Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 37 ur væru saman komnar. Svo gátum við líka spilað og talað saman fram eftir öllu og líklegast hefur afa stund- um fundist nóg vera komið. Við get- um heldur ekki sleppt því að minnast á hinar árlegu sumarferðir sem við fórum svo lukkulegar í með þér og afa. Þar kynntumst við náttúru- barninu í þér, amma. Þér leið alltaf best innan um allar þær dásemdir sem náttúran hefur uppá að bjóða. Þú kenndir okkur heitin á öllum þeim fuglum sem til eru, enda var það eitt- hvað sem þér þótti einna vænst um. Svo leið ekki það haust sem þú minntist ekki á að nú yrðum við að fara að drífa okkur til berja. Það var ekkert sem þér þótti betra en glæný og gómsæt krækiber eða bláber. Það er svo ótrúlega margt sem þú skildir eftir þig, elsku amma. Ljóðin sem þú samdir um okkur og allar yndislegu minningarnar sem við ætlum að geyma fyrir okkur. Það mun ávallt ylja okkur um hjartarætur hversu heitt þú elskaðir okkur og alla þá sem í kringum þig voru. Þú munt alltaf eiga öruggan stað í hjarta okk- ar og við munum gera okkar besta við að halda minningunni um þig um ókomin ár. Við viljum ekki sætta okkur við að þú sért farin frá okkur en sú hugsun að þú sért núna á stað sem þér líður vel á huggar okkur ómetanlega mikið. Við vitum að Guð tekur vel á móti þér enda varstu eng- ill í lifanda lífi. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gafst okkur ömmustelpunum þín- um. Við viljum að lokum minnast þín með þessu fallega ljóði sem við vitum að þér þótti vænt um og við trúum í hjarta okkar að við munum hittast á ný. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Á náðarstund ég návist þína finn. Leyf nöktu barni að snerta faldinn þinn, og dreyp á mínar varir þeirri veig, sem vekur líf og gerir orðin fleyg. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör Guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil englabörn. (Davíð Stefánsson.) Guð geymi þig, Guðrún Rakel og Bjarnveig. Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að minnast tengdamóð- ur minnar Bjarnveigar, eða Bubbu eins og hún var jafnan kölluð, og þakka fyrir þau þrjátíu ár sem ég varð henni samferða. Sautján ára kom ég fyrst inn á heimili þeirra hjóna í Kópavoginum, en þangað voru þau nýlega flutt frá Súðavík. Ég var dauðfeiminn krakki en fann fljótt að ekkert var að óttast, þau tóku mér afar vel bæði tvö og brátt varð heim- ili þeirra mitt annað heimili. Bubba var lífleg, greind og víðsýn kona, stálminnug og hafði ótal skemmtilegar sögur af sér og sam- ferðafólki sínu á reiðum höndum. Oft undraðist ég hvað hún mundi vel í smáatriðum löngu liðna atburði og þá naut sín frásagnargáfa hennar. Hún var mikið náttúrubarn og hafði sterkar taugar til bernskuslóða sinna á Seljalandi. Þar mundi hún hvern stokk og stein, og örnefnin öll þar í kring. Það sá ég þegar við hjón- in áttum þess kost fyrir tveimur ár- um að ganga með henni þar „fram á stekk“ eins og hún orðaði það. Þaðan átti hún ótal minningar sem streymdu fram í huga hennar og hún sagði okkur á leiðinni. Svo var hún vel ritfær og hagmælt, og hafði, ásamt því að yrkja mörg góð ljóð, rit- að endurminningar sínar frá Selja- landi, sem vel myndu sóma sér á prenti. Hún bar einnig gott skyn- bragð á góðar bókmenntir, las mikið og vandaði valið á því sem hún las. Bubba er nú farin frá okkur allt of snemma, eftir hetjulega baráttu við erfiðan og kvalafullan sjúkdóm, sem yfirbugaði hana að lokum. Í minningasjóðnum eru nú ótal minningar um góðar og skemmtileg- ar samverustundir, því gleðin og kímnin voru aldrei langt undan hjá henni. Ég vil þakka fyrir samfylgdina og kynnin af þessari góðu konu. Minn- ingin um hana lifir. Innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar allra, elskulega fjölskylda. Guðríður. Nú ertu farin, amma mín, ég kveð þig með sorg í hjarta. En minningin hún aldrei dvín, heldur lifir um daga bjarta. Megi algóður guð styrkja okkur í sorginni. Guðrún Birgisdóttir. Hinsta kveðja til elsku ömmu minnar. Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sól- skinið? Og hvað er að hætta að draga and- ann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guð síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Úr Spámanninum.) Benedikta Birgisdóttir. Elsku amma mín. Fæðast og deyja í forlögum frekast lögboð eg veit, elskast og skilja ástvinum aðalsorg mestu leit, verða og hverfa er veröldum vissasta fyrirheit, öðlast og missa er manninum meðfætt á jarðar reit. Lífið er stutt, og líðun manns líkt draumi hverfur skjótt, finnst þó mjög langt í hörmum hans, hjartað nær missir þrótt, kristileg frelsun krossberans kemur aldrei of fljótt, erfiðisdagur iðjandans undirbýr hvíldarnótt. (Bólu-Hjálmar.) Hvíl þú í friði. Birgitta Birgisdóttir. Bjarnveig Guðný Guðmundsdóttir fæddist í Súðavík 25. mars 1930. For- eldrar hennar voru Guðrún Eiríks- dóttir og Guðmundur Guðnason, bæði af vestfirskum ættum. Hún Bubba frá Seljalandi, seinna „Bubba hans Jörra“ eins og hún var vanalega nefnd af vinum og vandamönnum, var aðeins á fyrsta ári, þegar foreldr- ar hennar fluttu að Seljalandi í Álfta- firði og þar ólst Bubba upp, ásamt bróður sínum Eiríki sem einnig bjó í Súðavík, en er látinn fyrir allmörgum árum. Fljótt skal yfir sögu farið. Vinur minn Jörundur Engilberts- son frá Súðavík og hún Bubba frá Seljalandi bundust ástarböndum sem héldu ævina út og nú var hún orðin „Bubba hans Jörra“. Þau fluttu frá Súðavík 1970, þar sem þau höfðu byggt sér nýtt hús og eignast fjögur mannvænleg börn. Þvílík eftirsjón Súðvíkinga! En nú sný ég huga mín- um að æskustöðvum Bubbu og hlusta: Nú glymur úr Valagiljum, grátklökkva hljóminn við skiljum, sorg grúfir Seljalandsdal. Þar átti hún fótsporin fyrstu, fegurstu drauma er gistu, hinn svipmikla fjallasal. Víst gæti maður ætlað að heyra hefði mátt hljómbreytingu Valagilja- fossa þá og þegar þessi andlátsfregn barst, svo nátengd fannst manni Bubba ávallt vera þessum æsku- stöðvum sínum. Í sumar er leið átti ég leið framhjá Seljalandi, ég var að koma frá Hattardal, rétt kominn yfir brúna á Seljalandsós. Ég sé konu koma labbandi niður Seljalandstún, ég stoppa bílinn. „Sæll elskan,“ þetta var Bubba, „mikið er ég nú búin að labba, búin að fara fram að giljum hátt uppí Ramahjalla, upp í mógrafir og í litlu lautina mína sem ég á ein, alein!“ Ég hef ekkert sagt, andlit hennar er uppljómað einhverri innri birtu eða ljóma, sambland af ást og stolti. „Hann Jörri ætlaði að sækja mig, en kannski fæ ég far með þér út í Súðavík. Ég ætla bara aðeins að labba yfir ósinn og uppá Arnarhól- inn. Mér fannst alltaf sem barn hann búa yfir einhverri dulúð og reisn.“ Ég gerði mig líklegan til að snúa bílnum. „Nei, nei, bíddu hér, ég verð enga stund.“ Ég fór út úr bílnum að ósnum, nú rann hann uppí mót, það var aðfall. Álftafjörðurinn skartaði sínu rómaða logni. Þögnin réð ríkj- um, þó mátti nema hljóm fossa Vala- gilja ef grannt var hlustað. Ég veit það nú, sem mig grunaði ekki þá, Bubba var að kveðja æskustöðvarn- ar. Bubba mín, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Vertu ávallt guði falin. Jörri, ég færi þér, börnum þínum svo og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Það styttist í okkar ferð, við kvíðum engu, skáldið sagði: „Þar bíða vinir í varpa – sem von er á gesti.“ Ragnar Þorbergsson frá Súðavík. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta                                    !""          !" #  $%&"   "" %'"  () &"* &"*  +,% #  %'" #   "" ,-.  %  /*. #    # !% ""  !%  %.-. .-.    , %   , #                                                !! "                             " #   $  %      &'  (    (         )       *      (  +  , # - *      %-                                     !"  #  $ %   " &    '           (   ) * + *  , "   " # -$- *      !  " # $#  " %& '   !      "  &%  (&  !     " %&) *+  !    , ! " - -. #                                          !  ! "#!$ !%&  ' !$ !  ( !  !%%&  ! )* + #,,! '+ ! "#!  !%%&  "&!'!$ ! , %#,,!  ,, !  !%%&   $ -   !%#,,! %  ! !  !%%&  . /# %#,,!  !  '  !%#,,! . ' . ' %&  0 ! 01! &' 0 ! 0 ! 01! 2                         ! "# $ %$ %$$& ' #(()  $ ' #(   %$ *"+" , '"-$( ()  .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.