Morgunblaðið - 04.02.2001, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 27
siðanefndar) og Persónuverndar.
Þá er í þriðja lagi gert ráð fyrir
að þar til að yfirlýsing WMA liggi
fyrir séu báðir aðilar sammála um
ákveðið bráðabirgðasamkomulag. Í
því samkomulagi er gert ráð fyrir
því að frá þeim tíma er ákvarðast
af þeirri dagsetningu þegar fyrst
verða flutt gögn í miðlægan gagna-
grunn á heilbrigðissviði, að við-
bættum sex mánuðum, verði „eng-
in heilsufarsgögn notuð til
vísindarannsókna á Íslandi án
skriflegrar heimildar sjúklinga“.
Farið verði með þau gögn sem nú
eru til og þau sem verða til fram
að ofanskráðum tíma samkvæmt
ríkjandi hefðum og venjum við vís-
indarannsóknir. Þá geti sjúklingur
hvenær sem er óskað eftir að upp-
lýsingum um hann sem farið hafa í
gagnagrunna verði eytt.
Hinn 28. desember sendi for-
maður Læknafélagsins svar við
drögum ÍE með uppkasti að nýjum
drögum. Drögin eru áþekk tillögu
Íslenskrar erfðagreiningar. Í 1.
grein segir að almennt eigi að
gilda alþjóðleg viðmið vísindasam-
félagsins, eins og þau muni koma
fram í væntanlegri yfirlýsingu
WMA um álitaefni varðandi
gagnagrunna á heilbrigðissviði. Þá
skuli allar rannsóknir í gagna-
grunnum á þessum upplýsingum
vera háðar samþykki vísindasiða-
nefndar og Persónuverndar. Í 2.
grein segir að þar til yfirlýsing
WMA liggi fyrir séu LÍ og ÍE
sammála um ákveðin atriði varð-
andi notkun heilsufarsupplýsinga í
vísindarannsóknum. Fyrsta atriðið
lýtur að því að strax og samþykkt-
in gangi í gildi verði allir sjúkling-
ar sem leita til heilbrigðisþjónust-
unnar spurðir að því hvort þeir
samþykki að heilsufarsupplýsingar
þeirra megi nota til vísindarann-
sókna og þeir skuli undirrita sér-
stakt samþykkisblað sem embætti
landlæknis útbúi í því skyni. Þá
segir í öðru atriði þessa bráða-
birgðasamkomulags að fram að til-
teknum degi (D-degi) sé heimilt að
flytja heilsufarsupplýsingar sem
verða til vegna þjónustu við sjúk-
linga í gagnagrunna enda hafi
sjúklingur ekki sérstaklega lagt
bann við slíkum flutningi. Eftir D-
dag sé aftur á móti óheimilt að
nota upplýsingarnar í vísindarann-
sóknum nema sjúklingur hafi gefið
samþykki (opið) og liggi ekki sam-
þykki fyrir skuli upplýsingum um
hann, sem fluttar voru í gagna-
grunna fyrir D-dag, eytt án tafar
úr gagnagrunnunum eftir D-dag.
Óskuðu yfirlýsingar vegna samn-
inga ÍE við heilbrigðisstofnanir
Hinn 3. janúar sendir Kristján
Erlendsson Sigurbirni tölvupóst
og biður hann um að senda sér síð-
asta skjalið á rafrænu formi til
undirbúnings fundar þeirra mánu-
daginn 8. janúar. Sigurbjörn svar-
ar og segist hafa verið að spyrjast
fyrir um hvort komið hafi fram yf-
irlýsing frá Kára Stefánssyni við
undirritun samninga við FSA
varðandi viðræður ÍE við Lækna-
félagið. Á fundi í desember milli
ÍE og LÍ hafði Sigurbjörn lýst því
yfir að yfirlýsing frá ÍE um við-
ræðurnar við LÍ gætu mildað við-
brögð félagsins gagnvart því að
undirritaðir yrðu samningar við
heilbrigðisstofnanir án þess að bú-
ið væri að ganga frá samkomulagi
á milli ÍE og LÍ. Í bréfinu segir
Sigurbjörn að enginn kannist við
að hafa heyrt slíka yfirlýsingu og
spyr hvort hann geti fengið út-
skýringu á því.
Við undirritun samninganna hélt
Kári ræðu, sem flutt var af munni
fram, og samkvæmt upplýsingum
frá Íslenskri erfðagreiningu er
hvergi til upptaka eða skráning á
ræðu Kára. Aftur á móti telur Páll
Magnússon, framkvæmdastjóri
samskipta- og upplýsingasviðs ÍE,
líklegt að Kári muni hafa komið
yfirlýsingunni að enda hafi einu
punktarnir sem Kári hafði með sér
snúist um þessa yfirlýsingu. Í
tölvupósti Einars Stefánssonar til
Kristjáns Erlendssonar daginn
fyrir undirritun samninganna segir
að vegna viðræðna ÍE og LÍ um
gagnagrunnsmálið þurfi að setja
eftirfarandi texta í fréttatilkynn-
ingu vegna undirritunar samninga
og minnast þurfi á hann í ávarpi
eða viðtölum: „Fulltrúar Íslenskr-
ar erfðagreiningar hafa átt í við-
ræðum við formann og varafor-
mann Læknafélags Íslands um
vísindasiðareglur er varða rann-
sóknir sem byggjast á heilsufars-
gögnum. Aðilar eru sammála um
að rannsóknir á heilsufarsgögnum
fari að landslögum og alþjóðlegum
reglum og hefðum um vísindarann-
sóknir, þ. á m. væntanlegri yfirlýs-
ingu Alþjóðasamtaka lækna
(WMA) um álitaefni varðandi
gagnagrunna á heilbrigðissviði.
Samningaferlið heldur áfram og
vænst er samkomulags á næstu
vikum, sem mun ná til fram-
kvæmdar allra rannsókna sem
byggjast á gagnagrunnum með
heilsufarsupplýsingar.“ Hvort Kári
lét þessa getið í ávarpi sínu liggur
ekki ljóst fyrir, a.m.k. fékk stjórn
Læknafélagsins enga staðfestingu
á að slík yfirlýsing hefði verið flutt
við undirritun samninga við FSA.
Hinn 5. janúar sendir Sigur-
björn Kristjáni annað bréf þar sem
hann segist telja rétt að fella niður
ráðgerðan fund 8. janúar. „Ég vil
meta stöðuna með stjórn minni á
þriðjudaginn m.t.t. atburða síðustu
vikna, undirritunar samninga við
heilbrigðisstofnanir og ýmissa um-
mæla forstjóra ÍE, Kára Stefáns-
sonar, sem hann hefur látið falla
um viðræður ykkar við LÍ á liðn-
um vikum svo og annars sem
skoða þarf þegar maður reynir að
fá heildarmynd af því sem gerst
hefur síðan við hittumst í febrúar
forðum.“
Stjórn Læknafélagsins
ósátt við ummæli forstjóra ÍE
Í bréfi sem stjórn Læknafélags-
ins póstlagði til félagsmanna sinna
29. janúar kom síðan fram að
stjórnin hafði slitið viðræðum við
Íslenska erfðagreiningu um fram-
kvæmd laga um miðlægan gagna-
grunn á heilbrigðissviði. Í bréfinu
kemur m.a fram að undirritun
samninga ÍE við heilbrigðisstofn-
anir gat ekki annað en skaðað
þann trúnað sem þó hafði ríkt í
viðræðunum þrátt fyrir ágreining.
Þá tjáði Kári Stefánsson sig í sjón-
varpsþætti skömmu áður en við-
ræður voru teknar upp í desemb-
er, þar sem ekki fór á milli mála,
að mati LÍ, hver væri hin raun-
verulega afstaða hans til viðræðn-
anna. „Sagði hann þar að Lækna-
félag Íslands væri enginn
formlegur samningsaðili, það væri
gott fyrir ímyndina að standa í
þessum viðræðum og að það þjón-
aði alls ekki hagsmunum LÍ að
samningar tækjust,“ segir í bréfi
stjórnarinnar.
Kári Stefánsson kom fram í
sjónvarpsþættinum Silfri Egils á
Skjá einum hinn 10. desember
2000 þar sem velt var upp ýmsum
þáttum varðandi starfsemi Ís-
lenskrar erfðagreiningar. Meðal
annars var vikið að vinnu við upp-
setningu á miðlægum gagnagrunni
á heilbrigðissviði og sagði Kári þá
m.a. eftirfarandi: „Auðvitað viljum
við ná sátt við Læknafélagið, auð-
vitað viljum við ná sátt við sem
flesta. En þegar kemur að fram-
kvæmd á þessum lögum er
Læknafélagið ekki formlegur
samningsaðili og má að vissu leyti
líta svo á, að þó svo að við vildum
ná samkomulagi við Læknafélagið,
og það er mjög mikilvægt að vissu
leyti að gera það, sérstaklega
ímyndarinnar vegna, má kannski
leiða að því rök að það þjóni ekk-
ert endilega hagsmunum Lækna-
félagsins að ná slíku samkomulagi,
vegna þess að þeir eru að vissu
leyti fagfélag í þessu samfélagi
sem á að vera gagnrýnið, á að
horfa á þetta hvössum augum.“
Íslensk erfðagreining óskar eftir
áframhaldandi viðræðum
Í fyrrgreindu bréfi LÍ segir að
það sé skoðun stjórnarinnar „að
grundvöllur frekari viðræðna sé
mjög veikur og trúnaður milli aðila
lítill, ef ekki brostinn“. Þá segir að
stefna aðalfundar LÍ, sem mörkuð
var síðasta sumar, sé alveg skýr.
Hún felist í því „að breyta skuli
lögum um miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði, þannig að gert
verði ráð fyrir skriflegu samþykki
einstaklinga fyrir flutningi upplýs-
inga úr sjúkraskrám í grunninn“
og „að fá sérleyfishafann til að
fylgja þessari meginreglu verði
lögum ekki breytt“.
Viðræðuslitin komu forráða-
mönnum Íslenskrar erfðagreining-
ar á óvart og sagði Einar Stef-
ánsson í samtali við Morgunblaðið
30. janúar að viðræðuslitin hefðu
valdið sér vonbrigðum. Að sögn
Páls Magnússonar komu viðræðus-
litin á óvart, þar sem Íslensk
erfðagreining leit svo á að búið
hefði verið að samþykkja helstu
kröfu Læknafélagsins um sam-
þykki sjúklinga. Fyrirtækið sé
jafnframt reiðubúið til að taka fullt
tillit til yfirlýsingar WMA þegar
hún berst og notast verði við skrif-
legt samþykki, a.m.k. þar til yf-
irlýsingin liggur fyrir.
Íslensk erfðagreining óskaði
hinn 29. janúar eftir því við stjórn
Læknafélags Íslands, að hún end-
urskoðaði ákvörðun sína um að
hætta viðræðum. Svar hefur ekki
ennþá borist við þessari ósk Ís-
lenskrar erfðagreiningar, að sögn
Páls Magnússonar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Frá aðalfundi Læknafélags Íslands á Ísafirði síðasta sumar, þar sem samþykkt var að ekki yrði við annað unað en að aflað væri
persónulegrar heimildar varðandi flutning heilbrigðisupplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, og Halldór Jónsson, forstjóri Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri, við undirritun samninga 19. desember sl.
Í desember lýsti
formaður LÍ því yfir
að yfirlýsing frá ÍE
um viðræðurnar við
félagið gætu mildað
viðbrögð félagsins
gagnvart því að
undirritaðir yrðu
samningar við
heilbrigðisstofnanir,
án þess að búið
væri að ganga frá
samkomulagi á
milli ÍE og LÍ.
Morgunblaðið/Kristján