Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 6
ERLENT 6 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNES Páll II páfi hefur í heilan áratug flogið í hringi um- hverfis Rússland; einn daginn er hann í Eystrasaltslöndunum eða föðurlandi sínu, Póllandi; næst er hann í Rúmeníu eða Georgíu. Páfinn mun í júní heimsækja Úkraínu og Armeníu, hvorttveggja fyrrverandi sovétlýðveldi sem rétttrúnaðar- kirkjan rússneska fylgist vel með. Karol Wojtyla er fyrsti páfinn úr löndum slavneskra þjóða í sögunni og hann hefur lengi dreymt um að heimsækja Moskvu, ef til vill lítur hann svo á að slík heimsókn myndi fullkomna langan og viðburðaríkan feril hans á páfastóli. En áratug eftir hrun kommúnismans eru það ráða- menn rússnesku kirkjunnar, ekki stjórnmálaleiðtogarnir, sem hamla för. Leiðtogar í Moskvu hafa alveg frá tíma Krústsjofs verið á varðbergi gagnvart Páfagarði en hafa samt ekki verið áhugalausir um ríki páfa. Kremlverjar skynjuðu að hentugt gæti verið fyrir sovéskan áróður og utanríkisstefnu að taka upp eðlileg samskipti við Páfagarð og efnt var til funda leiðtoganna Andreis Gromykos og Níkolajs Podgornís með páfa. En það var ekki fyrr en 1989 að Míkhaíl Gorbatsjov þorði að koma á opinberum tengslum við Páfagarð og bjóða Jóhannesi Páli páfa í heimsókn til Sovétríkjanna. Borís Jeltsín ítrekaði boðið 1991 og Vladímír Pútín gerði slíkt hið sama er hann heimsótti Róm skömmu eftir að hafa svarið eið sem forseti Rússlands. Samt sem áður hefur ekkert orðið úr heimsókn páfa til Moskvu vegna þess að rétttrún- aðarkirkjan er henni ennþá andvíg. Aleksei II patríarki og helstu ráð- gjafar hans, þ.á m. Kíríll metropólít- an, sem er eins konar utanríkisráð- herra kirkjunnar, tjá oft skoðun sína á málinu. Nokkru áður en skýrt var frá væntanlegri heimsókn páfa til Úkraínu hafði ítalska dagblaðið Corriere della Sera eftir Aleksei að vissulega kæmi til greina að páfi kæmi í heimsókn en þá yrði að binda enda á „ofsóknir“ kaþólskra á hend- ur rétttrúnaðarkirkjunni í Vestur- Úkraínu og trúboð kaþólskra presta á „hefðbundnu yfirráðasvæði“ rétt- trúnaðarmanna. Þetta kann að virð- ast harðlínustefna en skilyrðin tvö eru þó skref í rétta átta ef höfð eru í huga alræmd ummæli patríarkans fyrir nokkrum árum en þá sagði hann að sanntrúaður rétttrúnaðar- maður mætti ekki einu sinni tína sveppi í sama skógi og kaþólskur. Sovétríkin, sovéski kommúnista- flokkurinn og öryggislögreglan KGB hrundu en rússneska rétttrún- aðarkirkjan ver enn heilög landa- mæri gamla, rússneska heimsveld- isins. Það sem meira er, nær helmingur af biskupsdæmum emb- ættis patríarkans eru erlendis – í Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Mold- óvu, Mið-Asíulöndum og víðar – og Aleksei patríarki leggur því æ meiri áherslu á alþjóðlegt eðli kirkjunnar. Er hann hafði gegnt embættinu í tíu ár gáfu erkibiskupar rússnesku kirkjunnar honum gylltan íkon, öðr- um megin var mynd af Síðustu kvöldmáltíðinni, hinum megin kort yfir geysistórt svæðið sem rétttrún- aðarkirkjan spannar. Syndajátningar dugðu ekki Ljóst er að allar hneigingar og syndajátningar páfa á liðnu ári í til- efni þess að 2000 ár voru liðin frá fæðingu Krists höfðu ekki dugað patríarkanum. Þess vegna getur því miður farið svo að draumur páfa um að stíga á rússneska jörð, sem var lauguð blóði svo margra píslarvotta, rætist ekki. Enn eru að sjálfsögðu tækifæri fyrir kirkjuleiðtogana tvo til að hittast. Páskar jafnt kaþólsku kirkjunnar sem rétttrúnaðarkirkj- unnar munu á árinu verða sama dag, 15. apríl en það er ákaflega sjald- gæft. Er hægt að hugsa sér betri af- sökun fyrir því að efna til fundar í anda bræðralags allra kristinna manna? En mun patríarkinn grípa tækifærið? Ef ekki væri verið að róta í göml- um sárum vegna deilna kirknanna tveggja myndu þau gróa. Aldrei mun ég gleyma því er tveir gamlir menn – páfinn og Dmítrí Líkatsév, níræður menntamaður – blöðuðu saman í sjaldgæfri bók og voru báðir með tárin í augunum. Líkatsév var að sýna páfa myndamöppu um Sol- ovetsí-fangabúðirnar en þar var Líkatsév hafður í haldi, sakaður um „trúaráróður“. Í möppunni voru ljósmyndir af gömlum munkaklef- um þar sem sovésk stjórnvöld höfðu látið setja rimla fyrir gluggana. Kaþ- ólskir klerkar voru þar fangelsaðir árum saman eftir að Nikolaj Krí- lenko ríkissaksóknari hafði lýst kaþ- ólsku kirkjuna „óvin þjóðarinnar“ árið 1917. Enginn valdamaður í Rússlandi hefur þó beðist afsökunar á glæpun- um sem framdir voru gegn íbúum landsins. Yfirstjórn rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar hefur reyndar ekki viðurkennt að samstarf hennar við sovétvaldið hafi verið synd. Ef slík syndajátning bærist frá Rúss- landi myndi það einnig verða til að græða sárin vegna klofnings kirkj- unnar í kaþólska deild og rétttrún- aðardeild. Sættir milli kristinna manna sem nú lifa eru mjög mikilvægar jafnt siðferðislega sem í stjórnmálalegum skilningi. Páfi steig fyrsta skrefið á fundi síðastliðið vor með Shenuda III, patríarka rétttrúnaðarkirkju kopta, er páfi heimsótti Landið helga. Jóhannes Páll II gaf af dirfsku í skyn að ef til vill mætti end- urskoða þá þúsund ára gömlu kenni- setningu að biskupinn í Róm væri æðstur postulanna og staðgengill Krists á jörðinni. Frá árinu 1054 hef- ur þessi hugmynd verið helsti þrösk- uldurinn á vegi einingar allra krist- inna manna. Fréttafulltrúar stjórnvalda í Kreml segja að Pútín forseti ræði oft við Aleksei II patríarka. Hann ætti kannski að útskýra fyrir honum að það sé andstætt hagsmunum ríkisins að ekki sé leitað sátta við Páfagarð vegna þess að rússneska stjórnin og páfi eru sammála um margt, þ. á m. lausnir í Mið-Austurlöndum. Rúss- um kæmi vel að vera í bandalagi við Páfagarð, núna er þeir basla við að finna sér hlutverk og öðlast áhrif í al- þjóðamálum. „Tárin sem felld hafa verið á öld- inni lögðu grundvöll að nýju vori mannsandans,“ sagði páfi í síðustu heimsókn sinni til aðalstöðva Sam- einuðu þjóðanna. Eins og allir vita hafa Rússar þjáðst eins og aðrar þjóðir, ef ekki meira en allar aðrar. Það er hryggilegt að „Moskvuvaldið (eða amk. patríarkinn) trúir ekki á tár“ en þannig er titill einhverrar vinsælustu kvikmyndar frá komm- únistaskeiðinu. Reuters Péturstorgið í Róm speglast í skrautkúlu um síðastliðin jól. Jóhannes Páll II páfi hefur ferðast um allan heim á meira en tveggja áratuga valdaskeiði sínu, en hann fær ekki að heimsækja Rússland vegna and- stöðu rétttrúnaðarkirkjunnar. Langt milli Rómar og Moskvu Project Syndicate Sovétríkin, sovéski kommúnistaflokk- urinn og öryggis- lögreglan KGB hrundu en rússneska rétttrúnaðarkirkjan ver enn heilög landamæri gamla, rússneska heimsveldisins. eftir Aleksei Búkalov Höfundur er stjórnandi skrifstofu Itar-Tass-fréttastofunnar í Róm. SÓLVEIG Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins, er eini Íslendingurinn sem hefur starfað við hjálparstarf í Gujarat síð- ustu dagana en nú eru fleiri Íslend- ingar á leiðinni. Sólveig kom á jarð- skjálftasvæðið fjórum dögum eftir að skjálftinn reið yfir. Hún kom til Ahmedabad ásamt samstarfsfólki sínu hjá Sameinuðu þjóðunum þriðjudaginn 30. janúar. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að afmark- að svæði í borginni væri mjög illa farið en önnur hverfi borgarinnar hefðu sloppið mjög vel úr jarðskjálft- anum. Hverfið sem eyðilagðist saman- stóð af háum byggingum þar sem efnað fólk bjó en íbúar hverfisins hafa sofið utandyra frá því skjálftinn reið yfir. Gekk erfiðlega að koma hjálp til Bhuj Sólveig segir að Ahmedabad hafi verið miðstöð hjálparstarfs fyrstu dagana eftir skjálftann því erfiðlega hafi gengið að ná sambandi og koma vistum til Bhuj og nágrenni sem fór verst út úr skjálftanum. „Vistir, hjálpargögn og björgunarlið hlóðust upp í Ahmedabad. Það var erfitt að komast til Bhuj, þar var ekkert til og ástandið mjög slæmt,“ segir Sólveig. Sólveig segir að þegar hún kom til Bhuj og sá eyðilegginguna þar hafi henni fundist hún vera komin til Tyrklands þar sem 17.000 manns létu lífið í jarðskjálfta árið 1999: „Mér fannst ég komin til Tyrklands aftur,“ segir Sólveig og heldur áfram: „Þegar við komum hingað til Bhuj viku eftir jarðskjálftann lent- um við eiginlega í áfallahjálp strax. Læknarnir og sjálfboðaliðarnir sem höfðu verið hér í tæpa viku voru að- framkomnir af þreytu. Þeir höfðu að- stoðað og framkvæmt aðgerðir á 8.000 manns fyrsta daginn sem þeir voru hér. Aðstæður voru hrikalegar, bæði sjúkarhús svæðisins og her- sjúkrahúsið eyðilögðust í skjálftan- um svo þeir voru þeir einu sem gátu veitt læknisaðstoð fyrstu dagana. Það var því skiljanlegt að þeir hafi verið úrvinda þegar við komum á staðinn,“ segir Sólveig. Sólveig vinnur undir UNDAC- stofnuninni (United Nations Disast- er Assessment and Coordination team). Hlutverk stofnunarinnar er í fyrsta lagi að gera mat á ástandinu sem er í þessu tilviki gríðarlega mik- ið starf. Sem dæmi má nefna að svæðið sem gera þarf úttekt á sam- anstendur af níu héruðum og í hverju héraði eru um það bil 1.000 þorp. Í öðru lagi á stofnunin að sam- hæfa starf allra stofnana Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlegra björgunar- sveita, frjálsra félagasamtaka og sjóða sem koma að hjálparstarfinu með einum eða öðrum hætti. Tak- mark stofnunarinnar er að koma á kerfi sem lætur alla aðila starfa sam- an að settu markmiði. Sólveig segir aðspurð að komið hafi til tals að Ísland sendi björg- unarsveit á svæðið en ekki hafi orðið af því að þessu sinni, Indverjar hafi afþakkað boðið. Hún stjórnar nú sjálf verkefni þar sem verið er að undirbúa björgunarsveit sem hægt er að senda á hamfarasvæði með stuttum fyrirvara. Framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins við hjálparstörf á jarðskjálftasvæðunum Morgunblaðið/Ragna Sara Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, er eini Íslendingurinn sem til þessa hefur tekið þátt í hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðunum í Indlandi. Hér er hún niðursokkin í höfuðstöðvum UNDAC. „Fannst ég aftur komin til Tyrklands“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.