Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta                                            !" #$$ % $   &'( )   &'( !" #$$ * &) !" #$$ +    )  &'( !" #$$    )  &  &( ) &  &  &(                                                                         ! " #  $##         # #    #   "   # #    %#  &   '#()$      # %  %  #                                 ✝ Ólafur Pétur Sig-urlinnason fædd- ist 12. maí 1929. Hann varð bráð- kvaddur mánudag- inn 5. febrúar síðast- liðiinn. Foreldrar hans voru Vilhelmína Ólafsdóttir í Gesthús- um, Hafnarfirði, f. 11. maí 1905, og Sig- urlinni Pétursson, byggingameistari í Garðabæ, f. 12. des. 1899. Systkini Ólafs eru: Ingibjörg, f. 30. mars 1926, d. 21. mars 1986, eiginmaður hennar er Steingrímur Kristjánsson lyfsali, f. 21. okt. 1926; Sigurlinni, f. 12. júní 1927, kvæntur Ingibjörgu Einarsdóttur, f. 20. júlí 1927; Svanhvít, f. 6. ágúst 1934, gift Bergi P. Jónssyni, f. 11. des. 1925; Gylfi Eldjárn, f. 17. mars 1936, kvæntur Þórunni S. Ólafsdóttur, f. 13. okt. 1937; Vilhjálmur Eld- járn, f. 6. jan. 1944. Ólafur kvæntist 21. ágúst 1955 Sunnu Guðmundsdóttur frá Ás- búð, Hafnarfirði, f. 12. mars 1932. Þau slitu samvistir. Börn Ólafs og Sunnu eru: 1) Guðmundur Páll, f. 28. des. 1952. Fyrri kona hans er Helga Nína Heimisdóttir, f. 26. sept. 1953. Þeirra barn er Vilma Kristbjörg, f. 21. maí 1975. Sambýlismaður hennar er Brynjar Sigurðsson. Þeirra barn er Sigurður Helgi, f. 31. sept. 1999. Seinni kona Guð- mundar er Agnes Svavarsdóttir, f. 4. ágúst 1955. Þeirra börn eru Rakel Björg, f. 14. júní 1978, Kristín, f. 12. mars 1986, og Magn- hildur Birna, f. 21. nóv. 1991. 2) Kristín, f. 17. des. 1956. Eiginmað- ur hennar er Eyvindur Magnús Jónasson bóndi, f. 20. feb. 1952. Þeirra börn eru: a) Anna Björk, f. 27. feb. 1974, maður hennar er Gunnlaugur Örn Gunnlaugsson, f. 6. mars 1970. Þeirra barn er Ólöf Anna, f. 30. maí 1995. b) Guð- rún Svanhvít, f. 27. ágúst 1975. Sam- býlismaður hennar er Kjartan Sveins- son, f. 21. ágúst 1962. Þeirra barn er Sigríður Magnea, f. 20. okt. 2000. c) Guð- mundur Páll, f. 26. júlí 1978. d) Hrafn- hildur Ólöf, f. 10. júní 1981. e) Lovísa Tinna, f. 25. sept. 1987. 3) Kjartan, f. 30. nóv. 1957. Fyrri kona hans: Sólveig Antonsdóttir, f. 19. feb. 1961. Þeirra barn er Daníel Freyr, f. 4. feb. 1982. Seinni kona Kjartans er Valda Brokane, f. 5. febr. 1969. Þeirra barn er Alex- ander Sólon, f. 22. sept. 2000. 4) Ása, f. 31. ágúst 1962. Fyrri sam- býlismaður hennar er Guðmund- ur Jónasson, f. 25. maí 1956. Þeirra börn eru Berglind Sunna, f. 25. feb. 1981, og Ólafur, f. 3. maí 1983. Seinni eiginmaður hennar er Helgi Grétar Helgason, f. 20. okt. 1962. Barn þeirra er Helgi Fannar, f. 4. júlí 1986. Síðari sambýliskona Ólafs er Dóra Jóhannesdóttir, f. 19. júní 1928. Þeirra barn er Jóhann Val- björn, f. 20. des. 1960. Hann kvæntist Völku Jónsdóttur, f. 6. mars 1966. Barn þeirra er Þórir, f. 7. júní 1989. Valka átti fyrir Kol- brúnu Völkudóttur, f. 7. júní 1984. Ólafur lærði trésmíði í Iðnskól- anum í Hafnarfirði og vann lengst af hjá föður sínum við húsasmíði, meðal annars framleiðslu og upp- setningu steyptra húseininga. Útför Ólafs fer fram frá Garða- kirkju á Álftanesi á morgun, mánudaginn 12. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæri frændi og mágur. Ég veit að þú fyrirgefur mér að ég skuli ekki telja mig þess umkominn að skrifa ævisögu þína hér, því læt ég allar til- raunir í þá átt eiga sig. Hins vegar get ég ekki látið hjá líða að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Nú þegar við Svan- hvít höfum búið hér í Hveragerði í tvö ár höfum við orðið aðnjótandi hinna fjölmörgu og fyrirvaralausu heim- sókna þinna, þegar þú hefur átt leið hér um. En þannig hefur það nú alltaf verið, hvort sem við bjuggum í Hraunhólum, á Álftanesi eða í Hvannalundi. Og þannig ætti það að vera með alla svo nákomna og kæra. Fyrir þetta og svo margt annað vil ég þakka því ég er ekki viss um að ég hafi nokkru sinni gert það nógu vel. Það voru nú ekki fáar stundirnar, sem þú komst til að hjálpa í bygging- arbrölti okkar Svanhvítar, hvort held- ur var við að endurbyggja loftin í Hraunhólum eða að leggja gólffjalir í bjálkahúsið í Heimatúni, eða gera stærra op fyrir nýja bílskúrshurð hér í Laufskógum. Ekki var nú alltaf beð- ið um hjálp, þú bara komst þegar þannig stóð á. Fyrir þetta ber að þakka. Ekki hefur farið framhjá mér að allgóða menntun hefur þú tileinkað þér. Þó er ekki mikilli skólagöngu fyr- ir að þakka, heldur hinu, sem ekki var óþekkt meðal þjóðarinnar áður fyrr, lestri góðra bóka og samtölum við fróða menn og vísa. Enda varst þú félagslyndur mjög og hafðir gott lag á að kynnast fólki af ólíkum uppruna. Þær eru ófáar sögurnar sem þú hefur sagt mér af ferðalögum þínum um landið, hvort heldur var vegna vinnu við einingahúsin eða á eigin vegum. Ég veit líka að móður þinni þótti vænt um hvað þú sinntir henni vel þegar hún var orðin ein. Það hefur heldur ekki farið framhjá mér hvern hug þú barst til barna þinna og barna- barna. Fyrir mína hönd og Svanhvítar systur þinnar þakka ég samfylgdina hingað og er þess fullviss að þú færð góðar móttökur foreldra þinna, syst- ur og annarra ættingja og vina, sem á undan eru farin yfir móðuna miklu. Far þú í friði með Guðs blessun. Bergur P. Jónsson. ÓLAFUR PÉTUR SIGURLINNASON GRETTIR JÓHANNESSON ALBERT JÓHANNESSON ✝ Grettir Jóhannesson fæddist íVestmannaeyjum 11. febrúar 1927. Hann lést á Vífilsstaðaspít- ala 12. apríl 2000 og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 19. apríl. Jóhannes Albert Jóhannesson fæddist í Vestmannaeyjum 21. júlí 1925. Hann lést á dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík 5. febrúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ólafsvíkurkirkju 10. febrúar. ár. Að við erum ekki lengur þau sem erfa skulu landið – heldur börnin okkar. Að foreldrar og þeirra systk- ini eldast. Að ekkert varir að eilífu. En þeir bræður, þótt þeir væru á margan hátt ólíkir, eru óaðskiljan- legir í minningum uppvaxtarins. Grettir svolítill villingur. Ótrúlega stríðinn. Með glimt í auga. Skyrstríð í Skarði. Kaffi í glasi með miklum sykri og kringla með. Bræður að slást eins og smástrákar. Siggi að hrella hænsnin. Búið heimasætn- anna. Við að stelast í hlöðuna. Bræðrabörnin með frænda á „tröll- inu“ í kartöfluuppskerunni. Helling- ur af börnum. Allir glaðir. Engin nú- tímapirringur. Það er skammt stórra högga á milli. Tveir elstu bræður pabba farn- ir á innan við ári. Það er alltaf gott að vera vitur eftir á og sjá að tímanum er ekki ávallt vel varið. Að samveru- stundirnar voru of stopular hin síðari Alli eins og kvik- myndastjarna. Glæsi- menni í svörtum frakka sem heillaði konur upp úr skónum. Hægur. Rólegur. Lúmskt stríðinn. Dul- ur. Listrænn. Alli og Dista í lúðusúpu- keppni. Mötuneytið í Ólafsvík. Fyrsti nammipokinn. Gifs- myndirnar. Tvítugsaf- mælistertan. Glottið sem fylgdi skýring- unni á því hvers vegna pabbi er lægstur bræðranna og sá eini sem er ljós- hærður. – „Hann er yngstur og bú- inn til úr afgöngum.“ Það eru svona minningar sem gefa lífinu lit og verða að dýrmætum fjár- sjóðum með árunum. Við þökkum „strákunum“ fyrir að leggja sinn skerf í minningabanka okkar. Við og afkomendur okkar eigum eftir að njóta þeirra um ókomna tíð. Ragnheiður Anna, Linda Kristín, Sigurður Ingi, Ragnar Þór, Sindri Freyr og fjölskyldur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.                                    !"  # %&!'()**  % +,-  * .) '()**  /  )''0  # &' 1" * .) ''0  2,) '! *3 '()**   ( +,- ! * .) '()**  -'* % 04! ! " * .) '()**  *   (& &  ''0 0 5 5- "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.