Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarlind 6, sími 554 6300 www.mira.is Opið virka daga frá kl. 10—18 laugardaga kl. 10—16 sunnudaga kl. 13—16 Hornsófarnir komnir aftur Margir litir Pantanir óskast sóttar Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Tilboð — buxur Tilboð á buxum í nokkra daga. Verð kr. 1.900. Joggingbuxur á krakka kr. 500. STJÓRNUN laxveiða þarf að miða við lang- tímahagsmuni laxa- stofna og sinna þannig kröfum veiðiréttareig- enda og veiðimanna um betri veiði. Þessir hags- munir kalla á meiri hóf- semi í nýtingu. Bætt afkoma villtra laxastofna kemur öllum Íslendingum til góða en þeir sem stofnana nýta – veiðimenn og veiðirétt- areigendur – verða þó að ganga fram fyrir skjöldu til að tryggja aukna veiði og hrygn- ingu. Allir geta þeir lagt lóð sitt á vogarskálarnar á auðveldan og ódýran hátt. Veiða-og-sleppa er stjórnunarað- ferð í nýtingu laxveiðihlunninda sem fer sigurför um heiminn. Sífellt fleiri áhugamenn um laxveiði vilja fara nýjar leiðir og umgangast villtan lax, viðkvæma auðlind, með auðmýkt og umhyggju og láta náttúruna njóta vafans í ágreiningsmálum. Hugmyndafræðin byggir á því að minnka veiðiálag án þess að skerða tekjur veiðiréttareigenda og án þess að veiðimenn fari á mis við það besta sem laxveiði býður upp á: að kasta fyrir laxinn, fá hann til að taka agnið og yfirbuga hann. Í staðinn fyrir að drepa laxinn og setja í frystikistuna heima er skynsamlegra að sleppa honum aftur og láta sér nægja að segja frá ævintýrinu þegar heim er komið. Með því eykst veiðivon fyrir þá sem koma í kjölfarið og ekki eru höggvin skörð í hrygningarstofna. Rannsóknir sýna kosti veiða-og-sleppa Undanfarin ár, eftir að veiða-og- sleppa fór að færast mjög í vöxt, hafa rannsóknir á aðferðinni orðið ná- kvæmari og marktækari. Bestu rannsóknarverkefnin sem gerð hafa verið um áhrif veiða-og-sleppa á atl- antshafslax eru eflaust þau sem unn- in voru fyrir umhverfisyfirvöld í Kanada árin 1995 og 1998. [1. Booth et al, Effects of late-season catch and release angling on anaerobic meta- bolism, acid-base status, survival, and gamete viability in wild Atlantic salmon (Salmo salar). 1995. 2. Tufts et al. Biological Implications of „Catch and Release“ Angling of Atl- antic Salmon. 1998.] Rannsóknirnar sýndu að veiða-og-sleppa er án efa árangursríkt tæki til að auðga laxastofna. Niðurstöðurnar sýna að mikill meirihluti laxins lifir til að hrygna eftir að hafa verið sleppt og á það við um allar aðstæður. Auk þess kemur fram að enginn marktækur munur sé á klaki hrogna stangaveiddra laxa og annarra laxa. Ekki er nóg með að lax lifi þrekraunina af heldur sýna ofan- greindar rannsóknir einnig að líkamsstarf- semi hans kemst í samt lag á ótrúlega skömmum tíma eftir að honum er sleppt aftur – eða á innan við sólarhring. Veiða-og- sleppa rýrir því ekki þá ánægju sem veiðimenn fá úr baráttu við hraustan andstæðing. Sumar aðstæður eru þó ekki eins hentugar – t.a.m. þegar vatn er óvenju súrt, vatnshiti er yfir 22°C eða þegar lax er nýgenginn – en jafn- vel við verstu aðstæður lifir alltaf stór meirihluti lax og hrygnir eftir að hann hefur verið veiddur og honum sleppt aftur. Þvert á skoðanir margra virðist það auk þess hafa minni áhrif á stórlax en á smálax þrátt fyrir að lengri tíma taki að full- þreyta þá stóru. Einhverjir hafa bent á að lítið stoði að sleppa nýgengnum laxi snemma á veiðitímabilinu – hann sé þá of við- kvæmur og lifi hann álagið af verði hann bara veiddur aftur. Staðreynd- in er sú að jafnvel þessir fiskar ná langflestir að hrygna, jafnvel þeir sem veiðast mörgum sinnum. Vissu- lega er það ekki raunin með allan lax, en þá ber að hafa í huga að lax sem er drepinn kemur aldrei til með að hrygna, hvort sem hann er drepinn í júní, júlí, ágúst eða september. Langflestar athuganir sem gerðar hafa verið styðja niðurstöður þeirra rannsókna sem hér er vitnað til en það þarf ekki að koma á óvart þar sem allir vita að laxinn er sérstak- lega gerður til að standast gríðarlegt líkamlegt álag á erfiðum ferðalögum um óravíddir Atlantshafs til og frá hrygningarstöðvum. Einföld erfðafræði Lax sem hefur verið veiddur og sleppt aftur er jafnlíklegur til að veiðast á ný og hver annar lax í ánni. Þannig eykur veiða-og-sleppa óum- deilanlega veiði sem því nemur. Áhrifanna gætir sérstaklega þegar líða tekur á sumar. Einnig er ljóst að veiða-og-sleppa eykur hrygningu og seiðaklak. En hvaða frambúðaráhrif hefur aukinn seiðafjöldi á laxastofna? Er eitthvað sem bendir til þess að fleiri villt seiði klakin skili sér í aukinni laxgengd? Hver á getur jú ekki framfleytt nema ákveðnum fjölda seiða. Mun- urinn liggur í því að þegar fá seiði berjast fyrir viðurværi geta jafnvel þau veikbyggðu lifað af og haft nei- kvæð áhrif á erfðamengi stofnsins en hörð samkeppni margra einstaklinga tryggir að einungis hinir hæfustu lifa af og erfðamengið styrkist. Skýrt dæmi um áhrif laxadráps á hegðunarmynstur stofna er minnk- andi vorveiði. Á Íslandi hefur vor- veiði minnkað meira en veiði síðar á veiðitímabilinu enda er snemmgeng- inn fiskur ofurseldur meira veiði- álagi. Í Bretlandi, þar sem vorveiði á sér langa hefð, hefur hún hreinlega hrunið. Með þetta veiðiálag á vorfisk í huga þarf ekki að koma á óvart þótt færri stórlaxar (u.þ.b. 4–7 kíló) veiðist nú hér á landi en áður. Stórlax gengur að jafnaði á undan smálaxi í íslenskar ár og er þar af leiðandi í umræddum áhættuhópi. Snemmgenginn lax þarf að forðast atlögur veiðimanna í allt að þrjá mánuði en síðbúnir félagar hans mæta jafnvel ekki á vígvöllinn fyrr en í lok stríðsins. Þeir allra stærstu (yfir 7 kíló) eiga enn frekar undir högg að sækja en oft eru þeir að ganga í árnar í annað sinn og sumir jafnvel í hið þriðja. Ef öllum veiddum laxi er sleppt aftur getur stóri vor- laxinn farið að birtast á ný og ris- arnir sem allir veiðimenn sækjast eftir verða örugglega fleiri. Aðrar verndunaraðgerðir Það verður að viðurkennast að vandamálin sem steðja að villta lax- inum verða ekki öll leyst með því að sleppa veiddum laxi. Það þarf að berjast gegn mengun og öðrum ágangi mannsins og vernda og bæta búsvæði, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru hins vegar tímafrek verkefni og kostnaðarsöm en veiða-og-sleppa kostar ekki neitt og hefur umsvifa- laust góð áhrif á veiði og hrygningu. Það er líklega árangursríkasta að- ferðin sem venjulegur stangaveiði- maður getur beitt til að hjálpa þeim laxastofnum sem hann nýtir án þess að leggja í aukin fjárútlát. Varfærnislegar og markvissar seiðasleppingar, t.d. á ólaxgeng svæði, og slepping niðurgönguseiða sem ekki keppa við náttúrleg seiði um fæðu eða búsetu geta eflt villta stofna og dregið úr náttúrlegum sveiflum. Laxar af eldisuppruna standast þó sjaldnast erfðafræðileg- an samanburð við villta frændur sína þrátt fyrir að til undaneldis sé ein- göngu notast við náttúrulega stofna viðkomandi áa. Undraverðar fram- farir í erfðavísindum hafa enn ekki fært manninum þekkingu til að taka fram fyrir hendurnar á náttúrunni og segja til um hvaða erfðasamsetn- ingar falli best að ólíkum umhverf- isþáttum. Náttúran ein getur skorið úr um það hvaða seiði eiga erindi í harða lífsbaráttuna og náttúran velur mis- kunnarlaust þá fáu einstaklinga sem hún telur hæfa en fórnar hinum. Hvernig er best að sleppa laxi? Ef veiða-og-sleppa á að hafa sem mest áhrif þurfa veiðimenn að vanda sig meira en þegar ætlunin er að drepa lax. Best er að nota smærri flugur (þær smæstu getur þó verið erfitt að losa) og helst ekki nema agnhaldslitlar ein- eða tvíkrækjur. Það sem mestu máli skiptir er þó að fara varlega þegar fiskur er hand- leikinn og flugan losuð úr honum. Mikilvægast er að snerta ekki tálkn- in og að halda fiskinum sem mest niðri í vatninu. Best er að nota háf og lyfta fiskinum aldrei upp úr vatninu. Hægt er að fá hnútalausa háfa sem sérstaklega eru ætlaðir fyrir þetta. Þá er nauðsynlegt að vera viss um að fiskurinn hafi nægilega orku til að halda sér á réttum kili í ánni og ef svo virðist ekki vera á að vera nóg að halda honum upp í strauminn og sleppa honum ekki fyrr en hann hef- ur endurnýjað súrefnisbirgðirnar. Flestar rannsóknir benda til þess að um 97% laxa sem þannig er sleppt lifi af en jafnvel þótt það sé ekki gert fullkomlega rétt eru lífslíkur mjög háar. Veiða-og-sleppa eykur veiði. Íslenskir veiðimenn eru aldir upp við að drepa sína veiðibráð og mörg- um kann að finnast skrítið að hætta því. Til hvers förum við eiginlega að veiða? Samfara rýrnandi afla undan- farin ár virðast veiðimenn og for- svarsmenn veiðimála hér á landi þó gera sér æ betur grein fyrir nauðsyn þess að sýna aukna hófsemi í nýtingu laxastofna og árið 1999 var um tíu af hundraði veiddra laxa á Íslandi sleppt aftur. Ekki er óvarlegt að álykta að sumarið 2001 verði sú tala orðin helmingi hærri. Þeir sem vilja vera þátttakendur í veiðimennsku framtíðarinnar þurfa að tileinka sér þessa nýju hugmyndafræði – stjórn- unarleið sem kemur öllum hags- munaaðilum til góða. Kannski munu laxastofnar rétta svo úr kútnum að hægt verði að ganga jafnmikið á þá og nú er gert án þess að þeir bíði var- anlegan skaða en því miður er þó ólíklegt að svo verði næstu áratug- ina, sérstaklega á meðan laxinn eign- ast stöðugt öflugri óvini. Við veiðum ekki lengur af þeirri nauðsyn að ná okkur í soðið. Við er- um ekki að færa björg í bú. Við erum að leitast við að upplifa náttúruna með glímunni við laxinn og það get- um við gert án þess að drepa hann. Gleymum ekki að fullnaðarsigur fæst einnig þótt við á sigurstundu sýnum andstæðingnum virðingu og gefum honum líf. Veiða-og-sleppa eykur veiði og fleiri veiðimenn fara ánægðir heim. Með því að veiða og sleppa getum við notið þess besta sem villti laxinn hefur upp á að bjóða og stuðlað að því að svo verði áfram í framtíðinni. VEITT OG SLEPPT ©Höfundarréttur, Jeff Edvalds 2000. Öll réttindi áskilin. Vigfús Orrason Við veiðum ekki lengur, segir Vigfús Orrason, af þeirri nauðsyn að ná okkur í soðið. Höfundur er laxveiðimaður. Málþing um sykur! Fyrirlestra frá málþingi NLFÍ 23. okt. sl. um SYKUR má finna á heimasíðu okkar: www.heilsuvernd.is Á heimasíðu NLFÍ er einnig gagnabanki með innihaldslýsingum á heilsuvörum Berum ábyrgð á eigin heilsu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.