Morgunblaðið - 11.02.2001, Side 24
LISTIR
24 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á SÝNINGUNNI er aðfinna úrval málverka eftirJón, en hún er liður ístefnu safnsins að kynna
mikilvæga íslenska listamenn með því
að sýna verk sem safnið á eftir þá.
Jón Stefánsson (1881–1962) var
einn af frumkvöðlum íslenskrar mál-
aralistar. Hann hóf nám sitt í Kaup-
mannahöfn en hélt síðan til Parísar
þar sem hann varð nemandi í skóla
Henri Matisse í þrjú ár. Málverk
Matisse einkenndust um þær mundir
af einföldun myndefnisins, sterkum
hreinum litum og áherslu á flatargildi
þeirra. „Sú kennsla sem Jón Stefáns-
son hlaut í skóla Matisse setti mjög
mark á stíl Jóns. Í teiknikennslunni
lagði Matisse áherslu á form og bygg-
ingu viðfangsefnisins. Í málaradeild-
inni útskýrði hann formmótun með
hreinum litum, þ.e. að skapa form og
rými með samspili kaldra og heitra
lita og byggði í því efni einkum á að-
ferð Cézanne en Jón hreifst mjög af
list hans, líkt og margir listamenn í
samtíma Jóns,“ segir Ólafur Kvaran.
Sýningin spannar að sögn Ólafs all-
an feril Jóns Stefánssonar og sýnir
glöggt þróunina í verkum hans. Elsta
myndin á sýningunni er frá árinu
1915 en sú yngsta er frá 1960. „Í eldri
myndum Jóns sjáum við dæmi um
þær nýju hugmyndir sem hann kem-
ur með inn í íslenska myndlist. En
með þeim Jóni Stefánssyni og Jó-
hannesi Kjarval verða ákveðin kafla-
skipti í íslenskri listasögu um þetta
leyti. Í stað þess að endurskapa ásýnd
náttúrunnar sem var meginviðfangs-
efni íslenskra málara fram til þess,
leggja þeir Jón og Kjarval út af þeirri
hugmyndafræði að listsköpunin eigi
sér tvöfalda rót, í sjálfi listamannsins
og náttúrunni. Cézanne sagði listina
vera samræmi sem er samsíða veru-
leikanum, en þá setningu viðhafði Jón
oft um eigin list,“ segir Ólafur. Í
myndinni Eiríksjökull frá 1920 vinnur
Jón t.d. með hin algildu form í lands-
laginu, í stað þess að leitast við að
endurskapa augnablikið í náttúrunni
eins og Þórarinn B. Þorláksson og Ás-
grímur Jónsson höfðu gert. „Myndir
hans hafa fasta byggingu, sem kom
fram mjög snemma á ferlinum.“ Þeg-
ar Jón bjó í Danmörku var hann í vin-
fengi við rithöfunda og listamenn sem
stóðu að útgáfu tímaritsins Klingen,
og þar var lögð áhersla á sköpun
myndlistar sem sótti fyrirmyndir í
hina klassísku hefð. „Myndlist Jóns
er í eðli sínu mjög klassísk. Hann
leggur áherslu á samræmi og heild
sem tengja má klassísku hefðinni.“
Andstæður í ferlinum
Ólafur bendir á að í sýningunni
megi sjá ákveðna framvindu m.a. í lit-
rænni mótun í verkum Jóns. „Í mynd-
um á borð við Hrafnabjörg (1948–50)
er litanotkunin orðin allt önnur og í
Öræfajökull (1960) er Jón farinn að
fjalla um birtuna. Þar sýnir hann
hvernig ljósið sindrar ákveðið augna-
blik í mótífinu og allt að því leysir upp
hið stöðuga, fasta form. Milli klass-
ískra mynda Jóns á borð við Eiríks-
jökull og Skjaldbreiður (1929) og
fyrrnefnds verks sjáum við glöggt
andstæð skaut í ferli Jóns.“
Á sýningunni er einnig að finna
hina frægu mynd Jóns, Sumarnótt,
lómar við Þjórsá (1929) en þar telur
Ólafur listamannin komast hvað næst
þeirri náttúrusýn sem oft má finna í
þýsku rómantíkinni. „Yfir henni leik-
ur andblær íhugunar og upphafning-
ar, auk þess sem myndbyggingin er
einföld og skýr. Í myndinni Þorgeirs-
boli (1929) sjáum við færslu yfir í leik-
ræna, allt að því dramatíska frásögn.“
Myndir á borð við Á leiðinni yfir jök-
ulfljótið (1932) og Formenn (1940)
sýna algengt viðfangsefni Jóns um
manninn andspænis náttúrunni.
Sýningin á Listasafni Íslands
stendur til 18. febrúar næstkomandi
og er kjörið tækifæri fyrir kynslóðir
landsins til að kynnast úrvali af verk-
um Jóns Stefánssonar og fá innsýn í
mikilvægan þátt í listasögu Íslands.
„Það er almenn stefna safnsins að
kynna íslenska listasögu og einstaka
listamenn með því að halda ýtarlegar
sýningar á borð við þessa, þar sem við
leitumst við að gefa heildstæða og
trúverðuga mynd af hverjum lista-
manni,“ segir Ólafur Kvaran. Síðar á
árinu verða haldnar sýningar á verk-
um Þorvaldar Skúlasonar og Magn-
úsar Tómassonar í eigu safnsins en
safnið hefur nýlega kynnt Nínu
Tryggvadóttur og Svavar Guðnason
með slíkum sýningum.
Nemendur í skóla Henri Matisse 1910. Jón Stefánsson stendur, annar til hægri við Matisse, sem situr fyrir miðri mynd.
Samræmi
sem er sam-
síða veru-
leikanum
Um þessar mundir stendur yfir í Listasafni
Íslands sýning á verkum Jóns Stefáns-
sonar í eigu safnsins. Heiða Jóhannsdóttir
skoðaði sýninguna undir leiðsögn
Ólafs Kvaran, forstöðumanns safnsins,
og fékk innsýn í feril listamannsins og
stöðu hans í íslenskri listasögu. Andblær íhugunar og upphafningar leikur yfir Sumarnótt, lómar við Þjórsá (1929).
Í Þorgeirsbola má sjá færslu Jóns yfir í leikræna, dramatíska frásögn. Í Öræfajökli má greina upplausn hins fasta forms.