Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 10

Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 10
10 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kemur dauðinn L ÍKNARDRÁP var töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum í nóv- ember síðastliðnum þegar hol- lenska þingið samþykkti laga- frumvarp sem kveður á um að læknum sé í ákveðnum tilfell- um heimilt að aðstoða dauðvona sjúklinga við að binda enda á líf sitt, sé ströngum skilyrðum fullnægt. Öldungadeild hollenska þingsins mun taka frumvarpið til afgreiðslu á þessu ári og víst þykir að það verði samþykkt en þá yrði Holland fyrsta landið í heiminum til að heimila líkn- ardráp. Líknardráp á sér lengri sögu í Hollandi. Síðan á áttunda áratugn- um hafa dómar fallið og reglugerðir verið samþykktar þar í landi sem hafa gefið læknum nokkurt svigrúm til að aðstoða dauðvona sjúklinga við að binda enda á líf sitt. Hegningar- löggjöfinni hefur hins vegar ekki verið breytt til samræmis og því hef- ur verið unnt að sækja lækna til saka fyrir morð. En verði frumvarpið að lögum yrði réttarstaða sjúklinga og lækna tryggð. Svipaðar reglur um líknardráp og tíðkast í Hollandi hafa verið settar í Belgíu, Sviss, Kólumbíu og Oregon- ríki í Bandaríkjunum, en líknardráp er hvergi ennþá löglegt. Í Norður- héruðunum í Ástralíu var læknum heimilað að aðstoða dauðvona sjúk- linga við sjálfsvíg árið 1996, en lögin voru afnumin ári síðar. Í öðrum vest- rænum löndum er líknardráp annars ekki leyfilegt. Þrátt fyrir þá staðreynd að líkn- ardráp sé ólöglegt er talið að það tíðkist í nokkrum mæli í löndunum eins og kannanir hafa sýnt fram á. Engin könnun hefur verið gerð hér á landi á því hvort hér viðgangist líknardráp eins og það hugtak er skilgreint í bókinni Siðfræði lífs og dauða eftir Vilhjálm Árnason pró- fessor en þar segir: „Það er líknar- dráp ef maður veldur dauða annars eða lætur hjá líða að bjarga lífi hans, vegna þess að dauðinn er hinum deyjandi manni fyrir bestu og stríðir ekki gegn vilja hans.“ Lítil umræða í íslensku þjóðfélagi um líknardráp Umræður í íslensku þjóðfélagi um líknardráp hafa verið fátíðar og að- eins ein íslensk könnun er til þar sem heilbrigðisstéttir eru spurðar um viðhorf þar að lútandi. Árið 1995 gerði læknaneminn Elsa B. Vals- dóttir athugun þar sem spurt var um ýmis siðfræðileg álitamál er varða takmörkun meðferðar við lífslok og birtust niðurstöður í Læknablaðinu árið 1997. Í könnuninni var meðal annars spurt hvort viðkomandi teldi líknardráp réttlætanlegt undir ein- hverjum kringumstæðum. Sendur var spurningalisti til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspít- ala og Borgarspítala. Svör bárust frá 234 eða 55% þeirra sem voru spurðir. Þegar spurt var hvort líknardráp væri að þeirra mati réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum svöruðu 5% lækna því játandi og 9% hjúkrunarfræðinga en einungis 2% svarenda gátu hugsað sér að verða við slíkri ósk. Andstætt hugmyndum um læknishlutverkið Enginn íslenskur læknir hefur enn sem komið er tekið opinberlega undir hollensku sjónarmiðin um líknardráp. Í þeirri umræðu sem hefur farið fram hér á landi um með- ferð dauðvona sjúklinga hefur líkn- ardráp ekki einu sinni komið til tals, að sögn Þorsteins Svörfuðar Þor- steinssonar, yfirlæknis á gjörgæslu- deild Landspítalans – háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut. Það er Umræður í íslensku þjóðfélagi um líknardráp eru fátíðar og enginn íslenskur læknir eða aðrir sem vinna innan heilbrigðisstéttanna hafa opinberlega lýst sig fylgjandi því að læknar aðstoði dauðvona sjúklinga við að binda enda á líf sitt. Hildur Einarsdóttir ræddi við lækna og heimspekinga um afstöðu þeirra til líknardráps og gráa svæðisins sem ýmsir telja vera á milli líknarmeðferðar og líknardráps. hann vill? þegar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.