Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 16
ERLENT
16 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
THABO Mbeki, forsetiSuður-Afríku, er ekki íöfundsverðri stöðu þessadagana. Dýrðarljómi sig-
ursins yfir aðkilnaðarstefnunni
hefur dvínað þau sex ár sem liðin
eru frá fyrstu lýðræðislegu kosn-
ingunum er komu Nelson Mandela
og Afríska þjóðarráðinu (ANC) til
valda í landinu. Gömul vandamál
sem dulin voru á bak við grímu að-
skilnaðarstefnunnar eru nú komin
upp á yfirborðið og krefjast úr-
lausnar hið fyrsta ef landið á ekki
lenda í sömu ógöngum og svo mörg
önnur ríki sunnan Sahara eyði-
merkurinnar.
Óneitanlega virðist sem margt
jákvætt hafi átt sér stað í Suður-
Afríku síðan Nelson Mandela varð
forseti árið 1994 í fyrstu kosning-
unum þar sem allir íbúar landsins
höfðu kosningarrétt. Ný stjórnar-
skrá hefur tekið gildi, sem er í
svipuðum dúr og hjá vestrænum
lýðræðisríkjum, og jafnvel hörð-
ustu andstæðingar stjórnarinnar
og gamlir fylgismenn aðskilnaðar-
stefnunnar hafa lýst því yfir að
þeir virði stjórnarskrána.
Mandela skipaði fjölmarga
blökkumenn í stjórn landsins sem
og mikinn fjölda kvenna og þykir
hún endurspegla þjóðfélagið nokk-
uð vel. Fjölmiðlar landsins eru
frjálsir undan oki herlaga og kúg-
unar og hika ekki við að gagnrýna
ríkisstjórnina, en passa sig þó á að
styðja ávallt við meginstefnumál
hennar.
Landið hefur aftur hlotið við-
urkenningu umheimsins og er nú
virkur þátttakandi í friðargæslu-
störfum í Afríku. En á sama tíma
hefur efnahagskerfið skroppið
saman, menntakerfið er í ólestri og
glæpir og alnæmi hafa breiðst eins
og eldur í sinu um samfélagið. Auk
þess er efnahagslegur ójöfnuður í
landinu með því mesta sem gerist í
heiminum, líkt og á tímum aðskiln-
aðarstefnunnar, og boðar ekki gott
fyrir framtíð landsins.
Vandamálin
hrannast upp
Vonleysi og fátækt meðal stórs
hluta blökkumanna í S-Afríku end-
urspeglast í ört hækkandi glæpa-
tíðni sem S-Afríka er að verða
hvað þekktust fyrir, enda tíðni al-
varlegra glæpa í landinu með því
mesta sem gerist í heiminum. Sem
dæmi má nefna að tíðni
morða í landinu er um
60 morð á hverja
100.000 íbúa, sem er tíu
sinnum hærra hlutfall
en í Bandaríkjunum, og
myndi jafngilda því að um 170 Ís-
lendingar væru myrtir árlega.
Nauðganir eru einnig hrikalegt
vandamál og benda gögn ríkis-
stjórnarinnar til þess að tíðni
nauðgana sé sú hæsta í heiminum.
Flestir glæpir eru hins vegar
auðgunarglæpir og um 80% þeirra
eiga sér stað í hverfum svertingja.
Yfirstéttin verður því lítið vör við
glæpaölduna nema í einstaka til-
vikum. Skipulögð glæpastarfsemi
stendur einnig í miklum blóma og
er þar bæði um að ræða innfædda
glæpahópa sem og rússneska og
nígeríska, sem stunda útflutning á
stolnum bílum í stórum stíl auk
viðskipta með ólögleg vímuefni og
annarrar hefðbundinnar mafíu-
starfsemi.
Til að stemma stigu við glæpa-
fárinu verða íbúar landsins að
treysta á 120.000 manna lögreglu-
lið sem er vægast sagt illa í stakk
búið til að takast á við vandamálið.
Ríkisstjórn Mandela erfði lögreglu
sem hafði það að meginmarkmiði
að viðhalda yfirráðum hvíta minni-
hlutans með hvaða aðferðum sem
er og voru pyntingar og aftökur al-
gengar.
Margir liðsmenn lögreglunnar
voru einnig gerspilltir og skorti þá
grundvallarþjálfun og þann aga
sem hefðbundin lögreglustörf í lýð-
ræðissamfélagi krefjast. Umbætur
á lögreglunni hafa ekki gengið sem
skyldi og eru spilling og vanhæfni
jafnmikið vandamál og áður. Sem
dæmi má nefna að sjálfur yfirmað-
ur lögreglunnar hefur viðurkennt
að um 30.000 lögreglumenn séu
meira eða minna ólæsir.
Hin háa glæpatíðni hefur svo
valdið því að landflótti meðal
menntaðs fólks og sérfræðinga –
yfirleitt hvítra eða af indverskum
uppruna – er orðið stórt vandamál,
þar sem þjóðin missir þá sem best
eru í stakk búnir til að hjálpa við
að koma landinu á réttan kjöl en
eru ekki meðlimir yfirstéttarinnar.
Sérstaklega á þetta við um
lækna og hefur Suður-Afríka í vax-
andi mæli þurft að fá til sín lækna
frá löndum eins og Kúbu, Rúss-
landi og annars staðar að úr Afríku
til að mæta ört vaxandi þörf fyrir
læknisþjónustu.
Líkt og mörg önnur Afríkuríki
glímir Suður-Afríka við mikinn og
vaxandi alnæmisfaraldur. Af 43
milljón íbúa landsins er talið að
meira en sex milljónir séu HIV-
smitaðir og fjölgar smituðum stöð-
ugt. Samkvæmt skýrslu samtak-
anna Worldwatch frá 1999 má
reikna með að um fimmta hver
fullorðin manneskja í S-Afríku
muni deyja úr alnæmi næstu 10 ár-
in. Í ljósi þessa mætti ætla að rík-
isstjórnin gerði allt sem í hennar
valdi stæði til að stemma stigu við
þessari geigvænlegu þróun. En
raunin er önnur. Thabo Mbeki hef-
ur í stað þess að horfast í augu við
vandann kosið leið afneitunar og
skellt skuldinni á aðra.
Fórnarlömb nauðg-
ana og ófrískar konur
hafa ekki aðgang að al-
næmislyfjum en á sama
tíma er hins vegar hátt-
settum opinberum emb-
ættismönnum og ANC-flokksfor-
kólfum boðið upp á slík lyf á
kostnað skattborgaranna. Þessi af-
staða Mbekis og tregða til að tak-
ast á við alnæmi á raunsæjan hátt
hefur, að sögn fulltrúa heilbrigð-
isstéttarinnar, grafið undan til-
raunum þeirra til að ná tökum á
vandanum. Óttast menn að hann
muni halda áfram að vaxa á meðan
ekki verður breyting á stefnu
stjórnarinnar.
Við þetta má svo bæta að til-
raunir Suður-Afríkustjórnar til að
verða sér úti um ódýrari alnæm-
islyf, bæði með kaupum erlendis
frá sem og mögulegri framleiðslu
innanlands á ódýrari afbrigðum,
leiddi til málsóknar af hálfu vest-
rænna lyfjafyrirtækja á þeim for-
sendum að einkarétti þeirra á lyfj-
unum væri ógnað. Svo virðist sem
þrýstingur lyfjafyrirtækjanna hafi
virkað og hefur stjórn S-Afríku
fallist á breytingar á lögum sem
munu tryggja einkarétt fyrirtækj-
anna á alnæmislyfjum í landinu.
Það hefur hins vegar í för með sér
að flestir þeir Suður-Afríkubúar
sem í dag eru HIV-smitaðir munu
deyja úr alnæmi í náinni framtíð
sökum fátæktar.
Það bætir ekki úr skák að
menntakerfið, sem er besta leiðin
til að koma upplýsingum um al-
næmi til fólks, er rústir einar og
byggist ennþá á menntakerfi að-
skilnaðarstefnunnar í stórum
dráttum. Eini munurinn er að í
dag er nokkrum svörtum börnum
hleypt inn í skóla hvítra en flestir
svertingjar sitja ennþá við nokk-
urn veginn sama borð og á tímum
aðskilnaðarstefnunnar þegar kem-
ur að menntamálum. Tilraunir til
breytinga á kerfinu hafa hrokkið
skammt sökum fjárskorts og van-
hæfni þeirra sem að málinu koma
„Tifandi tímasprengja“
Suður-Afríka hefur í gegnum
tíðina talist með ríkustu löndum
Afríku en þetta hefur verið að
breytast undanfarin ár. Þó svo að
stjórn ANC hafi frá byrjun sýnt
aðhaldssemi í fjármálum hefur það
ekki stöðvað hnignunina í efna-
hagskerfinu. Þjóðarframleiðsla
hefur minnkað en launin, sem
þykja há á afrískan mælikvarða,
hafa staðið í stað, sem hefur valdið
því að erlendir fjárfestar halda að
sér höndum. Gengi gjaldmiðilsins
(rand) hefur rýrnað svo um munar
sl. ár og er minnkandi gjaldeyr-
isforði ríkisins sívaxandi höfuð-
verkur meðal ráðamanna. Gulliðn-
aðurinn, sem lengi vel var
drifkraftur efnahagskerfisins, er
nú orðinn gamall og úr sér genginn
þar sem hinar auðugu námur
landsins verða óhagkvæmari í
rekstri með hverju ári sem líður.
Sífellt verður að grafa dýpra eftir
gulli sem heldur áfram að lækka í
verði á heimsmarkaði. Svipaða
sögu er að segja af hinni stoð hag-
kerfisins, sem er demantaiðnaður-
inn, eða öllu heldur fjölskyldufyr-
irtækið og fyrrverandi einokunar-
risinn De Beers, sem er í eigu
Oppenheimer-fjölskyldunnar til
margra kynslóða.
En þótt hningun efnahagskerf-
isins sé sannarlega áhyggjuefni er
það skipting hinna minnkandi
gæða sem veldur hvað mestum
áhyggjum og boðar illt fyrir fram-
tíð landsins. Því þótt aðskilnaðar-
stefnan hafi að nafninu til verið
lögð niður er kynþáttahatur
rótgróið og leifar aðskilnaðarstefn-
unnar halda áfram að gegnsýra
samfélagið. Mestallt land er t.a.m.
ennþá í eigu hvítra manna, þótt
þeir séu einungis um 10% íbúanna
og sömu sögu er að segja af skipt-
ingu eigna í verslun og iðnaði. Í
stjórnsýslu- og dómskerfinu skipa
hvítir enn flestar æðstu stöðurnar
og sama á við um her og lögreglu
landsins.
Um helmingur hvítra manna
telst til yfirstéttarinnar, sem
ennþá fer með stjórn hagkerfisins í
stórum dráttum. Talið er að þessi
stétt – sem er um 5% af þjóðinni –
stjórni um 90% af auði landsins,
líkt og á tímum aðskilnaðarstefn-
unnar. Þessi gífurlegi ójöfnuður
sem ríkt hefur í Suður-fríku og var
hornsteinn aðskilnaðarstefnunnar
virðist því enn lifa góðu lífi. Þetta
kemur berlega í ljós þegar skoðað
er hvernig almenningur býr sam-
anborið við þann hluta hvítra
manna sem naut hvað mestra
ávaxta af aðskilnaðarstefnunni.
Meirihluti svartra í landinu býr
enn við ömurlegar aðstæður í þétt-
býlum hreysishverfum þar sem
skortur er á flestu og atvinnuleysi
fer í 70% á köflum. Á meðan, bak
við háa veggi þakta af gaddavír,
situr hvíta yfirstéttin í allsnægtum
og sötrar te við sundlaugarbakk-
ann. Ekkert hefur breyst varðandi
stöðu þessa fólks og það firrir sig
ábyrgð á ástandinu í landinu.
Flestir úr þessari stétt eru Búar
en það var einmitt stjórnmála-
flokkur Búa sem kom á aðskiln-
aðarstefnunni eftir kosningasigur
þeirra árið 1948. Fyrirtækin í eigu
þessa hóps tóku virkan þátt í fram-
kvæmd aðskilnaðarstefnunnar og
nutu góðs af því ódýra
vinnuafli sem hún bar
með sér. Þegar kemur
að glæpum aðskilnaðar-
stefnunnar kenna þeir
ríkisstjórninni um og
segjast ekkert hafa getað aðhafst á
þeim tíma. Auk þess benda þeir á
að sáttanefndin sem sett var á
laggirnar af Nelson Mandela hafi
farið ofan í kjölinn á aðskilnaðar-
stefnunni og að nú ætti fólk að
vera sátt og horfa til framtíðar.
Fámennur hópur svartra
með völdin
Vera má að margir svartir geti
fyrirgefið gjörðir hvítu stjórnar-
innar en hið gífurlega misræmi í
kjörum þeirra er mun erfiðara fyr-
ir þá að sætta sig við. Jafnvel erf-
iðara gæti verið fyrir þá að sætta
sig við að sú eina raunverulega
breyting sem átt hefur sér stað er
sú að fámennur hópur blökku-
manna hefur tekið við stjórn lands-
ins og bæst í hóp yfirstéttarinnar.
Í þessum hópi er fyrst og fremst
að finna háttsetta menn innan
stjórnarinnar og velgjörðarmenn
þeirra auk fámenns hóps nýríkra
svertingja í stjórnum stórfyrir-
tækja. Síðastnenfdi hópurinn hefur
að mati margra þann eina tilgang
að vera andlit út á við og fulltrúi
fyrirtækisins í samskiptum þeirra
við forkólfa ANC.
Hin nýja svarta valdaklíka hefur
einnig þótt mjög örlát við sjálfa sig
og þykja laun ráðherra og annarra
háttsettra ríkisstarfsmanna vera
með mesta móti, jafnvel á vestræn-
an mælikvarða, og spilling meðal
meðlima hennar hefur verið að
færast í aukana. Það sem hrjáir
þennan hóp hvað mest er hversu
margir innan hans eru illa mennt-
aðir, enda ólust þeir upp við
menntastefnu sem bauð hvítum
menntun á heimsmælikvarða á
meðan menntakerfi svartra miðað-
ist að því að koma þeim fyrir í bás-
um aðskilnaðarstefnunnar. Skort-
ur á menntun meðal ráðamanna
hefur síðan leitt til vanhæfni og
spillingar og eru margir þeirra
ekki þess megnugir að sinna starfi
sínu.
Það ætti að vera nokkuð ljóst út
frá því sem skrifað hefur verið að
Suður-Afríka er eitt hrjáðasta land
heimskringlunnar. Ekki er nóg
með að glæpir, alnæmi og undir-
málsmenntakerfi sé að kippa stoð-
unum undan framtíð landsins.
Staðreyndin er sú að aðskilnaðar-
stefnan, sem átti að heyra sögunni
til árið 1994 er að mörgu leyti enn í
fullu gildi.
Með samningum við ANC hefur
hvíti minnihlutinn tryggt lagalega
stöðu sína í landinu og
haldið fast í það ríki-
dæmi sem var afrakstur
aðskilnaðarstefnunnar.
Sáttanefndin hefur frið-
að samvisku þeirra á
meðan ábyrgðinni á áframhaldandi
efnahagslegri aðskilnaðarstefnu
hefur verið komið á axlir fámennr-
ar valdaklíku blökkumanna. Í
sögulegu samhengi Afríku sunnan
Sahara eyðimerkurinnar má færa
góð rök fyrir því að lokauppgjörið
milli hvíta minnihlutans og blökku-
manna eigi ennþá eftir að eiga sér
stað nema að hagur svarta meiri-
hlutans verði bættur svo um mun-
ar í náinni framtíð.
Vandinn
vex í Suður-
Afríku
Þrátt fyrir að aðskilnaðarstefnan eigi að
heyra sögunni til er hún að margra mati
ennþá í fullu gildi í Suður-Afríku. Kári Þór
Samúelsson fjallar um þau margvíslegu
vandamál sem blasa við í landinu.
AP
Thabo Mbeki forseta Suður-Afríku bíða mörg erfið úrlausnarefni.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
við nám í Danmörku.
Efnahagurinn
og mennta-
kerfið í ólestri
Hætta á loka-
uppgjöri milli
kynþáttanna