Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 47
ÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólöf Erla Hauksdóttir 435 0095 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1222 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Ingibjörg Ólafsdóttir 478 8962 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Björn Ingólfsson 463 3131 463 3118 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 451 2618 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Bára Sólmundsdóttir 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Arnheiður Guðlaugsdóttir 421 5135 862 0375 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Jónína M. Sveinbjarnardóttir 566 6082 868 7654 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Ólöf Þórhallsdóttir 486 1136 862 1924 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Nes – Höfn Sigurbergur Arnbjörnsson 478 2113 Neskaupstaður Sigrún Júlía Geirsdóttir 477 1812 477 1234 Neskaupstaður Sveinbjörg Guðjónsdóttir 477 1841 896 0326 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 Neskaupstaður Bjarney Ríkharðsdóttir 477 1687 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Stefanía Jónsdóttir 465 1179 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Jóhanna Konráðsdóttir 423 7708 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Jón Einarsson 456 2567 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni ENGJASEL - MJÖG FALLEG Í einkasölu mjög falleg 89 fm, 3ja herbergja íbúð í þriggja hæða fjölbýlishúsi ásamt 36 fm stæði í bílageymsluhúsi. Allt húsið er klætt Steniplötum. Góður sameiginlegur verðlaunagarður með leiktækjum fyrir börn. V. 10,8 m. Áhv. 3,9 m. BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L AF A S T E I G N A S A L A HLÍÐARVEGUR KÓPAVOGI Falleg og rúmgóð 94 fm neðri sérhæð í þríbýli á mjög góðum stað í suðurhlíðum Kópavogs. Tvö rúmgóð svefnherb., bað- herb. með kari og innréttingu stór stofa með útgengi út á suðurverönd og í garð. vandað parket og flísar á gólfum. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: lista- safn@reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí– september kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið daglega kl. 12–17 nema mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Upplýsingar í s. 553 2906. LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla mið. kl. 12-18. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán._föst. kl. 10-16. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er lokað yfir vetrarmánuðina, en hópar geta fengið að skoða safnið eftir samkomulagi. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að- alstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið frá 16.9.–31.5. á sun. milli kl. 14–16. Einnig eftir samkomulagi fyrir hópa. Skrifstofur opnar virka daga kl. 8–16. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gam- alt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi, kandís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust@eld- horn.is. MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/ Elliðaár. Opið á sun. kl. 15–17 og eftir samkomulagi. S. 567 9009. MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550 og 897 0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NESSTOFUSAFN. Yfir vetrartímann er safnið opið sam- kvæmt samkomulagi. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýningarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffistofan opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrif- stofan opin mán.–föst. kl. 9–16, lokað 20.–24.4. Sími 551– 7030, bréfas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heimasíða: hhtp://www.nordice.is. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið lau. og sun. frá kl. 13–17 og eftir samkomulagi. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa Lyngási 7, Garðabæ, sími 530 2200. Fax: 530 2201. Netfang: aog@natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður- götu. Handritasýning er opin þri. til fös. kl. 14–16 til 15. maí. STEINARÍKI ÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl. 13–18 nema mán. S. 431 5566. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lokaðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning- ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10– 19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14–18. Lokað mán. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- ar frá kl. 11–17. ORÐ DAGSINS Reykjavík s. 551 0000. Akureyri s. 462 1840. SUNDSTAÐIR SUNDSTAÐIR Í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl. 6.30–21.30, helg. kl. 8–19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30–21.30, helg. 8–19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50–21.30, helg. 8–19. Breið- holtslaug er opin v.d. kl. 6.50–22, helg. kl. 8–20. Graf- arvogslaug er opin v.d. kl. 6.50–22.30, helg. kl. 8–20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50–22.30, helg. kl. 8–20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fim. kl. 11–15. Þri., mið. og fös. kl. 17–21. SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 6.30–22, um helgar 8–19 (apríl-sept.), kl. 8-18 (okt.-mars). GARÐABÆR: Sundlaugin opin mán.–fös. 7–20.30. Lau. og sun. 8–17. Sölu hætt hálftíma fyrir lokun. HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mán.–fös. 7–21, lau. 8–18, sun. 8–17. Sundhöll Hafnarfjarðar: Mán.–fös. 6.30– 21, laug. og sun. 8–12. VARMÁRLAUG Í MOSFELLSBÆ: Opið v. d. kl. 6.30–7.45 og kl. 16–21. Um helgar kl. 9–18. SUNDLAUGIN Í GRINDAVÍK: Opið alla v. d. kl. 7–21 og kl. 11–15 um helgar. S. 426 7555. SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45–8.30 og 14–22, helgar 11–18. SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mán.–fös. kl. 7–21, lau. kl. 8–17, sun. kl. 9–16. SUNDLAUGIN Í GARÐI: Opin mán.–fös. kl. 7–9 og 15.30– 21, lau og sun. kl. 10–17. S: 422 7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7–21, lau. og sun. kl. 8–18. S. 461 2532. SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mán.–fös. 7– 20.30, lau. og sun. kl. 8–17.30. JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mán.–fös. 7–21, lau. og sun. 9–18. S: 431 2643. BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11–20, helgar kl. 10–21. ÚTIVISTARSVÆÐI HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn alla daga kl. 10–17. Kaffihúsið opið á sama tíma. Fjölskyldugarðurinn er op- inn sem útivistarsvæði á veturna. S. 5757 800. SORPA: SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.15–16.15. Móttökustöð er opin mán.–fim. 7.30–16.15 og föst 6.30– 16.15. Endurvinnslustöðvarnar við: Bæjarflöt, Jafnasel, Dalveg og Blíðubakka eru opnar kl. 12.30– 19.30. Endurvinnslustöðvarnar við: Ánanaust, Sævarhöfða og Miðhraun eru opnar k. 8–19.30. Helgaropnun laug- ardaga og sunnudaga kl. 10–18.30. Endurvinnslustöðin á Kjalarnesi er opin sunnudag., miðvikud. og föstud. kl. 14.30–19.30. Uppl.sími 520 2205. HUGVEKJA „En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.“ Matteus 6:9–13. Margir leggjast ekki til svefns fyrr en þeir hafa farið með kvöld- bæn, oft bænavers sem þeir lærðu í bernsku, eða bænina sem Jesús kenndi lærisveinum sínum og vitn- að er til hér að ofan. Eins fara margir með bæn í byrjun dags. Aðrir leita ekki til bænarinnar nema þegar eitthvað fer úrskeiðis og þeir standa frammi fyrir óvið- ráðanlegum vanda. Í bæninni eigum við samfélag við Guð því bænin virkar í báðar áttir, eða eins og nútíminn orðar það, hún er gagnvirk. Við getum gert Guði kunnar óskir okkar og þarfir, beðið um vernd hans og vel- þóknun, falið honum áhyggjur og vanda. Margir hafa fengið bæna- svör, sem staðfesta að Guð heyrir bænir. Eins gott og það er að biðja þá er ekki síður mikilvægt að þakka og læra að hlusta, vera opin fyrir því sem Guð vill segja við okkur. Hann talar bæði í orði sínu og anda. Jesús var iðinn við bænagjörð og hvatti til bæna. Af lestri guð- spjallanna má ráða að hann hafi undirbúið mikilvægar ákvarðanir og átakastundir í bæn. Hann kenndi lærisveinum sínum bænina Faðir vor og má margt af henni læra um bænagjörð. Bænin hefst á því að ávarpa Guð sem föður á himnum, sá sem biður kemur fram fyrir hann eins og barnið hans. Við vitum að jarð- neskir feður, sem þykir vænt um börnin sín, vilja allt fyrir þau gera svo lengi sem það er þeim til góðs. Okkar himneski og kærleiksríki faðir vill miklu fremur svara bæn- um barna sinna. Mönnum er gjarnt að biðja um það sem þá langar í, að þeirra vilji verði, en í Faðir vorinu er okkur kennt að biðja þess að vilji Guðs verði, jafnt á jörðu sem á himni. Það er mikil viska í því að beygja sig fyrir vilja Guðs. Hann er alvit- ur og sér heildarmyndina á meðan mennirnir eru takmörkum háðir. Sá sem biður og beygir sig fyrir hans vilja verður að gera sér ljóst að Guð svarar oft á óvæntan hátt. Hann á það jafnvel til að segja nei! Bænin um daglegt brauð sýnir að Guði er ekkert óviðkomandi, honum er annt um afkomu okkar og líkamlega velferð. Fyrirgefn- ingarbænin kennir okkur að biðja Guð fyrirgefningar á skuldum okkar, syndum og afbrotum. Ekki síður að við eigum að fyrirgefa öðrum það sem þeir hafa gert á okkar hlut. Okkur er kennt að biðja um varðveislu Guðs frá því vonda, björgun frá hinu illa. Loks endar bænin á tilbeiðslu til Guðs þar sem við viðurkennum vald hans og mátt og gefum honum dýrðina að eilífu. Kirkjur landsins eiga að vera bænahús. Í hverri guðsþjónustu er farið með bænir og beðið fyrir bænarefnum. Auk þess eru oft haldnar sérstakar bænastundir. Það sem af er þessu ári má til dæmis nefna árlega bænaviku á vegum Samstarfsnefndar krist- inna trúfélaga þegar haldnar eru til skiptis bænastundir í ýmsum kirkjum. Einnig sérstakt bænaá- tak í sjö vikur í vetur á vegum nokkurra kristinna safnaða á höf- uðborgarsvæðinu. Þá er alþjóð- legur bænadagur kvenna árviss viðburður í byrjun marsmánaðar. Morgunblaðið birti viðtal við sr. Hjalta Guðmundsson er hann hætti prestskap í Dómkirkjunni fyrr í vetur. Þar minntist hann á vikulegar bænastundir í kirkjunni, sem haldnar eru í hádeginu á mið- vikudögum, og sagði m.a.: „Það eru yndislegar stundir. Þangað kemur fólk með bænarefni sín. Við erum með lista yfir fólk sem við biðjum reglulega fyrir. Þar höfum við oft fengið að þreifa á bæn- heyrslu Guðs.“ Vikulegar bæna- stundir af þessu tagi eru haldnar í mörgum kirkjum hérlendis. Hvers vegna öll þessi áhersla á bæn? Hallgrímur Pétursson svar- ar þeirri spurningu í versinu: Bænin má aldrei bresta þig. Búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að drottins náð. Bænin er lykill, verkfæri sem opnar áður læstar dyr. Verum ófeimin við að nota þá guðsgjöf sem bænin er og minnumst orða Jesú er hann sagði: „Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra, svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig ein- hvers í mínu nafni, mun ég gjöra það.“ Morgunblaðið/Þorkell Gagnvirkt samband við Guð Bænin er samtal við Guð og hefur verið líkt við lykil að náð hans. Guðni Einarsson leiddi hugann að bæninni og áhrifum hennar. gudni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.