Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 25/3–31/3
Forsætisráðherra lýsti
því yfir í vikunni að ráðu-
neyti hans væri að vinna
að tillögum sem miðuðu
að því að Þjóðhagsstofnun
yrði lögð niður. Vakti yf-
irlýsingin hörð viðbrögð
stjórnarandstöðunnar sem
og starfsmanna Þjóðhags-
stofnunar sem staðhæfa
að þeir hafi ekki vitað um
fyrirætlunina.
TVEIR piltar voru hætt
komnir á fimmtudag þeg-
ar snjóflóð ofan við skíða-
svæði Seyðfirðinga hreif
þá með sér og bar þá 200
metra niður á við. Hvor-
ugan sakaði.
UPPGJÖRI á greiðslum
til öryrkja, vegna
breyttra viðmiðunar-
marka varðandi tengingu
örorkubóta við tekjur
maka, lauk í vikunni. Alls
verða 880 milljónir
greiddar út til öryrkja
eftir að skattar hafa verið
dregnir frá.
GUÐNI Ágústsson
landbúnaðarráðherra lýsti
því yfir í vikunni að
álagning smásala og
heildsala á papriku væri
tæp 85%. Kaupmenn mót-
mæla þessu og segja
verðtolla valda háu verði.
Verðstríð kaupmanna á
papriku fylgdi í kjölfar
deilnanna.
ÍSLANDSPÓSTI barst í
vikunni hluti ösku banda-
rískrar konu og fylgdi
sendingunni ósk ættingja
hennar um að öskunni
yrði dreift á fallegum
stað á Íslandi. Íslensk lög
heimila þetta ekki og
verður askan því jarðsett
í Gufuneskirkjugarði.
Horfið frá sveigjan-
legri gengisfestu
RÍKISSTJÓRNIN og Seðlabanki Ís-
lands tilkynntu á þriðjudag að vikmörk
gengisstefnunnar yrðu afnumin og
formleg verðbólgumarkmið tekin upp í
staðinn. Stefnt verður að því að árleg
verðbólga verði sem næst 2,5% og að
því markmiði verði náð fyrir árslok
2003. Þá ákvað Seðlabankinn að lækka
stýrivexti um 0,5% næstkomandi
þriðjudag og verða þeir 10,9% eftir
breytinguna. Íslenska krónan hafði náð
sögulegu lágmarki á mánudag þegar
vísitala krónunnar hækkaði um 0,48%
og endaði í 123 stigum. Seðlabankinn
greip inn í til að verja gengissigið bæði
á mánudag og þriðjudag og keypti
krónur fyrir um 5,4 milljarða þessa tvo
daga. Miklar sveiflur voru á gjaldeyr-
ismörkuðum eftir afnám vikmarkanna.
Ekki tilefni til
leyfissviptingar
FLUGMÁLASTJÓRN telur ekki til-
efni til að svipta Leiguflug Ísleifs Otte-
sen flugrekstrarleyfi eða segja upp
samningum um áætlunarflug þrátt fyr-
ir að fyrirtækið hafi orðið uppvíst að-
„alvarlegri vanrækslu á faglegum
grundvallarþætti í flugrekstri,“ eins og
segir í svarbréfi til samgönguráðherra.
Svarið ásamt greinargerð Flugmála-
stjórnar um flugslysið var kynnt á
fimmtudag. Þar kemur fram að allt frá
því að slysið varð hafi legið fyrir að
flugrekandinn hafi ekki framfylgt gild-
andi starfsreglum og t.d. látið hjá líða
að gera leiðarflugáætlanir. Hins vegar
hafi Flugmálastjórn gert sérstaka út-
tekt á rekstri LÍO í vikunni þar sem
nokkurra „frávika“ hafi orðið vart en
ekkert þeirra hafi verið alvarlegt.
Svars samgönguráðherra við bréfi
Flugmálastjórnar, þar sem vænta má
ákvörðunar um það hvort flugsamning-
um við LÍO verður sagt upp, er að
vænta eftir helgi.
INNLENT
Sprengjum rignir
yfir þorp í Kosovo
STJÓRN Makedóníu og albanskir
skæruliðar neituðu því á fimmtudag að
hafa staðið á bak við sprengjuárás á
þorp í Kosovo sem varð þremur að ald-
urtila, auk þess sem tíu særðust. Frið-
argæslulið Sameinuðu þjóðanna harm-
aði árásina og Hans Hækkerup,
yfirmaður stjórnar SÞ í Kosovo, sagði
hana skelfilega.
Her Makedóníu hóf áhlaup á alb-
anska skæruliða í nágrenni höfuðborg-
arinnar, Skopje, og í átt til borgarinnar
Kumanovo á miðvikudag. Áður hafði
herinn gert harðir árásir á skæruliða í
hlíðum upp af borginni Tetovo. George
Robertson, framkvæmdastjóri NATO,
sagði að makedónski herinn hefði sýnt
„virðingarverða sjálfstjórn“ í sókn
sinni gegn skæruliðunum.
Stjórn Bush staðfestir
ekki Kyoto-bókunina
YFIRMAÐUR bandarísku umhverfis-
verndarstofnunarinnar (EPA) skýrði
frá því á miðvikudag að bandarísk
stjórnvöld hygðust ekki staðfesta
Kyoto-bókunina frá 1997 við loftslags-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráð-
stafanir til að hamla gegn hitnun lofts-
lags á jörðinni.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
kveðst vera andvígur bókuninni vegna
þess að í henni séu þróunarlönd und-
anþegin því að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda og hún myndi hafa
skaðleg áhrif á bandarískt efnahagslíf.
Ráðamenn margra ríkja og ýmis
umhverfisverndarsamtök gagnrýndu
þessa afstöðu Bandaríkjastjórnar.
Sænska stjórnin, sem gegnir for-
mennsku í Evrópusambandinu, sagði
ákvörðun stjórnar Bush hneykslan-
lega og umhverfisverndarsamtökin
Vinir jarðarinnar sögðu hana valda
hættu á „loftslagsstórslysi“.
ÞYRLUR Ísraelshers
gerðu árásir á stöðvar líf-
varðarsveita Yassers Ara-
fats, leiðtoga Palestínu-
manna, í Ramallah á
Vesturbakkanum og sex
stöðum á Gaza-svæðinu á
miðvikudag. Karlmaður og
kona biðu bana og 60 særð-
ust. Stjórn Ísraels sagði að
árásirnar hefðu verið rétt-
lætanlegar þar sem emb-
ættismenn Arafats væru
viðriðnir starfsemi hermd-
arverkamanna.
UM 1.900 tonn af olíu
fóru í sjóinn eftir árekstur
olíuskips og flutningaskips
suðvestur af eynni Mön í
Danmörku aðfaranótt
fimmtudags. Fyrstu olíu-
flekkirnir náðu ströndum
Danmerkur á föstudag og
fréttir bárust af dauðum
fuglum. Er þetta eitt mesta
mengunarslys í sjó við
strendur Danmerkur.
ÁHRIFA gin- og klaufa-
veikifaraldursins tók að
gæta víðar á mánudag
þegar Rússar bönnuðu inn-
flutning á kjöt- og mjólk-
urafurðum frá Evrópu-
löndum. Rússar létu
bannið einnig ná til allra
fiskafurða.
TIL átaka kom á þriðju-
dagskvöld milli lögreglu
og þýskra kjarnorku-
andstæðinga sem reyndu
að hindra för járnbraut-
arlestar er flutti geisla-
virkan úrgang frá endur-
vinnslustöð í Frakklandi á
geymslustað í Gorleben í
Þýskalandi. Úrgangurinn
komst þó á áfangastað
daginn eftir.
ERLENT
VIGFÚS Baldvin Heimisson verður
fyrsti Íslendingurinn til að keppa í
pípulögnum á alþjóðlegum vettvangi
en hann mun keppa á Norðurlanda-
mótinu í pípulögnum 21 árs og yngri
sem fram fer í Kaupmannahöfn dag-
ana 16.–18. maí næstkomandi.
Vigfús, sem er 21 árs, er að læra
pípulagnir í Borgarholtsskóla en að
hans sögn æfir hann í Iðnskólanum í
Hafnarfirði fyrir mótið. Þessi keppni
er haldin árlega en þetta verður í
fyrsta sinn sem Íslendingur tekur
þátt. Annað hvert ár er svo heims-
meistarakeppnin í pípulögnum hald-
in og þangað fara þeir fyrir hönd
Norðurlandanna sem sigrað hafa í
Norðurlandamótunum.
Sexhyrnd herbergi
Vigfús segir keppnina fara þannig
fram að keppendur eiga að leggja
pípulagnir í herbergi sem eru hlið við
hlið. Herbergin eru sexhyrnd og
þannig úr garði gerð að dómarar
geta gengið á milli þeirra og skoðað
árangurinn, þannig að um einskonar
svið er að ræða. Þá fá keppendurnir
ákveðin tímamörk sem þeir verða að
standast en enginn plús er gefinn
fyrir að vera búinn fyrr en tíma-
mörkin renna út. „Mér skilst að tím-
inn sé alltaf notaður í botn,“ segir
Vigfús. „Svo er dæmt eftir því hvern-
ig rörin eru, hvort festingar og ann-
að sé á réttum stöðum og hvort allt
sé eftir bókinni. Svo er það besta
lausnin eða besta útfærslan sem
vinnur.“
En er Vigfús í stífri þjálfun fyrir
keppnina? „Ég segi það nú ekki,
bara svona eins og ég get,“ segir
hann hógvær en játar því að eflaust
verði keppinautarnir harðir í horn að
taka. Engu að síður leggst keppnin
vel í kappann enda einn og hálfur
mánuður til stefnu til æfinga.
Morgunblaðið/Þorkell
Vigfús Baldvin Heimisson æfir
þessa dagana fyrir Norður-
landamótið í pípulögnum.
Fyrsti íslenski kepp-
andinn í pípulögnum
Býst við
harðri
keppni
LJÓÐAKVÖLD verð-
ur haldið í Patreks-
fjarðarkirkju á morg-
un, mánudag, til
styrktar Benadikt
Þór Helgasyni og fjöl-
skyldu hans. Eins og
lesendum Morgun-
blaðsins er kunnugt
fæddist Benadikt, sem
nú er tæplega 11 mán-
aða gamall, með afar
sjaldgæfan sjúkdóm
sem nefnist Pfeiffer-
heilkenni og þarf því
að fara í fjölda erfiðra
aðgerða til Svíþjóðar
á næstunni. Fjöl-
skyldan mun fara í
fyrstu ferðina utan á
þriðjudag.
Það var Hjalti
Rögnvaldsson leikari
sem átti frumkvæðið
að því að ljóðakvöldið
yrði haldið eftir að
hafa lesið um Bena-
dikt litla í Morg-
unblaðinu enda þekk-
ir hann svipaðar
aðstæður af eigin
raun. Á kvöldinu mun
hann lesa í heild sinni
ljóðabálkinn Þorpið
eftir Jón úr Vör,
skáldið frá Patreks-
firði, en síðastliðið sumar las hann
þar hluta bálksins á ljóðakvöldi til-
einkuðu Menningarborg Evrópu
við mikla hrifningu þeirra sem á
hlýddu. Hjalti og allir aðrir sem að
kvöldinu koma munu gefa sitt
framlag en söfnunarbaukar verða í
anddyri kirkjunnar og rennur allur
ágóði söfnunarinnar til fjölskyldu
Benadikts.
Stóru aðgerðinni
frestað að sinni
Móðir Benadikts, Deborah
Bergsson, segir vel hafa gengið
með Benadikt að undanförnu en
hann hefur verið í sjúkraþjálfun og
undir eftirliti lækna daglega.
Til stóð að gera fyrstu stóru að-
gerðina í þessari ferð til Svíþjóðar
en á síðustu stundu var því breytt
þar sem læknar telja nauðsynlegt
að gera ítarlegri rannsóknir og
próf á Benadikt áður en hann fer í
aðgerðina, vegna þess hversu erfitt
hann á um öndun. Því munu
sænsku læknarnir gera svæfing-
arpróf á honum auk þess sem hann
fer í heilalínurit og röntgenrann-
sóknir. Fjölskyldan mun því fara
aftur utan eftir einn til tvo mánuði
til að fara í sjálfa aðgerðina.
Þessi aðgerð er hins vegar að-
eins ein af fjölmörgum og hafa
læknar tjáð Deborah að fjölskyldan
megi búast við að þurfa að ferðast
töluvert á milli landanna tveggja.
Hún segir fjölskylduna afar
snortna yfir framtaki Hjalta og við-
brögðum fólks við sjúkdómi Bena-
dikts enda fylgir slíkum sjúkdómi
töluvert álag, bæði í andlegu og
fjárhagslegu tilliti.
Þeir sem vilja styðja fjölskylduna
er bent á söfnunarreikning í Eyra-
sparisjóði með númerinu 1118-05-
101000 og er kennitala eiganda
160566-5669.
Ljóðakvöld til styrktar
Benadikt Þór Helgasyni sem
fæddist með Pfeiffer-heilkenni
Fer utan til
læknismeðferð-
ar á þriðjudag
Morgunblaðið/Jim Smart
Benadikt ásamt móður sinni, Deborah.
SAMTÖK hafa verið stofnuð í Hval-
fjarðarstrandarhreppi gegn lagn-
ingu háspennuloftlína í Hvalfirði,
skammstafað HH-samtökin. For-
maður samtakanna er Reynir Ás-
geirsson á Svarfhóli. Frá þessu er
greint á vefsíðunni bondi.is.
Stjórn samtakanna hefur þegar
átt fundi með Guðna Ágústssyni
landbúnaðarráðherra og Siv Frið-
leifsdóttur umhverfisráðherra og
kynnt þeim stöðu mála hvað varðar
væntanlega lagningu Sultartanga-
línu 3 um þessa sveit svo og hug-
myndir og tillögur heimamanna í
þessum efnum. Fyrirhugaður er
fundur með Valgerði Sverrisdóttur
iðnaðarráðherra. Samtökin ætla að
kalla til sérfræðinga til að vega og
meta þá valkosti sem fyrir liggja.
Samtök gegn
háspennu-
loftlínum í
Hvalfirði