Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 37
Blómastofa
Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Blómaskreytingar við öll tilefni
Opið til kl. 19 öll kvöld
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Sjáum einnig um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
!" #
!"
!!
"
# $ $ # % & ' ( # $ ## %&# '#
(#
& %&# '# )*+ %&# ,( -&
#* ) %&# -& %&# #) ( '#
' # *#.
!
" # $%!
#&!
!""
' ( #( '' ! "
')* !
+' #( '' ! *' ", ')* !
*' #( ')* !
- ) #( '' ! # )* .#/*')* !
#( '' ! 0+) '# ')* !
1 1 ! 1 1 1 !
* & * ')*
' )# )
!"
#$
!
" # $% &$$#
"' $ !
( &$$#
)&* + ', !
!- ', ./ 0
Hér hvílast þeir, sem
þreyttir göngu luku
í þagnar brag.
Ég minnist tveggja
handa, er hár mitt struku
einn horfinn dag.
EDWARD
KRISTINN OLSEN
✝ Edward KristinnOlsen fæddist í
Reykjavík 24. júní
1917. Hann lést af
völdum bifreiðar-
slyss á Landspítalan-
um í Fossvogi 28.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 6. febrúar.
Ó, guðir, þér, sem okkur
örlög vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem
þeim var gefið,
og einnig ég.
Og ég sem drykklangt
drúpi höfði yfir
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann,
sem eftir lifir,
eða hinn, sem dó?
(Steinn Steinarr)
Kveðja frá syninum,
Edvard Erni Olsen.
að minnast foreldra hennar þó sér-
staklega Þórðar Stefánssonar sem sá
á mér aumur, kraftlitlum unglingi að
tína grjót í fyrirhleðslu við Hafursá,
og gerði Þórður Óla litla að kaffi-
kokki í tjaldi því sem vegavinnumenn
mötuðust í, en Þórður var flokkstjóri
í vegavinnu og fyrirhleðslu við hams-
laus vötn Mýrdals. Móður Siggu,
Ingibjörgu Sigurðardóttur, kynntist
ég ekki, en svo mikið er víst að Sigga
bar afskaplega hlýjan hug til foreldra
sinna og verður ekki sagt annað en
þau hafi gefið dóttur sinni gott veg-
arnesti.
Við síðari kynni segist hún ekki
hafa þorað að tala við mig vegna þess
að ég var svo stríðinn og má það vel
vera að ég hafi notað stríðni til að fela
minnimáttarkennd í sjálfum mér. En
við uxum bæði úr grasi, ég fór til
Reykjavíkur 1949 og lærði blikksmíð
en Sigga var í sinni heimabyggð eitt-
hvað áfram og sáumst viðnánast ekki
í um 40 ár þótt við byggjum bæði í
Reykjavík og í næsta nágrenni við
hvort annað. Sigga stofnaði heimili
og eignaðist þrjú myndarbörn eins
og hennar var von og vísa með sínum
eiginmanni og eru þau öll uppkomin
og mikilsmetin hvert í sínu starfi.
Síðari kynni mín af Sigríði Eygló
voru í vetrarbyrjun 1996 er við hitt-
umst á samkomu og tókum tal saman
og ákváðum að þróa með okkur lítið
leynifélag okkar á milli sem þróaðist í
vináttu og kærleika sem haldist hefur
síðan. Við vorum bæði ein og áttum
okkur sjálf, ferðuðumst um landið
okkar og víðar fyrsta árið. Hún
dvaldist hjá mér í sveitakotinu í Kjós
það sumarið. Það kom að því að hún
þurfti að fara í mjaðmaraðgerð og
studdi ég hana sem mest ég mátti. Til
að lýsa henni þá sagði hún við mig að
það væri sko óþarfi að aka henni, hún
kynni á strætó. Sigga náði sér furðu
fljótt eftir aðgerðina enda var hún
hraust og ákveðin að ná bata og verð-
ur því seint gleymt þegar hún hringdi
til mín í Kotið og sagðist vera að fara í
rútu í heimsókn til mín en ég gæti
sótt hana niður á veg. Það kom ekki
til greina að ég mætti sækja hana í
bæinn. Þetta var sjálfstæð kona og
fór sínar leiðir. Síðan bauð hún mér í
eina viku til Akureyrar og lífið lék við
okkur.
Vorið 1999 dvöldum við í Kotinu og
þá fór Sigga mín að kenna lasleika og
í júní það vor dvöldumst við á Kirkju-
bæjarklaustri og þegar við komum í
bæinn þá fór hún til læknis og þá kom
reiðarslagið, hún greindist með illvíg-
an sjúkdóm. Sigga mín lagðist á
sjúkrahús og gekkst undir aðgerð og
átti erfiða daga framundan. Ég eirð-
arlítill ýmist hjá henni eða upp í Koti
en hún ætlaði ekki að gefast upp fyrir
þessu óvelkomna meini. Það sumar
leið og næsti vetur með stöðugum
lyfjagjöfum og kvölum þó birti yfir á
köflum og bjartsýnin óx. Við dvöldum
í Kotinu þessum unaðsreit af og til
síðastliðið sumar og fram á haust þar
til að ég slasaði mig og varð að hafa
hægt um mig um nokkra vikna skeið.
Sárlasin kom hún til mín til að elda og
við gætum borðað saman. Ekki verð-
ur það sagt um Siggu mína að hún
hafi borið veikindi sín eða tilfinningar
sínar á torg því með eindæma kjarki
og áræði barðist hún við þennan ill-
víga sjúkdóm þar til yfir lauk.
Eftir að við Sigga stofnuðum litla
leynifélagið og hún hætti að vinna
fjölgaði okkar samverustundum,
þannig að við hittumst næstum dag-
lega. Ég hafði verið eirðarlaus eftir
að hafa misst mína eiginkonu vetur-
inn áður eftir fjögurra ára baráttu
hennar við illkynja sjúkdóm sem
leiddi hana til dauða. Sigga hafði búið
ein í mörg ár en svo fór að það kvis-
aðist út meðal fjölskyldu hennar að
hún væri búin að eignast vin. Þá hafði
ég kannast við son hennar um nokk-
urt skeið án þess að vita að hann væri
sonur Siggu og gekk ég á hans fund
og kynnti mig og þá sagði hann að:
„Ég vissi fljótt hver þú varst og vissi
að þú ókst á bíl frá okkur.“ Síðan höf-
um við verið góðir kunningjar og
þróast í góða vináttu okkar í milli.
Sigga safnaði ekki stórum vinahóp
í kringum sig en hún var mikill vinur
vina sinna og átti góðar vinkonur.
Hún var glöð í góðra vinahópi og tal-
aði ekki af sér og glamraði ekki eins
og mörgum er tamt. Aldrei talaði hún
illa um nokkurn mann og mundi vera
talin dul við fyrstu kynni en þegar
dýpra var skyggnst kom annað í ljós
og hafði hún yndi af að lesa, m.a.
Skaftfellskar ættir og voru bækur
Björns Magnússonar oft á borðum
hjá okkur. Hún unni sinni heima-
byggð og Skaftfellingum. Sigga hafi
næmt auga fyrir listum og hannyrð-
um og í veikindum sínum lagði hún
stund á perlusaum og sat við að perla
og jafnvel oftar en kraftar leyfðu.
Hún var næm á tónlist og söng enda
hafði hún sungið í kór Víkurkirkju.
Hún hafði góða og skemmilega
kímnigáfu og fór vel með hana.
Öllum þeim sem aðstoðuðu hana í
sínum veikindum eru hér færðar
þakkir. Einnig vil ég þakka þeim sem
hvöttu mig til stuðnings við hana,
sem hún þakkaði mér mjög. En hún
var þannig gerð að maður fékk ekki
alltaf að gera fyrir hana það sem vilji
minn stóð til, enda sjálfstæð kona.
Einnig vil ég þakka börnum hennar
fyrir þá einstöku góðvild sem ég hef
notið hjá þeim.
Ég votta þeim og öllum ættmenn-
um hennar mína dýpstu hluttekningu
á þessum sorgarstundum og bið þann
sem öllu stjórnar að styrkja þá sem
sorgum eru hlaðnir við fráfall minnar
kæru vinkonu, Sigríðar Eyglóar.
Þinn kæri vinur
Ólafur Á. Jóhannesson.
Á morgun, mánudag, verður jarð-
sett elskuleg systir mín, Sigríður
Eygló, eftir mikla og hetjulega bar-
áttu við illkynja sjúkdóm, sem hún
hefur borið í nærfellt tvö ár.
Síðustu tvær vikur þegar fyrir séð
var að hverju stefndi hefur ótal
margt leitað á hugann og þá ekki síst
okkar uppeldisár saman í foreldra-
húsum austur í Vík í Mýrdal.
Ég man að stundum kom það í
minn hlut að líta til með þér, litla
systir, þó ekki væru nema tvö ár á
milli okkar, en þess þurfti ekki lengi
því þú varst svo sjálfstæð og hlýðin
að í raun og veru reyndi aldrei á
þessa ábyrgð sem mér var falin. Ég
held mér sé óhætt að fullyrða að okk-
ar samkomulag í æsku hafi verið
ákaflega gott og við trúað hvort öðru
fyrir okkar leyndustu hugsunum.
Þá er gaman að minnast þess er
við bæði komumst á unglingsárin
snerist pössunin dálítið við og þú
fórst að sinna því hlutverki sem mér
var áður falið. Ekki minnist ég þess
að okkur hafi oft sinnast, en við
ræddum málin opinskátt og þá varst
þú í móðurhlutverkinu og ekki mun
ég neita því að stundum hefur
kannske verið þörf á svolítilli siðapré-
dikun.
Það bar ekki ósjaldan við að þú
sast inn í herbergi hjá mér, þá yf-
irleitt samkvæmt minni beiðni, og
reyndir að troða í mig réttum tónum
á nýjustu dægurlögunum sem ég var
að æfa á nikkuna fyrir dansleiki sem
halda átti. Þú þurftir varla að heyra
lögin nema einu sinni þá gast þú raul-
að þau fyrir mig. Svona var æft af
kappi kannske kvöld eftir kvöld með
þinni tilsögn, alltaf mjög nákvæm í
öllu og dálítið kröfuhörð. Engin upp-
tökutæki voru þá komin til sögunnar.
Já, það er margs að minnast og
man ég sérstaklega eftir hvað mér
fannst margt vanta eftir að þú fluttir
til Reykjavíkur. Þess ber einnig að
minnast eftir að ég stofnaði mitt eigið
heimili hvað þú og konan mín Sigrún
náðuð vel saman. Ég veit að þið
rædduð oft saman og þú hringdir
ekki ósjaldan að spyrja um heilsu
hennar þegar hún þurfti að gangast
undir erfiðar aðgerðir. Þetta vill hún
sérstaklega þakka fyrir.
Í seinni tíð heimsóttum við oft
hvort annað og er skemmst að minn-
ast ferðarinnar á æskuslóðirnar fyrir
hálfu öðru ári síðan. Það var ógleym-
anleg ferð þrátt fyrir að þú gengir
ekki heil til skógar. Þá tók ég veru-
lega eftir því hvað þú varst ákveðin
að lifa eins eðlilega og þú frekast
gætir, láta ekki bugast fyrr en í fulla
hnefana.
Þetta tókst þér svo sannarlega og
er með ólíkindum hvað þú barst þetta
vel eins og margir sem til þekktu
hafa einnig staðfest. Þú áttir líka góð-
an vin að, hann Ólaf, sem alltaf var
tilbúinn að keyra þig ef á þurfti að
halda og bjóða í sveitina til tilbreyt-
ingar.
Hann á vissulega þakkir skilið.
Við munum öll sakna þín mikið en
það er þó huggun harmi gegn að nú
ert þú komin í umsjá góðra í annarri
tilveru sem við öll fáum síðar að
kynnast og þá munum við að sjálf-
sögðu hittast aftur. Guð fylgi þér
áfram eins og hingað til. Hafðu þökk
fyrir allt.
Elsku Inga Vala, Guðni Þór og
Einar, við Sigrún sendum ykkur og
fjölskyldunni allri hlýjar samúðar-
kveðjur á þessari kveðju- og sorgar-
stundu.
Þinn bróðir,
Stefán Ármann.