Vísir - 26.05.1979, Side 20
20
VÍSIR
Laugardagur 26. mal 1979
hœ krcrkkar!
Jóhanna Rútsdóttir.
Vlsismynd: JA.
heidlóunnar
Við fljúgum saman, ég
og karlinn minn, og erum
að leita okkur að góðum
staðtil að búa á. Við kom-
um langt að til Islands og
ætlum nú að setjast hér
að og vera fram á haust.
Eftir smástund höfum
við fundið tilvalinn stað.
Það er á milli tveggja
þúfna. Það verður örugg-
lega gott að búa til hreið-
ur hér.
Við höfum verið mjög
heppin, því að í næstu
þúf u á móti er dálítil hola
og þar eru nágrannarnir.
Það er músafjölskylda.
Pabbinn, mamman og
fjórir nýfæddir ungar.
Þau eru mjög ham-
ingjusöm. Það mun verða
heldur lengra þangað til
okkar börn komast í
heiminn en við erum
strax farin að búa okkur
undir það að taka á móti
þeim. Þau verða velkom-
in í heiminn.
Jú, lífið er dásamlegt.
En hvað hef ur nú skeð?
Dag nokkurn er eins og
skuggi skelli hér yf ir. Það
verður vont að anda og
lyktin hræðileg. Við höf-
um vappað um staðinn
okkar, en flýtum okkur
nú upp í loftið. Það kemur
reykkóf og mér finnst ég
vera að kafna. Karlinn
minn er sterkari í vængj-
unum en ég og er því á
undan mér. Það er svo er-
fitt að bera vængina og
stöku sinnum dett ég
niður smáhæð. O, ég er
svo þreytt ég kemst
örugglega aldrei. Karlinn
mín snýr sér við aftur og
aftur og kallartil mín, að
ég verði að herða mig
áfram. Ég Ift niður. Það
er Ijótt að sjá. Allar
fallegu þúfurnar eru
svartar og eldurinn breið-
ir sig yfir meira og
meira.
Loksins er ég komin í
betra loft. Karlinn minn
. hóstar og hóstar og ég get
ekkert sagt þvi óloftið
hefur fyllt hálsinn. Við
erum að verða búin að
jafna okkur, þegar ég
minnist músaf jölskyld-
unnar. Hvaðætli hafi orð-
ið um hana? Við flýtum
okkur af stað til baka. Nú
eru komnir menn í svört-
um og gulum kápum, sem
sprauta yfir allt. Þarna
eru líka 3 menn í svörtum
jakkafötum með alls kon-
ar glingri utan á. Þeir eru
að tala við hóp af krökk-
um. Viðf lýtumokkur nær
til að heyra hvað þau
segja. Krakkarnir segja
að það sé gaman að
brenna sinu og þeir ætl-
uðu að brenna smávegis
en eldurinn varð meiri en
svo að þeir gætu haft
stjórn á honum.
Síðan fara börnin í
burtu, svörtu og röndóttu
karlarnir líka. Viða rýkur
upp á milli þúfnanna og
jörðin er svo heit, að við
getum ekki vappað eftir
henni.
Við leitum og leitum að
vinum okkar en sjáum
ekkert. Það líður langur
tími og þá finnum við
loksins þúfuna, þar sem
heimili okkar var. Það er
allt í rúst. Ég fer að há-
gráta og karlinn minn er
að bresta í grát líka. Við
huggum hvort annað og
þökkum dýraguði fyrir,
að við vorum ekki komin
með ófleyga unga í
hreiðrið okkar. Brátt
fundum við leifar af vin-
um okkar, músunum. All-
ar litlu mýslurnar dánar.
Jörðin hefur hitnað svo
mikið að þau höfðu
hlaupið út úr holunni sinni
og út í eldinn. Ég skil ekk-
ert í mannabörnunum,
hvernig þeim getur dottið
svona hræðilegt í hug.
Það deyja ábyggilega
fleiri dýr en músafjöl-
skyldan í svona bruna.
Ég fer að þvo mér um
gogginn, því að ég er
orðin svo skítug. Karlinn
minn kemur fljúgandi til
mín. Hann vill að við
byrjum strax að leita að
nýjum stað. Við verðum
að byrja allt upp á nýtt.
Allt er það brunanum að
kenna.
Jóhanna Rútsdóttir, 8.
J.J. Langholtsskóla.
Börn í
Lang-
holts'
skóía
skrifa
Umsjón: Anna
Brynjúlfsdóttir
Hópur af krökkum I 7.P.B.
Visismynd: Anna.
Fjórar kátar vinkonur I 7.P.B
Visismynd: Anna
SINUBRUNI
Addi og Konni voru að
leika sér niðri í Laugar-
dal, og þótt þeir væru
orðnir 11 og 13 ára, voru
þeir sífellt að fikta við að
kveikja í sinu hingað og
þangað um Laugardal-
inn. Eitt sinn kveiktu þeir
i, þegar hvasst var í veðri
og þegar þeir ætluðu að
slökkva þá réðu þeir ekki
við neitt, eldurinn breidd-
ist út og reykurinn leitaði
inn um gluggana í húsun-
um í kring. Strákarnir
úrðu hræddir og földu sig.
hjúkra honum. Hann setti
hann í litla körf u inn i eld-
húsi. Mamma gaf honum
fuglamat en litli fuglinn
hafði ekki lyst á neinu.
Morguninn eftir var fugl-
inn dáinn. Þegar Maggi
sagði Adda og Konna frá
þessu, urðu þeir hryggir
og hétu þvi að kveikja
ekki aftur í sinu.
En þið krakkar, sem
eruð alltaf að kveikja í
sinu. Hvenær ætlið þið að
hætta?
Steingrímur Sævar
Ólafsson, 7. P.B. Lang-
holtsskóla.
Lögreglan varð að
slökkva eldinn. Seinna
um daginn labbaði Maggi
sem er 12 ára niður í dal-
inn. Þar voru stór svæði
kolsvört eftir brunann.
Þar sem litla húsið hans
og leikfélaga hans hafði
staðið var nú ekkert
nema svört hrúga. Maggi
horfði sorgbitinn á þetta.
Þá heyrði hann skyndi-
lega eitthvert þrusk
skammt frá sér.
Hann svipaðist um og
kom þá auga á lítinn fugl
með sviðna vængina sína.
Magga fannst sársauki í
tístínu hans. Hann tók
fuglinn varlega upp og
fór með hann heim. En
hvað hann langaði til að
Steingrlmur ólafsson.
Visismynd: Anna.