Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 28.04.1979, Blaðsíða 12
vtsm Laugardagur 28. aprll 1979 Elvis Presley — tittnefndur rokkkóngur, hefur nú legið i gröf sinni i rúmt eitt og hálft ár. í lifandi lifi var vart hægt að segja að hann hafi skort vinsældir eða almannahylli, en hvernig sem á þvi stendur virðast þessar vinsældir hans ekkert i rénum. Þær aukast ef eitthvað er, auk þess sem þær hafa að sjálfsögðu breytt um svip frá þvi goðið stóð lifandi á stalli. Nýtt Elvis-æði Þetta nýja Elvis-æði sem ýmsir telja aö sé enn að ágerast, hefur varla borist hingað til lands, nema þá rétt smjörþefur- inn af þvi. Vinsældir rokkkóngs- ins uröu að sönnu nokkuð áþreifanlegar fyrstu vikurnar eftir lát hans, en siðan er eins og skriífað hafi verið fyrir kran- ann. Meðan láta aðrar þjóöir buna. Þú flettir varla svo erlendu timariti um tónlist alla vega ekki unglingaritum svonefnd- um, að þú rekist ekki annað hvort á grein um hinn látna kóng eða mynd, nema hvort tveggja sé. Ég veit ekki upp á hár hvaöa þjóðir skara fram úr á þessu sviði en hjá mörgum Evrópuþjóðum og i Banda- rikjunum gætir verulega þess- ara miklu vinsælda i dag. Elvis-fingrabjargir að koma Það er sagt að það sé nokkurn veginn sama á hvað nafn Elvis Presley er smellt, — um leið sé varan auðseljanleg. Það er auðvitað ekkert skritið við það þótt plöturnar hans, kvik- myndirnar, bækurnar um hann og sjónvarpsþættir seljist dável og rúmlega það, en þegar hægt er að rokselja potta pönnur, bolla, bikara og aðra smáhluti með nafni hans og mynd er hætt við að margir haldi að Munch- hausen sé sestur við ritvélina. En svona er það. Ógrynni af alls kyns smávarningi tengdum rokkkóngnum rokselst og þaö sem kannski meira er að i henni Ameriku hefur einn maður einkarétt á þvi að nota nafn Presleys á dósir og dollur og annað glingur. Þessi séði náungi heitir Harry Geissler og hann hefur sams konar einkarétt á Star Wars, Superman og Grease. ,,Það eina sem mig hef- ur alltaf langað til að gera er að græða peninga... Frá þeirri stundu að ég heyrði lát Presleys vissi ég að það yrði mikil eftir- spurn eftir munum til minning- ar um hann”, hefur Geissler látið hafa eftirsér. Hann kveöst nýlega hafa endurnýjað þennan samning til næstu sjö ára og meðal nýrra muna sem hann ætli að fara að hefja sölu á séu kerti, fingurbjargir, kúlur og pappabikarar hannaðir á tuttugu mismunandi vegu. 50 milljónir af LP-plöt- um Þegar eftir lát Presleys siöla sumars 1977 tóku plötur hans aö seljast i milljónavis aftur. Nokkrum dögum eftir lát hans voru t.d. átta lög af 2ja laga plötum hans meöal fimmtiu mest seldu platnanna þá vik- una. Og RCA hljómplötufyrir- tækið sem Elvis skipti við, hefur staðhæft að frá jarðarför hans hafi það selt meira en 50 milljónir hæggengra hljóm- platna með Elvis. Hér er ekki ætlunin aö rekja sögu Presleys I smáatriðum, en það var árið 1954, þegar Presley var 19 ára, að sú saga hófst. Þá rölti kappinn inn i hljóðver fyrir Sun-fyrirtækiö og söng lög inn á plötu. Rödd hans og framkoma vakti mikla athygli en það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna að upptökustjóri hans, Sam Phillips var ánægður. Arið 1956 var svo teningnum kastað. Sá sem átti hvað mestan þátt i þvi stóra kasti var Tom Parker, umboðsmaður binn að nóg væri komið I bili af hljómleikum. Þá var farið yfir i kvikmyndirnar. Flestir eru sammála um að orðið rusl lýsi þokkalega vel kvikmyndum Presleys. Engu að siður flykktust aðdáendur hans á myndirnar enda virtist efni þeirra engu máli skipta. Aðeins nafn hans seldi þær. En að lok- um dugði það ekki til nýjar stjörnur voru komnar fram á sjónarsviðiö, Bitlarnir og Roll- ing Stones, þeirra skæðastar. Ferill konungsins var i hættu. Siðustu árin Árið 1968 sá Elvis að við svo búið mátti ekki standa, (raunar sá umbinn það) og 90 minútna sjónvarpsþáttur frá fyrstu hljómleikum hans um langt árabil festi konungs-nafnið end- anlega við hann. Og þar meö hófst ný bylgja Elvis-æðis. Upp úr 1970 fór að halla undan fæti hjá Elvis. Liferni hans var farið aö setja sitt mark á hann og hann gaf sér æ minni tima til samvista viö Priscillu, konu sina og dótturina Lisu Mariu. Þau hjónin skildu svo 1973 og Elvis óð út I „lystisemdir” lifs- ins. Hann fitnaði og fitnaði skaust léttilega yfir 100 kilóa markið, — og drakk óhemju- lega. Þjáningar hans linuðust 16. ágúst 1977 er hann lést á rauðu teppi á baöherbergi I Graceland-heimili sinu. Snáðinn orðinn þriggja ára. Tekup John Travolta boðinu um að lelka Elvls I kvlkmyndinnl „Rokkköngurinn”? Texll: Gunnar Salvarsson „Til þess að geta sofið” Elvis hafði aldrei hátt I fjöl- miðlum og hann lék þvi alltaf eitthvað leyndardómsfullt. Við dauða hans sáu sér margir hag i þvi að segja sögu hans eins og hún var og það var ekki bara falleg saga um dáðan tónlistar- menn. En frægð Elvisar virtist vaxa i réttu hlutfalli við sögurn- ar, nýir' aðdáendaklúbbar komu til sögunnar og einn nýr með- limur, unglingsstúlka, lét hafa eftir sér til birtingar á prenti að hún færi aldrei svo i rúmið aö hún hefði ekki eina plötu Elvisar i handarkrikanum. „Það er til þess að ég geti sofið”, sagði hún. Presteys. „Heartbreak Hotel” „Hound Dog” og „All Shook Up” klifu hæstu tinda vinsælda- lista og Elvis varö konungur rokksins. t þessu húsi fæddist Elvis Presley 8.1. 1935. Feiminn sveitapiltur Þrátt fyrir allan gauragang- inn i kringum Elvis og þá sýni- legu ánægju sem Elvis virtist hafa á þvi að láta mikið á sér bera er hann sagður hafa verið feiminn sveitapiltur allt fram i andlátið sem helst viidi leita skjóls i svuntuhorni móður sinn- ar. Presley þótt-i- óhemju vænt um móðir sina, en hún lést úr hjartaslagi eins og hann 42ja ára að aldri og hann taldi það mesta áfall lifs sins er'hún dó. Kvikmyndaruslið Tom Parker stjórnaði Elvis út á við ef svo má að oröi komast. Hann réð öllu um hljómleika, sjónvarpsþætti kvikmyndir og annað það sem gat aukið á hylli konungsins. Eftir skjótar vin- sældir upp úr 1956 og hljóm- leikaferðir i kjölfarið taldi um- Fyrir utan nýja heimiliö sitt, Graceland, áriö 1957. Þar búa enn faö- ir hans, frænka og amma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.