Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 39

Morgunblaðið - 04.02.2001, Side 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 39 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Á morgun, 5. febrúar, hefði elskuleg frænka okkar Guðleif Jónsdótt- ir orðið 93 ára. Í tilefni af því langar okkur systurnar að minnast hennar með nokkrum orðum. Leifa móðursystir okkar var í miklu uppáhaldi hjá okkur systkinun- um og þegar við lítum til baka renna í gegnum hugann allar góðu minning- arnar sem við eigum um hana. Þegar við vorum litlar komu jólin til okkar með pakkanum frá Leifu frænku í Borgarnesi. Í þessum pakka leyndist eitthvað handa hverju okkar, t.d. náttföt, fallegar vélprjónaðar peysur og nærföt, bækur, ýmislegt góðgæti, kaffi handa mömmu og kjóll handa ömmu með frönsku mynstri, en móð- uramma okkar var á heimilinu alla æsku okkar. Heimili Leifu og Óla í Borgarnesi var gestkvæmt og þau einstaklega gestrisin. Þegar foreldrar okkar fóru í Borgarnes var alltaf gist hjá þeim, það þótti langt ferðalag þegar við vorum litlar. Það brást ekki að við vorum rétt komin inn hjá þeim þegar Leifa var búin að senda í bak- aríið eftir mjúku hornunum og í Sam- lagið eftir rjómanum. Mjólkin var framreidd í fínum glösum á háum fæti og töfrum líkast var komið á borðið rúgbrauð með nýrri kæfu, pönnukök- ur, hornin góðu sem hvergi fengust nema í bakaríinu í Borgarnesi og jafn- vel heimatilbúinn ís. Í augum okkar var þetta sannkallað veisluborð. Hús- ið sem Leifa og Óli byggðu sér á Eg- GUÐLEIF JÓNSDÓTTIR ✝ Guðleif Jónsdótt-ir fæddist í Lund- um í Stafholtstung- um 5. febrúar 1908. Hún lést á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi 15. maí 1999 og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 22. maí 1999. ilsgötunni var byggt að nokkru inn í klett og því ákaflega sérkennilegt í okkar augum og þótti okkur gaman að láta okkur rúlla niður grasi- gróna brekkuna á bak- við húsið. Þar uxu líka rifsberjarunnar sem við vorum ekki vön að sjá á Suðurnesjum þar sem við ólumst upp. Leifa frænka var ekki nema 54 ára þegar hún varð ekkja en hún bjó áfram í húsinu sínu þar til hún fór á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Sjóndepra háði henni þegar aldur- inn færðist yfir en þrátt fyrir það var alltaf svo hreint og fallegt heima hjá henni. Á hverjum degi viðraði hún rúmföt og teppi og það lýsir því best hve húsleg hún var, eins og það var kallað. Eftir að sjónin dapraðist varð hlustun á útvarp og sjónvarp aðal- dægrastytting hennar. Hún fylgdist afar vel með og var með eindæmum minnug og enginn kom að tómum kof- unum hjá henni með hvað var að ger- ast hér á landi eða úti í heimi. Hún fylgdist vel með hvað var að gerast hjá okkur systkinunum og þekkti alla fjölskyldumeðlimi, sem ekki eru svo fáir, með nafni og vissi hvað þeir höfðu fyrir stafni. Þegar árin liðu var tekið á móti okkur og fjölskyldum okkar af sömu hlýju og þegar við vorum börn og eiga börn margra okkar góðar minningar frá heimsóknum til Leifu frænku í Borgarnesi. Síðustu árin sem Leifa lifði bjó hún á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi. Undir það síðasta var hún orðin blind og alveg sátt við að fara til nýrra heimkynna. Blessuð sé minningin um hana sem við geymum í hjarta okkar. Sæunn, Kolbrún, Svanhvít, Jóna, Ingigerður og Dagbjört.                                                            !"#           "  #$$        % &  ' ( $%&$$ ( )*  +! % ,& )*  & *$ - ) +$ ( & ,& +$ . % , + %  )*  & $ ,& )*  & & ,& )*  "/ & ! +$  0 $ +%  $%  0 $#                                     !"# $%% !&"& &% '()*'  %$++ ,  %% & ,' ''%$++ %$-%  %$++ . !-%&% *##(* ' & '*##(*                                  !   " #  $   #  %  &    & '!(    )   %  #  *  +   # ,-  . # # //(                              !      " #  $!       %&# #  '     ( "!) '  #  !*    +!) +!)#  +   #    ,                                           !"#$ Heilsugæslan í Reykjavík Heilsugæslustöðin í Grafarvogi verður lokuð frá kl. 12:00 mánudaginn 5. febrúar vegna útfarar Margrétar Níelsdóttur Svane, hjúkrunarforstjóra. fenginn var atvinnuljósmyndari til að taka mynd af hópnum í spariföt- unum og síðan var efnt til fagnaðar í Breiðfirðingabúð með stæl og mörg- um er enn í fersku minni. Að 25 árum liðnum var ákveðið að minnast þess aldarfjórðungs sem lið- inn var með veglegum hætti. Jón var einn þeirra sem hafði veg og vanda af þeim undirbúningi. Steinþór Gunnarsson, sem er einn af okkur, kom með þá hugmynd að fá teiknara sem hann þekkti til að teikna af okkur skopmyndir. Síðan var gefinn út pési í vasabókarbroti þar sem hverjum var helguð ein síða og þar birt skopmyndin og vísa undir þetta fyrirbæri hlaut nafnið „Kver- ið“ og var afhent formlega í afmæl- ishófinu og vísan lesin um leið og kverið var afhent. Persónuleg kynni okkar Jóns tengjast sveinsprófinu sem fram fór í Sjómannaskólanum vorið 1950. Áður höfðum við hist í Iðnskólanum við Tjörnina en ekki verið saman í bekk. Á Þórsgötu 1 var kaffistofa þar sem saman komu ungir námsmenn og skáld og viðruðu sínar skoðanir og framtíðarhugsjónir. Á þessum árum var í gangi sterk pólitísk umræða þar sem menn skiptust í fylkingar til hægri og vinstri. Á þessa kaffistofu fóru þá- verandi vinnufélagar mínir oft í morgunkaffi, þá sá ég Jóni oft bregða fyrir. Strax eftir sveinsprófið gerðumst við Jón virkir þátttakend- ur í starfsemi Málarafélgas Reykja- víkur bæði í stjórn og í nefndum. Það duldist engum að hann lék á vinstri kantinum og fór ekki dult með sínar skoðanir án þess þó að blanda pólitík inn í félagsstörfin. Jón var einlægur verkalýðssinni og studdi málstað þeirra er minnst máttu sín af ráðum og dáð. Sjálfur ólst hann upp á krepputímum í stórum systkinahóp á Akranesi og lærði að samstaðan var sterkasta vopnið í baráttunni við örbirgðina. Jón var húmoristi, viðræðugóður, glettinn og stríðinn. Hann gat kastað fram setningum sem kölluðu á and- svör og þá var hann fljótur með til- svar sem hleypti fjöri í umræðuna. Jón var fjölhæfur fagmaður, góður teiknari og hugmyndaríkur. Það voru mörg kröfuspjöldin sem hann málaði fyrir 1. maí. Þá kom fram hvað hann hafði næmt auga fyrir lit- um og formi, hann mótaði útlínur og lét minni spámenn eins og mig fylla út í formin. Nokkuð löngu eftir sveinsprófið gerðist Jón félagi í Mál- arameistarafélaginu, tók að sér mál- un á íbúðarblokkum í Breiðholti sem Bifreiðastjórafélagið Hreyfill stóð fyrir. Þá slitnuðu tengsl okkar, við hittumst aðeins þegar ég kom sem mælingamaður málara til að mæla upp verkin. Ég frétti af veikindum Jóns og að búið væri að taka af honum annan fótinn vegna sýkingar, en það dróst að hafa samband við hann. Það var ekki fyrr en þegar farið var að gera liðskönnun á hvað margir væru á lífi af þeim sem tóku sveinspróf 1950 og reyndust þeir vera 13. Þegar ég náði símasambandi við Jón brást hann við hress að vanda og óvænt mætti hann á undirbúningsfund sem var í sum- arbústað mínum við Langavatn. Jón mætti á tveimur hækjum, ljómaði af áhuga og gleði yfir að þetta skyldi vera á dagskrá og hafði margt til málanna að leggja. Hann fylgdist ná- ið með undirbúningi að afmælinu sem fram fór í Skíðaskálanum í Hveradölum 28. apríl sl. og mætti þar í fylgd með Ingólfi bróður sínum. Nokkru síðar hittumst við heima hjá honum og hétum hvor öðrum að halda tengslum svo lengi sem báðir væru ofar moldu en nú er sá sáttmáli úr gildi fallinn. Já, svona er lífið. Ég hef lýst Jóni sem róttækum einstaklingi og gat ekki fundið að þau lífsviðhorf hefðu breyst þegar við hittumst síðast. Jón var gæddur þeim eiginleikum að þeir sem um- gengust hann virtu hans frjálslegu framkomu og fundu að undir skelinni fólst drenglyndi og viðkvæm sál. Það er mér nú einkar kær tilfinn- ing að hafa átt trausta vináttu þessa manns sem hafði kjark til að vera hann sjálfur á hverju sem gekk í líf- inu. Ég sendi börnum hans og öðrum nákomnum samúðarkveðjur. Hjálmar Jónsson. Ég vil með nokkrum orðum kveðja Láru frænku mína. Margar af mínum bestu æsku- minningum eru frá heimsóknum mínum á heimili frænku minnar. Lára frænka var vel gefin kona með mjög ákveðnar skoðanir, sem hún sat sjaldnast á og skiptumst við á skoðunum alveg fram á síðasta dag. Mjög gestkvæmt var á heimili Láru og Olivers og oft þröng á þingi. Lára var snilldarkokkur og bakara- meistari. Hún hafði yndi af að halda stórar veislur, t.d. eru jólaboðin til margra ára ógleymanleg. Áhuga minn á matar- og kökugerð fékk ég frá henni, þegar ég sat heill- uð af fimum fingrum og reyndi að hjálpa til. Ég naut þess í æsku að ferðast LÁRA EINARSDÓTTIR ✝ Lára Einarsdótt-ir fæddist í Hafranesi við Reyð- arfjörð 27. nóvember 1919. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 13. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 19. janúar. með fjölskyldunni um landið, áfangastaður- inn var Austurland, sem var henni ávallt mjög kært. Um æsku- stöðvarnar Hafranes talaði hún ávallt með ljóma þó svo að hún væri aðeins 12–13 ára þegar hún flutti til höf- uðborgarinnar. Elsku frænka, ég veit þú varst fegin hvíldinni, þótt þú værir alltaf hress í anda. Ég veit að heimkoma þín hefur verið góð. Ég bið góðan guð að geyma þig. Guðrún.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.