Morgunblaðið - 11.02.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
H
efur höfuðborg
skyldum að gegna
sem aðrar borgir
hafa ekki? Svarið
við þessari spurn-
ingu er barnalega einfalt: Já. Og
það þarf ekki að fara út í mikið ab-
strakt til að útlista þessar skyld-
ur. Dugar að benda á, að höfuð-
borg, til dæmis Reykjavík, er
höfuðstaður landsins alls. Reykja-
vík er höfuðborg Íslands. Hefur
það kannski gleymst í allri um-
ræðunni um framtíð Reykjavíkur-
flugvallar?
Spurningin virðist í raun snúast
um það hvort völlurinn verði
áfram þar sem hann er í Vatns-
mýrinni, eða verði aflagður og
innanlandsflug flytjist til Kefla-
víkur. Aðrir kostir eru sennilega
hugarórar til þess gerðir að mað-
ur þurfi ekki
að horfa upp á
nöturlegan
veruleikann.
Frá sjónar-
horni landsbyggðarinnar er best
að völlurinn verði áfram þar sem
hann er til þess að samgöngur við
höfuðborgina geti verið sem
greiðastar.
Það er ekki aðeins að þeir sem
búa úti á landi eigi erindi við
stjórnsýslu landsins, sem er að
mestu í Reykjavík, í höfuð-
staðnum eru líka hlutir eins og
þjóðleikhús, gott ef þar er ekki
Þjóðmenningarhús, Landsbóka-
safn, og listasafn sem kennt er við
Ísland. Svo er þarna háskóli
kenndur við sama land. Væntan-
lega eru þetta allt saman stofn-
anir sem eru í „eigu“ landsbyggð-
arlýðsins jafnt sem borgarbú-
anna. Og það er ekki hægt að
nálgast þjónustu þessara stofn-
ana á Netinu – nema náttúrlega
Þjóðleikhúsið fari að taka upp
beinar útsendingar frá sýningum.
Og svo er er það heilsugæslan.
Þær eru bókstaflega óteljandi
fréttirnar sem borist hafa af slys-
um úti á landi og enda á því að
sagt er að hinn slasaði eða hinir
slösuðu hafi verið fluttir með
sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Vegna þess að í Reykjavík eru
fullkomnustu sjúkrahús landsins.
Þess vegna þurfa slasaðir og veik-
ir dreifbýlingar að geta átt jafn-
greiða leið og höfuðborgarbúar
inn á sjúkrahús í höfuðborginni
sinni. Þess vegna er það skylda
Reykjavíkur að vera eins að-
gengileg og mögulegt er. Þessi
skylda er þó kannski ekki beinlín-
is höfuðborgarskylda – og þó, er
ekki þarna spítali kenndur við
landið allt?
Margir landsbyggðarbúar
þurfa að leita til Reykjavíkur til
lengri dvalar vegna alvarlegra
sjúkdóma sem krefjast langtíma-
meðferðar. Að vera veikur er
slæmt – að ekki sé nú minnst á al-
varlega veikur – en það er jafnvel
enn verra að þurfa að dvelja fjarri
heimahögum þegar maður er
veikur. Og fyrir landsbyggðar-
mann í Reykjavík er veruleikinn
sá, að því nær sem maður er flug-
vellinum, því nær er maður
heimahögunum.
Auk þessa skiptir miklu máli að
sjúkraflug geti verið utan af landi
beint til Reykjavíkur, og helst
þannig að sem styst sé frá lend-
ingarstað og á sjúkrahús. Og það
þarf að vera hægt að nota flug-
vélar í þetta. Þyrlur geta ekki séð
um allt sjúkraflug. Jakob Ólafs-
son, þyrluflugstjóri hjá Landhelg-
isgæslunni, skrifaði í Morgun-
blaðið á fimmtudaginn var, og
grein hans er með því málefnaleg-
asta sem sést hefur í flugvallar-
umræðunni. Það er því full
ástæða til að endurtaka orð hans:
„Í öllum þessum flugvallar-
vangaveltum er iðulega látið að
því liggja að þyrlur geti og sjái nú
þegar um megnið af sjúkraflugi
hér á landi. Þetta er fjarri sann-
leikanum, í hverjum landshluta
fljúga sjúkraflugvélar á annað
hundrað sjúkraflug á ári. Þyrl-
urnar eru mest í sjúkraflutning-
um þar sem flugvélum verður
ekki við komið, en þær eru að
jafnaði meira en helmingi hæg-
fleygari en flugvélarnar og geta
ekki flogið eins hátt og þær. Þeg-
ar sjúklingar eru sóttir með þyrlu
á hálendið og á haf út fjarri
Reykjavík, t.d. á Norður- og
Austurlandi, er oft beðið um
sjúkraflugvél á næsta flugvöll til
að flýta för sjúklings á sjúkrahús í
Reykjavík.“ Jakob bendir enn-
fremur á, meðal annars, að vind-
afar sé hagstætt á Vatnsmýrar-
flugvelli, og á þeim forsendum sé
einnig affarasælast að hafa völl-
inn þar sem hann nú er.
Stundum grunar mann að sum-
ir borgarbúar sjái málið dálítið
mikið frá einni hlið. Athyglisvert
væri ef hægt væri að koma því við
að gera könnun á því hvort það
eru fremur Reykvíkingar sjálfir
eða dreifararnir sem nota
Reykjavíkurflugvöll. En úr því að
ekki er að vænta slíkrar könnunar
verður maður að láta duga vanga-
veltur um hvernig málinu sé að
líkindum háttað. Þá er ágætt að
byrja á spurningum. Til dæmis:
Hvað gæti rekið Reykvíkinga til
að fara út á land? Og hvað gæti
rekið landsbyggðarbúa til að fara
til Reykjavíkur? Eru svörin við
þessum spurningum líkleg til að
vera hin sömu? Nei.
Borgarbúar fara kannski á
sumrin þangað sem sólin skín, eða
um páskana á skíði á Ísafjörð eða
Akureyri. Dæmi eru um staðfasta
borgarbúa sem hafa slysast út á
land um miðjan vetur með engin
skíði og komið aftur í bæinn
flaumósa yfir skelfilegri dvöl
þarna úti í landinu þar sem er
snjór. Talandi um „vetrardvala-
staðinn“ Akureyri – nei, það vant-
ar ekki err í orðið, vetrarDVALA-
staðinn. Enginn kúltur – bara
vídeó. Hryllingur! (En soldið fynd-
ið að vísu hvernig fólkið talar).
Það er varla við því að búast að
þetta fólk sjái punktinn í því að
hafa flugvöll í miðri Reykjavík á
þeim forsendum að það þurfi að
vera samgöngur til landsins þar
sem er snjór. Því er vel skiljanlegt
að frá sjónarhorni margra
borgarbúa snúist flugvallardeilan
alls ekki um samgöngumál, og allt
tal um nauðsyn þess að sem styst
sé til borgarinnar fari fyrir ofan
garð og neðan hjá þeim. En vegna
þess að það eru þeir – en ekki
landsmenn allir – sem fá að segja
álit sitt á því hvort völlurinn verð-
ur áfram í borginni eða ekki, væri
æskilegt að þeir myndu reyna að
sjá málið frá öðru sjónarhorni.
Þetta er ekki spurning um sam-
göngur frá Reykjavík, heldur
samgöngur til Reykjavíkur.
Til Reykja-
víkur
Fyrir landsbyggðarmann í Reykjavík er
veruleikinn sá, að því nær sem maður
er flugvellinum, því nær er maður
heimahögunum.
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
✝ Sigríður EyglóÞórðardóttir
fæddist 5. ágúst 1931
í Vík í Mýrdal. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi mánudag-
inn 5. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Þórður
Stefánsson, héraðs-
bókavörður og
verkamaður í Vík, f.
25.7. 1894, d. 7.4.
1981, og Guðrún
Ingibjörg Sigurðar-
dóttir, húsmóðir, f.
7.1. 1899, d. 9.11. 1988. Systkin
Sigríðar Eyglóar: Vilborg Magnea
Þórðardóttir, f. 9.6. 1922, Jóna
Þórðardóttir, f. 15.6. 1923, áður
gift Ingvari Sigurðssyni, f. 6.6.
1910, eignuðust tvö börn, Unnur
Þórðardóttir, f. 1.3. 1926, d. 7.1.
1993, Kristbjörg Þórðardóttir, f.
8.4. 1928, gift Daníel D. Berg-
mann, f. 16.11. 1923, eiga þau þrjú
börn, Stefán Ármann Þórðarson, f.
30.9. 1929, kvæntur Sigrúnu Jóns-
dóttur, f. 27.2. 1935, eiga þau fimm
börn, Ólafur Þórðarson, f. 1.11.
Ólöfu Jónu Friðriksdóttur, sjúkra-
liða, f. 11.3. 1960. Börn þeirra eru:
Andrea Þóra, f. 10.3. 1983, Anna
Kristín, f. 11.11. 1987. Stjúpdóttir
Guðna, dóttir Ólafar, er Áslaug
Margrét, f. 19.5. 1979. 3) Ingibjörg
Vala Jónsdóttir, húsmóðir, f. 16.1.
1962. Hún er í sambúð síðan 1990
með Jóni Engilbert Sigurðssyni,
vélstjóra, f. 4.9. 1968. Börn þeirra
eru: Sigurður Einar, f. 17.2. 1996,
Marta María, f. 19.11. 1998, Sús-
anna Erna, f. 19.11. 1998.
Sigríður Eygló ólst upp í Vík í
Mýrdal. Á unglingsárum starfaði
hún m.a. við afgreiðslu- og skrif-
stofustörf hjá Kaupfélagi V-Skaft-
fellinga. Liðlega tvítug fluttist hún
til Reykjavíkur og starfaði hjá
Landsbanka Íslands, þar til hún
stofnaði heimili með Jóni Gunnari.
Hún hóf störf á ný upp úr 1970,
m.a. á gæsluvöllum Reykjavíkur-
borgar og hjá Austurbæjarbíói.
Árið 1980 hóf hún störf hjá SÁÁ,
fyrst á Silungapolli og síðan á Vogi
og sá um þvottahús sjúkrahússins.
Hún starfaði síðan hjá Breiðholt-
sapóteki 1988–1997 við ýmis þjón-
ustustörf. Hún tók hin síðari ár
virkan þátt í félagsstarfi eldri
borgara í Menningarmiðstöðinni í
Gerðubergi.
Útför Sigríðar Eyglóar fer fram
frá Fella- og Hólakirkju á morgun,
mánudaginn 12. febrúar, og hefst
athöfnin klukkan 15.
1937, kvæntur Kol-
brúnu Valdimarsdótt-
ur, f. 2.2. 1934, eiga
þau þrjú börn.
Sigríður giftist 19.7.
1957 Jóni Gunnari
Kristinssyni, verslun-
arstjóra, f. 12.3. 1932,
d. 3.6. 1985. Foreldrar
hans voru Einara
Andrea Jónsdóttir,
kjólameistari, f. 8.2.
1902, d. 27.3. 1986, og
Kristinn Jóhann
Helgason, vélfræðing-
ur og ökukennari, f.
1.4. 1896, d. 31.3.
1935. Fósturfaðir Jóns Gunnars
var Hjörtur Kristmundsson, skóla-
stjóri, f. 1.2. 1907, d. 17.6. 1983.
Sigríður og Jón Gunnar skildu
1980. Börn Sigríðar og Jóns Gunn-
ars eru: 1) Einar Kristinn Jónsson,
rekstrarhagfræðingur, f. 23.4.
1957. Hann kvæntist 1979 Kristínu
Einarsdóttur, kaupmanni, f. 11.12.
1955, slitu samvistir 1998. Börn
þeirra eru: Ásgeir Orri, f. 21.2.
1980, Rúnar Ingi, f. 4.7. 1985. 2)
Guðni Þór Jónsson, sölustjóri, f.
14.10. 1959. Hann kvæntist 1988
Það er erfitt að sjá á bak nánasta
ástvini, sem hafði mikið að gefa.
Hvernig er hægt að koma þeim til-
finningum á blað sem bærast í brjósti
manns? Sem samfléttast við ótal
margar minningar liðinna ára, allt frá
blautu barnsbeini.
Ég get ekki annað en flutt fátæk-
leg þakkarorð, mamma mín, til þín.
Fyrir þá persónu sem þú varst. Þú
varst prýdd fágætum styrkleika, sem
öllum var ekki alltaf sýnilegur. Þessi
styrkleiki var sérstaklega augljós
þegar mikið lá við, og sýndi sig í stað-
festu, stöðugleika, kappi og trú á það
sem maður ætlaði sér þar til fulln-
aðarsigur var í höfn.
Þetta kom berlega í ljós í barátt-
unni við sjúkdóminn undanfarin þrjú
misseri. Aldrei að hopa heldur skyldi
mæta hverjum degi og hverju skrefi
af staðfestu og trú á lífið. Við áttum
langt og ógleymanlegt samtal um
trúna á lífið þegar erfiðleikarnir
sýndust hrannast upp í þessari bar-
áttu. Lífið með öllu því sem það hefur
upp á að bjóða, bæði gleði og sorg,
vonir og vonbrigði, var alltaf þess
virði að lifa því.
Styrkleikinn fólst einnig í einfald-
leika og yfirlætisleysi. Þú brýndir
fyrir mér á þinn hátt hvað þessir
kostir væru þýðingarmiklir og lifðir
eftir þeim sjálf, sem sjá mátti í fasi
þínu og atlæti.
Þetta eru líka fátækleg þakkarorð,
mamma mín, fyrir þann vin sem þú
hafðir að geyma. Ég naut þess ríku-
lega, að vera ekki bara sonur þinn,
heldur líka að eiga djúpa vináttu
þína, sem bæði gaf og tók. Hún var
gagnkvæm þessi vinátta og treystist
æ sterkari böndum með árunum. Þú
varst næm á tilfinningar. Á erfiðum
stundum í lífi mínu reyndist þú ómet-
anleg; stuðningur þinn var veittur af
nægtarbrunni kærleika og djúpum
skilningi á tilfinningum og breysk-
leika manneskjunnar. Á gleðistund-
um samfögnuðum við, í síma eða yfir
kaffibolla, eða ef eitthvað spennandi
var í farvatninu.
Hvernig er hægt að þakka þessa
vináttu, nema ef til vill með því að lifa
minninguna áfram og njóta hennar,
og segja: Mamma mín, takk fyrir að
hafa verið þarna.
Þetta eru líka fátækleg þakkarorð,
mamma mín, fyrir þá mömmu og
ömmu sem þú varst. Þú gafst mér líf-
ið sjálft – og sýndir mér síðar þýð-
ingu þess að hafa trú á því og hjálp-
aðir mér að skilja refilstigu þess. Með
þér eignaðist ég ömmu og afa sem
voru mér ógleymanleg og ómetanleg.
Með þér eignuðust strákarnir mínir
ömmu, sem þeim þótti afar vænt um
og skipti þá máli, og þeir sakna þín
nú. Það var þér mikils virði að fá alla
fjölskylduna til að heimsækja þig á
spítalann fyrir stuttu og njóta sam-
verunnar ekki síst við barnabörnin.
Þetta eru búnir að vera erfiðir
mánuðir undanfarið. En sólargeisl-
arnir hafa líka verið ósparir á að færa
okkur birtu og yl inn í lífið. Þannig
áttum við öll ánægjulegar stundir um
jólin og jólatrésskemmtunin, sem við
fórum á með stuttum fyrirvara, var
okkur öllum ógleymanleg og þú tal-
aðir um lengi á eftir. Í baráttunni
undanfarnar vikur hefurðu sýnt ótrú-
legan styrkleika, svo eftir er tekið,
allt fram á síðustu stundu.
Við vitum, mamma mín, að þú
munt njóta þess ferðalags sem nú er
hafið. Við söknum þín öll, og munum
lifa með þér í huganum um ókomin
ár, í djúpu þakklæti fyrir öll árin sem
við áttum saman og allt það sem þú
gafst okkur, bæði í vöggugjöf og síð-
ar í lífinu. Við skiljum einnig að að
endalokum þessa lífs hlaut að koma
og trúum að þín bíði þjáningarlaus og
hamingjusöm tilvera, sem þú munir
njóta vel.
Bestu þakkir, mamma mín, og lifðu
í friði.
Einar Kristinn.
Við mamma vorum alla tíð mjög
nákomin allt frá því að ég lá í móð-
urkviði. Þegar ég kom í heiminn fyrir
rúmum fjörutíu árum síðan urðum
við náin og þegar ég óx úr grasi urð-
um við miklir vinir. Henni var sérlega
umhugað um alla mína hagi og leit-
aðist við að styðja mig eftir fremsta
megni og eftir að ég var kominn með
fjölskyldu og börn var hún ávallt að
spyrja mig um hvernig gengi hjá
dætrum mínum og var umhugað um
velferð þeirra. Við sátum oft saman í
seinni tíð og ræddum málin, hún
hafði svo mikið að gefa. Ég hygg að
ég hafi verið rólegur á uppvaxtarár-
um mínum og við áttum samleið í svo
mörgu og ég reyndi að styðja hana og
styrkja eins og sonur gerir við móður
allt til endaloka. Þau pabbi skildu
þegar ég var tvítugur og það hafði
miklar breytingar í för með sér fyrir
hana og alla fjölskylduna. Eftir skiln-
aðinn var eins og fram kæmi ný kona,
sem hafði svo mikinn kraft og eldmóð
að ekki var annað hægt en að hrífast
með. Á þessum tíma treystum við
böndin enn frekar þótt ég væri að
vinna uppi á hálendi við virkjana-
framkvæmdir og hún í bænum. Það
sem ég dáðist alltaf að í fari hennar
var hversu mikil baráttukona hún var
í öllu því sem hún tók sér fyrir hend-
ur og leitaðist við að vera sjálfstæð
persóna. Það fór ekki mikið fyrir
henni og ekki var hún að trana sér
fram en hún hafði einarðar skoðanir
á því sem hún tók sér fyrir hendur en
var alltaf tilbúin að þiggja góð ráð og
miðla af sinni reynslu til mín. Hún
lagði hart að sér í vinnu og var vel
metin meðal sinna samstarfsmanna,
hún var vinur vina sinna og ræktaði
sambandið við þá af kostgæfni. Hún
var mikil hannyrðakona og síðustu
árin kynnist hún nýrri list í félags-
starfi í Gerðubergi en það var að
perla og bjó til marga fallega muni úr
perlum. Um síðustu jól færði hún
mér fallegan lampa úr perlum sem
hún hafði lagt allt kapp á að klára fyr-
ir hátíð ljóss og friðar. Ég vissi að
hún hafði lagt hart að sér þrátt fyrir
veikindi sín að klára þessa gjöf til mín
en hún vildi gefa mér táknræna gjöf
til minningar um sig.
Í þessum fátæklegu orðum langar
mig til að þakka vini hennar mömmu,
Ólafi Jóhannessyni eða Óla eins og
við kölluðum hann, fyrir hans stuðn-
ing, vináttu og eindrægni sem hann
sýndi mömmu. Þar komu saman tvær
sjálfstæðar persónur sem áttu það
sameiginlegt að geta stutt hvor aðra
og gefið hvor annarri styrk. Þau áttu
góðar stundir uppí Koti en þar leið
mömmu vel og var hrifin af staðnum
og náttúrunni. Óli var ávallt reiðubú-
inn til að leggja henni lið í veikindum
hennar og þykir mér vænt um góð-
vild hans og umhyggjusemi. Hann
hefur nú misst góðan vin.
Mamma hafði ávallt verið heilsu-
hraust og var ekki að kvarta og það
var því mikið áfall fyrir hana og fjöl-
skylduna þegar hún greindist með ill-
vígan sjúkdóm vorið 1999. Allt frá
þeim tíma háði hún harða baráttu og
enginn uppgjafartónn heyrðist, hún
ætlaði sér og var staðföst í að sigrast
á sjúkdómi sínum, en það gekk ekki
eftir. Hún var hugrökk, einörð bar-
áttukona og hetja í glímu sinni við
sinn sjúkdóm allt þar til yfir lauk.
Við áttum yndisleg jól og áramót
saman, sem mig langar til að þakka
fyrir, minningin um þig mun lifa.
Og nú hefur hún horfið til austurs
eilífa og fengið að sjá æðra ljós. Guð
blessi þig, mamma mín, og varðveiti.
Þakka þér fyrir samfylgdina í öll
þessi ár.
Guðni Þór.
Mig langar til að minnast minnar
kæru vinkonu, Sigríðar Eyglóar
Þórðardóttur, bæði frá okkar upp-
vaxtarárum og síðari kynnum okkar.
Sigga, eins og hún var ætíð nefnd, er
fædd og uppalin í Vík í Mýdal í
sárafátækt eins og var á flestum
heimilum á þessum tímum. Hún fór
snemma að létta undir á heimilinu og
fór ung til starfa hjá kaupfélaginu í
Vík. Þar minnist ég hennar fyrst við
afgreiðslustörf og ég minnist hennar
sérlega fyrir hvað hún var allaf vel til
höfð, nett og fríð með sitt rauða og
liðaða hár og kom ætíð vel fyrir. Ekki
hittumst við oftar en haust og vor
þegar farið var með ullina á vorin eða
sláturlömbin á haustin því það var
langt frá Hvoli til Víkur í þá daga.
Eitt áttum við sameiginlegt hún var
kölluð Sigga litla Þórðar og ég var
kallaður Óli litli á Hvoli.
Ekki verður Siggu minnst án þess
SIGRÍÐUR EYGLÓ
ÞÓRÐARDÓTTIR