Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝ SKÝRSLA Rannsóknar& greiningar fyrir dóms-málaráðherra um vændi áÍslandi og félagslegt um- hverfi þess hefur vakið upp ýmsar áleitnar spurningar og jafnvel furðu víðsvegar í þjóðfélaginu. Miðað við skort á faglegri umræðu er heldur ekki að undra að stór hluti almenn- ings hafi ekki áttað sig á því að vændi færi fram á Íslandi. Önnur ástæða fyrir því kann að vera að telja má á fingrum annarrar handar handar hversu oft rannsóknir á brotum gegn greinum um vændi í almennum hegn- ingarlögum hafa leitt til málshöfðun- ar í dómskerfinu. Í framhaldi af út- komu skýrslunnar er ekki óhugsandi að sá veruleiki eigi eftir að breytast, a.m.k. hafa líkur verið leiddar að því að með almennari umræðu og laga- breytingu, þar sem ekki verði lengur bannað að leggja stund á vændi sér til framfærslu, reynist lögreglunni auð- veldara að ná til svokallaðra þriðju aðila – þeirra sem hagnýta sér vændi annarra. Skorður lagðar við vændi Í núgildandi hegningarlögum er hvergi lagt afdráttarlaust bann við vændi. Aftur á móti eru í tveimur greinum lagðar ákveðnar skorður við starfseminni. Meginlagaramminn er falinn í 206. greininni og skipt upp í fimm málsgreinar. Fyrst er tekið fram að ólöglegt sé að stunda vændi sér til framfærslu og geti refsing numið allt að 2 ára fangelsi. Með ákvæðinu skera Íslendingar sig frá hinum Norðurlandaþjóðunum að því leyti að hvergi er lengur að finna við- líka ákvæði í lagabálkum þeirra og verður komið að því síðar í greininni. Eftir lestur skýrslu Rannsóknar & greiningar um vændi á Íslandi bland- ast engum hugur um að vændi er stundað í hinum ýmsu myndum á Ís- landi. Ekki þarf heldur að orðlengja að allnokkur hópur Íslendinga stund- ar vændi sér til framfærslu og gerist þar af leiðandi brotlegur við fyrrnefnt ákvæði almennra hegningarlaga. Hvað hópurinn er stór er erfitt að meta því vændi fer leynt og er t.a.m. stundað af ákveðnum hópi í heima- húsum. Engu að síður er vert að vekja sérstaka athygli á einum hópi eins og reyndar gert er í skýrslunni. Fram kemur að nokkuð sé um að unglingar, allt frá 13 ára aldri, selji líkama sinn í skiptum fyrir húsaskjól, mat, vímuefni, peninga og annað, þ.e. sér til framfærslu. Vændi unglinga í vímuefnavanda hefur verið kallað nauðarvændi eða „survival sex“ og er bæði stundað af stelpum og strákum þó stelpur séu í meirihluta. Strákarn- ir leiðast frekar út í afbrot eða sölu og dreifingu vímuefna til að fjármagna neyslu sína. Þriðju aðilar varir um sig Í annarri málsgrein 206. greinar- innar segir að hver sá sem hafi at- vinnu eða viðurværi sitt af lauslæti annarra skuli sæta fangelsi allt að 4 árum, þ.e. svokallaður 3. aðili má ekki hagnast af vændi annarra. Í skýrsl- unni eru mýmörg dæmi um brot á ákvæðinu, t.d. í tengslum við svokall- að kærastavændi, fylgdarþjónustur og vændi í vændishúsum og á nekt- ardansstöðum. Í samtali við stúlku, sem vann á vændishúsi, kemur fram að vændissalar gera sér grein fyrir laganna bókstaf og eru varir um sig. Stúlkan segir að vændissalinn hafi verið ótrúlega útsmoginn. „Á Íslandi er náttúrlega ólöglegt að vera þriðji aðili. Hún passaði alltaf upp á það að kúnnarnir létu hana aldrei hafa pen- inga. Peningaviðskiptin voru gerð fyrir framan hana en aldrei þannig að hún fengi þá í hendurnar, svona var hún útsmogin. Ég fattaði það ekki þá, en ef þeir réttu henni peninginn þá sagði hún bara: „Hvað ég? Þú átt ekki að borga mér, þú átt að borga henni.“ Þannig að ekkert vitni var að því að hún hefði tekið peningana. Ef þetta fór fram heima hjá henni þá tók hún helminginn af peningunum. Ef ég var send út í bæ, sem var mjög algengt líka, þá fékk hún einn þriðja. Þá átti ég bara að koma við hjá henni og láta hana fá peninginn. En hún passaði alltaf að enginn yrði vitni að því.“ (Vændi á Íslandi bls. 47–48). Ungar stúlkur „kynlífsþrælar“ Í þriðju málsgrein 206. greinar al- mennra hegningarlaga er tekið fram að sömu viðurlög séu við því að ginna, hvetja eða aðstoða ungmenni, yngri en 18 ára, til þess að hafa viðurværi sitt af lauslæti. Í skýrslunni segist sérfræðingur frá Barnaverndarstofu vita um stráka sem séu „dílerar“ (vímuefnasalar). Þeir nái í stelpur í grunnskólum, verði kærastar þeirra í einhvern ákveðinn tíma og útvegi þeim vímuefni. Í framhaldi af því selji þeir stúlkurnar öðrum. Dæmin eru fleiri og hægt að nefna að viðmælandi innan lögreglunnar segist þekkja dæmi um að menn sem selji vímuefni eða stundi annað ólög- legt athæfi næli sér í ungar stúlkur. „Þær geta orðið eins konar kynlífs- þrælar þeirra sem þær eru hjá. Það fylgir bara,“ er haft eftir honum í skýrslunni. Í fjórðu málsgrein er tekið fram að sömu viðurlög séu við því að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann hafi viðurværi sitt af lauslæti ef við- komandi er yngri en 21 árs eða hon- um er ókunnugt um þennan tilgang fararinnar. Í skýrslunni kemur fram að svokallaðir „nektardansarar“ séu fluttir til landsins til að stunda vændi. Hins vegar kemur ekki fram hvort ástæða sé til að ætla að konurnar séu undir 21 árs aldri eða viti ekki um til- gang fararinnar. Athygli vekur að er- lendar umboðsskrifstofur virðast bjóða upp á mismunandi gerðir af „nektardönsurum“. „Ef þú ætlar til dæmis að flytja inn nektardansara til Íslands frá Eystra- saltslöndunum þá ertu spurður af umboðsskrifstofunni þar hvort að þú viljir venjulegar stelpur eða XXX stelpur,“ segir segir heimildarmaður af nektardansstað í Reykjavík. „En XXX þýðir SEX. Um 90% þeirra stelpna sem koma frá þessum löndum hafa verið eða eru í vændi. Sumar eru bara fluttar inn til Íslands sem „pjúra“ vændiskonur. Kunna ekki einu sinni að dansa. Eigendur stað- anna standa að þessu. Það er ekkert farið leynt með það að það sé vændi þarna. Það vita allir sem til þess þekkja“ (Vændi á Íslandi, bls. 52). Í fimmtu og síðustu málsgreininni segir að hver sá sem stuðli að því með ginningum, hvatningum eða milli- göngu að aðrir hafi holdlegt samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða geri sér lauslæti annarra að tekjulind, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skuli sæta fang- elsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbætur eru fyrir hendi. Vart þarf að hafa fleiri orð um að fjölmörg dæmi eru um brot á þessari málsgrein í skýrslunni. Hið sama virðist eiga við um brot á húsa- leigulögum því þar segir að leigusala sé heimilt að rifta húsaleigusamningi ef leigjandi brjóti gegn landslögum og hlýtur vændi að heyra þar undir. Gróft barnavændi Í fyrstu málsgrein 202. greinar hegningarlaga er sérstaklega kveðið á um að hver sá sem hafi samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skuli sæta fangelsi allt að 12 árum. Önnur kynferðisleg áreitni varði fangelsi allt að 4 árum. Aftur á móti vekur athygli að kaupandi kyn- lífsþjónustu af 14 til 16 ára ungmenn- um (hafa ber í huga að lögin voru sett áður en sjálfræðisaldur var hækkað- ur upp í 18 ár) ber ekki refsiábyrgð ef hann brýtur ekki gegn annarri máls- grein laganna, þ.e. beitir ekki blekk- ingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmennin til samræðis eða annarra kynferðismaka. Refsing við broti á ákvæðinu getur numið allt að 4 ára fangelsisvist. Minna má á áðurnefnda þriðju málsgrein 206. greinarinnar þar sem lögð er refsing við því að ginna, hvetja eða aðstoða ungmenni yngri en 18 ára til að hafa viðurværi sitt af lauslæti. Hræðileg dæmi eru um kynferðis- lega misnotkun barna og hreint barnavændi í skýrslunni um vændi á Íslandi og nægir þar að grípa niður í reynslusögu ungrar konu. „Minn of- beldismaður er fyrst og fremst faðir minn. Hann var kynferðislega stór- brenglaður og sótti í stúlkubörn. Hann átti þá forsögu að hafa verið dæmdur fyrir að leita á unga stúlku áður en hann kynntist mömmu. Hann byrjaði að misnota mig kynferðislega þegar ég var 5 ára gömul. Frá 8 ára aldri var um fullt samræði að ræða, það er kynmök. Ég held að ég fari ekki nánar út í það. Frá 7 ára aldri selur hann öðrum mönnum aðgang að mér kynferðislega fyrir fíkniefni“ (Vændi á Íslandi bls. 64). Íslendingar skera sig úr Dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi skýrslu um samanburð á lagaumhverfi á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum varðandi löggjöf og eftirlit með klámi, vændi o.fl. fyrir síðustu jól. Svala Ólafsdóttir lögfræðingur, höfundur skýrslunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að samanburðurinn hefði m.a. leitt í ljós að einungis á Íslandi væri lögð refs- ing við því að stunda vændi sér til framfærslu. Hinar Norðurlandaþjóð- irnar hefðu afnumið sambærileg ákvæði úr lögum sínum á síðustu ár- um, t.d. Danir árið 1999. Þegar fram fór endurskoðun lög- gjafar um kynferðisbrot í hegningar- lögunum árið 1992 spunnust miklar umræður innan þingsins um það hvort yfirleitt væri rétt og eðlilegt að refsa mönnum fyrir vændi sér til framfærslu. Allsherjarnefnd klofnaði að lokum í afstöðu sinni. Minnihlutinn vildi ákvæðið út úr lögunum og lagði einkum áherslu á þrennt í röksemd- arfærslu sinni. Í fyrsta lagi að vændi til framfærslu væri langoftast stund- að af sárri neyð og því væri aðstoð fremur en refsing eðlilegri viðbrögð. Í öðru lagi ynni refsiákvæði gegn því að önnur brot eins og ofbeldisbrot í tengslum við vændi væru kærð til lög- reglu þar sem kærandinn væri um leið að koma upp um sjálfan sig. Í þriðja lagi væri ekki eðlilegt að refsa aðeins öðrum aðilanum, þ.e. þeim sem stundaði vændið – ekki kaupandan- um. Aðalrök meirihlutans voru að ákvæðið væri til þess fallið að hafa áhrif á almennt siðgæði í landinu – hafa varnaðaráhrif. Þá leiddi samanburðurinn jafn- framt í ljós að á öllum Norðurlönd- unum fyrir utan Svíþjóð er ekki refsi- vert að kaupa vændi. Aftur á móti skera Íslendingar sig úr að því leyti að á hinum Norðurlöndunum hafa verið sett sérstök ákvæði inn í hegn- ingarlög sem leggja refsingu við því að kaupa vændi af börnum yngri en 18 ára. Með ákvæðinu er komið til móts við ákvæði ýmissa alþjóðasátt- mála. Íslendingar hafa t.a.m. fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá árinu 1992. Sam- kvæmt honum skuldbinda aðildarrík- in sig til að vernda börn fyrir hvers kyns kynferðislegri misnotkun eða misnotkun í kynferðislegum tilgangi. Þá má nefna aðgerðaráætlun Sam- einuðu þjóðanna varðandi sölu á börnum, barnavændi og -klámi frá árinu 1992. Á síðasta ári fullgiltu Ís- lendingar samþykkt ILO um afnám barnavinnu í sinni verstu mynd. Í samþykktinni á „barnavinna í sinni verstu mynd“ við um hvers konar þrælkun eða framkvæmd sem jafna má við þrælkun, notkun barna til vændis, framleiðslu á klámi eða til klámsýninga o.s.frv. Svala tók fram að Íslendingar væru á svipuðu róli og hinar Norð- urlandaþjóðirnar varðandi refsingar við milligöngu og hagnýtingu vændis. „Af löggjöf allra landanna að dæma er hvers kyns milliganga litin alvar- legum augum.“ Erfiður sönnunarvandi Svala fann aðeins fjóra dóma í tengslum við vændi í dómasafni Hæstaréttar og í eftirgrennslan um nýrri mál kom í ljós að afar sjaldan leiða rannsóknir til málshöfðunar. „Ég kannaði ekki sérstaklega hvern- ig ástandið væri á hinum Norðurlönd- unum. Engu að síður tel ég líklegt að ástandið sé svipað enda fylgir mála- flokkinum erfiður sönnunarvandi,“ sagði hún og var í framhaldi af því spurð hvernig hún héldi að gengi að ná til kaupenda vændis í Svíþjóð. „Örugglega illa, enda hafa bæði kaup- andi og seljandi slíkrar þjónustu hagsmuni af því að ekki komist upp um athæfið.“ Kaup á vændi verði refsiverð Frumvarpi þriggja þingmanna Vinstri grænna til breytinga á kyn- ferðisbrotakafla almennra hegning- arlaga hefur verið dreift til þing- manna á yfirstandandi þingi. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði að frumvarpið væri lagt fram lítið breytt frá fyrra þingi og myndi vænt- anlega koma til umræðu fyrir þingslit í vor. Frumvarpið felur í sér þrjár meginbreytingar frá gildandi lögum. Morgunblaðið/Ásdís Rannsóknir hafa leitt í ljós að 50 til 90% kvenna í vændi hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 16 ára aldur. Einnig er misnotkun á vímuefnum algeng. Málshöfðunum gagnvart þriðja aðila gæti fjölgað Skýrsla dómsmálaráð- herra um vændi á Íslandi hefur vakið verðskuldaða athygli í þjóðfélaginu upp á síðkastið. Anna G. Ólafsdóttir velti fyrir sér lagarammanum, skýrslunni, sönnunar- vandanum og hinu félagslega umhverfi. Vændi á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.