöru, en þeir voru aö mestu leyti teknir i annaö en þeir áttu aö nýtast I og þvi er nú svo komiö sem raun ber vitni. Þeir, sem keypt hafa litsjón- varpstæki hér á landi og greitt hafa afnotagjöld sin, eiga heimtingu á aö tolltekjunum og afnotagjöldunum sé variö til út- varps- og sjónvarpsrekstursins, en ekki til einhvers annars. Ef rikissjóöur afhenti nú sjónvarp- inu þann milljarð sem hann hrifsaöi til sin af tolltekjunum, og afnotagjöldin rynnu óskipt til dagskrárgeröar og reksturs út- varps og sjónvarps þyrfti ekki að skera niöur efniö. Enn betra yröi ástandiö ef afnotagjöld yröu aö minnsta kosti hækkuö sem nemur verö- bólgustiginu i landinu i staö þess aö halda þeim stööugt niöri sök- um þess aö þau eru inni i visitöl- unni og hafa þvi smávægileg áhrif á heimilishald visitölfjöl- skyldunnar. Fjármálakreppa ljósvaka- miöla rikisins er heimatilbúiö vandamál, sem stjórnvöld bera ábyrgö á. Vandann á aö vera hægt aö leysa án þess aö vinsælt efni sé þurrkað út af dagskránni. -OR SJÚNVBRPS- OG ÚTVBRPS- KREPPB YFIRVOFBNDI? • Hvar er rétt að belta nlðurskurðarhnttnum? • Hvað veldur fjárhagserflðlelkunum • Hvernlg á að leysa vandann? Hjá útvarpinu er heist rætt um aö skera niður vinsæla blandaöa þætti, en hvers vegna má ekki fækka dýrum útvarpsleikritum og losa útvarpið viö reksturskostnaö Sinfóniuhljómsveitarinnar? Alvarleg fjármálakreppa er nú aö leggjast yfir rikisf jölmiðlana tvo, útvarp og sjónvarp, og mun hún að líkindum varpa skugga á þá Ijósu punkta, sem glatt hafa notendur þessara fjölmiðla að undanförnu. Niðurskurðarhnífnum verður ef svo fer fram sem horfir beitt gegn því efni, sem er einna dýrast í fram- leiðslu, að minnsta kosti hjá sjónvarpinu þar hyggjast ráðamenn skera niður íslenska leikritagerð og heima- tilbúna skemmtiþætti fyrst af öllu. Hjá útvarpinu virðast líflegustu þættirnir, sem ver- ið hafa á vetrardagskránni, „I vikulokin" og „Morgunpósturinn" þeir liðir, sem menn einblina á. Þótt talsverð yfirvinna fastra starfsmanna sé við slíka þætti, er efni í þá tiltölulega ódýrt og þarf því að lita á kostnaðartölurnar í heild, ef menn vilja meta hvar auðveldast og eðlilegast er aö spara.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.