Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 12
ERLENT 12 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HJARTA Balkanskagans er syfjulegurstaður þar sem hlutirnir gerasthægt. Meira að segja átök, semværu nóg til þess að koma af stað stríði í nágrannaríkjunum, virðast rétt svo hagga þeirri stóísku ró sem hvílir yfir Makedón- íu. Virðist, er rétt að segja, því hefðin fyrir stríðsátökum á Balkanskaga er vissulega sterk. En það er eitthvað sérstakt við þetta land, sem fáir vita annað um en að það er nágrannaríki Júgóslavíu og þar með talið Kosovo, og að al- banskir skæruliðar hafa valdið usla. Makedónía er eins og mörg ríki Balkanskaga byggt fjöl- mörgum þjóðum sem allar setja sinn svip á landið. Saga þess er saga yfirtöku nágranna- þjóðanna á heilum og hálfum landsvæðum og hafa Makedónar átt í langvinnum átökum og deilum um landamörk sín. Í matargerð er make- dónskt salat blanda fjölmargra grænmetisteg- unda en hugtakið er einnig vel þekkt þegar vísa á til blöndu sem inniheldur sitt lítið af hverju. Makedónía er eins og önnur lönd í þessum hluta heimsins einkennileg blanda ævafornra búaskaparhátta og alls þess nýjasta í tísku, tón- list og tækni. Hestvagnar eru dagleg sjón á helstu umferðaræðum höfuðborgarinnar og í þorpum þar sem bílar sjást varla eru kaffihús með ítölskum cappuchino-vélum og háværri danstónlist. Þegar komið er til Makedóníu vekur hinn hægi taktur daglegs lífs athygli. Umferðin er hæg, menn dóla sér á gömlu júgóslavnesku bíl- unum sínum, ekki einu sinni umferðarhnútarnir einkennast af mikilli streitu. Gestir sem vanir eru því að hlutirnir gangi hratt fyrir sig í vest- rænu kerfi verða að brynja sig þolinmæði. Það er ekki mikið á seyði í Makedóníu allajafna, menn fara sér hægt, einkum í sumarhitanum og rakanum sem er gríðarlegur, einn sá mesti í Evrópu. Skaphitinn minni Albönum hefur verið lýst sem „táningum“ Balkanskaga, örum og tilfinningaríkum, en það sama verður ekki sagt um Makedóna. „Við er- um þolinmótt fólk, það skilur okkur frá öðrum þjóðum á Balkanskaga. Andinn er kaldur í öll- um hitanum,“ segir ljóðskáldið og blaðamaður- inn Hristo Ivanovski. „Nú erum við hins vegar hrædd og óörugg vegna stríðsins. Í tíu ár höfum við fylgst með átökunum breiðast eins og eldur í sinu um gömlu Júgóslavíu, landið sem við vorum einu sinni hluti af, séð vini og ættingja þjást. Og nú eru þau komin upp að dyrum hjá okkur.“ Makedónía er lítið land, íbúarnir eru aðeins um tvær milljónir, þar af tæplega þriðjungur Al- banir, sem búa á þeim svæðum sem landamæri eiga að Albaníu og Júgóslavíu, þar með töldu Kosovo. Auk þess eru fjölmargir Tyrkir, Serbar og sígaunar en þeim síðastnefndu fjölgaði mjög eftir Kosovo-stríðið og er sígaunahverfið í Skopje eitt hið stærsta í Evrópu. Öll nágrannaríki Makedóníu hafa lagt hana að hluta til eða í heilu lagi undir sig: Grikkland, sem gerir kröfu til nafnsins; Búlgaría, sem full- yrðir að makedónska og búlgarska séu eitt og sama málið; Albanía, sem heldur enn landsvæði sem hún náði af Makedónum, og Serbía, sem hefur yfirtekið landið í heilu lagi. Margir Make- dónar eru ennfremur þeirrar skoðunar að ná- grannahéraðið Kosovo stefni að því að losa al- banska hlutann frá Makedóníu og innlima hann í Stór-Kosovo. Þegar Ivanovski er spurður hvaða land standi Makedónum næst, svarar hann að bragði; Þýskaland. „Þjóðverjar hafa stutt okkur í gegnum tíðina. Það þýðir lítið að horfa til nágrannaríkjanna, við höfum verið hluti allra þeirra,“ segir hann. Í ritstjórnargrein dagblaðsins Vecer var fyrir nokkrum dögum hvatt til þess að Makedónar styrktu samband sitt við önnur ríki á Balkan- skaga, þ.e. þau, sem væru í rétttrúnaðarkirkj- unni; Grikkland, Búlgaríu og Júgóslavíu. Al- banía ætti lítið erindi í slíkt bandalag, sem ætti að vera efnahagslegt, menningarlegt og póli- tískt. Undir þessu kraumar þjóðernishyggja sem fæstir eru þó reiðubúnir að standa við, þjóðernishyggja sem fer illa saman við yfirlýs- ingar Makedóna um að landið sé fjölþjóðlegt. Afstaðan til Vesturlanda hefur batnað að nýju eftir mikla dýfu sem hún tók á meðan á sprengjuárásum Bandaríkjamanna á Júgóslav- íu stóð. Það reyndist mörgum Makedónum erf- itt að sætta sig við að yfirvöld ættu í samvinnu við hernaðarbandalag sem stæði fyrir sprengju- árásum á bræðraþjóð og aðstoðaði albanska flóttamenn sem streymdu inn í landið og ógnuðu að mati Makedóna hinu viðkvæma jafnvægi landsins. Þeir létu reiði sína m.a. í ljós með því að grýta bifreiðar vestrænna stofnana á borð við ÖSE en nú, tveimur árum seinna, er reiðin gleymd, og almenningur er þakklátur vestræn- um stjórnvöldum fyrir að styðja aðgerðir stjórnvalda. Ekki átök Slava og múslima Átök þjóðanna sem byggja landið eru svo sem ekki ný af nálinni en friður hefur þó ríkt svo ára- tugum skiptir í Makedóníu. Albanir segjast vera annars flokks borgarar í eigin landi og hafa bar- ist fyrir auknum réttindum frá því að landið varð lýðveldi. Hægt hefur þokast í þá átt þrátt fyrir að vestrænir stjórnarerindrekar hafi reynt í bráðum áratug að þrýsta á makedónsk stjórn- völd. Einn þeirra er Robert Perdue, nýskipaður sendifulltrúi ÖSE í Makedóníu, en hann segir að þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist í jafnrétt- isátt í landinu hafi það gerst óskaplega hægt. Makedónar eru ekki á einu máli um jafnrétt- iskröfur Albana. Margir telja þær fjarri lagi og segja Albani hafa fengið allt sem þeir hafi beðið um; eigin skóla, sjónvarpsstöðvar, blöð og til standi að styrkja stöðu albönsku tungunnar í landinu. Sumir sjá ennfremur ofsjónum yfir því sem þeir segja ríkidæmi Albana og fullyrða að þeir séu að jafnaði betur efnum búnir en Make- dónar, nokkuð sem útilokað er að leggja mat á. Svo eru þeir sem viðurkenna að staðan sé enn ójöfn og að gera verði meira til að breyta henni, nú síðast utanríkisráðherra landsins, Srdjan Kerim. Albanir í Makedóníu neita því að þeir berjist fyrir sjálfstæði en líta engu að síður ekki á sig sem Makedóna. Landsmenn þeirra af slav- neskum ættum mega hins vegar ekki heyra á það minnst að þeir sjálfir séu Slavar, með því sé verið að draga þjóðarbrotin í dilka. „Við erum Makedónar, ekkert annað. Mér svíður það óskaplega þegar við erum kallaðir Slavar, það segir ekkert um okkur og er notað til að draga upp þá mynd að Slavar séu illmenni sem standi fyrir þjóðernishreinsunum, t.d í Serbíu. Það er fjarri sanni, við erum ekki eins og menn Milose- vics. Þetta er ekki stríð Slava og múslima og hugmyndin að baki er hvorki um stór-albanskt eða stór-slavneskt ríki,“ segir Ivanovski. Þegar hann er beðinn að lýsa heimalandi sínu, segir hann líkamann í lagi en hugann fjarri góðu gamni. Þetta tvennt verði hins vegar að sameina ef Makedónía eigi að eiga framtíð fyrir sér. Á barmi gjaldþrots? Makedónía hefur verið lýðveldi í um áratug og hefur, eins og aðrar þjóðir Austur-Evrópu, barist við hrun efnahagslífsins, spillingu og glæpi. Atvinnuleysi er mikið, líklega um 30% þótt opinberar tölur séu lægri. Sagt hefur verið að landið rambi á barmi gjaldþrots og það er ekki fjarri lagi; erlendar skuldir eru um hálfur annar milljarður Bandaríkjadala og skuldir inn- anlands himinháar, m.a. vegna skulda stjórn- valda við einstaklinga sem misst hafa eignir í hendur fyrri valdhöfum. Einkavæðing fyrir- tækja er hafin og hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig frekar en í öðrum austur-evrópskum ríkjum, hefur m.a. kostað fjölda manns atvinn- una. Landbúnaður er stærsti atvinnuvegurinn og sáralítill þungaiðnaður er í landinu. Mest er flutt út af matvælum, víni og textíl, fyrst og fremst til Júgóslavíu en einnig Þýskalands og Bandaríkjanna. Meðallaunin eru um 600 þýsk mörk á mánuði, um 23.000 ísl. kr. Þegar fólk er spurt hvernig það fái enda til að ná saman ypptir það öxlum. Ávaxtatrén og kartöflugarðurinn koma sér vafalítið vel en fyrir Vesturlandabúa er það með öllu óskiljanlegt hvernig dæmið gengur upp. Spilling, menntun og stjórnmál Spillingin er mikil og víðtæk, nær m.a. hátt upp í embættismannastigann. Makedónía er eitt þeirra landa sem helstu smyglleiðir Evrópu liggja um og hefur það orðið til þess að margir Makedónar telja það hina raunverulegu ástæðu átakanna. „Smyglleiðunum verður að halda opnum fyrir vopn, sígarettur, eiturlyf. Þetta er mafíustríð, sem stjórnað er frá Vesturlöndum,“ segir Ivanovski og fer því fjarri að hann sé einn um þá skoðun, þótt aðrir séu tregir til að tjá sig opinberlega um hana. Annar viðmælandi Morg- unblaðsins telur það t.d. enga tilviljun að átökin hafi brotist út skömmu eftir að Makedónar und- irrituðu samkomulag við Júgóslavíu um hert landamæraeftirlit, sem muni gera smyglurum erfiðara fyrir. Skólakerfið fær ekki háa einkum íbúa en eins og önnur Austur-Evrópulönd hefur Makedónía fengið vestræna aðstoð, bæði fjárhagslega og til uppbyggingar stofnana. Skólakerfið er þar ekki undanskilið en aðstoðin hefur orðið til þess, að nú er kerfið að grunni rússneskt en með vest- rænu ívafi. Þykir það heldur undarlegur hræri- grautur sem skili takmörkuðum árangri. Eins og í öðrum Austur-Evrópuríkjum hefur sægur smáflokka skotið upp kollinum eftir að Makedónía varð sjálfstæð og eru þeir nú um þrjátíu. Stjórnmál hafa þótt helst til svart-hvít en smáflokkar í miðjunni hafa verið að sækja í sig veðrið. Of snemmt er að segja til um áhrif átakanna á stjórn Ljubco Georgievskis og á for- setann, Boris Trajkovski. Reynt að sýna stillingu Margir kenna ríkisstjórninni um það á hversu alvarlegt stig átökin við skæruliðana eru komin. Menn segja stjórnvöld hafa brugðist of seint við, auk þess sem óvissa um hvort varnarmála- eða innanríkisráðuneytinu bæri að stýra aðgerðun- um hafi orðið til þess að fyrsta sóknin gegn skæruliðunum hafi verið ómarkviss. Engu að síður nýtur stjórnin yfirgnæfandi stuðnings við aðgerðir sínar, gagnrýnisraddir heyrast vart. Stærsta dagblaðið, Dvevnik, sem jafnan hefur verið óþreytandi í gagnrýni sinni á stjórnvöld, styður stjórnina í þessu máli vegna alvöru þess, að sögn Ivanovskis. Hann segir fjölmiðla hafa reynt að sýna stillingu, svo að ekki hlaupi of mikill æsingur í almenning. T.d. hafi aðeins eitt dagblað birt hatursáróður gegn Albönum. Það vekur hins vegar athygli þegar litið er í dagblöð og hlustað á útvarp og sjórnvarp að uppreisn- armenn eru aldrei kallaði annað en „öfgamenn“ og „hryðjuverkamenn“. Ivanovski hefur engu að síður miklar áhyggjur af áhrifunum, dragist átökin á langinn. Þau hafi nú þegar slæm sið- ferðileg áhrif. „Núna bíður okkar mikið verk; að komast úr úr þessum dimmu göngum.“ „Boris er okkar von“ eða eitthvað á þá leið segir í þessu veggjakroti til stuðnings forset- anum, Boris Trajkovski, Macedonia. Morgunblaðið/Thomas Dworzak Ungir Makedónar á nýlegum friðartónleikum, sem haldnir voru í höfuðborginni, Skopje. Vestræn tónlist, fatnaður og hugsunarháttur eiga upp á pallborðið hjá ungu kynslóðinni. Makedónskt salat Saga Makedóníu einkennist af átökum og ásælni ná- grannaríkjanna, sem lengi hafa litið hýru auga til yf- irráða í landinu, segir Urður Gunnarsdóttir. Samt hvíl- ir einhver syfjuleg ró yfir samfélaginu, þessari undarlegu blöndu af gömlu og nýju. ÞJÓÐERNISLEG samsetning Lýðveldisins Makedóníu er flókin. Makedónar eru fjöl- mennasti hópurinn (tveir þriðju íbúa lands- ins) og komnir af slavneskum ættflokkum sem fluttust á svæðið á tímabilinu frá 6. til 8. aldar e.Kr. Tungumál þeirra, makedónska, er náskylt búlgörsku og ritað með kyrillísku letri. Makedónska er opinbert mál landsins. Albanar eru fjölmennasti minnihlutahóp- urinn, 22,9% íbúanna. Flestir þeirra búa í norðvesturhluta landsins, meðfram landa- mærunum að Albaníu og Kosovo í Serbíu. Al- banar eru í meirihluta í að minnsta kosti þremur af 32 sveitarfélögum Makedóníu, þeirra á meðal Tetovo og Gostivar, og mjög stór minnihlutahópur í sjö öðrum. Tyrkir eru 4% íbúanna og dreifðir um mið- og vesturhluta landsins. Sígaunar eru um 2,3% íbúanna og Serbar 2%. Flestir slavnesku íbúanna eru í rétttrún- aðarkirkjunni (66,6%), en Tyrkir og mikill meirihluti Albana og sígauna eru múslímar (30%). Landbúnaður er enn mikilvægasti atvinnu- vegur Makedóníu, einkum tóbaks-, hrís- grjóna-, ávaxta-, grænmetis- og vínfram- leiðsla. Á meðal annarra helstu atvinnuvega landsins eru vefnaðar-, stál-, véla- og efnaiðn- aður og leirmunagerð. Ferðaþjónusta varð mikilvægur þáttur í atvinnulífinu á níunda áratug síðustu aldar þegar Makedónía var sambandsríki í Júgóslavíu. Lýðveldið Makedónía varð sjálfstætt ríki 1991. Landið er 25.713 ferkm að flatarmáli og íbúarnir eru um 2,06 milljónir. Höf- uðborgin, Skopje, er stærsta borg landsins með 444.300 íbúa (1994). Byggt á Britannica og Fischer-heimsalm- anakinu 2001. Flókin þjóðasamsetning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.