Morgunblaðið - 01.04.2001, Side 20

Morgunblaðið - 01.04.2001, Side 20
LISTIR 20 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRESKI myndlistarmaðurinn John Isaacs fjallar um eigin verk í LHÍ, Laugarnesvegi 91, á mánudag kl. 12.30. John er breskur myndlistarmaður sem kunnur er á alþjóðavettvangi. Viðbrögð áhorfenda við verkum hans eru ýmist hlátur eða hroll- ur en víst er að listamaðurinn leggur mikið upp úr því að hreyfa við fólki, á hvorn veginn sem er. Sýning með verkum hans var opnuð í gær í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Námskeið Á námskeiði, sem hefst á mánudag, verður kennd vinnsla með „layers“ og möskun við samsetningu mynda. Námskeið- ið nefnist Myndvinnsla III Photoshop. Kennari er Leifur Þorsteinsson ljósmyndari og umsjónarmaður ljósmyndavers LHÍ. Kennt verður í tölvuveri Listaháskóla Íslands, Skipholti 1. Á námskeiði, sem hefst 23. apríl, í umbroti prentgripa verða kennd undirstöðuatriði umbrots í QuarkXPress-umbrotsforrit- inu.. Kennt verður í tölvuveri Listaháskóla Íslands, Skipholti 1. Námskeiðið er grunnnám- skeið, ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á tölvum. Kennari er Margrét Rósa Sig- urðardóttir prentsmiður og kennari í grafískri hönnun í LHÍ. John Isaacs fjallar um eigin verk í í LHÍ NÚ stendur yfir kvikmyndahátíðin Kvikar myndir í MÍR-salnum og Norræna húsinu. Yfirskrift hátíðar- innar er Pólitík. Sunnudagur Norræna húsið: Opið kl. 14-18. Loft: Frjáls flokkur. Gólf: Áróðurs- myndir: Kl. 15: Ýmsir titlar. Gryfja: Heimildamyndir: Kl. 14: Le Joli Mai eftir Cris Marker. Kl. 16: Án titils eftir Pétur Má Gunnarsson. MÍR-salurinn: Kl. 20. Þýska kvik- myndin Metropolis, 1926, eftir Fritz Lang. 120 mín. Mánudagur Nýlistasafnið: Loft: Frjáls flokk- ur. Gólf: Áróðursmyndir: Kl. 15: Ýmsir titlar. Gryfja: Heimildamynd- ir: Kl. 14: Mynd eftir John Grierson. Kl. 16: Triumph des Willens eftir Leni Riefenstahl. MÍR-salurinn: Kl. 20: Kvikmyndin Verkfall, 1924, eftir Sergei Eisen- stein. Kvikar myndir Í NORRÆNA húsinu stendur yfir kynning á menningu frá Norðurbotni í Svíþjóð og stend- ur til 6. apríl. Sunnudagur – Luleådagur. Kl. 12: Skerjagarðssýning verður opnuð í anddyri með verkum eftir listamanninn Ole Taube. Einnig verður sýndur listiðnaður og hönnun frá Norð- urbotni og munir verða til sölu í anddyri. Kl. 13-14: Undir regnhlíf æv- intýrisins. Barnadagskrá með Kotten. Kl. 14: Göran Wallin heldur fyrirlestur um völundarhúsa- leikinn, minjar um hann og sögu hans í skerjagarðinum í Norð- urbotni. Kl. 15:16: Undir regnhlíf æv- intýrisins. Barnadagskrá með Kotten. Kl. 16-17: Heimildarmynd um kirkjuhverfið í Gammelstad. Myndin verður sýnd á u.þ.b. 15. mínútna fresti. Kl. 18: Þjóðlagasveit J. P. Ny- ström leikur gömul lög fyrir nú- tímamenn. Aðgangur kr. 1.000. Norður- botnsdagar DAGSKRÁ Listaklúbbs Leikhúskjallarans verður helguð söngleikjum og sögu þeirra annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Dagskráin er í í tengslum við væntanlega frumsýningu Þjóðleikhússins á söng- leiknum Syngjandi í rigningunni. Árni Blandon flytur erindi og bregður upp mynd- um úr söngleikjum á fyrri hluta aldarinnar. Stefán Baldursson gerir grein fyrir stefnu leikhússins í söngleikjavali. Leikarar flytja brot úr sýningunni. Heiðursgestur kvöldsins er leikstjóri og danshöfundur sýning- arinnar, Kenn Oldfield. Úr söngleiknum Syngjandi í rigningunni. F.v. Selma Björnsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Stefán Karl Stefánsson og Þórunn Lárusdóttir. Söngleikir í Listaklúbbnum SIGRÚN Sigurðardóttir sýnir þessa dagana 20 akrýlmyndir í Skólasafni Hagaskóla en þar hafa verið mynd- listarsýningar í allan vetur. Fyrst var sýning Sigrúnar Gísladóttur, Moussu, þá Tryggva Ólafssonar list- málara og loks Hauks Halldórsson- ar. Sýning Sigrúnar ber yfirskriftina Tilraunir til tjáningar á hinum fjöl- breyttu hliðum lífsins, en myndirnar sýna áhuga hennar á mannlega þættinum og ást hennar á fegurð náttúrunnar. Sigrún byrjaði að mála fyrir þrem- ur árum og nýlega lauk hún fimm mánaða námskeiði í málun í Amst- erdam. Hún hefur áður sýnt á NLFÍ í Hveragerði og tekið þátt í samsýn- ingu Myndlistarklúbbs Hvassaleitis. Sýningin í Skólasafni Hagaskóla er opin á skólatíma til 1. maí. Myndlistarsýning í Hagaskóla Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Við seljum nú síðust sætin til Prag 5. apríl, en okkur hefur tekist að tryggja okkur viðbótarhótel fyrir þessa dagsetningu, en allar aðrar helgarferðir okkar eru nú uppseldar í vor. Spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn með íslenskum fararstjórum Heimsferða, þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar fögru borgar sem á engan sinn líka í Evrópu. Fáðu bæklinginn sendann Aðeins 14 sæti Helgarferð til Prag 5. apríl frá kr. 39.970 Verð kr. 39.970 M.v. 2 í herbergi, Pyramida, 5. apríl. Flug, gisting og skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.