Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 23  O FF IC IAL COINS OFTHE  U N ITED STATES OF A ME R IC A Bandarískir minnispeningar Merkustu viðburðir úr sögu Bandaríkjanna! Í tilefni fundar Ameríku fyrir 1000 árum gáfu opinberir aðilar í Bandaríkjunum út sérstaka hátíðarmynt úr silfri með mynd af Leifi Eiríkssyni. Útgáfuverð minnispeningsins er 4.200 krónur (með vsk.) auk sendingarkostnaðar 385 krónur. Tekið er á móti pöntunum á heimasíðu Myntsölunnar www.postur.is/myntsalan. Einnig er hægt að hringja í síma 580 1050 eða senda símbréf í síma 580 1059. Myntsala Íslandspósts býður viðskiptavinum sínum á næstu mánuðum bandaríska minnispeninga til kaups, einn pening í mánuði. Saman mynda peningarnir safn sem sýnir merkustu viðburði úr sögu Bandaríkjanna. Minnispeningur Leifs Eiríkssonar er sá fyrsti í þessu myntsafni og fylgir honum myntskrín sem hægt er að safna minnispeningunum í. G 66 83 H Ö N N U N O DD I H F Útsölustaðir. Libia Mjódd, Nana Hólagarði, Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni, Smáranum, Spönginni og Akureyri, Snyrtistofan Bæjarlind 3, Gallery Förðun Keflavík, Húsavíkur Apótek, Arnes Apótek, Apótek Vestmannaeyja. www.marbert.com HYDRASOME færir þér hvort teggja. Lípasóm sér húðinni fyrir stöðug- um raka, og Nanopart verndar húðina gegn ótímabærri öldrun af völdum sólarljóss. Bestu eiginleikar húðarinnar eru dregnir fram og húð þín mun líta vel út, verður ungleg og frísk. H Y D R A S O M E Rakakremið sem verndar húð þína Er húð þín þyrst? Þarfnast hún raka og verndar? TVÆR ungar listakonur, báðar út- skrifaðar úr málunardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands, þó með nokkurra ára millibili, hafa efnt til sérstæðs gjörnings í Listasafni Reykjavíkur sem þær nefna „Sófa- málverkið“. Innsetningin er góðra gjalda verð, einnig hugmyndin að baki, hins vegar eru þær stöllur fullkomlega úti að aka með nafngiftina, sem hefði öllu frekar átt að vera mál- verkið yfir sófanum og þá í upp- hafinni merkingu. Nafngiftin hefur mjög farið í mínar fínu taugar, því hér er um að ræða alþjóðlegt hugtak yfir veggfóðr- unarlist, þ.e. lítilsgilda fjölda- framleiðslu undirmálslistar og stofuskrauts. Til að skilgreina hugtakið fullkomlega, þarf ein- ungis að fara ofan í grein í nýj- asta tölublaði Kunstavisen, þar sem virtur listrýnir, Alex Steen, minnist hins nýlátna listhöfð- ingja, Knud W. Jensen osta- kaupmanns, lengstum kenndur við Lousiana-safnið í Humle- bæk. Eftir að hafa vikið að því hvernig eldhuginn hleypti nýju blóði í Gyldendal-bókaforlagið m.a. með útgáfu bókmenntarits- ins Heritica, segir Steen: Sama takmark var að baki þá hann kom á fót stofnuninni List á vinnustað 1954, sem með hundr- uðum sýninga um land allt var sem kjaftshögg á gróðasjónar- mið og svindl með list, er í þá tíð einkenndi 98% af dönsku „sófa- málverki“. Þá útleggst hugtakið lítilsgilt/lélegt/ómerkilegt mál- verk í orðabókinni. Til þess að varpa réttu ljósi á hugtakið hefðu þær stöllur þannig átt að róa á allt önnur mið, engan veginn þurft að banka uppi hjá fólki því yfrið nóg framboð er af slíkum varningi í hinum ýmsu list- húsum og innrömmunarverkstæðum borgarinnar. Þá má með góðri sam- visku gera því skóna að um 80% af öll- um skiliríum yfir sófum á íslenzkum heimilum sé sófamálverk í kórréttri skilgreiningu, umsetningin sirka 70– 80% af allri sölu á myndverkum á landi hér. Í beinu framhaldi mætti spyrja hvað dömunum gangi til með því að setja alla fremstu málara þjóðarinnar undir þetta alþjóðlega uppnefni á lít- ilsgildri undirmálslist, jafnt braut- ryðjendanna sem nýrri tíma brim- brjótum, því í verknaðinum felst skelfileg vanvirðing á íslenzkri mál- aralist yfirhöfuð. Næsta undarlegt að leita til þeirra 10–20 prósenta sem hanga uppi eftir alvörumálara, sem í örfáum tilvikum hafa getað framfært sér af list sinni, líkast til enginn ef ekki kæmu til tekjur makans eða utanaðkomandi aðstoð. Í ljósi þessa myndi ég mæla með 10 ára betrunarhúsvist til handa list- tróðunum (!) ef ég væri þess ekki full- viss um yfirmáta góða meiningu með verknaðinum en öfugsnúnum skiln- ingi á hugtakinu. Hér hefur orðið skammhlaup, þó alltof algengt að landinn telji sig hafa einkaleyfi á að snúa útúr og umturna algildum, er- lendum hugtökum til að styðja mála- flutning sinn og gerðir, svona eftir hentisemi. Hvort heldur um skammhlaup eða fáfræði er að ræða verður að afsaka valkyrjurnar í ljósi hinnar fallegu innsetningar þeirra í hornsölunum uppi, sem eru eins og tempruð vin í hrjúfleikanum sem við blasir úr hverju horni. Ég er líka alveg viss um að gestir skilji framtakið rétt eftir skoðun sýningarinnar, að verið sé að vísa til lofsverðs áhuga landans að prýða heimili sín íslenzkum málverk- um. Að málverk sem fólk kaupir hafni svo fyrir ofan sófa í stássstofum er hendanlegt en ekki algilt, en þangað rata þó yfirleitt uppáhaldsmyndirnar, sem geta jafnt verið af landslagi sem huglægu myndferli. Annars hef ég orðið var við að fólk sem ekki hefur séð sýninguna heldur að hér sé verið að skjóta á málverkið, sem þó er þveröfugt svo sem allir uppgötva sem lesa hinn upplýsta texta í hinni prýði- legu sýningarskrá. Þó geri ég at- hugasemd við málsgreinina: „Hug- takið sófamálverk“ lýsir í hnotskurn þeim sérstöku tengslum sem eru á milli Íslendinga og verka eftir íslenzka listmálara, sér- staklega þegar um er að ræða myndir sem lýsa náttúru lands- ins. Þessum tengslum mætti einna helst líkja við ástarsam- band sem varað hefur alla 20. öldina og verður því að teljast býsna langlíft. Hér mætti spyrja hvort held- ur er átt við sófamálverkið í sjálfu sér, eða verk gildra at- vinnumálara sem í sumum til- vikum hanga yfir sófunum, og kannski má álykta að rangur hugsunarháttur eigi þátt í þess- ari áráttu Íslendinga. Gild málverk eru nefnilega aldrei hægindi, sem fara best yf- ir stásssófum þótt 80% þjóðar- innar kunni að halda það, og góð málverk eru aldrei hlutlaust skreyti í innibúi heimila, þau hljóta að höfða til hins innvígða skoðanda sem svipsterkt inn- legg í rýmið. Reynsla mín segir að með þjóðinni blundi afar sterk lita- og formkennd, sem því miður hefur verið í þyrnirós- arsvefni fyrir vanmat á gildi sjónmennta og lágmarks- fræðslu í menntakerfinu. Er einmitt ástæða þess að hið raun- sanna fjöldaframleidda sófa- málverk blómstrar sem aldrei fyrr á landi hér ásamt röngum hug- unarhætti á eðli málverka og mynd- listar yfirhöfuð, eru burðarstoðir vel- gengni þess á almennum markaði. Gerist á sama tíma og fjöldi metn- aðarfullra málara og þar á meðal stöllurnar tvær stökkva hæð sína í loft í hvert sinn sem verk þeirra ganga út. Hvað sem öðru líður er um áhuga- verða sýningu að ræða sem hreyfir við heilasellunum, og einkum er inn- setning stóru myndanna frá Þingvöll- um mögnuð og töfrandi. Allt hið mik- ilsverðara ber að þakka með virktum. Seinheppni – og þó … MYNDLIST L i s t a s a f n R e y k j a v í k u r H a f n a r h ú s i „The Sofa- painting“. Anna Jóa, Ólöf Oddgeirsdóttir. Opið alla daga frá 11–15. Til 24. mars. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. SÓFAMÁLVERKIÐ Allt er í stíl og nýtur sín til fulls, ekkert grípur inn í annað og er því meira heild en skreyti. Málverk: Frá Borgarfirði, Hafnarfjall eftir Guðmund Thorsteinsson, olía á léreft. Hér er meira um íburð en skipulag og málverkin hluti af þeirri heild. Málverk yfir sófa: Frá Þingvöllum eftir Kjarval, olía á léreft. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.