Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 24
LISTIR
24 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TÓNLEIKAR Kammersveitar
Reykjavíkur sem haldnir verða í
Listasafni Íslands á morgun kl. 20
verða helgaðir Leifi Þórarinssyni
tónskáldi, en hann lést fyrir aldur
fram árið 1998. Um er að ræða opn-
unartónleika hátíðarinnar Myrkir
músíkdagar sem nú er að hefjast.
Kammersveit Reykjavíkur stend-
ur fyrir tónleikunum í samvinnu við
Tónskáldafélag Íslands. Þar verða
eingöngu flutt verk eftir Leif Þór-
arinsson, en þau voru samin á árun-
um 1972 til 1993 og spanna því rúm-
lega tuttugu ára tímabil.
„Í öllum verkunum á efnisskránni
koma einkenni Leifs sem tónskálds
vel fram, en um leið er hægt að finna
fyrir þróuninni í tónskáldskap hans,“
segir Rut Ingólfsdóttir forsprakki
Kammersveitarinnar. „Við munum
meðal annars frumflytja eitt verk
eftir Leif, kammerkonsertinn Vor í
hjarta mínu sem hann lauk við árið
1993. Mér þykir það nokkuð merki-
legt að til sé verk eftir hann sem ekki
hefur verið flutt áður. Greinilegt er
að Leifur hefur haft þetta verk lengi í
smíðum en sett lokapunktinn 1993.“
Konsertinn var einn af fjórum
kammerkonsertum sem Leifur hugð-
ist semja, en hann lauk aðeins við
þrjá þeirra áður en hann lést. Hinir
eru Styr (1988) og Á Kýpros (1993)
og verður það flutt á tónleikunum.
„Það verk höfum við leikið margoft
áður, líkt og reyndar fleiri verk á efn-
isskránni. Angelus Domini fyrir
kammersveit og mezzósópran sem
samið er árið 1975 er t.d. eitt af þess-
um góðu verkum sem við höfum haft
á efnisskrá hjá okkur af og til í gegn-
um árin,“ segir Rut. Ljóðið í verkinu
er þýðing Halldórs Laxness á Mar-
íukveðskap frá miðöldum og birtist
fyrst í niðurlagi Vefarans mikla frá
Kasmír.
Auk þess eru á efnisskrá Draumur
um Húsið fyrir hörpu og strengi frá
1972 og strengjasveitarverkið Rent
sem samið er í Kaupmannahöfn árið
1976. „Það er mikil breidd í þessari
dagskrá,“ segir Rut. „Hljóðfæraskip-
an er t.d. oft mjög sérstök hjá Leifi
og hún verður mjög breytileg milli
verka. Vor í hjarta mínu er t.d. fyrir
gítar, hörpu og sembal, þ.e. plokkuð
hljóðfæri, ásláttarhljóðfærin, mar-
imbu, víbrafón og klukkuspil, mikið
af slagverkshljóðfærum og lítinn
strengjahóp. Þannig koma þrjátíu
manns að tónleikunum þótt það spili
aldrei nema um 12 til 14 manns í
einu.“
Viðamikil útgáfustarfsemi
Kammersveitin hefur hrint af stað
átaki í að taka upp mikinn fjölda af ís-
lenskum tónverkum. „Við höfum því
sett saman þessa efnisskrá með
verkum Leifs Þórarinssonar og erum
um þessar mundir að taka þau upp til
útgáfu,“ segir Rut, en sveitin stefnir
að því að gefa út diska með verkum
tónskálda á borð við Atla Heimi
Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson,
John Speight, Hjálmar H. Ragnars-
son og Hafliða Hallgrímsson. Kamm-
ersveitin leggur til hljóðfæraleikinn
en fleiri aðilar munu koma að þessu
metnaðarfulla útgáfustarfi. Rut segir
kveikjuna að starfseminni hafa verið
tónleikar sem sveitin hélt í tilefni af
aldarafmæli Jóns Leifs.
„Í kjölfar tónleikanna gerðum við
upptökur á verkunum sem sum voru
frumflutt á tónleikunum og voru það
fyrstu upptökur sem gerðar voru á
öllum þessum verkum. Eftir það tók-
um við ákvörðun um að nauðsynlegt
væri að hefjast handa við að taka upp
mikið af þeim fjölda íslenskra verka
sem við höfum spilað frá því að
Kammersveitin var stofnuð árið
1974.“
Þá bendir Rut á að þótt íslensk
tónskáld séu mjög afkastamikil og
flest sem þau semja sé flutt a.m.k.
einu sinni þá sé mjög lítið af því efni
til útgefið á geislaplötum. „Það er
gríðarlega mikilvægt fyrir tónlistar-
lífið á Íslandi að þessi verk séu gefin
út, og að fólk geti gengið að þeim og
hlustað á þau,“ segir Rut að lokum.
Kammersveit Reykjavíkur leikur verk eftir Leif Þórarinsson á morgun
Öll helstu einkenni
tónskáldsins koma fram
Kammersveit Reykjavíkur mun leika á opnunartónleikum Myrkra músíkdaga.
LEIFUR féll frá á besta aldri, 63 ára
gamall, árið 1998. Þá hafði hann ný-
lokið við bestu verk sín. Fráfall hans
var mikill missir fyrir menningarlíf
okkar.
Hann auðgaði íslenska menningu
og gaf henni nýjar víddir. Hann var
nútímalegt tónskáld á 20. öld á al-
þjóðlegan mælikvarða, frábær fag-
maður, framúrstefnumaður og
brautryðjandi.
Verk Leifs eiga ekki aðeins erindi
til okkar Íslendinga. Þau höfða til
alls menningarheims tónlistarinnar,
því þau standast fyllilega samanburð
við það besta sem samið var á síðari
helmingi 20ustu aldar. Þau endur-
spegla þann tíma því Leifi var sú
gáfa gefin að „kenna til í stormum
sinnar tíðar“.
Þess vegna kom aldrei nein mála-
miðlun til greina. Leifur var trúr
köllun sinni og list alla tíð, eins og
allir meiriháttar listamenn. Hann
sóttist lítt eftir hylli alþýðu eða
valdsmanna, en hélt sínu striki
ótrauður í gegnum ólgusjóa lífsins.
Leifur var fjölhæfur kunnáttumaður
og öll stílbrigði tónlistar, eldri sem
yngri, léku í höndum hans. Hann
breyttist með árunum, frá harðsnún-
um seríalisma til einhvers konar
tjáningarstíls, enda var hann leitandi
sál.
Hann átti alltaf trygga fylgjendur
sem höfðu á honum tröllatrú. Rögn-
valdur Sigurjónsson, Kristján Dav-
íðsson, Halldór Laxness og Ragnar í
Smára voru í þeim hópi.
Hin besta list krefst nokkurs af
þeim sem vilja meðtaka hana: ýtr-
ustu einbeitingar hugans og næmis
allra skilningarvita, forvitni, for-
dómaleysis og hrifningar, ásamt
gagnrýnu hugarfari og ýmsu öðru.
Listaverkið getur þá launað mönn-
unum fyrirhöfnina og lyftir hugan-
um á æðra svið. Móðir mín sáluga
sagði að tónlistin væri græðismyrsl á
sálina.
Leifur orti oft undir dýrum hátt-
um og tónmál hans er margrætt,
getur verið stirt og stundum nokkuð
myrkt. Hann líkist Schubert – sem
hann hélt mikið upp á – í því, að þeg-
ar hann yrkir um ástina verður úr
því sorg, og þegar farið er á vit sorg-
arinnar verður úr því ást.
Út hafa komið nýlega þrír diskar
með verkum Leifs og þeir spanna
feril hans frá árinu 1960 til 1997. Þeir
eru hinir vönduðstu að allri gerð og
flutningur allur frábær. Þar spila
Sinfóníuhljómsveitin, Caput-hópur-
inn og Kolbeinn Bjarnason, ásamt
Guðrúnu Óskarsdóttur.
Önnur sinfónían, yngsta verkið á
þessum diskum, er svanasöngur
Leifs. Magnað verk, einhvers konar
„leit að liðnum tíma“ í tónlist, brim-
rót endurminninga í fyllingu tímans
á þessu jarðlífi, þegar ekkert er
framundan og allt liðið, – tónlist
sveipuð tregablæju einmanaleika,
fortíðar og dauðagruns.
Og í fiðlukonsertinum frá árinu
1975 má sjá voldug átök. Dýrustu og
erfiðustu hættir tónlistarinnar eru
sveigðir undir persónulegan og
ástríðufullan tjáningarstíl. Sigrún
Eðvaldsdóttir konsertmeistari fer á
kostum: Dýpstu hræringar sálarinn-
ar titra og verða heyranlegar á fiðlu-
strengjunum.
Svo leika hjónin Guðrún Óskars-
dóttir semballeikari og Kolbeinn
Bjarnason flautuleikari verkin sem
Leifur samdi í Skálholti fyrir Helgu
Ingólfsdóttur og Manúelu Wiesler.
Þau eru samin 1978–87. Leifur
dvaldi þá löngum við tónsmíðar og
Manúela og Helga fluttu verkin jafn-
óðum. Þetta var mjög eftirminnilegt
þeim sem á hlýddu. Báðar voru þær
snillingar á hljóðfæri sín, og Leifur
næmur fyrir sérkennum spilara, sem
hann notfærði sér í tónsmíðinni.
Milli þeirra og Leifs myndaðist
skapandi spenna. Gagnkvæmur inn-
blástur átti sér stað. Það er sér-
kennileg birta yfir þessum verkum,
bæði einleiks- og samleiksverkun-
um.
Guðrún og Kolbeinn túlka verkin
mjög ólíkt því sem Manúela og
Helga gerðu að mig minnir. Einstök
vandvirkni í smáatriðum og yfirveg-
un einkennir túlkun þeirra, og í raun
endurskapa þau þessi verk, flytja
þau á sinn hátt, ólíkt því sem áður
hafði verið gert. Og það er einkenni
góðrar listar að hún þolir vel, raunar
býður upp á, mismunandi túlkunar-
máta og úrvinnslu.
Þetta sannast á semb-
al- og flautuverkum
Leifs.
Bandaríska tón-
skáldið Gunther
Schuller var mikill
áhrifavaldur í lífi Leifs,
kennari hans og síðar
vinur og félagi. Schull-
er er með áhrifamestu
tónlistarmönnum vest-
anhafs, jafnvígur á
klassík og djass, af-
burða hljómsveitar-
stjóri og hefur nokkr-
um sinnum stjónað
Sinfóníuhljómsveit-
inni. Að tilhlutan
Schullers var gefinn út geisladiskur
þar sem Caput-hópurinn sá um
hljóðfæraleikinn.
Þar er að finna Tríóið frá 1960 og
Mósaík fyrir fiðlu og píanó sem sam-
ið var 1961. Þessi verk eru „knöpp og
klár í formi“ en þannig heyrði ég
Leif lýsa samtímatónlistinni á þess-
um árum. Tónskáldið agar tján-
inguna í formviðjum röðunartækni-
nnar. Að hlusta á þessi verk er líkt
því að ganga yfir úfið hraun. Það er
ekki alltaf auðvelt, en þar ber ým-
islegt fagurt og óvanalegt fyrir augu.
Snorri Sigfús Birgisson segir ein-
hvers staðar um Leif: „Þegar ég
kynntist tónverkum Leifs Þórarins-
sonar fyrst lærði ég að leita að þræði
sem í þeim er en liggur ekki alltaf í
augum uppi. Það getur þurft að gefa
sér nokkurn tíma til að finna þennan
þráð en hann finnst að lokum og
slitnar ekki. – Leifur kom heill að
sínu verki.“
Svo er líka að finna á diskinum
hina undurfögru Serenu við sjóinn
fyrir fiðlu og hörpu, sem er samin
1995, og er sennilega upphafið að
hinu forkláraða lokaskeiði Leifs. Það
verk samdi Leifur sér sjálfum til
sálubótar, til að sefa og stilla stríðan
huga.
Ég á nokkuð erfitt með að átta
mig á ferli Leifs. Mér fannst um hríð
að hann hefði spólað sig fastan í ein-
kennilegum seríalisma. Þegar flestir
aðrir, sem fiskað höfðu á sömu mið-
um, breyttust, þá virtist mér hann
hjakka í sama farinu, verk hans sam-
anbarin og þvinguð. En hann fann
sína leið að persónulegum og kraft-
miklum tjáningarstíl, eftir að hafa
brotist í gegnum sundurlausar stíl-
blöndur þar sem listrænt hjálpar-
leysi varð vegur lausnarinnar. Ég á
við þau verk sem hann samdi á Ak-
ureyri, en í einu þeirra lætur Leifur
syngja bæn barnanna Ó, Jesú bróðir
besti. Þetta er „falskur“ söngur og
ámátlegur settur ofan í sundurtætt-
an seríalisma. Þetta var stórkostleg
listræn upplifun, utan alfaraleiðar.
List hans var, á þessu skeiði ævinn-
ar, óaðskiljanleg lífi hans.
Hinn 5. febrúar næstkomandi
hefjast Myrkir músíkdagar með tón-
leikum Kammersveitar Reykjavíkur
þar sem eingöngu verða flutt verk
eftir Leif. Rut Ingólfsdóttir, formað-
ur Kammersveitarinnar, og Kjartan
Ólafsson, formaður Tónskálda-
félagsins, eiga miklar þakkir skilið
fyrir þetta stórhuga framtak.
Ég hlakka til að heyra meistara-
verk eins og Rent, strengjaverkið
um hreinleikann, og Angelus Dom-
ini, við texta Halldórs Laxness, þar
sem engillinn ávarpar heilaga Guðs-
móður, en þetta verk er kannski það
tignarlegasta og einlægasta sem
Leifur samdi, enda sanntrúaður kaþ-
ólikki. Þá verður spennandi að heyra
Drauminn um húsið, sem mig minnir
að sé sprottið upp úr óperupæling-
um. Leifur var leikhúsmaður að upp-
lagi og eru hinir leikrænu þættir oft
nálægir í verkum hans, þótt aldrei
hafi honum auðnast að ljúka við óp-
eru.
Svo segir mér hugur að þessir tón-
leikar verði einn af hápunktum yf-
irstandandi tónlistarvertíðar.
HUGLEIÐING UM LEIF
ÞÓRARINSSON (1934–1998)
Eftir Atla Heimi Sveinsson
Leifur
Þórarinsson
Atli Heimir
Sveinsson