Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bjarnveig GuðnýGuðmundsdóttir fæddist í Súðavík 25. mars 1930. Hún lést á St. Jósefsspítala 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðnason og Guðrún Eiríksdóttir. Bróðir Bjarnveigar var Ei- ríkur, fæddur 1920 og látinn 1960. Eftir- lifandi eiginmaður Bjarnveigar er Jör- undur Engilbertsson, f. 1.7. 1927, frá Súða- vík. Foreldrar hans voru Einar Engilbert Þórðarson og Ása Val- gerður Eiríksdóttir. Börn Bjarn- veigar og Jörundar eru: 1) Brynja, f. 29.6. 1949, eiginmaður hennar er Birgir Úlfsson, f. 25.4. 1947, dætur þeirra eru a) Guðrún, f. 4.10. 1967, unnusti hennar er Sverrir Jóhann- esson, f. 11.6. 1966, börn þeirra eru Birgir, f. 25.11. 1992, og Bertha Sóley, f. 26.5. 1999, b) Benedikta, f. 11.12. 1973, unnusti hennar er Hin- rik Jónsson, f. 10.1. 1973, dóttir ung að Seljalandi í Álftafirði, þar sem foreldrar hennar voru með bú- skap. Hún ólst þar upp fram yfir fermingu og flutti þá með foreldr- um sínum til Súðavíkur. Hinn 25. mars 1951 kvæntist hún eigin- manni sínum, Jörundi Engilberts- syni, og hófu þau búskap í Súðavík og eignuðust þar sín fjögur börn. Árið 1971 fluttu Bjarnveig og Jör- undur til Kópavogs, ásamt tveimur yngstu sonum sínum og föður Bjarnveigar sem flutti á heimili þeirra eftir að hann varð ekkju- maður árið 1968. Eftir skamma dvöl þar fluttu þau upp á Akranes árið 1971 og störfuðu þar í frysti- húsinu Haferninum, en Jörundur hóf síðan störf við fiskeftirlit hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins. Árið 1977 fluttu Bjarnveig og Jör- undur, ásamt yngsta syni sínum, aftur í Kópavoginn og á nýjan leik upp á Akranes ári síðar. Þar dvöldu þau til ársins 1981 en fluttu þá að Laufvangi 2 í Hafnarfirði, þar sem Bjarnveig bjó til dauða- dags. Í gegnum tíðina starfaði Bjarnveig ýmist í fiskvinnslu eða við húsmóðurstörf en eftir að hún flutti til Hafnarfjarðar starfaði hún í fjölda ára á Hrafnistu í Hafnar- firði, þar sem hún lauk starfsævi sinni. Útför Bjarnveigar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 15. þeirra er Arngunnur, f. 11.12. 2000, c) Birg- itta, f. 10.7. 1979, unn- usti hennar er Darri Gunnarsson, f. 4.1. 1975, og d) Bjarnveig, f. 28.4. 1983. 2) Guð- mundur, f. 10.6. 1950, eiginkona hans er Guðríður G. Guð- mundsdóttir, f. 21.9. 1953, börn þeirra eru a) Berglind Ósk, f. 19.12. 1978, unnusti hennar er Garðar Svavarsson, f. 6.10.79, sonur þeirra er Alex- ander Blær, f. 8.3. 2000, dóttir Berglindar er Birta Líf, f. 2.5. 1997, b) Arnór Smári, f. 4.8. 1994. 3) Atli Viðar, f. 23.5. 1955, sonur hans er Steinar Örn, f. 6.4. 1977. 4) Eiríkur Páll, f. 24.12. 1962, eiginkona hans er Heiða Helena Viðarsdóttir, f. 11.2. 1963, dætur þeirra eru a) Guðrún Rakel, f. 9.1. 1983, b) Ása Hrund, f. 4.9. 1987, og c) Birna Rún, f. 23.7. 1993. Bjarnveig fæddist að Fögru- brekku í Súðavík en fluttist korn- Móðir mín kom í heiminn að áliðn- um vetri, þegar sól hækkaði á lofti, vermdi mannfólki og bræddi snjó af grund. Hún yfirgaf þetta jarðneska líf á sama árstíma, í aðdraganda vorsins sem var svo órjúfanlega tengt persónuleika hennar. Móðir mín var barn vorsins, lífsins sem var að vakna, fuglanna sem sungu og kveiktu vonir í brjósti góðra manna. Hún unni náttúrunni og margar hug- ljúfar æskuminningar hennar frá Seljalandi yljuðu alla tíð, umvafðar einstakri fegurð fjalla, hlíða og vatna. Og angurvær kliður genginna kyn- slóða ómaði í frásögnum hennar af ömmu og afa, langömmu og langafa, sem ætíð tókst að laða fram hlýju og ljúfmennsku í garð litlu telpunnar, undan harðgerðu yfirbragðinu sem harðneskjuleg lífskjör meitluðu í svip þeirra. Móðir mín var jarðbundin kona þótt hugsanir hennar hafi oft flögrað um, líkt og litlu fuglarnir sem hún hafi yndi af að fylgjast með. Hún gerði litlar kröfur til annarra, setti sjálfa sig aftast í biðröðina og naut þess framar öllu að láta okkur börn- unum líða vel og ekki síst að dekra við barnabörnin og barnabarnabörn- in. Enda er missir þeirra og sökn- uður mikill, það tómarúm sem nú kemur í hennar stað verður aldrei fyllt. Hinar dýrmætu stundir í Lauf- vanginum, sem móðir mín gæddi töfrum hlýju og umhyggju, eru nú að baki og koma aldrei aftur, en minn- ingarnar lifa og standa sem vörn andspænis þeim bitra veruleika sem ótímabært brotthvarf hennar er. Að setjast við eldhúsborðið og ræða um heima og geima og finna návist henn- ar voru talin sjálfsögð réttindi, sem nú eru horfin. Eftir situr söknuður- inn og skilningur á því hversu dýr- mætar þessar litlu stundir voru, því ætíð naut hún þess að ýta öllu til hlið- ar og gefa manni allan sinn tíma og eftirtekt. Ungur naut ég þeirrar ómetanlegu gæfu að móðir mín var mitt trausta bjarg, skjól sem alltaf var til reiðu og huggunar þegar snáðinn hnaut um og hrasaði á hrjúfu yfirborði lífsins. Minningin um hlýjan móðurfaðm, sem umvafði skelkað hjarta litla drengsins, er svo mögnuð, svo gef- andi og uppbyggileg, að nánast er vonlaust að ímynda sér lífshamingj- una án þessara helgistunda. Að fá að vaxa og dafna í slíku skjóli er dýr- mæt gjöf sem fylgir litlum snáða lífið á enda. Í vöggugjöf hlaut móðir mín skáldagáfu, sem henni gafst því mið- ur ekki tækifæri á að þroska. Á henn- ar yngri árum var ekki við hæfi að liggja á skólabekk og sinna heim- spekilegum viðfangsefnum, lífsbar- áttan var hörð og tók þann tíma sem gafst. Hún var næm kona og skynjaði lífið að hætti náttúrubarna, hafði næmt skyn á góðar bókmenntir og las mikið alla tíð. Í seinni tíð hóf hún loks að setja stökur á blað og rita hugljúf minningarbrot, en þessum hæfileikum flíkaði hún ekki frekar en öðrum mannkostum sem hana prýddu. Enda leiddist henni aldrei einni með sjálfri sér, þá var hún í eig- in hugarheimi og þurfti ekki á við- urkenningu annarra að halda. En þegar svo bar við var hún hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, glaðlynd, spaugsöm og eftirlæti skyldmenna og vina. Nú er hún horfin á braut eft- ir erfiðan baráttuvetur. Þrátt fyrir óendanlegar kvalir barmaði hún sér aldrei, hún hlífði okkur við því fram í lokin. Það var hennar háttur. Hennar mestu áhyggjuefni voru að komast ekki í fermingu sinnar „ljúfustu“ og geta ekki heimsótt yngsta barna- barnabarnið sem kom í heiminn í vet- ur. Því miður náðist ekki að ljúka því ætlunarverki, en nú skundar hún um fagrar grundir hæstu hæða, til móts við þá sem hún unni forðum. Vorþrá Nú heyrist brátt í lóunum syngja um dýrð í móunum berst að gagg í tófunum í holti og birkihlíð. Þá blánar yfir sundunum og grasið grær á grundunum en ástin vex í lundunum á ljúfri sumartíð. (Bjarnveig Guðmundsdóttir.) Guð geymi þig, móðir mín, Eiríkur Páll. Á morgun verður til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín, Bjarn- veig Guðmundsdóttir, sem lést 27. mars sl. eftir erfið veikindi. Okkar kynni hófust fyrir tæpum 20 árum og einkenndust samskipti okkar alla tíð af gagnkvæmri virðingu og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Alltaf var notalegt að koma til þeirra Bubbu og Jörra í Laufvanginn. Þá skynjaði maður hversu mikils hún mat heim- sóknir okkar, hvort sem við stopp- uðum í lengri eða skemmri tíma, allt- af gaf hún sér tíma fyrir okkur. Hún var ætíð reiðubúin að rétta fram hjálparhönd þegar á þurfti að halda og taldi það aldrei eftir sér. Dætrum okkar var hún alla tíð góð og er sökn- uður þeirra mikill nú þegar engin amma Bubba tekur á móti þeim í Laufvanginum með opinn faðminn og ilmandi sætabrauð. Á fyrstu árum búskapar okkar Igga leitaði ég oft og tíðum til tengdamóður minnar til að fá ráðleggingar, hvort heldur var við saumaskap, bakstur eða annað sem finna þurfti lausn á. Ekki stóð á svari, enda var hún mikil húsmóðir og hafði gaman af hannyrðum og matargerð. Ósjaldan var leitað til hennar með pössun og alltaf brást hún vel við og hafði gaman af, enda voru stelpurnar vinir hennar og skip- uðu stóran sess í hjarta hennar. Með þessum orðum kveð ég tengda- mömmu mína og þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og dætur mínar. Guð geymi þig. Heiða Helena Viðarsdóttir. Bjarnveig tengdamóðir mín, eða Bubba eins og hún var ávallt kölluð í fjölskyldunni, er dáin eftir erfitt stríð við illvígan sjúkdóm sem hún barðist við af miklum dugnaði og æðruleysi. Hún átti 71 árs afmæli og 50 ára brúðkaupsafmæli hinn 25. mars sl., tveimur dögum fyrir andlát sitt. Í fyrrasumar var ákveðið að halda upp á þennan dag á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni og öðrum hjónum sem einnig giftu sig í Súðavík fyrir 50 ár- um. Ekki fór Bjarnveig í þá ferð en lagði ein í allt aðra för. Bjarnveigu kynntist ég fyrst fyrir 33 árum er ég gekk að eiga einka- dóttur hennar Brynju. Mikill kær- leikur þróaðist með okkur Bubbu í gegnum árin. Umhyggja hennar fyr- ir fjölskyldu minni var alveg einstök og þær minningar mun ég geyma um ókomna tíð. Alltaf var gott að heim- sækja hana og sá hún ætíð til þess að tengdasonurinn færi ekki heim með tóman maga. Mér er minnisstætt hve stríðinn henni þótti ég vera en smám saman kom í ljós að hún var ekki síð- ur stríðin sjálf. Ég hafði sérstaklega gaman af því að reyna að plata hana 1. apríl og tókst það lengi framan af. Hin síðari ár var hún þó alltaf á varð- bergi þennan dag og var fljót að fyr- irgefa mér sprellið. Við hjónin og dætur okkar fórum með tengdafor- eldrum mínum í nokkrar ferðir, bæði innanlands og utan. Þá var Bubba jafnan hrókur alls fagnaðar, orti bæði kvæði og vísur og söng af hjart- ans lyst. Við eigum ógleymanlegar minningar úr þessum ferðum. Á merkum tímamótum í lífi mínu las tengdamóðir mín jafnan frumsamin kvæði, sem hún orti til mín og ég varðveiti sem dýrmætasta djásn. Ég mun minnast tengdamóður minnar með miklum söknuði. Blessuð sé minning hennar. Birgir Úlfsson. Elsku amma Bubba okkar, í dag kveðjum við þig með mikilli sorg. Það er erfitt að sætta sig við það en því miður fáum við engu um það ráðið. Það sem við getum þó gert er að minnast allra dásamlegu stundanna sem við áttum með þér, elsku amma. Það voru ófá skiptin sem við báðum þig um að fá að gista hjá þér og það var alltaf hið minnsta mál. Enda leið okkur aldrei jafn vel og í faðmi þín- um. Þú varst alltaf svo ung í anda og létt að þegar við komum saman með spólu í tækinu og nammi við höndina var ávallt eins og þrjár bestu vinkon- BJARNVEIG GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR                  !                   !     "   # $ # %    &'%' " ! #$$  !%&   '  ()' *  +$  ")!,) +$  * +''! ! -.** +$  / &*  !%&  "$''! $  $$   ((01                                  ! " # $%  $ $ $     &     ' $$&  (        % ) )          !"" # !$   !"" & & " ! !   ' (                            !!  #$%                    !  "  & #'( )(  *+ #'( )(    #'( + ,+  %)(  -+.$/ #'( )(  0 #'( + 1  2  3(+ #'( + 4  3(+   +) )(  .+./+  .+.+./+5                                         !""         !       !    " #$ " % &  !    '   % (& % )  ' *  +&  !   ,                          !"#                      !         "#$$ %     &     '           ( ''    !)  &*     $ %"   &''  #&(!)& * &+& "& ,  -#& "&&# .&&" " '  / &&" %&"+& "" "0&'    &'  1& 2#"+& 30"  0&'  / ! & 2#"+& .   "&&'  0  4 ' 2#"'  + ("&"("&"()&5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.