Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 4

Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 20/1–27/1  Læknafélag Íslands hef- ur tekið ákvörðun um að slíta viðræðum við Íslenska erfðagreiningu. Félagið sendi læknum bréf til að útskýra afstöðu félagsins. Kalla þurfti út björg- unarsveit til að aðstoða sænskan háskólanema sem lent hafði í ógöngum á Esj- unni. Maðurinn hafði geng- ið upp á fjallið en ekki átt- að sig á hvað dimmdi snemma á þessu árstíma. Hann komst því ekki hjálp- arlaust niður af fjallinu.  Íslenska landsliðið í handknattleik karla komst ekki í 8-liða úrslit á heims- meistaramótinu í Frakk- landi. Liðið tapaði fyrir Júgóslavíu, 31-27.  Íslandsbanki skilaði 662 milljóna hagnaði á síðasta ári. Hagnaður árið á undan var 2.959 milljónir. Arð- semi eigin fjár var 6,8%.  Seðlabankinn spáir því að verðbólga frá upphafi til loka þessa árs verði 4,6%. Fjórfalt fleiri konur en karlar fá lágmarkslífeyri. Þetta kom fram á ráð- stefnu sem Kvenréttinda- félag Íslands stóð fyrir.  Síðan í desember hefur um 150 starfsmönnum í fiskvinnslu verið sagt upp störfum. Um er að ræða sjávarútvegsfyrirtæki í Vestmannaeyjum, Bolung- arvík, á Húsavík og Eski- firði.  Flugumferðarstjórar hafa samþykkt að boða verkfall. Um er að ræða verkfall sem á að hefjast 20. febrúar og standa í tvo daga. Samanburðarleið en ekki útboð á farsímum STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra greindi frá því á Fjarskiptaþingi, að síðar á þessu ári muni samgöngu- ráðuneytið úthluta rekstrarleyfum fyr- ir þriðju kynslóð farsíma. Sturla sagði að við úthlutunina yrði beitt þeirri að- ferð að hafa samanburðarútboð með umtalsverðu leyfisgjaldi. Þessi aðferð uppfylli það megin- markmið stjórnvalda í fjarskipta- og upplýsingamálum að Ísland verði áfram í fremstu röð tæknivæddra ríkja með ódýra, góða og aðgengilega fjar- skiptaþjónustu. Samgönguráðherra sagði að í næsta mánuði muni hann leggja fram á Al- þingi frumvarp til laga um úthlutun á rekstrarleyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma. Í frumvarpinu verði settar fram skýrt skilgreindar lágmarkskröfur og samkeppni umsækjenda muni felast í að bjóða í þjónustu umfram þær. Stefnt sé að afgreiðslu frumvarpsins í vor og úthlutun leyfanna í haust. 676 öryrkjar fengu hærri tekjutryggingu Tryggingastofnun hefur greitt út bæt- ur til öryrkja samkvæmt nýjum lögum frá Alþingi. Lögin hafa áhrif á greiðslur til um10% þeirra öryrkja sem fá bætur frá stofnuninni. Þetta eru 676 einstak- lingar, þar af 16 karlmenn. Samkvæmt eldri lögum hefði þessi hópur fengið um mánaðamótin 3.804.003 kr. en eftir breytinguna fær hann 11.906.107 krón- ur. Mismunurinn er 8.102.104 krónur. Meðalviðmiðunartekjur hjóna á ári í þessum hópi eru 1.870.726 krónur. Meðaltekjur lífeyrisþega í þessum hópi eru 134.386 krónur. Þarna er um brúttóupphæðir að ræða og hluti af þeim rennur aftur í ríkissjóð í formi staðgreiðsluskatta. INNLENT Líbýumaður dæmdur fyrir Lockerbie-slysið LÍBÝSKUR leyniþjónustumaður, Lamen Khalefa Fahimah, var á mið- vikudag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa grandað farþegaþotu í eigu Pan Am-flugfélagsins yfir Loc- kerbie í Skotlandi fyrir tólf árum. Annar Líbýumaður var sýknaður. 270 manns fórust í slysinu, bæði farþegar þotunnar og fólk á jörðu niðri. Að- standendur fórnarlambanna krefjast þess að Muammar Gaddafi Líbýuleið- togi verði sóttur til saka, þar sem þeir segja ljóst að hann hafi skipað fyrir um hryðjuverkið. Stjórnvöld í Líbýu neita hins vegar allri sök og krefjast þess að refsiaðgerðum gegn landinu verði aflétt. Réttarhöldin yfir Líbýu- mönnunum fóru fram í Hollandi, en réttað var samkvæmt skoskum lögum og kváðu skoskir dómarar upp dóm- inn. Gífurlegt tjón á Indlandi ÞAÐ skýrðist smám saman í vikunni hversu gífurlegt mann- og eignatjón varð af völdum jarðskjálftans sem reið yfir Gujarat-ríki á Indlandi þar- síðasta föstudag. Enn er ekki ljóst hve margir týndu lífi, en yfirvöld hafa nefnt tölur á bilinu 25.000 til 100.000 manns. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 200.000 íbúar Gujarat-ríkis hafi misst heimili sín og víða er enn vatns- og rafmagnslaust. Björgunarsveitir víðs vegar að úr heiminum hafa lagt Indverjum lið og allt fram á miðviku- dag var verið að grafa fólk á lífi úr húsarústum, fimm dögum eftir að það grófst undir þeim. Mörg afskekkt héruð urðu illa úti og erfiðlega hefur gengið að koma aðstoð og hjálpar- gögnum þangað. Óttast var að far- sóttir blossuðu upp og breiddust hratt út vegna mengaðs neysluvatns.  FÆREYSKA land- stjórnin tilkynnti á fimmtu- dagskvöld að gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði eyjanna 26. maí næstkomandi. Lagt er til að eyjarnar stefni að fullu sjálfstæði árið 2012. Paul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, sagði á föstudag að yfirlýsingin skapaði al- varlega stöðu í sam- skiptum þjóðanna.  Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra í Chile, var á mánudag birt ákæra fyrir að hafa verið meðábyrgur fyrir 18 mannránum og 57 morðum á fyrstu vikunum eftir valdatöku hans í sept- ember 1973. Rannsókn- ardómarinn Juan Guzman sagði að Pinochet myndi koma fyrir rétt og svara til saka fyrir herferðina gegn andstæðingum herforingja- stjórnarinnar.  JOE Erling Jahr, mað- urinn sem er grunaður um morðið á fimmtán ára þel- dökkum pilti, Benjamin Hermansen, í Ósló fyrir viku, var handtekinn í Kaupmannahöfn á fimmtu- dagskvöld. Jahr er þekktur meðlimur nýnasistahreyf- ingar í Noregi og talið er að ástæða morðsins hafi verið kynþáttahatur.  ÞING Indónesíu sam- þykkti á fimmtudag skýrslu um spillingu Abd- urrahmans Wahids, forseta landsins, og opnaði þar með fyrir málsókn á hend- ur honum. ERLENT SENDIRÁÐ Íslands í Moskvu er, samkvæmt upplýsingum frá alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, að skoða mál íslensks sjómanns sem ásamt japönskum vinnufélaga sínum var handtekinn af rússnesku strand- gæslunni í bænum Nevilsk á Sakhal- ín-eyju í fyrradag. Maðurinn, sem heitir Hrafn Margeir Heimisson, er nú laus allra mála en sendi utanrík- isráðuneytinu símbréf þar sem hann fór fram á að borin yrði fram kvörtun til rússneskra yfirvalda vegna ólög- mætrar handtöku. Hrafn Margeir, sem starfar sem ráðgjafi um rækjuveiðar á skipinu Mys Zenit, sem eitt sinn var í eigu Nasco en er nú í eigu erlendrar út- garðar og skráð á Kýpur, lýsti raun- um sínum í bréfinu til ráðuneytisins, en Morgunblaðið fékk afrit af bréfinu frá ættingjum hans. Lyfti jakkanum og lagði höndina á byssuna „Ég kom um borð í skipið í Japan og við sigldum þaðan á mánudags- kvöld,“ segir í bréfinu. „Í gær (fyrra- dag), 1. febrúar, vorum við að taka nokkra áhafnarmeðlimi um borð um 9 sjómílur frá landi, þegar strandgæsl- an kom um borð og færði skipið til hafnar. Eftir að hafa bundið skipið ut- an á eftirlitsskipið í herskipahöfninni í Nevilsk kom eins og vera ber útlend- ingaeftirlitið og tollurinn til að fara yf- ir pappíra en útlendingaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við neitt. Hér voru líka aðilar frá MARPOL sem er strandgæslan. Það var búið að binda skipið um klukkan 8 í gærkvöld (fyrrakvöld) og um miðnætti var toll- skoðun lokið og ég fór að sofa um klukkan 1. Klukkan 2 var ég vakinn og 2. stýrimaður sagði mér að mað- urinn sem væri með honum vildi að ég færi til Kholmsk með honum, ég fór eitthvað að kvarta og benti þeim á hvað klukkan væri, en þá lyfti hann jakkanum og lagði höndina á byssuna og sagði mér og Oshima (japanskur vinnufélagi Hrafns Margeirs) að koma strax. Hann tók líka fram við mig að hann væri með vegabréfið mitt og tók það upp og sýndi mér það og vegabréf Oshima. Það var farið með okkur, reyndar í sitthvorum bílnum, til Kholmsk, sem er í um 40 km fjar- lægð en ferðin tók fjóra tíma vegna storms, snjókomu og skafrennings og afspyrnu lélegra farartækja.“ Aldrei borin fram ein einasta spurning „Þegar við komum til Kholmsk kl. 6 var farið með okkur inn í eitthvert hús. Þar var okkur vísað inn í klefa sem var hluti af gufubaðsaðstöðu og þar voru bara harðir trébekkir og ekki nokkur leið að leggjast til svefns. Okkur var ekki boðið neitt nema einn bolli af te og við sluppum ekki út fyrr en umboðsmaður útgerðar skipsins kom um klukkan 10 og sagði okkur að við gætum komið með honum. Hann var með alla okkar pappíra og það gerði enginn neinar athugasemdir við þá. Þeir aðilar sem færðu okkur til Kholmsk hurfu um leið og við komum þangað og aldrei var borin fram ein einasta spurning um eitt eða neitt og það talaði enginn við okkur enda töl- uðu þeir bara rússnesku sem hvor- ugur okkar kann. Við vorum ekki læstir inni en fyrir utan var vopnaður vörður sem skipaði okkur að halda okkur inni.“ Eins og áður sagði hefur Hrafn Margeir farið þess á leit við ut- anríkisráðuneytið að borin verði fram kvörtun við rússnesk stjórnvöld vegna óþarfa óþæginda sem hann varð fyrir. Hann sagði að allir papp- írar hefðu verið í lagi og þeir sem handtóku hann hefðu hvorki útskýrt hvert þeir hygðust fara með hann né hvers vegna hann hefði verið hand- tekinn. Sendiráð Íslands í Moskvu er að skoða málið        Íslenskur sjómaður segist hafa verið handtekinn á Sakhalín-eyju fyrir engar sakir SAMKVÆMT nýrri könnun Gallup mælist fylgi ríkisstjórnarinnar nú 52% en var 66% í sambærilegri könn- un fyrir fimm mánuðum. Þetta er minnsti stuðningur við ríkisstjórnina sem mælst hefur í könnunum Gallup á þessu kjörtímabili, sem nú er senn hálfnað. Gallup spurði einnig um fylgi við flokkana. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 38% fylgi og Framsókn- arflokkurinn með 13%, sem er svipað og í síðustu Gallup-könnun. Fylgi við stjórnarandstöðuflokkana breyttist heldur ekki mikið frá síðustu könn- un fyrir um mánuði. Samfylkingin er með 25% fylgi og Vinstri hreyfingin – grænt framboð með 22%. 52% styðja ríkis- stjórnina Könnun Gallup ♦ ♦ ♦ PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, gerði hleypidóma um ham- ingjuna og eigin þekkingu að um- talsefni í ræðu sinni við brautskráningu kandídata í gær. Rektor sagði að hleypidómar gætu verið skaðlegir lífi manna og velferð og nefndi sem dæmi þann hleypi- dóm um hamingjuna sem fælist í þeirri skoðun „að því meir sem við eignumst eða öðlumst af verald- argæðum þeim mun sælli verðum við“. Að sögn rektors eru rökin gegn þessari skoðun þau að enginn geti fengið sig fullsaddan af peningum, völdum eða frægð, enda séu mann- eskjurnar bókstaflega óseðjandi í þessum efnum. Af því leiðir að hamingjan getur ekki sprottið af veraldlegum gæðum eingöngu, þar sem „hamingjan er ofin úr gæðum sem spretta af góðmennsku, and- legri og siðferðilegri auðlegð sem fátækir, valdasnauðir og óþekktir kunna að eiga ekki síður en þeir sem veraldargæða njóta í ríkari mæli“. Þá nefndi rektor annars konar hleypidóm sem standi háskólafólki nær, enda hafi háskólafólk sjaldn- ast hugsað mikið um veraldargæði nema til þess að lifa og stunda störf sín við viðunandi veraldleg skilyrði. Hins vegar sé háskólafólk veikara fyrir þeirri tilhneigingu að halda að kunni maður eitthvað fyrir sér á einu sviði, sé maður sjálfkrafa fær í ýmsum öðrum efnum. „Tilhneigingin er sem sé sú að telja að reynsla manns og kunnátta í einni grein geri mann hæfan og dómbæran um allt milli himins og jarðar.“ Rektor sagði að forsvarsmenn í stjórnmálum og frumkvöðlar í at- vinnulífi ættu vafalaust í mestum vanda með að hemja hleypidómaár- áttu sína í þessu tilliti. Þeir væru settir í þá stöðu að þurfa að mynda sér skoðun og taka afstöðu til alls kyns málefna sem þeir hafi í reynd takmarkaðar forsendur til að fjalla um af skynsemi. „Sú óskynsemi, sem oft einkennir umræður og ákvarðanir á opinber- um vettvangi, stafar án efa af því að þjóðfélagið þrýstir fast á ráða- menn að taka ákvarðanir – og þá er freistandi að taka afstöðu án þess að yfirvega málin og efna til skyn- samlegrar umræðu um þau meðal kunnáttumanna og almennings.“ Hleypidómar skaðlegir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.