Vísir - 27.04.1979, Qupperneq 14
VISIR Föstudagur 27. april 1979
sandkoin
Umsjón:
Edda i
Andrésdóttir
Óli Tynes
skrifar
Fréttirnar
Góðu íréttirnar eru þær að
það verður nóg til af bensfni
næsta árið.
Slæmu fréttirnar eru þær að
það hefur enginn efni á aö
kaupa þaö.
Rétti tlminn
Snjóa hefur nú leyst viðast
hvar og veður orðið nokkuð
þokkalegt, enda komið sumar.
Það kom þvi engum á óvart að
sjónvarpiö skyldi á mið-
vikudagskvöid taka til
sýningar mjög svo tfmabæra
sænska fræðslumynd: „Varúð
á vetrarferðum”.
Þetta var gagnmerk mynd
um varúðarráðstafanir á is og
fjöllum, á vetrum og vori.
Menn biða nú með
eftirvæntingu eftir seinni
helmingi fræðslunnar:
„Hvernig forðast skal alvar-
legan sólbruna”.
Hún verður væntanlega tek-
in tii sýningar i desember.
Dularfulli framkvæmdastjór-
inn.
Hvaða Svelnn?
VILDI ENGA
PLATVÖÐVA
Langi þig til að lita út eins og
Superman, þá þarftu að vinna að
þvi. Christopher Reeve, sá sem
leikur Superman f myndinni sem
nú er verið að sýna i Reykjavik,
gerði það heldur betur eins og
meðfylgjandi myndir sýna. Þær
voru teknar eftir aö Reeve hafði
fengið hlutverkiö, og þá tók við
þjálfun og meiri þjálfun. Fram-
leiðendur myndarinnar höfðu I
upphafi þær hugmyndir að koma
mætti fyrir platvöðvum á
leikaranum, en Reeve tók slikt
ekki f mál. Kaus aö vinna, þar til
„tilskildum vöðvum” var náð.
Samkvæmt nýjustu fregnum mun lifið ekki vera tómur dans á rósum
hjá þeim Caroline og Junot.
VILJA BINDA ENDA Á HJðNA-
BAND CAROLINE OG JUNOT
Grace prinsessa og Rainier
fursti eru sögð hin verstu yfir
hegðan tengdasonar sfns,
Philippe Junot, og hvetja nú
Caroline dóttur sina til að binda
enda á átta mánaöa hjónaband
þeirra.
Náinn vinur Caroline segir
furstahjónin nú naga sig i handa-
bökin yfir að hafa samþykkt
ráðahaginn. „En þó að Caroline
virðist gera sér grein fyrir þvi að
hún gerði mistök, er hún allt of
stolt til að viðurkenna það fyrir
öðrum. Hún reynir að þrauka, og
enn sem komið er gerir allt tal
um skilnað hana reiða.”
Philippe Junot sem styrrinn
stendur um, gerði konu sina og
tengdaforeldrareið.þegar hann á
þriggja vikna viðskiptaferðalagi
um Norður-Ameriku tók sig til og
flaug til New York og eyddi þar
tima sinum með fyrrverandi vin-
konu sinni, Greifynjunni Agnetu
von Furstenberg.
Junot fékk að kenna á þvi þegar
hann sneri heim aftur, bæði hjá
konu sinni og furstahjónunum, og
Grace gerði honum skiljanlegt að
framkoma sem þessi yrði ekki
fyrirgefin i framtíðinni.
Dagblaðið er stundum að
reyna að bera þaö á Visi að
hann sé einhver þjónustutfk
Sjálfstæðisflokksins, sem er
dálitið mikil fjarstæða. Ég hef
sjálfur heyrt ágæta sjálf-
stæðismenn kvarta yfir því
livað Visir sé afskaplega mik-
ið vinstri blað. Og kommarnir
kvarta undan þvi hvað við sé-
um vont hægri blað.
En Dagblaöinu þykir gaman
að nudda og það þarf ekki
endilega að vera satt sem þaö
segir. Tilraunir þess til að
gefa Visi bláa stimpilinn koma
fram I ótrúlegustu smáatrið-
um.
Sem dæmi má nefna að á
miövikudag var frétt I DB um
hverjir hefðu veriö kjörnir i
fúlltrúaráö Sjálfstæðisflokks-
ins. Meðal þeirra er Páll
Stefánsson, sölustjóri Visis.
i Dagblaðinu vai þess auð-
vitað getið skýrt og skilmerki-
legahvar hann ynni. Þetta er
allt i' finu lagi, þvíviðskömm-
umst okkar ekkert -fyrir
Palla.
En neðar á þessum lista var
svo einhver Sveinn R.
Eyjólfsson framkvæmda-
stjóri. Þess var ekki getið
hvort hann væri fram-
kvæmdastjóri Sanasól á Akur-
eyri eða timburverslunar i
Trékyllisvlk.
Hvað þá að það væri viöur-
kennt að hann er fram-
kvæmdastjóri Iíagblaösins og
einn aðaleigandi. Nú er það
spurningin hvor það er sem
þeir á Dagblaðinu skammast
sin fyrir: Sveinn eöa Sjálf-
stæðisflokkurinn?
Bandittar?
Tveir ráðherrar hafa lýst
þvi yfir að \eiktali y firmanna
á farskipum se oþolandi, þaö
eigi ekki að líða að hátekju-
menn séu með slika frekju.
Launalistar s\na þó að far-
skipamenn eru nokkuð langt
frá þvi að vera millar. Hún er
að verða dálitið leiðmleg þessi
tilhneiging rikisstjórnarinnar
tU að úthrópa sem banditta
alla þá sem hafa sæmilegar
tekjur. —ÓT.
BLAÐBURÐAR-
BÖRN ÓSKAST:
RAUÐÁRHOLT 1 RANARGATA KÓP AUST 1-A
Háteigsvegur Bárugata Álfhólsvegur
Garðarstræti Digranesvegur.
Ránargata.
Rauðarárstígur
Þverholt
Upplýsingar í síma 86611
HJÚKRUNARFRÆÐING
OG SJÚKRALIÐA
vantar á sjúkrastöð S.Á.A. Silungapolli. Upp-
lýsingar á skrifstofu S.Á.Á. Lágmúla 9 í síma
82399.
Urval af
bílaáklæðum
(coverum)
Sendum
i póstkrofu
Altikabúðin
Hverfisgotu 72. S 22677
Q Fró Mýrarhúsoskóla
Seltjarnarnesi
Innritun nýrra nemenda ! allar deildir
skólans, fer fram mánudaginn 30. april
n.k. kl. 9.00-15.00 simi 17585.
Skólastjóri.
MUNIÐ
Bótnsýninguna
í Sýnlngahöllinni
Bíldshöfða,
dagana 28. apríl til 6. maí