Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
yrðum. Sjaldgæft er að rekast á slík-
ar skoðanir í fjölmiðlum. Kristján
Kristjánsson, prófessor í heimspeki
við Háskólann á Akureyri, hefur í
mörg ár verið talsmaður líknardráps
að uppfylltum mjög ströngum skil-
yrðum eins og kemur fram hér á eft-
ir og hefur hann viðrað þessar skoð-
anir bæði í ræðu og riti.
Skilyrðin eru þau að um ólækn-
andi sjúkdóm sé að ræða, óbærilegir
verkir sjúklings, endurtekin ósk um
dauða borin fram af fúsum og frjáls-
um vilja, og þegar aðrar leiðir hafi
verið reyndar til þrautar og teymi
heilbrigðisstarfsmanna, t.d. tveggja
lækna ásamt hjúkrunarfræðingi og
sálfræðingi, hafi kannað málið til
hlítar og veitt samþykkti sitt. „Þessi
skilyrði eru að nokkru samhljóða
þeim sem gildandi eru í Hollandi en
mín eru þó strangari, en þar þarf að-
eins samþykki tveggja lækna,“ segir
hann. „Þá vil ég alls ekki ganga eins
langt og gert er í Hollandi með heim-
ild til annarra tegunda líknardráps,
til dæmis að ósk aðstandenda, enda
held ég að slík heimild bjóði upp á
misnotkun.“
Hvað þarf að koma til að hans mati
hér á landi svo að hægt sé að leyfa
líknardráp, ef það þætti æskilegt?
„Lagabreytinga er þörf til að
heimila beint líknardráp samkvæmt
þeim ströngu skilyrðum sem ég tí-
undaði hér að ofan. Þótt ég sé fræði-
lega samþykkur slíkri lagabreytingu
mætti hún ekki eiga sér stað fyrr en í
kjölfar ítarlegrar umræðu í sam-
félaginu.“
Ef deyfilyfin
virka ekki
Læknarnir sem rætt var við voru
spurðir hvort þeim fyndist líknar-
dráp ekki eiga rétt á sér undir nein-
um kringumstæðum, til dæmis ef
sjúklingurinn kvelst óheyrilega eða
deyfilyfin virka ekki?
„Ég ætti aldrei að segja aldrei.
Sem læknir veit ég ekki í hvaða að-
stæðum ég get lent,“ segir Valgerð-
ur. „Ég er alfarið á móti líknardrápi
og er tilbúin að nota allar aðrar leiðir
til að bæta líðan sjúklingsins. Eftir
því sem árin líða styrkist ég fremur
en hitt í afstöðu minni og hef meira
úthald til að fylgja sjúklingnum í
baráttu hans.
Kannanir sem gerðar hafa verið á
Vesturlöndum á viðhorfi til líknar-
dráps, og þær kannanir eru margar,
sýna að afstaðan til líknardráps
breytist eftir fjarlægðinni frá dauð-
anum. Niðurstöðurnar sýna að því
frískari sem einstaklingarnir eru því
fleiri vilja líknardráp. Því nær sem
einstaklingarnir eru dauðanum því
færri vilja líknardráp. Með öðrum
orðum, því nær sem einstaklingur-
inn er dauðanum því fleiri daga vill
hann eiga.
Þorsteinn Svörfuður kvaðst enn
ekki hafa kynnst sjúklingi sem þann-
ig var ástatt fyrir að ekki var hægt
að verkjastilla hann á viðunandi hátt
með einhverjum þeirra aðferða sem í
boði eru. „Það hefur því ekki komið
til þess að ég hafi þurft að taka af-
stöðu til þessarar spurningar,“ sagði
hann. Jón og Sigurður tóku í sama
streng.
Rökin með og móti
Fleiri rök hafa verið sett fram
gegn líknardrápi til dæmis að þótt
settar væru ákveðnar reglur væri
samt hætta á að þær yrðu rýmkaðar
með tímanum.
Í Hollandi er hópur fólks sem tel-
ur að frumvarpið um lögleiðingu
líknardráps þar í landi gangi ekki
nógu langt og vilja rýmka heimildina
enn frekar.
Einnig er talað um hættu á villum
í mati lækna á horfum sjúklinga.
Þessi síðastnefndi vandi kom
glögglega í ljós í máli 67 ára gam-
allar hollenskrar konu árið 1981.
Málavextir voru þeir að hún bað vin
sinn að hjálpa sér að enda líf sitt
vegna þess að læknisskoðun hafði
leitt í ljós að hún var með krabba-
mein. Við krufningu kom hins vegar í
ljós að þetta var ekki rétt. Lækn-
irinn sem hafði úrskurðað konuna
með krabbamein hafði látið hjá líða
að fá álit annars læknis á ástandi
hennar eins og krafist er í hollensku
reglunum um líknardráp. Sá sem
hafði hjálpað henni að stytta líf sitt
var dæmdur í 6 mánaða fangelsi.
Enn fleiri rök hafa verið nefnd
gegn líknardrápi eins og til dæmis að
það geti verið erfiðleikum háð, jafn-
vel fyrir færasta lækni, að greina
þunglyndi eða annan geðsjúkdóm
sem mögulega er læknanlegur. Því
sé stundum vandkvæðum bundið að
sjá hvað í raun og veru býr að baki
ákvörðun einstaklings sem biður um
hjálp til að deyja. Ástæðurnar þurfa
ekki endilega að vera þær að sjúk-
lingurinn þjáist heldur geti þær ver-
ið fjárhagslegar eða félagslegar.
Það sé líka alltaf sú hætta að
sjálfsvíg sem stutt er af lækni geti
mistekist og sjúklingur orðið ör-
kumla á eftir.
Hver á mitt líf?
Rökin með líknardrápi hafa hins
vegar einkum verið þau að virða eigi
sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og
að líknardráp geti komið í veg fyrir
óbærilega þjáningu.
Hugmyndin um rétt einstaklings-
ins til að deyja hefur vakið áhuga
heimspekinga síðan á dögum Forn-
Grikkja. Það er þó ekki fyrr en um
miðja síðustu öld sem umræðan um
þetta málefni varð tímabær og út-
breidd. Þá urðu framfarir í gjör-
gæslutækni þess valdandi að hægt
var að lengja líf sjúklinga sem engin
ráð hefðu verið til að bjarga frá bráð-
um bana fyrr á árum. Þegar deyj-
andi fólk kemst undir læknishendur
á tæknivæddum sjúkrahúsum nú-
tímans er oft hægt að halda í þeim
lífinu og það stundum gert, jafnvel
löngu eftir að allar batalíkur og vonir
um að sjúklingurinn geti notið nokk-
urra lífsgæða eru úr sögunni. Sjúk-
lingi er þá varnað að deyja með hjálp
tæknibúnaðar.
Umræðan um líknardráp komst í
hámæli í hinum vestræna heimi árið
1975. Ung, bandarísk kona, Ann
Quinlan, varð fyrir slysi sem leiddi til
þess að hún féll í varanlegt dá. Lífinu
var þó haldið í henni með hjálp önd-
unarvélar um langt skeið eða þangað
til faðir hennar fór fram á að slökkt
yrði á vélinni. Læknar neituðu hon-
um um þessa bón þrátt fyrir það að
enginn ágreiningur væri um það að
dóttirin myndi aldrei komast til með-
vitundar. Þá leitaði faðirinn til dóm-
stóla. Eftir löng og ströng réttarhöld
var sá úrskurður kveðinn upp að
Ann Quinlan skyldi tekin úr öndun-
arvélinni samkvæmt ákvæði í banda-
rísku stjórnarskránni um friðhelgi
einkalífsins.
Þær umræður sem fylgdu um
réttinn til að deyja urðu til þess að
skýra siðferðilegar, lagalegar og
félagslegar hliðar þessa máls og
spurningar um mannlegt sjálfræði
urðu háværar. Spurt var: „Hver á
mitt líf? Hef ég ekki rétt á að ráð-
stafa því að minni eigin vild?“
Ákvörðunarréttur
sjúklinga sterkur og skýr
Í íslenskum lögum um réttindi
sjúklinga er ákvörðunarréttur sjúk-
linga sterkur og skýr, en þar segir í
24. grein laganna þar sem kveðið er á
um meðferð dauðvona sjúklinga:
„Dauðvona sjúklingur á rétt á að
deyja með reisn. Gefi dauðvona sjúk-
lingur ótvírætt til kynna að hann
óski ekki eftir meðferð sem lengir líf
hans eða tilraunum til endurlífgunar
skal læknir virða þá ákvörðun.
Sé dauðvona sjúklingur of veikur
andlega eða líkamlega til þess að
geta tekið þátt í ákvörðun um með-
ferð skal læknir leitast við að hafa
samráð við vandamenn sjúklings og
samstarfsfólk sitt áður en hann
ákveður framhald eða lok meðferð-
ar.“
Það kemur fram í máli Valgerðar
að þegar sjúklingur er dauðvona
verði vilji einstaklingsins að vega
mjög þungt inn í mat á því hvernig
meðferð skuli hagað. „Það er ekki
mitt sem læknis að ákveða hvað er
viðunandi líf heldur einstaklingsins
sem ég er að meðhöndla,“ segir hún.
„Læknirinn verður að setja sig í spor
sjúklingsins og fá mat hans á því
hvað er hvers virði. Sumir sjúklingar
vilja eindregið lengra líf þó að þeim
líði illa og þeir hafi mikið af auka-
verkunum. Aðrir vilja styttri og þá
betri tíma. Sumir sjúklingar vilja
mikið samráð við lækninn og aðrir
vilja ekki neitt samráð. Það er skylda
manns sem læknis að finna út hvað
sjúklingurinn vill. Ekki síst í líknar-
meðferðinni. Það þarf líka að sjá til
þess að sjúklingurinn hafi réttar
upplýsingar um sitt ástand.“
Bóndinn sem vill
ekki fara suður
Sigurður segir að ef sjúklingur
vilji ekki meðferð og læknirinn geti
ekki sannfært hann um annað þá hafi
sjúklingurinn alltaf síðasta orðið svo
fremi sem sjúklingurinn sé ekki
þunglyndur, andlega veikur eða ekki
sjálfráða. Þegar tekin sé slík ákvörð-
un komi ekki aðeins líffræðilegi þátt-
urinn til álita heldur einnig félags-
legar aðstæður og tók Sigurður
dæmi um bóndann sem vill ekki fara
suður heldur vill vera heima í daln-
um hjá fólkinu sínu þótt honum líði
verr líkamlega.
Fleiri aðstæður geta varnað því,
að sögn Sigurðar, að krabbameins-
meðferð er ekki framkvæmanleg
eins og ef sjúklingurinn er svo veikur
að hann getur ekki legið kyrr í
geislameðferðinni eða ef hann af fikti
eykur dreypishraðann á lyfi í æð
þannig að það valdi lífshættu. „En
læknirinn er ávallt skyldugur til að
reyna að telja sjúklinginn á að taka
þeirri meðferð sem þykir árangurs-
ríkust hverju sinni.“
Tíðkast þótt bannað
sé með lögum
Í framhaldi af þessari umræðu má
spyrja hvers vegna eigi að virða
ákvörðun dauðvona sjúklings um að
hafna meðferð en ekki þegar hann
fer fram á beint líknardráp? Kemur
það ekki út á eitt fyrst sjúklingurinn
deyr í báðum tilvikum? Svar Þor-
steins Svörfuðar lýsir vel afstöðu
læknanna þegar hann segir:
„Sjúklingurinn ræður hvort hann
þiggur meðferð eða ekki, en hann
getur ekki neytt lækninn til að nota
meðferð sem er gagnstæð sannfær-
ingu hans og samvisku.“
Talið er að líknardráp tíðkist víða í
hinum vestræna heimi þótt það sé
bannað með lögum. Fyrir nokkrum
árum var gerð könnun á meðal
breskra lækna á sjúkrahúsum þar í
landi og spurt hvort sjúklingar hefðu
farið fram á það við læknana að þeir
aðstoðuðu þá við að deyja? Lækn-
arnir sem tóku þátt í könnuninni
voru tæplega þrjú hundruð. Um
helmingur þeirra kvaðst hafa fengið
slíkar beiðnir. Þá voru læknarnir
spurðir hvort þeir hefðu framfylgt
óskinni? Þriðjungur læknanna sagð-
ist hafa hjálpað skjólstæðingum sín-
um að stytta líf þeirra. Nærri helm-
ingur læknanna sagðist myndi íhuga
að hjálpa dauðvona sjúklingum að
enda líf sitt ef líknardráp yrði lög-
leitt í Bretlandi.
Viðgengst líknardráp
á Íslandi?
Í haust stendur til að rannsaka
hvort líknardráp hafi viðgengist í sex
Evrópulöndum en löndin eru Sví-
þjóð, Danmörk, Holland, Belgía,
Ítalía og Sviss. Farið verður yfir þús-
undir dánarvottorða í hverju landi
fyrir sig af þessu tilefni og læknar
þar spurðir út í einstök efnisatriði
þeirra til dæmis hvað réði vali þeirra
á lyfjum eða annarri meðferð við lífs-
lok.
Sams konar rannsókn fór fram í
Hollandi árið 1990 og 1995 og verður
rannsókn landanna sex framkvæmd
með sama hætti svo hægt verði að
bera saman niðurstöðurnar.
Markmiðið er að skoða hvaða
ástæður ráða því hvaða meðferðar-
form voru ákveðin.
Úrvinnsla gagnanna verður blind-
uð þannig að ekki er hægt að þekkja
hvaða læknir eða sjúklingur átti í
hlut, þannig að ef upp kemst um
refsivert athæfi þá verður ekki hægt
að ákæra viðkomandi.
Telja viðmælendur okkar að líkn-
ardráp viðgangist hér á landi þrátt
fyrir að það sé bannað?
„Ég tel að við séum ekkert öðru-
vísi en aðrar þjóðir hvað það varðar
að hér hafi átt sér stað ólöglegt líkn-
ardráp. Ég þekki þó ekki nein dæmi
um að íslenskur læknir hafi hjálpað
sjúklingi að deyja að ósk hans,“ segir
Valgerður.
„Ísland er lítið samfélag og það
fréttist hvað þar gerist og þess
vegna held ég að það sé óalgengara
hér en annars staðar að fólki sé
hjálpað til að deyja,“ segir Sigurður.
Þekktasti talsmaður
líknardrápa í fangelsi
Í Bandaríkjunum eru mjög ströng
lög um líknardráp en dæmin sanna
að ekki er tekið mjög strangt á þeim.
Bandaríski meinafræðingurinn Jack
Kevorkian er einn þekktasti tals-
maður þess að læknir aðstoði dauð-
vona sjúklinga að stytta líf sitt ef
þeir fara fram á það. Hann situr nú í
fangelsi fyrir líknardráp. Handtaka
hans kom í kjölfar þess að fyrir þrem
árum skoðaði lögreglan myndband
sem var sýnt í þættinum „60 mín-
útur“ í bandarísku sjónvarpsstöðinni
CBS. Á myndbandsupptökunni sást
Kevorkian sprauta banvænum
skammti af lyfi í 52 ára, dauðvona
sjúkling, Thomas Youk, sem var
haldinn ólæknandi taugasjúkdómi.
Við réttarhöldin sem fylgdu á eftir
sagði Kevorkian að sjúklingurinn
hefði verið svo þróttlaus að hann
hefði óttast að hann myndi kafna í
eigin munnvatni.
Á myndbandinu sást að Youk
kinkaði kolli þegar hann var spurður
hvort hann vildi binda enda á líf sitt
og sást hann skrifa undir yfirlýsingu
um að hann samþykkti banvæna
lyfjagjöf.
Eftir sjónvarpsþáttinn skoraði
Kevorkian á lögregluna að handtaka
sig. Hann kvaðst annaðhvort vilja að
deilan um líknardráp yrði leidd til
lykta fyrir dómstólum eða að lög-
reglan léti hann í friði.
Fyrir dómsuppkvaðninguna bað
ekkja Youks dómarann um að sýna
Kevorkian miskunn þar sem sjúk-
lingurinn hefði sjálfur viljað deyja og
óskað eftir banvænni sprautu.
Kevorkian var dæmdur í 10 til 25
ára fangelsi en dauðarefsing er ekki
til í refsilöggjöf Michigan-ríkis þar
sem líknardrápið fór fram.
Auk Yoks kvaðst Kevorkian hafa
hjálpað 130 dauðvona sjúklingum við
að binda enda á líf sitt.
Er munur á líknardrápi
og líknarmeðferð?
Til eru þeir sem telja að það sé
enginn munur á líknarmeðferð og
líknardrápi. Þeir spyrja: Er vísvit-
andi verið að deyða einstaklinginn
þegar sjúklingurinn hættir að fá lífs-
nauðsynlega næringu eins og nær-
ingu í æð?
Það er líka alkunn staðreynd að
það tíðkast að gefa mjög þjáðum,
dauðvona sjúklingum deyfilyf jafn-
vel þó að vitað sé að lyfin geti í ein-
stökum tilvikum flýtt fyrir dauða
þeirra. Spyrja má hvort hér sé um að
ræða fullkomlega eðlilega meðferð
sem miðast að því að dauðdagi verði
eins þjáningarlaus og með eins mik-
illi reisn og kostur er eða er um líkn-
ardráp að ræða?
Þeir sem aðhyllast líknardráp
myndu svara því játandi að ofan-
greindar aðgerðir væru líknardráp,
hinir segðu að hér væri um eðlilega
meðferð deyjandi sjúklings að ræða.
Í leiðbeiningum landlæknisemb-
ættisins um takmörkun á meðferð
Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Jim Smart
prófessor í heimspeki við
Háskóla Íslands.
Morgunblaðið/Kristján
prófessor í heimspeki við
Háskólann á Akureyri.
Vilhjálmur
Árnason,
Kristján
Kristjánsson