Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 20

Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 20
ÍÞRÓTTIR 20 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Falur fór aftur í speglun FALUR Harðarson, körfuknattleiksmaður frá Keflavík, fór á dög- unum í speglun á hægra hné, en Falur fór í samskonar aðgerð seint í haust. „Þetta vandamál má rekja til atviks sem gerðist í leik þegar ég lék í Finnlandi. Ég fékk högg á hnéð og við það fór eitthvert ferli af stað þar sem óeðlilega mikil brjóskmyndun á sér stað í hnénu. Nú þurfti að skafa þetta í burtu aftur en ég er vongóður um að geta verið með í úrslitakeppninni,“ sagði Falur. Kristinn var fyrst inntur eftir þvíhvernig endurhæfingunni mið- aði. „Ég fór strax í aðgerð eftir að ég sleit og aðgerðin heppnaðist vel. Í vetur hef ég verið hjá sjúkraþjálfara og hlaupið og æft mikið í vatni ásamt því að stunda lyftingaæfingar og ég er því nokkuð bjartsýnn á framhaldið.“ Hvað tekur nú við hjá þér ? Ég er að fara til Noregs á morgun og ætla að dvelja í Geilo í rúman mánuð og prófa hnéð á skíðum. Ég fór aðeins á skíði um jólin og maður fór varlega eftir fimm mánaða hvíld frá skíðunum, en eftir nokkrar ferðir var þetta farið að ganga aðeins bet- ur. Í Geilo mun ég hitta fyrir þjálf- ara minn, Hauk Björnsson, og að- staðan í bænum gerir það að verkum að ég get farið nánast hvenær sem mér hentar á skíði án þess að þurfa að aka lengi eða ferðast nokkuð. Haukur verður að mestu upptekinn með sænska landsliðinu fram til loka mars og við byrjum ekki að vinna saman formlega fyrr en hann hefur lokið við verkefnið með Svíunum. En ég á góða að í íþróttamenntaskól- anum í Geilo og get leitað til þeirra ef mig vantar einhverja aðstoð.“ Hvert verður markmiðið hjá þér nú þegar þú ert nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum? „Það hefur gengið ágætlega að halda sönsum þótt mann hafi óneit- anlega oft langað að fara af stað aft- ur í heimsbikarkeppnina. Ég stefni á að undirbúa mig í vetur og sumar með því markmiði að fara að keppa næsta haust. Ólympíuleikarnir í Salt Lake City árið 2002 og heimsmeist- aramótið ári síðar eru einnig inni í áætlun hjá mér og lengra hef ég ekki hugsað að svo stöddu. Ef allt gengur vel þá ætti ég að verða kominn vel af stað á skíðunum í maí og þá ætti ég að geta hafist handa við „venjulegt“ undirbúnings- tímabil í júlí og ágúst.“ Heldur þú að hnémeiðslin eigi eft- ir að „hanga“ yfir þér í huganum þegar þú byrjar að skíða á keppnum í framtíðinni? „Ég held að ég gleymi þeim fljót- lega og sérstaklega þegar maður verður byrjaður að æfa á fullu. Árið 1996 sleit ég hásin og missti úr 8 mánuði og ég hef lítið hugsað um þau meiðsli síðan, þannig að ég held að það sama verði upp á teningnum núna. Ég kom mun sterkari tilbaka eftir meiðslin 1996 þrátt fyrir að undirbúningurinn þá hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Í dag hef ég miklu betri stuðning úr öllum átt- um til að klóra mig í gegnum þessi meiðsli og ég er bjartsýnn á að allt gangi upp.“ Hvernig líst þér á þróun skíða- íþróttarinnar hér heima í snjó- leysinu sem hefur ríkt í vetur? „Ég dáist að elju og dugnaði unga skíðafólksins okkar. Hér er hvergi snjó að finna nema í Hlíðarfjalli og á Sauðárkróki, en samt sem áður mæta krakkarnir á allar æfingar. Þau eru að mestu í þol- og styrkt- aræfingum og félögin hér á höfuð- borgarsvæðinu hafa brugðið á það ráð að keyra norður á Akureyri um helgar með hópa, svo að hægt sé að renna sér eitthvað. En það þarf ekki marga snjólitla vetur í röð til að áhuginn fari að dvína. Félögin hafa að mínu mati unnið þrekvirki í vetur með að halda áhuganum uppi og á einhverjum stöðum hefur iðkendum fjölgað þrátt fyrir snjóleysið,“ sagði Kristinn Björnsson. Kristinn Björnsson byrjaður á skíðum aftur eftir erfið meiðsli Ég er bjartsýnn á framhaldið Reuters Kristinn Björnsson á fullri ferð í svigkeppni á heimsbikarmóti í Kranjska í desember árið 1999. Kristinn endaði í 4. sæti. Kristinn Björnsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, hefur lítið staðið á skíðum það sem af er vetri og ekki er þar alfarið snjóleysinu á höfuðborgarsvæðinu um að kenna. Um miðjan september á nýliðnu ári sleit Kristinn fremra krossband í hné á æfingu í Saa- Fee í Sviss og gekkst undir að- gerð á hnénu, skömmu eftir at- vikið, í Þýskalandi. Morgun- blaðið náði tali af Kristni í höfuðstöðvum Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands þar sem hann hefur haldið utan um skrásetningu íþróttamannvirkja í landinu í vetur í stað þess að glíma við erfiðar brekkur á heimsbikarmótum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Þrisvar sinnum hefur Keflavíkhampað bikarmeistaratitlinum. Hamar frá Hveragerði verður and- stæðingur Keflvík- inga og er óhætt að segja að erfitt verk- efni bíði Péturs Ing- varssonar og hans lærisveina, enda hefur liðinu gengið illa á útivelli í vetur. Hamar hefur aldrei áður leikið í undanúrslitum og spurning er hvort leikmenn liðsins séu orðnir sáttir við að hafa unnið leikinn í 8-liða úrslitunum eða hvort þá langi í einn leik til viðbótar. Í Grindavík taka núverandi bikarmeist- arar á móti nýliðunum frá Reykjavík, ÍR, en Grindvíkingar hafa átt það til að spýta vel í lófana í bikarkeppnum á undanförnum árum, en liðið vann m.a. Kjörísbikarkeppnina í nóvember á síðasta ári. Grindvíkingar hafa farið þrisvar sinnum í úrslitaleik bikar- keppninar, fyrst árið 1995, 1998 og nú síðast árið 2000 og í öll skiptin hefur liðið fagnað bikarmeistaratitlinum. ÍR fór síðast árið 1989 í Laugardals- höll í úrslitaleik og Jón Örn Guð- mundsson, þjálfari liðsins, er sá eini í ÍR-liðinu sem lék þann leik, en fjórum sinnum áður hafði ÍR leikið til úrslita en aldrei hefur liðið fagnað sigri. Keflvíkingar verða að teljast sigur- stranglegri gegn Hamri og er ástæð- an einföld, Calvin Davis. Bandaríkja- maðurinn hefur farið á kostum undir körfunni í vetur og gefið skyttum Keflavíkurliðsins aukið svigrúm til að missa marks þar sem Davis hirðir flest sóknarfráköst sem í boði eru. Veikasti hlekkur Hamars er skortur á hávöxnum leikmönnum, en Ægir Jónsson er með slitið krossband og Hjalti Pálsson er ekki öfundsverður að verkefni dagsins gegn Davis. Chris Dade, Bandaríkjamaðurinn í liði Hamars, hefur oftar en ekki bjargað liðinu sóknarlega þegar til hans hefur verið leitað, en gegn Keflavík má hann búast við því að Gunnar Ein- arsson „lími“ sig á hann og sóknar- leikur annarra leikmanna Hvergerð- inga fær þar með ágætis prófverkefni. Keflavík hefur oft klár- að leikina með þriggja stiga skorpum og þeir Guðjón Skúlason. Magnús Gunnarsson, Gunnar og Hjörtur Harðarson verða fljótir að refsa gest- unum ef færin gefast. Kevin Daley hefur breytt miklu hjá Grindavík Í Grindavík er svipað upp á ten- ingnum og í Keflavík, gestgjafarnir eru með bikarhefðina á bak við sig og þekkja tilfinninguna að fara í bikarúr- slitaleik. Gengi liðanna í deildinni hef- ur verið brokkgengt en í þessum leik skipti það engu máli og óvæntir hlutir gætu gerst í leiknum. Bandaríkja- maðurinn Kevin Daley, sem hefur leikið þrjá leiki vetur með Grindvík- ingum, hefur breytt töluverðu í leik liðsins. Daley er meiri ógnun inn í teignum en forveri hans og landi, Kim Lewis, en að sama skapi mæðir meira á Elentínusi Margeirssyni í hlutverki leikstjórnanda. Páll Axel Vilbergsson, Guðlaugur Eyjólfsson, Bergur Hin- riksson og Kristján Guðlaugsson fara varla inn fyrir þriggja stiga línuna og fari þeir í gang líkt og í úrslitum Kjör- ísbikarkeppninnar er voðinn vís fyrir ÍR. Eiríkur Önundarson er lykilmaður- inn að velgengni liðs ÍR. Eiríkur verð- ur að vera iðinn við að skora og á sama tíma verður hann að skapa færi fyrir Cedrick Holmes og aðra leik- menn. Holmes verður að treysta á að fá boltann frá samherjum sínum und- ir körfuna og takist það verður lág- vaxið lið Grindavíkur í vandræðum. En oftar en ekki í vetur hafa leikmenn ÍR farið langt út fyrir hlutverk sitt og verið að reyna hluti sem líta vel út en eru misvænlegir til árangurs. Hregg- viður Magnússon og Sigurður Þor- valdsson leika þar stórt hlutverk, en spurningin er hvernig til tekst með samvinnu leikmanna ÍR í dag. Líkt og í undanúrlitum kvennaliðanna í gær er hefðin með Suðurnesjaliðunum og samkvæmt öllu ættu liðin sem leika á heimavelli að vinna, en það mun koma í ljós í kvöld þegar úrslitin liggja fyrir. UNDANÚRSLITALEIKIR karlaliða í bikarkeppni Körfuknattleiks- sambands Íslands fara fram í dag og eru báðir leikirnir á Suður- nesjum. Í Keflavík gera heimamenn atlögu við að komast í sjöunda bikarúrslitaleik félagsins, en til þess þarf liðið að leggja Hamar frá Hveragerði og en í Grindavík mætast núverandi bikarmeistarar og nýliðarnir frá ÍR. Eftir Sigurður Elvar Þórólfsson Suðurnesjarimma?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.