Morgunblaðið - 11.02.2001, Side 17

Morgunblaðið - 11.02.2001, Side 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 17 Mótorhjól Mótorhjólafatnaður Aukahlutir Kíktu á netverslun okkar gagni.is sími 461 4025 gagni.is RÚMLEGA þriðjungur þýskra ung- menna telur að nasistastjórn Adolfs Hitlers hafi átt sínar „góðu hliðar“, samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í tímaritinu Die Woche. Meðal 14–16 ára unglinga í austurhluta Þýskalands töldu 15% aðspurðra jafnvel að nasisminn hefði almennt verið „góð hugmynd“. Könnunin var gerð á vegum Forsa- stofnunarinnar, en hún byggðist á viðtölum við 1.106 þýsk ungmenni á aldrinum 14 til 25 ára. Þar af kváðust 47% svarenda frá fyrrum Austur- Þýskalandi sjá eitthvað jákvætt við nasismann, á móti 35% svarenda frá vesturhlutanum. Þá töldu 62% ung- linga á aldrinum 14 til 16 ára í austur- hlutanum að nasisminn „hefði ekki verið alslæmur“. Ekki er skilgreint nánar hvað felst í því að ungmennin sjái „góðar hliðar“ á nasismanum, en þeir sem aðhyllast nýnasisma segja gjarnan atvinnu- stefnu Hitler-stjórnarinnar vera til eftirbreytni. Þýsk stjórnvöld birtu jafnframt í gær nýja skýrslu, þar sem fram kem- ur að ofbeldisglæpum gegn útlend- ingum hafi fjölgað um 39% á síðasta ári, úr 397 í 553. Helmingurinn af þessum glæpum var framinn í aust- urhluta Þýskalands, þrátt fyrir að þar búi aðeins 2% innflytjenda. Þýska lögreglan skráði auk þess 13.753 atvik þar sem nýnasistar, gyð- ingahatarar eða útlendingahatarar komu við sögu, samanborið við 9.456 atvik árið áður. Otto Schily, innanrík- isráðherra Þýskalands, sagði þetta mikið áhyggjuefni fyrir yfirvöld. Niðurstöður könnunarinnar í Die Woche eru ekki til þess fallnar að vekja bjartsýni að þessu leyti, því 46% austur-þýsku ungmennanna töldu of marga útlendinga vera í land- inu og það sama sögðu 40% ung- mennanna í vesturhlutanum. Þriðjungur sér „góðar hliðar“ á nasismanum Berlín. The Daily Telegraph. Skoðanakönnun meðal ungmenna í Þýskalandi EVRÓPUSAMBANDIÐ boðaði á föstudag samræmdar aðgerðir gegn sölu á konum og börnum til kynlífs- þrælkunar í Evrópu. Innanríkis- og dómsmálaráðherr- ar ríkja ESB hétu því á tveggja daga fundi í Stokkhólmi að samræma að- gerðir sínar í baráttunni gegn slíku mansali og kynferðislegri misnotkun á börnum. Evrópusambandið segir að hundruð þúsunda ungra kvenna og barna frá Austur-Evrópu séu flutt með ólöglegum hætti til ESB- ríkjanna á ári hverju og mörg þeirra séu hneppt í kynlífsánauð. Thomas Broström, dómsmálaráð- herra Svíþjóðar, sagði að óyggjandi sannanir væru fyrir því að stúlkur væru seldar til vændis og annarrar kynlífsþrælkunar í Evrópu, oft fyrir andvirði 16.000–160.000 króna. Hann kvaðst hafa hitt stúlku í Bosn- íu sem hefði verið seld alls átján sinnum. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur lagt fram tillögur sem miða að því að samræma við- urlög við sölu á fólki til kynlífsþrælk- unar og barnaklámi og skilgreining- ar á þessum glæpum. Aðgerðir gegn kynlífs- þrælkun Stokkhólmi. Reuters, AP. JAPANSKIR lögreglumenn, sem rannsaka hvarf breskrar konu, Lucie Blackman, skýrðu frá því á föstudag, að þeir hefðu fundið lík af konu, sem þeir vissu þó ekki hver væri vegna þess, að höfuðið væri hulið steinsteypu. Blackman hvarf um mitt síðasta ár og hefur málið vakið mikla athygli í Japan þar sem glæpir gegn vestrænum konum eru fátíðir. Að sögn lögreglunnar fannst lík- ið, það er að segja höfuð, búkur og handleggir, í helli við ströndina skammt frá bænum Miura, sem er í 45 km fjarlægð frá Tókýó. Hefur verið leitað sérstaklega á þessu svæði síðan lögreglan handtók Joji Obara, 48 ára gamlan byggingar- verktaka í Tókýó, en hann er sak- aður um að hafa nauðgað fimm konum, erlendum og japönskum, og manndráp að auki. Fannst líkið í 250 metra fjarlægð frá íbúð, sem er í eigu Obara. Blackman var 22 ára gömul og var áður flugfreyja hjá British Airways. Þegar hún hvarf vann hún á krá í Roppongi-nætur- klúbbahverfinu í Tókýó. Síðast í júní sagði hún stúlku, sem hún leigði með, að hún ætlaði í dagsferð á Chiba-ströndina fyrir austan Tókýó með einhverjum manni. Obara, sem er auðugur maður, er auk nauðgananna sakaður um að hafa valdið dauða ástralskrar konu 1992 en hann hafði þann háttinn á að lauma lyfjum í drykki þeirra kvenna, sem hann nauðgaði. Illa leikið konulík finnst í helli í Japan Tókýó. Reuters, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.