Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á SÝNINGUNNI er aðfinna úrval málverka eftirJón, en hún er liður ístefnu safnsins að kynna mikilvæga íslenska listamenn með því að sýna verk sem safnið á eftir þá. Jón Stefánsson (1881–1962) var einn af frumkvöðlum íslenskrar mál- aralistar. Hann hóf nám sitt í Kaup- mannahöfn en hélt síðan til Parísar þar sem hann varð nemandi í skóla Henri Matisse í þrjú ár. Málverk Matisse einkenndust um þær mundir af einföldun myndefnisins, sterkum hreinum litum og áherslu á flatargildi þeirra. „Sú kennsla sem Jón Stefáns- son hlaut í skóla Matisse setti mjög mark á stíl Jóns. Í teiknikennslunni lagði Matisse áherslu á form og bygg- ingu viðfangsefnisins. Í málaradeild- inni útskýrði hann formmótun með hreinum litum, þ.e. að skapa form og rými með samspili kaldra og heitra lita og byggði í því efni einkum á að- ferð Cézanne en Jón hreifst mjög af list hans, líkt og margir listamenn í samtíma Jóns,“ segir Ólafur Kvaran. Sýningin spannar að sögn Ólafs all- an feril Jóns Stefánssonar og sýnir glöggt þróunina í verkum hans. Elsta myndin á sýningunni er frá árinu 1915 en sú yngsta er frá 1960. „Í eldri myndum Jóns sjáum við dæmi um þær nýju hugmyndir sem hann kem- ur með inn í íslenska myndlist. En með þeim Jóni Stefánssyni og Jó- hannesi Kjarval verða ákveðin kafla- skipti í íslenskri listasögu um þetta leyti. Í stað þess að endurskapa ásýnd náttúrunnar sem var meginviðfangs- efni íslenskra málara fram til þess, leggja þeir Jón og Kjarval út af þeirri hugmyndafræði að listsköpunin eigi sér tvöfalda rót, í sjálfi listamannsins og náttúrunni. Cézanne sagði listina vera samræmi sem er samsíða veru- leikanum, en þá setningu viðhafði Jón oft um eigin list,“ segir Ólafur. Í myndinni Eiríksjökull frá 1920 vinnur Jón t.d. með hin algildu form í lands- laginu, í stað þess að leitast við að endurskapa augnablikið í náttúrunni eins og Þórarinn B. Þorláksson og Ás- grímur Jónsson höfðu gert. „Myndir hans hafa fasta byggingu, sem kom fram mjög snemma á ferlinum.“ Þeg- ar Jón bjó í Danmörku var hann í vin- fengi við rithöfunda og listamenn sem stóðu að útgáfu tímaritsins Klingen, og þar var lögð áhersla á sköpun myndlistar sem sótti fyrirmyndir í hina klassísku hefð. „Myndlist Jóns er í eðli sínu mjög klassísk. Hann leggur áherslu á samræmi og heild sem tengja má klassísku hefðinni.“ Andstæður í ferlinum Ólafur bendir á að í sýningunni megi sjá ákveðna framvindu m.a. í lit- rænni mótun í verkum Jóns. „Í mynd- um á borð við Hrafnabjörg (1948–50) er litanotkunin orðin allt önnur og í Öræfajökull (1960) er Jón farinn að fjalla um birtuna. Þar sýnir hann hvernig ljósið sindrar ákveðið augna- blik í mótífinu og allt að því leysir upp hið stöðuga, fasta form. Milli klass- ískra mynda Jóns á borð við Eiríks- jökull og Skjaldbreiður (1929) og fyrrnefnds verks sjáum við glöggt andstæð skaut í ferli Jóns.“ Á sýningunni er einnig að finna hina frægu mynd Jóns, Sumarnótt, lómar við Þjórsá (1929) en þar telur Ólafur listamannin komast hvað næst þeirri náttúrusýn sem oft má finna í þýsku rómantíkinni. „Yfir henni leik- ur andblær íhugunar og upphafning- ar, auk þess sem myndbyggingin er einföld og skýr. Í myndinni Þorgeirs- boli (1929) sjáum við færslu yfir í leik- ræna, allt að því dramatíska frásögn.“ Myndir á borð við Á leiðinni yfir jök- ulfljótið (1932) og Formenn (1940) sýna algengt viðfangsefni Jóns um manninn andspænis náttúrunni. Sýningin á Listasafni Íslands stendur til 18. febrúar næstkomandi og er kjörið tækifæri fyrir kynslóðir landsins til að kynnast úrvali af verk- um Jóns Stefánssonar og fá innsýn í mikilvægan þátt í listasögu Íslands. „Það er almenn stefna safnsins að kynna íslenska listasögu og einstaka listamenn með því að halda ýtarlegar sýningar á borð við þessa, þar sem við leitumst við að gefa heildstæða og trúverðuga mynd af hverjum lista- manni,“ segir Ólafur Kvaran. Síðar á árinu verða haldnar sýningar á verk- um Þorvaldar Skúlasonar og Magn- úsar Tómassonar í eigu safnsins en safnið hefur nýlega kynnt Nínu Tryggvadóttur og Svavar Guðnason með slíkum sýningum. Nemendur í skóla Henri Matisse 1910. Jón Stefánsson stendur, annar til hægri við Matisse, sem situr fyrir miðri mynd. Samræmi sem er sam- síða veru- leikanum Um þessar mundir stendur yfir í Listasafni Íslands sýning á verkum Jóns Stefáns- sonar í eigu safnsins. Heiða Jóhannsdóttir skoðaði sýninguna undir leiðsögn Ólafs Kvaran, forstöðumanns safnsins, og fékk innsýn í feril listamannsins og stöðu hans í íslenskri listasögu. Andblær íhugunar og upphafningar leikur yfir Sumarnótt, lómar við Þjórsá (1929). Í Þorgeirsbola má sjá færslu Jóns yfir í leikræna, dramatíska frásögn. Í Öræfajökli má greina upplausn hins fasta forms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.