Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.04.2001, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ JACK London skrifaði fræga bók í upphafi síðustu aldar, er hann „stakk [sér] niður í undirheima Lundúna, með þeirri tilfinningu, sem líktist áhuga landkönnuðar, eða uppfinningamanns“, svo að vís- að sé til orða höfundarins. Þorfinnur Guðnason hefur með sama hætti stungið sér niður í und- irheima Reykjavíkur með frábærri mynd sinni um Lalla Johns. Myndin er sönn. Hún er ekki leikin eða tilbúin atriði í henni. Auðnuleysið er ekki höfundarverk annarra en þeirra, sem sjást í myndinni. Ég hygg, að dómarar, málflytjendur og lögreglumenn kannist við marga þá, sem bregður fyrir í þessari mynd, og þekki um- gjörðina, sem er um óhamingju þessa fólks. Flestum öðrum er þessi heimur óþekktur. Myndin rekur ævi Lárusar í sex ár. Hún er um manninn, sem segist trúa á, að næst muni allt snúast til betri vegar, – að nú hljóti allt að fara réttan veg, – hann er búinn að vera 17 ár í fangelsi frá 1967. Og hann segist aldrei gefast upp. Raunveruleikinn er annar. Að því leytinu til er þessi mynd eins og margar af myndum Chaplins: Sorg- in er falin á bak við brosið. Ég hvet alla til að sjá þessa mynd. Hún er sannarlega í hópi þeirra mynda, sem beztar hafa ver- ið gerðar á Íslandi. Lárus hafði hlakkað til að mæta á frumsýningu myndarinnar. Hann situr hins vegar á Litla-Hrauni að gjalda þjóðfélaginu reikningsskap gerða sinna. Hann óskaði eftir að fá að vera á frumsýningunni. Skrif- finnar ríkisins töldu ekki ekki ástæðu til þess. Sú afstaða lýsir því miður smáum hugarheimi. HARALDUR BLÖNDAL hrl. Fólk undirdjúpanna Frá Haraldi Blöndal: Í ANNAÐ skipti þetta ár fæ ég fal- legan póst um hvernig á að flokka heimilissorpið frá Sorpu. Í huga minn kemur atvik sem átti sér stað þegar ég skilaði af mér samvisku- samlega flokkuðu rusli niður á end- urvinnslustöðina hjá Ánanaustum eftir að fá flokk- unartöflu frá Sorpu „Flokkum til framtíðar“. Eftir að ég hafði beðið í bílaröð í þó nokkurn tíma tók á móti mér ungur maður. Ég byrja á að benda honum stolt á að ég sé með ruslið vel flokkað eins og bæklingurinn bendir á, bylgjupappír sér, skrifstofupappír sér, meira að segja búin að hafa fyrir að taka burt allt lím og plast af um- slögum, fernur sér og plastið sér. Maðurinn tilkynnti mér að ég væri hvort sem er með svo lítið magn af sorpi að ég gæti skutlað þessu öllu nema fernunum í blandaða gáminn. Ég tek fram að eldhúsið hjá mér var orðið fullt af flokkuðu sorpi og því fannst mér að öll sú flokkun sem ég hefði gert væri óþörf. Samt hafði ég farið alveg eftir bæklingnum. Hvað var ekki að virka? Þetta atvik rændi mig áhuganum og fyllti mig vonleysi. Ég spurði mig hvort væri ekkert að marka þennan bækling. Ég hætti að flokka eftir flokkunartöflunni frá Sorpu. Alls konar plasti, bylgjupapp- ír og auglýsingapappír, sem kemur innan um lúguna á hverjum degi, henti ég í ruslatunnuna. Og núna kemur inn um lúguna umslag frá Sorpu með fyrirsögninni „Mundu að flokka og skila á endurvinnslustöðv- arnar“. Nú spyr ég eftir að sjá einn flokkinn merktan „Dagblöð og tíma- rit, bæklingar, kiljur og auglýsinga- póstur“ hvort hann fari í endur- vinnslu? Til hvers að flokka ef þetta fer allt sömu leiðina? Mig langar að koma aftur að starfsmanninum. Kannski hefur þetta lítið að gera með hann sjálfan og meira með þá starfsmenntun sem Sorpa veitir starfsfólki sínu. Mér finnst fáránleg þau viðbrögð sem ég mætti hjá Sorpu. Eins og það væri engin með- vitund um að öll þjóðin hefði fengið flokkunarbækling sendan frá þeim og heldur ekki áhugi á að íslenska þjóðin væri farin að flokka að ein- hverju viti eins og svo margar ná- grannaþjóðir eru löngu farnar að gera. Það þarf að upplýsa þjóðina og sýna fram á hversu mikilvægt það er að við flokkum það rusl sem er í heimahúsum og fyrirtækjum. Kannski er ekki nóg að senda bækling því ég veit að margir henda öllum bæklingum í ruslið! Kannski væri fróðlegt að gera skemmtilegan sjónvarpsþátt um endurvinnslu Sorpu þar sem við fengjum að fylgj- ast með endurvinnslu á nokkrum tegundum af efnum frá því að komið er með það í endurvinnslu þangað til það hefur verið endurunnið. Jafnvel þótt það sé sent til útlanda. Því meira spennandi! Hvað verður um ruslið/efnið sem við látum frá okkur? Ég held að bæklingur einn og sér sé ekki næg- ur. Við þurfum að sjá hvað verður um þessa flokkun. Sjá tenginguna og hvers virði það er að flokka úrgang. Ég er viss um að það liggja enda- lausir möguleikar í flokkun og end- urvinnslu. En það kostar peninga og hvað með það. Við eyðum í annað eins! GUÐRÚN V. HJARTARDÓTTIR, myndlistarmaður, Stórholti 14, Reykjavík. Margt smátt gerir eitt stórt Frá Guðrúnu Veru Hjartardóttur: Guðrún Vera Hjartardóttir                                     ! "  # "       !  " $ "% !  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.