Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Naten me› kaupauka
hjá Lyf & heilsu
Kau
pau
ki
-fjölbreytt fæ›ubót sem fólk talar um!
w
in
th
er
/0
10
1
In
nf
ly
tja
ns
di
: H
ei
ld
ar
næ
ri
ng
e
hf
•
D
re
ifi
ng
: L
yf
ja
dr
ei
fin
g
eh
f -
S
ím
i:
58
8
67
00
Páll Rósinkrans og
hljómsveit á Borginni
17. og 24. febrúar
Aðeins fyrir matargesti
1930 Brasserie á Hótel Borg
Nýr matseðill
2 rétta hádegisverður frá kr. 1.190,-
3ja rétta Skuggabars afmælis matseðill
frá kr. 3.350,-
Tökum frá borð fyrir matargesti á
Skuggabar eftir kvöldverð sé
þess óskað.
Borðapantanir í síma 551 1247.
ÞÆR ERU mismunandi tilfinn-ingarnar sem vakna við þáiðju að hitta annað fólk. Oft-
ast kvikna þær út frá þeim litlu upp-
lýsingum sem maður hefur um ein-
staklingana áður en maður mætir
þeim. Það að rekast á Hákon Má
Örvarssonar þessa dagana þykir
mörgum eflaust skemmtilegt og ekki
nóg með það því sú upplifun er líkleg-
ast afar örvandi fyrir munnvatns-
kirtlana. Og það af öllum réttu
ástæðunum.
Eins árs undirbúningur
Hinn 24. janúar síðastliðinn hafn-
aði hann í þriðja sæti í matreiðslu-
keppninni Bocuse d’Or sem haldin er
á tveggja ára fresti fyrir norðan
Lyon í Frakklandi. Keppnin hefur
verið haldin frá árinu ’87 en það var
einn virtasti matreiðslumaður
Frakklands, Paul Bocuse, sem
„kveikti fyrst undir hellunni“, ef svo
má að orði komast. Bocuse er sjálfur
meðal þeirra sem velja hvaða þjóðir
fá að senda fulltrúa sinn í keppnina.
Þau lönd sem ná góðum árangri
verða svo sjálfkrafa með næst.
Þetta var í annað skipti sem Ís-
lendingur tekur þátt en það var vel-
gengni Sturlu Birgissonar, yfirmat-
reiðslumeistara Perlunnar, í
keppninni fyrir tveimur árum sem
tryggði Íslendingum keppnisréttinn
í ár. Hann lenti í fimmta sæti og sat
þetta árið í dómnefndinni sem
fulltrúi Íslands.
„Manni er skylt að elda úr því sem
er á staðnum,“ útskýrir Hákon. „Það
er að segja, úr þessum grunnhráefn-
um sem voru að þessu sinni barri og
lamb. Grænmeti og annað
slíkt máttu hafa með þér eða
taka við á staðnum. Við not-
uðumst við grænmeti og
kryddjurtir sem við keypt-
um daginn áður á markaðn-
um. Það var í rauninni ekk-
ert íslenskt hráefni í
réttunum, nema hvað ég fór
með lambavömb með mér
og íslenskan humar.“
Hugmyndavinnan hófst
fyrir rúmu ári þannig að í
raun má segja að það hafi
tekið ár að útbúa þessa
verðlaunamáltíð.
„Við vorum eiginlega
alveg búnir að ákveða
hvernig réttirnir ættu að
vera. Allur nóvember og
desember fóru t.d. í það
að æfa réttina. Þú þarft
að matreiða þá innan
tímamarka þannig að
það þarf rosalega mikla
skipulagningu og hafa vinnutækni,
áhöld og allt annað á hreinu. Eftir
fimm klukkustundir átti að skila fisk-
inum og svo 35 mínútum síðar lamb-
inu. Réttirnir voru svo bornir fram á
metralöngum bökkum.“
Eigi skal dæma bók eftir kápunni
eða steik eftir útliti, þó svo að það
hafi líklegast aldrei skemmt fyrir
neinum að hafa þessa hluti á hreinu.
„Bragðið vegur mest, en útlitið og
frumleiki skipta líka miklu máli.“
Hákon var ekki eini Íslendingur-
inn sem vann til verðlauna þennan
dag því aðstoðarsveinn hans, Frið-
geir Ingi Einarsson, vann önnur
verðlaun aðstoðarmanna. Þrír efstu
kokkarnir fengu plötu með nafninu
sínu útskornu festa niður við inngang
veitingahússins auk verðlaunagrips
sem búinn var til úr samanþjöppuð-
um hnífapörum.
Eins og að vera á fótboltaleik
Margir velta því eflaust fyrir sér
hvaða þýðingu það hefur að komast á
verðlaunapall í þessari keppni.
„Geysilega mikla þýðingu, þá sér-
staklega fyrir sigurvegarann. Til
dæmis stofnaði sá sem vann síðast
rakleiðis veitingahús og fékk styrkt-
araðila til þess að borga eldhúsið.
Þannig að öll þessi fyrirhöfn marg-
borgar sig.“
Ætli Hákon sé í einhverjum slík-
um hugleiðingum, að fara út í sinn
eigin veitingahússrekstur?
„Já, það er alveg inni í myndinni.“
Að vera viðstaddur keppnina sjálfa
er víst ekki harla ólíkt því að mæta á
spennandi fótboltaleik. Margir eldri
sigurvegarar mæta á staðinn og rölta
um í einkennisbúningum sínum og í
stúkunni má sjá stuðningslið sem
hvetja og styrkja sína menn.
„Stemmningin þarna er alveg
þannig að maður heyrir ekki manna á
milli. Það eru svo margir gaslúðrar.
Það myndast mjög spennuþrungið
andrúmsloft. Allan undirbúningstím-
ann var spiluð mjög hávær tónlist til
þess að fá stemmningu á áhorfenda-
pallana. Þetta er orðið eins og sirkus
í bland við alla alvöruna í kringum
þetta. Þetta var mjög mikil upplif-
un,“ segir Hákon að lokum.
F.v. Hákon Már, Friðgeir
Ingi Einarsson og Gunnar
Davíð Chan aðstoð-
armenn hans við plötuna
sem skrúfuð var niður fyr-
ir utan veitingastað Paul
Bocuse.
Réttirnir voru bornir
fram á metralöngum
bökkum.
Hér má m.a. sjá sig-
urvegarann franska
François Adamski,
Hákon með verðlauna-
gripinn, eiginkonu hans,
Söru Hlín Pálsdóttur, og
mánaðargamla óskírða
dóttur þeirra í örmunum
á Paul Bocuse mat-
reiðslumeistara.
Hákon Már að
störfum.
„Áfram Ísland!“ Það var
stuð í stúkunni, trommu-
sláttur og læti.
Sturla Birgisson var ein-
beittur í dómnefndinni.
„Fyrirhöfn-
in marg-
borgar sig“
Þeir eru eflaust ófáir sem væru til í að
fara í matarboð til Hákonar Más Örvars-
sonar. Því tók Birgir Örn Steinarsson
hressilega í höndina á honum þegar þeir
mættust um daginn.
Bocuse d’Or-ævintýri Hákonar Más í Frakklandi