Vísir - 28.04.1979, Síða 19

Vísir - 28.04.1979, Síða 19
 VISIR Laugardagur 28. aprll 1979 19 KENNARAR SKEMMTA SER Nýlega héldu tvö stéttarfélög kennara i Reykjavik sameiginlega árshátið. Stéttarfélag grunnskólakennara i Reykjavik og Félag gagnfræðaskólakennara i Reykjavik hafa undanfarin ár sameinast um árshátið á öskudegi, en að þessu sinni var hátiðin færð fram að páskum. 250—300 manns mættu á árshátíðina og gerðu gestir góðan róm að „stemningunni” og skemmtuninni, enda eru slikar skemmtanir kjörið tækifæri til að hitta fólk, sem það annars hittir sjaldan eða aldrei. Dagskráin hófst með þvi, að veislustjóri ,örlygur Richter, setti samkomuna. Þá söng Una Eleksen, kennari við Laugarnesskólann, einsöng við undirleik Mána Sigurjónsson- ar. Næst skemmti söngflokkurinn Kjarabót. Vakti flokkurinn athygli fyrir góða texta og hressilegan flutning. Að lokum skemmti Jörundur. Það vakti ánægju og athygli, að engar ræður voru fluttar, en það mun hafa verið „prinsip-mál” hjá skemmtinefndinni að komast hjá ræðuhöldum. Hinrik Bjarnason segir borðfélögum sinum skemmtilega sögu „Þjónn! Getum við fengið siipuna núna?” Olafur Guðmundsson kennari og kona hans skemmta sér konunglega undir borð- haldinu. „... en hefurðu heyrt um bandarlska Klnverjann sem var aö leita aö uppruna slnum og skrifaði um þaðbók? Hann kallaði bókina Gulrætur... Siguröur Simonarson yfirkennari segir Jóhönnu konu sinni og öðrum boröfélögum brandara. Söngsveitin Kjarabót skemmti, hressileg að vanda. Kennarar við Hvassaleitisskóla Valgerður Jónsdóttir, sem hefur séð um þættina „Gagn og gaman” I sjónvarpinu auk útvarpsþátta,og Kari Jeppesen. ...og dansinn var stfginn fram eftir nóttu...

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.