Morgunblaðið - 04.02.2001, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Á HEIMSMÆLIKVARÐA
S: 569 7700
VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
1,5%, en þar á meðal er Ísland. Allur ís á Ís-
landi er hins vegar 1% af öllum ís utan Suð-
urskautslandsins og Grænlands. Þó myndi ís-
inn hérlendis duga til þess að þekja allt Ísland
með 40–50 m þykku íslagi ef hann væri jafn-
dreifður yfir landið.
Að sögn Helga Björnssonar, jöklafræðings
við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, er
lítil vetrarafkoma nú helsta ástæða rýrnunar
jökla á Íslandi.
„Það hefur lítið snjóað undanfarin fimm ár
og einkum þess vegna hafa jöklar landsins
rýrnað mjög hratt,“ segir Helgi. Hann flaug
nýlega yfir Vatnajökul og segir nú mjög lítinn
snjó vera á jöklinum.
Samkvæmt rannsóknum Helga á búskap
Vatnajökuls mældist vetrarafkoma jökulsins
STÆRSTI jökull á vesturhluta Suðurskauts-
landsins verður horfinn eftir 600 ár ef hann
heldur áfram að bráðna með sama hraða og
hann gerir nú, samkvæmt fréttum Reuters.
Auk þess myndi sjávarborð hækka um 6
metra ef ísþekjan í heild á vesturhluta Suð-
urskautslandsins bráðnaði að fullu, en hún
hefur rýrnað stöðugt frá lokum ísaldar.
Mælingar á Vatnajökli benda til að sama
framvinda eigi sér stað hérlendis þótt ísmagn-
ið sé vart umtalsvert í samanburði við hinn
gríðarlega ísmassa á Suðurskautslandinu. Ef
allur ísmassinn á öllu Suðurskautslandinu
bráðnaði myndi sjávarborð hækka um 80
metra, en 90% alls íss á jörðinni er á Suð-
urskautslandinu. Í Grænlandi eru um 8,5% ís-
massa jarðar og á öllum öðrum svæðum aðeins
árið 2000 1,5 m af vatni jafndreifðu yfir allan
jökulinn. Sumarleysing í fyrra mældist hins
vegar 2,3 m af vatni og því var heildarafkoma
jökulsins neikvæð um tæpan metra. Leita þarf
aftur til áranna 1992–1994 til að finna jákvæða
heildarafkomu Vatnajökuls, þar sem vetraraf-
koman var meiri en sumarleysingin.
„Hér á landi höfum við ekki orðið vör við þá
hlýnun á síðustu áratugum sem sést hefur á
meginlöndum og rakin er til aukinna gróð-
urhúsaáhrifa. Slík hlýindi eru talin sjást í
rýrnun suðurskautsíssins, sem áður var greint
frá.“
Helgi varpar hins vegar fram þeirri spurn-
ingu hvort aukin gróðurhúsaáhrif geti breytt
braut lægða upp að landinu og þannig dregið
úr úrkomu svo að jöklarnir rýrni.
Vatnajökull að bráðna
líkt og suðurskautsísinn
ÍBYGGINN á svip tók þessi neta-
gerðarmaður á móti þrautreyndum
trollum til skoðunar á Grandagarði
á dögunum. Það er líka vissara að
trollin séu vel undir það búin að
færa okkur vænan fisk úr sjó.
Trollskoðun
á Granda-
garði
Morgunblaðið/Rax
GARÐABÆR auglýsir um helgina
eftir tilboðum í rekstur nýs leikskóla
í Ásahverfi. Leikskólinn er í bygg-
ingu og verður húsnæðið í eigu bæj-
aryfirvalda en verið er að bjóða út
umsjón og rekstur skólans. Gert er
ráð fyrir að leikskólinn skiptist í fjór-
ar deildir og að þar geti verið allt að
92 börn samtímis. Áætlað er að verk-
samningur við nýjan rekstraraðila
taki gildi 1. júní næstkomandi og að
leikskólastarf hefjist hálfum mánuði
síðar, eða 15. júní.
Litið til reynslu
bjóðenda og styrks
Í útboðsgögnum kemur fram að
sama gjaldskrá skal vera í hinum
nýja leikskóla og hjá leikskólum sem
reknir eru af sveitarfélaginu. Við
mat á tilboðum er m.a. litið til
reynslu bjóðenda og styrks, draga að
skólanámskrám og tilboðsfjárhæðar.
Í tilkynningu frá Garðabæ segir
Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri
að með útboðinu vilji bærinn höfða
til metnaðarfulls fagfólks sem hefur
áhuga á að byggja upp nýjan leik-
skóla á grundvelli aðalnámskrár
leikskóla og laga og reglugerða sem
gilda um starfsemi leikskóla.
„Þörf á uppbyggingu leikskóla í
Garðabæ hefur farið vaxandi á und-
anförnum árum og bæjaryfirvöld
hafa lagt sig fram um að hraða bygg-
ingu leikskólahúsnæðis. Um leið er
lögð sérstök áhersla á að efla innra
starf leikskólanna. Með nýjum leik-
skóla vonumst við til að geta stytt
biðlista eftir leikskólaplássi enn
meira og markmiðið er að sem flest
börn, sem verða tveggja ára á þessu
ári, komist inn á árinu,“ segir Ásdís
Halla.
Sem fyrr segir er útboðið auglýst
nú um helgina. Hægt er að kynna sér
skilmála á vef Garðabæjar en út-
boðsgögn liggja frammi á bæjar-
skrifstofum Garðabæjar.
Garðabær býður
út rekstur leikskóla
VEGNA hlýindanna að undanförnu
og votviðrisins hefur Vegagerðin
þurft að setja upp öxulþungatak-
markanir á vegum víða um land,
einkum á Norðurlandi og Austfjörð-
um. Að sögn vegaeftirlitsmanna er
þetta afar óvenjulegt á þessum árs-
tíma, í byrjun febrúar. Greiðfært er
um flesta vegi landsins en víða
hálkublettir á fjallvegum á Vest-
fjörðum og Norðausturlandi. Engin
verkefni er að hafa fyrir snjóruðn-
ingstæki sem í febrúarbyrjun verður
að teljast einstakt.
Öxulþunginn er víðast takmarkað-
ur við tíu tonn og einstaka vagnlest
má aldrei fara yfir 40 tonn í heild-
arþunga. Á stöku malarvegum er
miðað við 7 tonn að hámarki þegar
aurbleytan er hvað mest. Viðkvæm-
asti tíminn fyrir bundið slitlag er
þegar frostið fer úr jörðu. Hætta er á
að það skemmist eða jafnvel eyði-
leggist við umferð þungra ökutækja
á borð við flutningabíla með tengi-
vagna.
Kólnandi veður
Veðurhorfur í dag eru þær að
austanáttir, 8–13 metrar á sekúndu,
verða víðast ríkjandi á landinu og
skýjað með köflum. Dálítil él sunn-
an- og austanlands. Veður fer kóln-
andi og víða er búist við vægu frosti.
Frostlaust verður þó með suður- og
vesturströndinni.
Þungatak-
markanir í
öllum lands-
hlutum
Óvenjulegt ástand
á vegum landsins
SALA á nýjum bílum dróst saman
um 41,6% í janúar frá sama mán-
uði 2000, að því er fram kemur í
bráðabirgðatölum frá Skráningar-
stofunni hf., sem heldur utan um
bifreiðatölur. Alls seldust 645 nýir
bílar í mánuðinum en 1.105 bílar í
janúar í fyrra. Söluhæsta gerðin
var Toyota sem seldist í 124 ein-
tökum sem er 19,2% markaðshlut-
deild, hlutdeild VW var 13,6% og
Nissan 9,5%.
Allt síðasta ár var tæplega 12%
samdráttur í sölu á nýjum bílum.
Tæplega 42%
samdráttur
í bílasölu
Mikið/D1
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
UNGUR maður ók á ljósastaur á
Reykjanesbraut á móts við Hlíða-
smára í gærmorgun. Að sögn lög-
reglu slasaðist maðurinn, sem er ný-
kominn með bílpróf, ekki alvarlega
en bíllinn er talinn ónýtur.
Tildrög slyssins voru að maðurinn
missti stjórn á bílnum þegar hann
var að stilla útvarpstæki með þeim
afleiðingum að hann ók útaf veginum
og á ljósastaurinn. Staurinn gekk inn
í húddið, brotnaði og lenti ofan á þaki
bílsins sem féll að hluta til saman. Að
sögn lögreglu var mikil mildi að mað-
urinn skyldi ekki slasast, en hann
var í bílbelti og við áreksturinn blés
öryggispúði bílsins út.
Ungur öku-
maður ók
á ljósastaur