Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ S tundum er sagt að ekkert sé nýtt undir sólinni og allir hlut- ir hafi verið margsagðir. Sam- kvæmt því er tilgangslaust að opna munninn eða stinga niður penna, ekkert nýtt eða frum- legt mun heyrast eða sjást. Andstætt sjónarmið er að ekki skipti máli hvort efnið sé endurunnið, aðalatriðið er hvernig það er unnið hverju sinni og hvort sá er talar eða skrifar nær að tengja efnið við samtíð sína og umhverfi. Listræn sköpun spretti úr slíkum jarðvegi, hún verði ekki til af engu heldur af því sem fyrir er með ein- um eða öðrum hætti. Í fyrra sjónarmiðinu felst uppgjöf, yfirlýsing um tilgangsleysi þess að hafast nokkuð að og í því síðara er fólginn skapandi kraftur því einu má gilda þótt allt hafi verið sagt og gert ótal sinnum, „ég ætla samt að gera það og á minn hátt“. Oftast má hvort eð er reikna með því að fæstir séu svo vel að sér að geta um- svifalaust bent á hvar og hvenær ein- hver sagði eða gerði þetta áður; líklegt er að flestir séu að heyra og sjá verkið í fyrsta sinn, algjörlega óvitandi um vegferð þess í gegnum aldirnar í mismunandi útfærslum. „Til að vita hvort grauturinn er góður verður að borða hann,“ sagði Bertolt Brecht, einn mesti rummungur 20. aldarinnar í leik- bókmenntum, en hann nýtti sér allt sem honum datt í hug, bæði til hægri og vinstri, og vann úr því eins og honum sýndist, skap- aði úrvalsgóð leikrit úr sumu og vann annað uppá nýtt svo fæstir gátu bent á upprunann. Hann var líka sagður hafa mjólkað sam- starfsmenn sína af hugmyndum og gert þær að sínum. Vafalaust var þetta allt saman orð- um aukið. Með þessu háttalagi sínu hafði Brecht þó meiri áhrif á vestrænt leikhús á 20. öld en flestir aðrir. Enn er þó deilt um í hverju hugmyndir Brechts voru fólgnar og færist gjarnan helgisvipur yfir fólk þegar reynt er útskýra í hverju hinn frægi Verf- remmdungseffekt er fólginn og hvað Brecht hafi nú átt við með epísku leikhúsi. Í hugum margra er leikhúskenning Brechts ávísun á leiðindi, boðskapsleikhús þar sem messað er yfir áhorfandanum, leikararnir lifa sig ekki almennilega inn í hlutverkin heldur eru sí- fellt að koma með athugasemdir um persón- ur sínar, þeir ganga fram á sviðsbrúnina og segja eitthvað við áhorfendur um leikritið. Ótrúlega leiðinlegt og þurrt alltsaman þar sem áhorfandinn má ekki lifa sig í inn í leik- ritið, heldur verður að halda vöku sinni og vera gagnrýninn á aðstæður og persónur. Svo eru sungin ómelódísk lög inn á milli meðan skipt er um sviðsmynd. Svona sýn- ingar hefur maður séð og þær sagðar vera byggðar á leikhúskenningum Brechts og maður hugsar sig um tvisvar áður en keypt- ur er miði á annað Brechtleikrit. Nema ein- hverjir aðrir snillingar fari um þau höndum og geri úr þeim þá skemmtan sem í þeim býr. Sumir hafa aldrei viljað unna Brecht þess að vera skemmtilegur og alltaf eignað það öðrum þegar kreistur hefur verið dropi af gleði úr leikritum hans. „Bráðskemmtileg útgáfa af þessu þunglamalega verki,“ var umsögn eins gagnrýnanda um sýninguna á Kákasíska krítarhringnum í Þjóðleikhúsinu í hitteðfyrra. Má maður þá heldur biðja um innihalds- lausan, algjörlega tilgangslausan farsa sem settur er upp í þeim einum tilgangi að græða á honum. Markaðsleikhús í sinni tærustu mynd. Þar er þó að minnsta kosti hægt að hlæja. „Ef hann sé fyndinn.“ Vandi leikhússins er fyrst og fremst fólg- inn í því að hvorki leikhúsið né áhorfendur hafa hugmynd um hvað þar á að fara fram,“ sagði Brecht. „Þegar fólk kaupir miða á íþróttakappleik veit það nákvæmlega hvað til stendur og það er nákvæmlega það sem áhorfandinn sér þegar hann er sestur. Þrautþjálfaða leikmenn sem beita kunnáttu sinni og hæfileikum til hins ýtrasta, fullir ábyrgðar yfir því hlutverki sem þeim hefur verið falið en gera það á þann hátt að engu er líkara en þeir séu eingöngu að þessu sjálf- um sér til ánægju. Í samanburði við þetta skortir verulega á sjálfsmynd leikhússins,“ sagði Bertolt Brecht í grein um leikhús á því herrans ári 1922. Röksemd hans er sú að fólk fari sér til ánægju á íþróttakappleik og njóti hans til hins ýtrasta þótt engum ein- asta leikmanni stökkvi bros allan tímann og tekist sé á af dauðans alvöru. Í knattspyrnu- leik er enginn að reyna að vera fyndinn þótt allir á áhorfendapöllunum skemmti sér kon- unglega. Ég sé ekkert sem hindrar leikhúsið íþví að koma sér upp „íþrótt“. Efeinhverjum dytti í hug að nýtaleikhúsbyggingarnar til þess að sýna leikhúskappleiki þá væri kannski von til þess að það hefði einhverja merkingu fyrir samtímafólk sem vinnur sér inn samtímapen- inga og borðar samtímakjöt. Nú mótmælir eflaust einhver og bendir á að til sé fólk sem ekki vilji horfa á „íþróttir“ í leikhúsinu. En við höfum ekkert í hönd- unum um hvað áhorfendur leikhúsanna vilja yfirhöfuð sjá. Ekki skyldi túlka tregðu fólks við að gefa eftir föstu frumsýningarmiðana sem það erfði eftir ömmu sína sem tákn um að það vilji bara sjá eitthvað „gamalt og gott“. Það er alltaf verið að segja að ekki megi bara sýna það sem fólkið vill. En ég hef þá trú að listamaður sem er í einhverjum teng- slum við umhverfi sitt geti ekki skapað neitt af viti nema hann hafi örlítinn meðvind. Og það verður að vera vindur dagsins í dag, ekki vindur gærdagsins og þaðan af síður vindur morgundagsins. Það er hægt að nýta vindinn eins og hverjum og einum sýnist, það er jafnvel hægt að sigla á móti vindinum ef menn vilja það; hið eina sem ekki er hægt er að sigla í logni eða nýta sér vind morg- undagsins,“ sagði Brecht og bætti því svo við að leikhús sem ekki næði sambandi við al- menning væri merkingarlaust. „Ástæða þess að leikhúsið nær engu sambandi við almenn- ing er að það veit ekki til hvers er ætlast af því. Það getur ekki lengur gert það sem einu sinni var ætlast til og ef það gæti gert það þá myndi það ekki vilja það. Lítið bara á þessi glæsilegu leikhús með sinn flókna sviðsbúnað og dýru ljósagræjur, fallegu inn- réttingar, endalausa þörf fyrir peninga og viðamiklu sýningar sem þar fara fram. Í engu af þessu er fólginn snefill af skemmtun. Ekkert af leikhúsunum okkar gæti boðið efnilegum rithöfundi inn fyrir sínar dyr, sýnt honum hvað þar fer fram og gert sér vonir um að hann fyllist löngun til að skrifa leikrit. Hann finnur um leið að það er ekkert gaman að þessu. Hann fær engan vind í seglin sín. Það er enginn „kappleikur“ til staðar. Tökum leikarana sem dæmi. Ég ætlaekki halda því fram að leikararnirokkar séu neitt síðri en leikararfyrri tíma, en ég efast samt um að nokkurn tíma hafi verið hópur listamanna sem er jafnútjaskaður, misnotaður, skelfingu lostinn og fullur uppgerðarkæti eins og leik- ararnir okkar.“ Við getum auðvitað huggað okkur við að Brecht var að lýsa leikhúsi í Þýskalandi á þriðja áratug tuttugustu ald- arinnar. Okkar leikhús hér á Íslandi í byrjun þeirrar 21. er auðvitað löngu búið að stað- festa hlutverk sitt og tengsl sín við almenn- ing. Það sýna vinsældirnar, aðsóknin og allt hvað heitir. Brecht gat auðvitað ekki staðist mátið að taka upp hanskann fyrir sjálfan sig og segja að þegar spjótunum væri beint að leikhús- unum leituðu allir að sameiginlegum blóra- böggli. „„Við fáum svo léleg leikrit,“ er viðkvæðið. En ég segi á móti að svo framarlega sem það er einhver ánægja fólgin í að skrifa leik- rit hlýtur það að vera betra en leikhúsið sem setur það upp og áhorfendurnir sem koma að sjá það. Leikritin verða öll óþekkjanleg eftir að þau hafa farið í gegnum hakkavél leikhússins,“ sagði Brecht þegar hann var 23 ára gamall, aðeins 8 dögum áður en fyrsta leikrit hans, Baal, var frumsýnt í Berlín. Ætli hann hafi ekki bara verið dálítið spenntur svona rétt fyrir premíer, strák- urinn? En þessi fyrsta stefnuræða hins unga eldhuga var þó fyrirboði um það sem síðar átti eftir að verða. Eldmóðurinn varð að kenningu og kenningin varð að verklagi. Sem ennþá er tekist á um. Geri aðrir betur. Eldmóður, kenning og verklag „Óþekkjanleg leikrit eftir hakkavél leik- hússins,“ sagði Bertolt Brecht. AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is „Bráðskemmtileg útgáfa af þessu þung- lamalega verki,“ sagði í gagnrýni um Kákas- íska krítarhringinn eftir Brecht í Þjóðleikhús- inu. Á TÍBRÁR-tónleikum í Salnum annað kvöld kl. 20 verða haldnir pí- anótónleikar, en þar leikur Jónas Ingimundarson verk eftir Beethov- en, Debussy og Liszt. „Þetta eru miklir uppáhaldskarlar hjá mér. Það má nú eiginlega segja að það séu verkefnin sem velja mig, en ekki öfugt. Maður æfir eitt og annað, og staldrar við ákveðin verk sem verða smátt og smátt að tón- leikadagskrá. Mér finnst mjög mik- ilvægt að gefa öðrum hlutdeild í því sem mér þykir vænt um og það er hvatinn að tónleikunum,“ segir Jón- as Ingimundarson um efnisval tón- leikanna. „Fyrst á efnisskránni er Andante favori í F-dúr og Sónata í C-dúr ópus 53. Beethoven samdi Andan- teið upphaflega sem hæga þáttinn í þessari sónötu, en hætti síðan við það. Mér þótti vel við hæfi að hafa það sem eins konar inngang að són- ötunni. Sjálf sónatan skipar sérstak- an sess í sónötusafni Beethovens og er „klassískt“ verk. Þar haldast ytri búnaður og innihald fullkomlega í hendur, glæsilega og innilega í senn. „Sónatan var samin á árunum 1803–5, sem var mikið blómaskeið í sköpunarverki Beethovens, og þar með tónlistarsögunni allri. Beethov- en-sónöturnar eru náttúrulega ei- lífðarviðfangsefni, en það líður varla sá dagur að ég sé ekki eitthvað að fást við þær,“ segir Jónas. „Eftir hlé leik ég fjórar litríkar og fallegar prelúdíur eftir Claude Deb- ussy, úr síðara heftinu, frá árunum 1911–13. Debussy er mikill meistari franskrar tónlistar. Með hans verk- um kemur til sérstakur hjóðheimur, með nýjum litum og blæbrigðum.“ Jónas lýkur tónleikunum á tveim- ur verkum eftir Franz Liszt, „þenn- an makalausa meistara slaghörp- unnar“, eins og Jónas kemst að orði. Fyrra verkið nefnist Gosbrunnarnir við Estehöll en það samdi Liszt árið 1877. Þar endurspeglast sú dýrð sem fyrir augu fólks bar í hinum fræga Tivoligarði við Estehöll, skammt frá Róm. „Verkið er sögu- legt að því leyti að þar má heyra hversu mjög Liszt var á undan sinni samtíð. Hann var brautryðj- andi á sviði pí- anóleiks og tónsmíða.“ Síðara verkið eftir Liszt er Ballata nr. 2 í h-moll, og seg- ir Jónas verkið myndrænt, ljóðrænt og dramatískt í senn, en það er að margra mati meðal bestu verka tónskáldsins. Jónas segist að lokum vonast til að með tónleik- unum geti hann gefið fólki hlutdeild í þessari stórkostlegu tónlist. „Í tón- listinni er að finna fegurðina í mann- lífinu og ég lít á það sem mitt hlut- verk að flytja hana fólki, ekki veitir af í skarkala nútímans. Það má kannski líkja þessu við trúboð enda eru tónlistin og trúin alls ekki fjar- skyld fyrirbrigði,“ segir hann að lok- um. Píanótónleikar Jónasar Ingimundarsonar í Salnum í Kópavogi á mánudagskvöld „Verkefnin velja mig en ekki öfugt“ Franz Liszt. Ludwig van Beethoven Claude Debussy Jónas Ingimundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.