Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.02.2001, Qupperneq 18
ÍÞRÓTTIR 18 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frjáls- íþrótta- menn á faraldsfæti ÍSLENSKIR frjálsíþrótta- menn verða í æfingabúðum utan landsteinanna um páskana til þess að búa sig undir átök sumarsins. Vitað er að 41 íþróttamaður frá frjálsíþróttadeild FH verður í 11 daga æfingabúðum við Algarve í Portúgal fyrri hluta apríl. Á sama tíma verða 27 frjálsíþróttamenn frá Breiðabliki við æfingar á svipuðum slóðum. Skagfirðingar verða einn- ig á faraldsfæti á þessum tíma og á milli 15 og 20 manna hópur frá frjáls- íþróttadeild UMSS, undir stjórn Gísla Sigurðssonar, stefnir að æfingabúðum í Athens í Bandaríkjunum. Þá hefur heyrst að fleiri félög stefni á æfingabúðir á svipuðum tíma utan land- steinanna, en búðir sem þess- ar eru orðnar fastur liður í starfi margra deilda líkt og hjá knattspyrnufélögunum. KSÍ hefur endurnýjað samninga við Ólaf Þór Guðbjörnsson þjálf- ara U-17 ára landsliðs kvenna og Ragnheiði Skúladóttur þjálfara U-19 ára landsliðs kvenna. Samn- ingarnir eru til tveggja ára en haust eð var gekk KSÍ frá tveggja ára samningi við Jörund Áka Sveinsson þjálfari A-lands- liðs kvenna og U-21 árs liðsins. Þjálfarar karlalandsliðanna á þessu ári verða allir þeir sömu en þeir eru allir á seinna ári af tveggja ára samningi sínum. Atli Eðvaldsson er þjálfari A-lands- liðsins, Sigurður Grétarsson þjálfari U-21 árs liðsins, Guðni Kjartansson þjálfar U-19 ára lið- ið og Magnús Gylfason U-17 ára liðið. Ólafur og Ragnheiður þjálfa unglingana Ieper er nú í 4. sæti í belgísku deild-inni með 35 stig en Oostende er á toppnum með 41 stig. „Það hafa ver- ið mikil meiðsli í hópnum hjá okkur og þrír til fjórir lyk- ilmenn eru meiddir. Sjálfstraustið hjá leikmönnum sem hafa leikið minna er ekki eins gott og hjá þeim sem venjulega eru í byrjunarliði og því hefur ekki gengið sem skyldi að und- anförnu,“ sagði Helgi, sem lék með Antwerpen í fyrra og hampaði bikar- og Belgíumeistaratitli með liðinu. Fyrir tímabilið í ár fór hann ásamt ellefu öðrum leikmönnum, þjálfara og öðru starfsfólki frá Antwerpen, yfir í Ieper og ætlaði liðið sér því stóra hluti í ár. „Við eigum í raun tvo titla að verja og það er stefnan að halda þeim þótt við séum hjá öðru félagi núna,“ sagði Helgi. Leikjaáætlun Ieper hefur verið þéttskipuð síðastliðna tvo mánuði þar sem það tekur þátt í Evrópu- kenni félagsliða ásamt því að leika í deildar- og bikarkeppninni í Belgíu. Liðið sló Ceceras frá Spáni út úr Evrópukeppninni á miðvikudaginn og er komið í undanúrslit keppninni- ar. Helgi hóf atvinnumannaferil sinn hjá Groningen í Hollandi fyrir tveim- ur árum og lék þar í eitt tímabil áður en hann gekk til liðs við Antwerpen í fyrra. Þetta er því þriðja tímabil Helga sem atvinnumaður en hann gerði tveggja ára samning við Ieper fyrir þetta leiktímabil. „Ég hef tví- mælalaust bætt líkamlegan styrk minn, en það er kannski ekki beint fyrir mig að dæma um hvort ég hafi bætt mig körfuboltalega séð – það er frekar að aðrir sjái það – en ég held ég hafi bætt mig,“ sagði Helgi Jónas sem segir körfuboltann í Belgíu tölu- vert frábrugðinn þeim sem leikinn er á Íslandi. „Ég held að það sé engin spurning að liðið hér sé mun betra en það besta á Íslandi. Það felst mikið í líkamlegum styrk leikmanna sem gerir það að verkum að varnarleik- urinn verður mun harðari. Körfu- boltinn hérna er einnig miklu skipu- lagðari. Hérna er leikur andstæðinganna skoðaður mjög náið og farið í gegnum leikkerfi þeirra á æfingum. Það er því stór munur á undirbúningi. Frá sjónarmiði hæfi- leika er Ísland alls ekki á eftir – munurinn felst helst í styrk og hæð- armuni. Það vilja margir meina að það séu frábærar skyttur á Íslandi og það er það vörumerki sem við Ís- lendingar höfum, en það eru ekkert síðri skyttur hérna á meginlandinu.“ Íslenska landsliðið í körfuknatt- leik vann í síðasta mánuði sinn fyrsta sigur í undanúrslitarriðli Evrópu- keppninnar í leik gegn Portúgal þar sem Helgi Jónas skoraði ævintýra- lega úrslitakörfu á lokasekúndunum. „Ég vil ekki meina að ég hafi verið að spila neitt frábærlega með landslið- inu. En það eru framfarir hjá lands- liðinu þar sem við unnum okkar fyrsta leik um daginn og fólk sér breytingar á liðinu og það er já- kvætt. Ég held þó að landsliðið verði ekkert betra fyrr en að yngri leik- mennirnir fari að fara utan í betri deildir og fái reynslu við að spila hörkuleiki daginn út og inn. Það er mikið af hæfileikaríkum leikmönn- um heima sem verður gaman að sjá í framtíðinni,“ sagði Helgi sem kemur til með að taka þátt í næstu undan- keppni landsliðsins sem hefst í byrj- un júní. Þar munu Íslendingar mæta Finnum, Írum og Svisslendingum. Góðar skyttur – ís- lenskt vörumerki ÍSLENSKIR körfuknattleiks- menn eru ekki áberandi í Evrópu um þessar mundir en hafa í gegnum árin getið sér gott orð fyrir að vera góðar skyttur. Helgi Jónas Guðfinns- son er sem stendur eini íslenski leikmaðurinn sem hefur körfu- knattleik að fullri atvinnu en hann leikur með belgíska úrvalsdeildarliðinu Ieper. Ljósmynd/Bart Vandenbroucke Helgi Jónas Guðfinnsson í leik með íslenska landsliðinu gegn því belgíska á nýliðnu ári en Helgi Jónas hefur leikið með tveimur belgískum félagsliðum í Korac-keppninni, Antwerpen og Ieper. Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar frá Belgíu  KRISTINN Jakobsson, milliríkja- dómari í knattspyrnu, hefur fengið verkefni í vor í undankeppni heims- meistaramótsins. Hann dæmir leik Írlands og Andorra sem fram fer í Dublin 25. apríl. Aðstoðardómarar verða Eyjólfur Finnsson og Ólafur Ragnarsson og varadómari verður Bragi Bergmann.  TEITUR Þórðarson, þjálfari norska knattspyrnufélagsins Brann, ítrekaði gagnrýni sína á leikstíl norska landsliðsins þegar hann hitti Nils Johan Semb, landsliðsþjálfara Noregs, á fundi á miðvikudagskvöld- ið. Teitur gagnrýndi Semb og norska landsliðið talsvert á síðasta ári og um það var talsvert fjallað í norskum fjölmiðlum.  „VIÐ ræddum þessa gagnrýni og leikstíl norska liðsins, og í ljós kom að ýmislegt sem haft var eftir okkur í fyrra var ekki rétt með farið. En við erum á öndverðum meiði í þessu máli og ég hvika ekki á nokkurn hátt frá því sem ég hef áður sagt um landslið Noregs,“ segir Teitur í samtali á heimasíðu Brann.  CHRIS Webber körfuknattleiks- maður er með lausan samning við Sacramento í sumar og allar líkur eru á því að hann fari frá félaginu. Sacramento hefur aldrei leikið betur eftir að Webber kom til liðsins en Washington Wizards lét Webber fara í skiptum fyrir Mitch Richmond eftir keppnistímabilið 1997–1998.  NBA-þjálfararnir Dave Cowens, Golden State, og Larry Brown, Philadelphia, völdu óþekkta leik- menn á borð við Bonzi Wells og Peja Stojakovic í stjörnuliðið. Cowens og Brown voru að reyna að tryggja að „þeirra“ leikmenn fengju minni sam- keppni í valinu. Brown fékk ósk sína uppfyllta og Theo Ratliff var valinn en Golden State-leikmaðurinn Ant- awn Jamison fær ekki að vera með að þessu sinni.  TOM Nordlie var á föstudaginn vikið úr starfi þjálfara hjá norska knattspyrnuliðinu Vålerenga. Undir stjórn Nordlie féll félagið úr úrvals- deildinni á síðustu leiktíð, en það er eitt af ríkari félögunum í Noregi. Kjetil Rekdal, fyrrum félagi Eyjólfs Sverrissonar í Herthu Berlin, tekur við stjórn liðsins af Nordlie.  FABIO Capello er ákveðinn í að framlengja samning sinn við ítalska knattspyrnuliðið Roma um tvö ár. Mörg af stærri félögum í Evrópu hafa undanfarin misseri borið víurn- ar í Capello og þar má nefna lið eins og Manchester United og Barce- lona. Þessi lið og fleiri verða því að bíða um sinn en Rómverjar eru him- inlifandi yfir því að hafa náð samn- ingum við Capello og ætla að greiða honum 250 milljónir króna í árslaun.  ROBBIE Keane, framherji Leeds, sem er í láni frá Inter, var á föstu- daginn útnefndur leikmaður janúar- mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Keane skoraði fimm mörk fyrir Leeds í janúar og hann hefur átt stóran þátt í að þoka liði Leeds upp stigatöfluna í deildinni.  TERRY Venables hjá Middlesbro- ugh var fyrir valinu sem knatt- spyrnustjóri janúarmánaðar. Undir stjórn Venables hefur „Boro“ tekið stakkaskiptum og er án taps í síð- ustu 11 leikjum.  KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur sett rautt ljós á heimavöll knattspyrnufélagsins Brann frá Noregi. Björgvinjarliðið leikur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og komist liðið í riðlakeppn- ina verður það að leika heimaleiki sína á öðrum velli í Noregi.  NILS Arne Eggen, þjálfari Ros- enborg, var á dögunum tilbúinn að lána Brann peninga til þess að liðið þyrfti ekki að selja bestu leikmenn sína vegna fjárhagsvandræða sinna. Fari svo að Brann komist í riðla- keppnina er líklegt að liðið verði að leika heimaleikina á Lerkendal, heimavelli Rosenborg. FÓLK Gunnar Oddsson, leikjahæstileikmaður efstu deildar frá upphafi, gekk rétt fyrir helgina frá nýjum eins árs samningi við Kefl- víkinga og leikur því með þeim í sumar. Gunnar, sem er 35 ára, íhugaði að leggja skóna á hilluna en verður að minnsta kosti eitt ár til viðbótar með Suðurnesjaliðinu, sem hann þjálfaði síðari hluta síðustu leiktíðar. Hann á að baki 276 leiki í efstu deild, þar af 159 fyrir Keflavík. Þá hafa Keflvíkingar samið við Gest Gylfason til eins árs en samn- ingur hans var útrunninn. Enn er hinsvegar ósamið við Eystein Hauksson, sem lék ekkert með Keflavík á síðasta ári vegna meiðsla. Sömdu ekki við McMillan Keflvíkingar ákváðu í gær að semja ekki við Alistair McMillan, skoska knattspyrnumanninn sem hefur æft með þeim að undanförnu. McMillan lék með Grindavík árið 1999. „Þessi ákvörðun er óháð getu hans sem knattspyrnumanns, við ætlum einfaldlega að reyna að kom- ast hjá því að vera með erlenda leikmenn í ár og gefa frekar okkar ungu strákum tækifæri,“ sagði Rúnar Arnarson, formaður knatt- spyrnudeildar Keflavíkur, við Morgunblaðið. Gunnar áfram með Keflavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.