Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 1

Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 1
MORGUNBLAÐIÐ 4. FEBRÚAR 2001 29. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 10 Með metnaðinnað leiðarljósi 30 Kemur dauðinn hann vill? þegar B Trúnaðarbrestur helsta orsök samningsslita 26 TÖLVUDEILD danska þings- ins hefur orðið að loka fyrir að- gang að heimasíðu sjónvarps- þáttarins „Stórabróður“ vegna of mikils álags á tölvukerfið á svokölluðum „baðtíma“. Þætt- irnir eru í beinni útsendingu allan sólarhringinn á Netinu og sýna tíu íbúa húss í öllum her- bergjum þess. Heitt vatn er á einn klukkutíma á sólarhring og þá flykkjast áhugasamir á Netið til að fylgjast með íbúun- um baða sig. Tölvukerfi þingsins ræður ekki við að fleiri en 16 not- endur fari inn á sömu heima- síðu og því hefur verið gripið til þess óyndisúrræðis að meina þingmönnum og öðrum starfs- mönnum aðgang. Stóribróðir hefur víða valdið vandræðum í tölvukerfum, t.d. á sjónvarps- stöðinni TV Danmark, sem sendir þáttinn út. Þættirnir hafa vakið gríðarlega athygli og umtal í Danmörku frá því að þeir hófu göngu sína fyrir viku. Ekki eru allir jafnhrifnir og hafa tveir piltar í Árósum opn- að heimasíðu sem beint er gegn þáttunum. Nefnist hún „Sjúkibróðir“ og inniheldur gagnrýni á efni þeirra. Fyrir áhugasama má benda á heimasíðu Stórabróður: www.bigbrother.dk. Neitað um Stóra- bróður Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. JARÐSKJÁLFTI sem mældist 5 stig á Richters-kvarða reið yfir Gujarat-ríki á Indlandi á laugar- dagsmorgun, rúmri viku eftir að öflugur skjálfti varð þar tugum þúsunda manna að bana. Eftir- skjálftinn olli ekki umtalsverðu tjóni, en hann varð til þess að ótti og skelfing greip um sig meðal hinna hrjáðu íbúa svæðisins. Jarðskjálftinn átti upptök sín um 25 km norður af bænum Bachao, sem varð einna verst úti í stóra skjálftanum. Eftirskjálftinn fannst um allt Gujarat-ríki, en yf- irvöld þar sögðu að hvorki hefði fregnast um manntjón né skemmd- ir af völdum hans. Íbúar á svæðinu þustu víða út úr húsum sínum, af ótta við viðlíka hamfarir og urðu fyrir viku. Vajpayee fundar með fulltrúum allra flokka Forsætisráðherra Indlands, Atal Behari Vajpayee, hélt á laugardag fund með fulltrúum allra flokka á þinginu, til að ná samstöðu um hvernig skyldi staðið að neyðarað- stoð í Gujarat-ríki, en talið er að um hálf milljón íbúanna hafi misst heimili sitt í skjálftanum í síðustu viku. Leiðtogar stærstu flokkanna samþykktu að setja á fót sérstaka nefnd til að hafa umsjón með hjálparstarfinu. Ríkisstjórnin hef- ur legið undir gagnrýni fyrir slæ- lega stjórn aðgerða, en skipulagi neyðaraðstoðar mun víða hafa ver- ið ábótavant. Vajpayee tilkynnti einnig í gær að hann hefði aflýst fyrirhuguðum heimsóknum til Malasíu og Japans, sem hefjast áttu í vikunni, til að geta fylgst með gangi hjálpar- starfsins. Risaflutningavélar koma með hjálpargögn Nokkrar risaflutningavélar frá bandaríska flughernum lentu í Ahmadabad í Gujarat-ríki í gær með ýmis hjálpargögn. Farmurinn var meðal annars matvæli, lyf, tjöld og ábreiður. Þá lagði bresk Boeing 747-risaþota af stað til Ind- lands á laugardag með 36 tonn af hjálpargögnum, en þeim hafði ver- ið safnað fyrir tilstuðlan samfélags hindúa í Bretlandi. Einnig er stefnt að því að 747- þota komi til Indlands á mánudag með hjálpargögn að andvirði 4 milljóna dollara, eða um 340 millj- óna króna, frá þróunarsamvinnu- stofnun Bandaríkjanna. Eftirskjálfti sem mældist 5 stig reið yfir Gujarat-ríki á Indlandi Reuters Björgunarmenn bera lík úr húsarústum í borginni Anjar í Gujarat-ríki í gær, rúmri viku eftir að jarðskjálftinn mikli reið yfir á Indlandi. Olli ótta en engu tjóni ALFRED Sirven, fyrrverandi að- stoðarforstjóri franska olíufélags- ins Elf, var handtekinn við komuna til Þýskalands á laugardags- morgun. Hann hafði verið á flótta í þrjú ár eftir að hafa verið sakaður um verulegan fjárdrátt, en elting- arleiknum lauk á Filippseyjum á föstudag. Sirven bar fyrir rétti í Frankfurt í gærmorgun að hann myndi ekki mótmæla framsali til Frakklands, en á myndinni sjást fréttamenn þyrpast að lögreglubíl sem flutti hann til dómshússins. Sirven tengist einnig spilling- armáli sem höfðað hefur verið á hendur Roland Dumas, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands. Sirven tekinn höndum AP DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, varði í gær þau áform Bandaríkjastjórnar að koma upp eldflaugavarnakerfi. Rumsfeld sótti fund með evrópskum starfsbræðrum sínum í München í Þýskalandi í gær og veitti þá frétta- mönnum viðtal í fyrsta sinn síðan hann tók við embætti fyrir tveimur vikum. Ýmis ríki hafa lagst gegn áformum Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnakerfi, einkum Rússar og Kínverjar, en einnig nokkur Evr- ópulönd. Rumsfeld vísaði áhyggjum þeirra á bug í gær og sagði að því færi fjarri að eldflaugavarnakerfi væri ógn við önnur ríki eða valdajafnvægið í heiminum. Kerfið yrði ekki nógu viðamikið til að draga úr fælingar- mætti kjarnorkuvopnabúrs Rússa. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, lét á fimmtudag í ljós áhyggjur af því að Bandaríkjamenn myndu brjóta í bága við gagneld- flaugasáttmálann frá 1972 ef þeir kæmu upp eldflaugavarnakerfi, en Rumsfeld gerði lítið úr mikilvægi sáttmálans. „Þetta er ekkert annað en kaldastríðshugsunarháttur,“ sagði hann á leið til fundarins í gær. Varn- armálaráðherrann vildi þó ekki gefa upp hvort hann teldi að gera ætti breytingar á gagneldflaugasáttmál- anum, í þá veru að heimila beitingu eldflaugavarnakerfis, eða fella hann alfarið úr gildi. Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, lagði á fundinum í gær áherslu á að nauðsynlegt væri að Bandaríkja- stjórn hefði samráð við aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) áð- ur en ákvarðanir væru teknar um að koma upp eldflaugavarnakerfi. Breska dagblaðið The Daily Telegraph hafði í gær eftir ónafn- greindum háttsettum embættis- mönnum að bresk stjórnvöld íhuguðu að beita sér fyrir því að Bandaríkja- menn og Rússar myndu þróa eld- flaugavarnakerfi í sameiningu, svo að draga mætti úr spennu milli þjóð- anna. Bretar hafa haldið sig til hlés í málinu, en haft er eftir embættis- mönnunum að eftir valdatöku George W. Bush í Bandaríkjunum sé orðið nauðsynlegt að endurskoða þá stefnu. Rumsfeld ver eld- flaugavarnakerfi München. AFP, AP, Reuters. SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR BLAÐB SUNNUDAGUR Eyjan Phuket utan suð-- vesturstrandar Taílands er þekkt fyrir að þar er boðið upp á köfun á heimsmælikvarða. Þorkell Þorkelsson skellti sér suður þangað, hitti fyrir Davíð Sigurþórsson sem starfaði einmitt við að kenna ævintýraþyrstum ferðalöngum köfun./B12 Ljósmynd/Pascal Laigle Úr snjó í sjó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.