Vísir - 26.05.1979, Side 5

Vísir - 26.05.1979, Side 5
Laugardagur 26. maf 1979 5 og ef viö veröum I stuöi, syngj- um viö kannski saman dúett. Svo ætla ég aö kynna Kristinu Sædal sem var nemandi minn I mörg ár. Undirleikarar veröa þau Arni Elvar og Guörún Kristinsdótt- ir”. Segir aidrei brandara „Þaö veröur ekkert prentaö prógram, heldur kynni ég sjálf og þaö veröur ekkert æft. Ég hef nóg til aö segja núna og læt allt fljúga en ef þaö veröa brandar- ar, þá er þaö bara vegna þess hvernig ég segi frá: Ég segi aldrei brandara, heldur segi ég frá einhverju sem hefur komiö fyrir mig eöa ég hef heyrt. Ég hef engar heilagar kýr og get sagt frá hverju sem er. Ég verö sjálf á senunni allan timann nema ef ég þarf aöeins aö skreppa frá eins og géngur. 1 lokin syngur kórinn meö mér lög sem voru vinsæl á striös- árunum. Svo koma allir inn á sviöiö, hundar og kettir lika, þvi þeir veröa auövitaö aö vera meö og þá syngjum viö Auf wiedersehen eins og þeir gera i Musichalls”. Rússneski kommúnistinn Dýrin hennar Guörúnar veröa lika meöal skemmtikrafta, þar á meöal hundarnir Rudy og Pushkin. ,,Ég kalla Pushkin rússneska kommúnistann þvi hann er eins og þeir, skilur ekkert nema þaö sem hann vill skilja”, segir hún. ,,Ég veit aö ég er aö taka áhættu meö þessu, en ég geri þaö af þvi mig langar til þess og eins af sjálfsbjargarviöleitni til aö koma mér út úr minum fjár- málum. Ef maöur heföi „spon- sor” þá væri þetta allt ööru visi. „Sponsorinn” gæti haft aug- lýsingu út úr þessu en íslending- ar hugsa ekki þaö langt. Þeir sjá ekki hvaö er hægt aö gera til aö auglýsa vöru. Erlendis er hægt aö leigja kjólana gegn þvi aö um þaö sé getiö i prógramminu hver geröi þá og auk þess fá skemmti- kraftarnir stóra fúlgu i kaup. Ég hef saumakonu sem saumar á mig en þetta kostar ógurlega mikiö. Ég ætla aö skipta oft um kjóla svo petta veröur nokkurs konar tiskusýning fyrir feitar konur og þaö er kominn timi til. Ég er hundleiö á þessum hor- renglum. En ég hef minn eigin stil”. Enga hógværð „Margir listamenn eru svo hógværir, aö þeir vilja ekki aug- lýsa sig. Ég var þaö lika en stjúpfaöir minn, Ludvig C. Magnusson sagöi aö þaö þýddi ekkert og ég sá aö þaö var rétt. Ég get gert sitt af hverju. Ég hef reynt aö koma á kattamenn- ingu hérna og ég hef skrifaö margar greinar um dýr og annaö sem ég hef áhuga á. Hall- dór Kiljan Laxness þakkaöi mér einu sinni fyrir greinar sem ég haföi skrifaö um hundamáliö. Hann sagöi aö þær heföu veriö góöar og ég hugsa meö mér aö ef honum finnst þaö gott, þá er sama hvaö hinum finnst. Ég þoli ekki fólk, sem sýnir þá fávisku aö þykjást ekki lesa blöö, hlusta á útvarp eöa sjón- varp eöa lesa auglýsingar. Þaö segir aö þetta sé alltaf þaö sama. Ég byrja minn morgun á þvi aö llta i Morgunblaöiö og svo les ég Visi líka og á kvöldin les ég blööin aftur, greinar og þess háttar. Fólk heldur svo aö ég liggi I leti af þvl ég lesi blööin! Þess vegna heldur þaö aö ég geti tekiö viö þeim köttum sem þaö nennir ekki aö hafa. En ég er alveg hætt aö gera þaö. Til- ætlunarsemin er of mikil”. I góðu formi Viö vikum talinu aftur aö 40 ára söngafmælinu og uppákom- unni og Guörún sagöi aö ef vel gengi myndi hún hugsanlega bæta fólki viö og breyta eitthvaö til svo hver skemmtun væri ólík öörum. „Góöa mundu eftir aö taka fram aö ég byrjaöi 15 ára svo allir haldi ekki aö ég sé komin um sjötugt, eöa eitthvaö”, sagöi hún. „Annars er mér oröiö al- veg sama um aldur. Röddin er i góöu lagi ennþá og ég er I góöu formi núna svo enginn þarf aö vera hræddur um aö ég springi”. —SJ Guörún A. meö nýjustu meölimi kattafjölskyldunnar Chocolate og Redpoint. Þeir eru aðeins tveggja mánaöa. Vlsismyndir: JA Dusseldorf og dásemdir Rínardals Dusseldorf stendur viö eina af þjóöbrautum Þýskaiands - ána Rín. í Rínardalnum eru einhver frægustu vínræktarhéruö Evrópu og fjöldi bæja og borga, sem feröamaöur þræöir á leiö sinni. Þar er t. d. Köln, sú sögufræga borg sem kölluö hefur veriö drottning Rínar. Skoöunarferöir meö fljótabátum Rfnareru stundir sem aldrei gleymast. Þar ríkir andi aldagamallarmenningararfleiföar, ocj feguröin heillar líkt qg Lorelei foröum. DÚSSELDORF-EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGIOKKAR. FLUGLEIDIR 3Kæ - __

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.