Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 20
LISTIR 20 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRESKI myndlistarmaðurinn John Isaacs fjallar um eigin verk í LHÍ, Laugarnesvegi 91, á mánudag kl. 12.30. John er breskur myndlistarmaður sem kunnur er á alþjóðavettvangi. Viðbrögð áhorfenda við verkum hans eru ýmist hlátur eða hroll- ur en víst er að listamaðurinn leggur mikið upp úr því að hreyfa við fólki, á hvorn veginn sem er. Sýning með verkum hans var opnuð í gær í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Námskeið Á námskeiði, sem hefst á mánudag, verður kennd vinnsla með „layers“ og möskun við samsetningu mynda. Námskeið- ið nefnist Myndvinnsla III Photoshop. Kennari er Leifur Þorsteinsson ljósmyndari og umsjónarmaður ljósmyndavers LHÍ. Kennt verður í tölvuveri Listaháskóla Íslands, Skipholti 1. Á námskeiði, sem hefst 23. apríl, í umbroti prentgripa verða kennd undirstöðuatriði umbrots í QuarkXPress-umbrotsforrit- inu.. Kennt verður í tölvuveri Listaháskóla Íslands, Skipholti 1. Námskeiðið er grunnnám- skeið, ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á tölvum. Kennari er Margrét Rósa Sig- urðardóttir prentsmiður og kennari í grafískri hönnun í LHÍ. John Isaacs fjallar um eigin verk í í LHÍ NÚ stendur yfir kvikmyndahátíðin Kvikar myndir í MÍR-salnum og Norræna húsinu. Yfirskrift hátíðar- innar er Pólitík. Sunnudagur Norræna húsið: Opið kl. 14-18. Loft: Frjáls flokkur. Gólf: Áróðurs- myndir: Kl. 15: Ýmsir titlar. Gryfja: Heimildamyndir: Kl. 14: Le Joli Mai eftir Cris Marker. Kl. 16: Án titils eftir Pétur Má Gunnarsson. MÍR-salurinn: Kl. 20. Þýska kvik- myndin Metropolis, 1926, eftir Fritz Lang. 120 mín. Mánudagur Nýlistasafnið: Loft: Frjáls flokk- ur. Gólf: Áróðursmyndir: Kl. 15: Ýmsir titlar. Gryfja: Heimildamynd- ir: Kl. 14: Mynd eftir John Grierson. Kl. 16: Triumph des Willens eftir Leni Riefenstahl. MÍR-salurinn: Kl. 20: Kvikmyndin Verkfall, 1924, eftir Sergei Eisen- stein. Kvikar myndir Í NORRÆNA húsinu stendur yfir kynning á menningu frá Norðurbotni í Svíþjóð og stend- ur til 6. apríl. Sunnudagur – Luleådagur. Kl. 12: Skerjagarðssýning verður opnuð í anddyri með verkum eftir listamanninn Ole Taube. Einnig verður sýndur listiðnaður og hönnun frá Norð- urbotni og munir verða til sölu í anddyri. Kl. 13-14: Undir regnhlíf æv- intýrisins. Barnadagskrá með Kotten. Kl. 14: Göran Wallin heldur fyrirlestur um völundarhúsa- leikinn, minjar um hann og sögu hans í skerjagarðinum í Norð- urbotni. Kl. 15:16: Undir regnhlíf æv- intýrisins. Barnadagskrá með Kotten. Kl. 16-17: Heimildarmynd um kirkjuhverfið í Gammelstad. Myndin verður sýnd á u.þ.b. 15. mínútna fresti. Kl. 18: Þjóðlagasveit J. P. Ny- ström leikur gömul lög fyrir nú- tímamenn. Aðgangur kr. 1.000. Norður- botnsdagar DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhúskjallarans verður helguð söngleikjum og sögu þeirra annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Dagskráin er í í tengslum við væntanlega frumsýningu Þjóðleikhússins á söng- leiknum Syngjandi í rigningunni. Árni Blandon flytur erindi og bregður upp mynd- um úr söngleikjum á fyrri hluta aldarinnar. Stefán Baldursson gerir grein fyrir stefnu leikhússins í söngleikjavali. Leikarar flytja brot úr sýningunni. Heiðursgestur kvöldsins er leikstjóri og danshöfundur sýning- arinnar, Kenn Oldfield. Úr söngleiknum Syngjandi í rigningunni. F.v. Selma Björnsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Karl Stefánsson og Þórunn Lárusdóttir. Söngleikir í Listaklúbbnum SIGRÚN Sigurðardóttir sýnir þessa dagana 20 akrýlmyndir í Skólasafni Hagaskóla en þar hafa verið mynd- listarsýningar í allan vetur. Fyrst var sýning Sigrúnar Gísladóttur, Moussu, þá Tryggva Ólafssonar list- málara og loks Hauks Halldórsson- ar. Sýning Sigrúnar ber yfirskriftina Tilraunir til tjáningar á hinum fjöl- breyttu hliðum lífsins, en myndirnar sýna áhuga hennar á mannlega þættinum og ást hennar á fegurð náttúrunnar. Sigrún byrjaði að mála fyrir þrem- ur árum og nýlega lauk hún fimm mánaða námskeiði í málun í Amst- erdam. Hún hefur áður sýnt á NLFÍ í Hveragerði og tekið þátt í samsýn- ingu Myndlistarklúbbs Hvassaleitis. Sýningin í Skólasafni Hagaskóla er opin á skólatíma til 1. maí. Myndlistarsýning í Hagaskóla Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Við seljum nú síðust sætin til Prag 5. apríl, en okkur hefur tekist að tryggja okkur viðbótarhótel fyrir þessa dagsetningu, en allar aðrar helgarferðir okkar eru nú uppseldar í vor. Spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn með íslenskum fararstjórum Heimsferða, þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar fögru borgar sem á engan sinn líka í Evrópu. Fáðu bæklinginn sendann Aðeins 14 sæti Helgarferð til Prag 5. apríl frá kr. 39.970 Verð kr. 39.970 M.v. 2 í herbergi, Pyramida, 5. apríl. Flug, gisting og skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.