Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 53

Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 53 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert vingjarnlegur og vinafastur en þarft að gæta þín á því að halda ekki of fast í forgengilega hluti. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Áætlun þín þarfnast mikillar yfirlegu áður en þú getur hrint henni í framkvæmd. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu ekki undan lönguninni til eyðslusemi heldur haltu fast um budduna. Gættu þess að skrifa ekki undir neitt sem gæti komið í bakið á þér seinna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vertu spar á loforð og gefðu þau þá því aðeins að þú getir staðið við þau. Vertu skor- inorður þegar þú útskýrir hugmyndir þínar fyrir öðrum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hlýddu á rödd samvisku þinnar þegar þú nú stendur frammi fyrir vandasömu vali. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft ekkert að óttast það að treysta þínum nánustu fyr- ir væntingum þínum og draumum og jafnvel þiggja eitt eða tvö ráð um það hvern- ig þú getur látið draumana rætast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Stórhuga áætlun þín gengur ekki upp nema þú leitir þér aðstoðar hjá öðrum því það er ekki á neins eins manns færi að hrinda henni í framkvæmd svo vel sé. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Stundum verður að meta hlutina kalt og rólega og leggja tilfinningarnar til hlið- ar því okkur hættir svo til að líta framhjá staðreyndum þegar þær einar ráða ferð- inni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er hyggilegt að vera við öllu búinn þótt enginn teikn séu um afturkipp en ef til hans kemur gerir hann ekki meiri skaða en það sem minnst má verða. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Taktu það ekki illa upp þótt vinir þínir séu þér ekki sam- mála í öllu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eitthvað óvænt kemur upp á í dag og þú skalt þess vegna vera við öllu búinn því þá þarftu ekki að eyða dýrmæt- um tíma í að leita að leiðrétt- ingunni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það hefnir sín alltaf að eyða um efni fram svo þú skalt hafa nánar gætur á útgjöld- unum svo þau fari ekki úr böndunum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt í einhverjum erfiðleik- um með að koma málstað þín- um skammlaust til skila. Þú þarft þess vegna að setjast niður og fara í gegnum málið áður en þú flytur það fleirum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SUÐUR spilar þrjú grönd og vestur leggur á bratt- ann með laufgosa. Þú ert í austur: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ KG102 ♥ K103 ♦ 1054 ♣K52 Austur ♠ 8653 ♥ 9752 ♦ KG92 ♣Á Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 grand * Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Allir pass * 15-17 HP. Sagnhafi lætur lítið lauf úr borði og ásinn þinn slær vindhögg. Hvað hyggstu gera í öðrum slag? Það blasir við að skipta yfir í tígul, en það er ekki alveg sama hvaða tígull verður fyrir valinu. Tían í blindum er ógnandi (og iðulega vanmetin), og rétta spilið hér er tígulgosinn: Norður ♠ KG102 ♥ K103 ♦ 1054 ♣ K52 Vestur Austur ♠ 974 ♠ 8653 ♥ 84 ♥ 9752 ♦ Á83 ♦ KG92 ♣G10987 ♣Á Suður ♠ ÁD ♥ ÁDG6 ♦ D76 ♣D643 Ef þú spilar tvistinum, hleypir sagnhafi á tíuna og drottningin verður á end- anum fyrirstaða. Gosinn út rekur fleyg á milli drottn- ingar og tíu, sem sagnhafi á ekkert svar við. Ekki dugir suðri að dúkka, og ef hann setur drottninguna, drepur makker með ás og sendir tígul í gegnum tíu blinds, þar sem þú bíður með K92. Á ensku heitir þessi spila- mennska „surrounding play“, en á íslensku hefur orðið „fleygbragð“ heyrst, þótt það sé svo sem ekki orðrétt þýðing. Detti mönnum betra orð í hug væri gaman af frétta af því. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson SÍÐAST var rætt um beygingu nafns þess félags sem rekur Mbl., þ.e. Árvakurs hf. Hún fer eftir no. akur, í fornu máli akr, þar sem á síðari málstigi var u-i skotið inn í beyg- inguna en r-ið hélzt áfram í öllum föllum. Í því sam- bandi var nefnt no. farald- ur, sem beygist eins, og faraldursfræði tekið sem dæmi um samsetningu. Tæplega hafði pistill minn birzt, þegar sjá mátti hið gagnstæða hér í blaðinu. Í Mbl. 20. jan. sl. birtist löng grein sem nefndist Far- aldsfræðilegar rannsóknir hjá Krabbameinsfélaginu og var eftir faraldsfræðing félagsins. Ef. þessa no. er ævinlega í greininni far- alds, aldrei faraldurs. Þegar litið er í OM frá 1983, sést, að þar eru gefnar upp báðar orð- myndir, farald og faraldur og seinni myndin, aðallega sem kk.orð, en líka sem hk.orð. Í seðlasafni OH eru 4 dæmi um farald og elzt frá 19. öld: kom þá dæmalaust farald í hunda og ketti. Hins vegar eru þar 34 dæmi um hk.- myndina faraldur og hið elzta frá um 1600. Frá sömu öldum og fram á þennan dag er einnig talað um faraldur í kk. Á síðustu áratugum hefur faraldurs- fræði verið mikið til um- ræðu. Er ljóst, að menn hafa ekki farið sömu leið við notkun samsettra orða. Vilmundur Jónsson landlæknir talar um far- aldurssögu um 1950 og frá 1990 er dæmi um no. far- aldursfræðingur í OH. Ólíkur smekkur virðist ráða hér. - J.A.J. ORÐABÓKIN Faraldur LJÓÐABROT Sveitin mín Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Sigurður Jónsson frá Arnarvatni Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. RagnarJóhannsson, fv. skipstjóri á Ísafirði og síðar kaupmaður í Reykjavík, til heimilis í Lönguhlíð 15, Reykjavík, verður 90 ára á morgun, 5. febrúar. MARGIR íslenskir skák- menn eiga minningar frá skákferðalögum til Gaus- dals í Noregi. Á árum áð- ur réð þar Arnold Eikrem ríkjum og fékk fjöldinn allur af íslenskum ung- lingum eldskírn sína á mótum hans. Hann lést fyrir nokkrum árum og hefur sonur hans reynt að viðhalda þeirri hefð sem faðir hans byggði upp. Þó að slagkrafturinn sé ekki eins mikill og áður eru engu að síður haldin þar mót nokkrum sinnum á ári. Staðan kom upp í Tröllameistaramóti Gaus- dals sem lauk fyrir skömmu. Hvítt hafði stór- meistarinn Einar Gausel (2.481) gegn finnska koll- ega sínum Heikki Wes- terinen (2.405). 10. Ba6! Rxe5 11. Bxb7 Rg6 12. Bxa8 Dxa8 13. Rd2 Hvít- ur hefur nú skiptamun yf- ir og að því er virðist létt- unnið tafl. Það er hinsvegar ekkert áhlaupa- verk að sigrast á gömlu kempunni frá Finnlandi og tók það meira en 40 leiki í viðbót fyrir Norð- manninn að innbyrða vinninginn. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1.–2. Ralf Akesson og Stella Brynell 7 vinningar af 9 mögulegum. 3.–4. Joe Gallagher og Einar Gaus- el 6½ v. 5.–7. Bin-Sattar Reefat, Maris Krakops og Leif Erlend Johannessen 6 v. Meistaramót Hellis hefst á morgun, mánudag, klukkan 19:30 í félags- heimili Hellis, Þöngla- bakka 1 í Mjódd. Aðsókn hefur verið góð að þessu móti á undanförnum ár- um, enda hefur vegur félagsins farið mjög vax- andi. Tefldar verða kapp- skákir, sjö umferðir. Góð verðlaun eru í boði og ekki einungis fyrir þá sem efst- ir verða, heldur verða einnig sérstök verðlaun fyrir skákmenn undir 2.000, 1.800, 1.600 og 1.400 stigum, ásamt sérstökum verðlaunum fyrir stiga- lausa auk barna- og ung- lingaverðlauna. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Aldrei meira úrval af nýjum brúðarkjólum Ítölsk föt fyrir herra FATALEIGA GARÐABÆJAR sími 565 6680 Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudaginn 9. febrúar og laugardaginn 10. febrúar í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Meðvirkni Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Aukið sjálfsöryggi meira jafnvægi Upplýsingar í síma 694 5494 Nýtt námskeið hefst 7. febrúar Með sjálfsdáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða upp- byggingu á öllum sviðum. Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Garn- og prjónalistinn Margaretha Póstverslun fyrir hannyrðavini Sími 533 5444 Fax 533 5445 Netfang: hv@margaretha.is Veffang: margaretha.is Margaretha ehf. hefur nú ákveðið að bæta við úrvalið hjá sér af hannyrðavörum og er okkur því sönn ánægja að kynna Garn- og prjónalistann á Íslandi. Vörulistinn sem inniheldur það allra nýjasta í garni og prjónaskap kemur frá „Garntjänst“ sem er stærsta póstverslunin í Svíþjóð, sem selur garn. Í listanum er að finna hefðbundið garn og munstur og það allra nýjasta. Einnig er að finna úrval af útsaumsvörum. „Garntjänst“ er eitt af elstu vefnaðarvöru- fyrirtækjum í Svíþjóð og á rætur sínar að rekja til ársins 1864. já takk! Sendið mér póstlistann — mér að KOSTNAÐARLAUSU! Nafn Heimilisfang Póstnúmer Margaretha, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, s. 533 5444 ✂ Svarseðill Nýtt á Íslandi - pantið ókeypis eintak ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is eða sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.