Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 1
MORGUNBLAÐIÐ 29. APRÍL 2001 96. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Ákvörðun samkeppnisráðs verði felld úr gildi 20 Skattkerfið verði aðdráttarafl fyrir erlend fyrirtæki 10 Sunnudagur 29. apríl 2001 ferðalögMeð hippum í ChilebílarBMW í RoverbörnVissuð þið...bíó Íslendingar í Cannes Hvað segið þér um þetta, herra Björnsson? „Ég var talinn slæmur – en tekið fram að konan mín væri þó miklu hættulegri.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Aldrei of seint að verða hamingjusamur Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Tónlistarmennirnir í Buena Vista Social Club halda tónleika hér á landi á morg- un og þriðjudag. Árni Matthíasson hitti að máli þau Omara Portuondo og Ibrahim Ferrer sem eru meðal gest-BErfitt að draga í land28 BRESK lögregluyfirvöld hafa ráðið þekktan töframann til að halda námskeið fyrir yfirmenn, í því skyni að auka sjálfstraust þeirra og leiðtogahæfileika. The Daily Telegraph greindi frá því í gær að Michael Vincent, sem kosinn hefur verið töframaður árs- ins í Bretlandi, muni sýna 20 hátt- settum lögregluforingjum spila- galdra og sjónhverfingar á námskeiði er nefnist „Töfrar al- mannatengslanna“, en tilgangurinn er að bæta samskipti lögreglunnar við almenning. Munu yfirmennirnir sækja tvær fimm klukkustunda kennslustundir, en lærdómurinn er ekki ókeypis því hvor kennslustund kostar 3.000 pund, eða rúmlega 400 þúsund krónur. Hugmyndin hefur hlotið blendn- ar viðtökur meðal lögreglumanna. „Við höfum öll gaman af töfra- brögðum, en er meiningin að lögg- ur fari að draga kanínur upp úr hjálmunum?“ spurði Dave Rodgers, formaður samtaka lögreglumanna á Lundúnasvæðinu. Aðrir reyndu að horfa á björtu hliðarnar. „Kannski getur [töframaðurinn] galdrað fram nokkur þúsund lög- reglumenn til viðbótar við lög- regluliðið í höfuðborginni til að berjast gegn innbrotum og ránum og hjálpa okkur að vernda almenn- ing,“ hafði The Daily Telegraph eftir Norman Brennan, talsmanni hagsmunasamtaka lögreglumanna, „Verndum verndarana“. Breskir lögreglumenn Í læri hjá töfra- manni London. The Daily Telegraph. BANDARÍSKI auðjöf- urinn Dennis Tito varð í gærmorgun fyrsti geimferðalangurinn, þegar rússnesku Soyus-geimfari var skotið á loft með hann innanborðs á leið til Al- þjóðlegu geimstöðvar- innar (ISS). Soyuz-farinu var skotið frá geimferða- miðstöð Rússa í Baik- onur í Kasakstan klukkan 7:37 í gær- morgun að íslenskum tíma. Áætlað var að flaugin tengdist Al- þjóðlegu geimstöðinni á mánudag, en vegna tölvubilunar í ISS er nú óvíst um það. Auk Titos eru tveir rússneskir geimfarar um borð. Á myndsendingu frá geimflaug- inni sést Tito í geimfarabúningi skreyttum bandaríska fánanum, með breitt bros á vör. Þegar stjórn- andi á jörðu niðri spurði hann hvern- ig honum liði, svaraði hann: „dásam- lega“. Tito, sem er sextugur að aldri, er sagður hafa greitt sem svarar nær tveimur milljörðum íslenskra króna fyrir ferðina. Í viðtali sem CNN- fréttastöðin tók við hann fyrir geim- skotið kvaðst hann vera að uppfylla draum lífs síns. „Það hafa aðeins um 400 manns komið út í geim, svo það eru stórkostleg forréttindi fyrir mig að geta virt jörðina fyrir mér frá þessu sjónarhorni.“ Unnusta Titos, fyrrverandi eigin- kona og börn þeirra þrjú voru í Baik- onur til að fylgjast með geimskotinu. „Hvílík spenna,“ sagði Mike sonur hans við AP. „Ég get rétt ímyndað mér hvernig pabba hefur liðið þarna uppi, þetta var ótrúlegt að sjá héð- an.“ Samkomulag við NASA Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hafði óskað eftir að skoti Soyuz-flaugarinnar yrði frestað vegna tölvubilunar um borð í ISS. Sökum bilunarinnar þótti æskilegra að bandaríska geim- skutlan Endeavour yrði tengd geimstöð- inni fram á mánudag og þá yrðu geimförin hættulega nálægt hvort öðru. Rússar neituðu að fresta geimskotinu, en komust að samkomu- lagi við NASA um að bíða fram á þriðjudag með að tengjast geim- stöðinni ef Endeavour yrði ennþá tengd við hana á mánudag. Talsmaður NASA, Michael Baker, sagði í gær að hugsanlegt væri að Endeav- our legði af stað til jarðar á sunnu- dag, eins og áætlað var, en aðeins ef viðgerðinni á tölvukerfinu yrði lokið. Ekki kæmi til greina að bæði förin væru tengd við geimstöðina í einu. Rússnesku geimferðastofnuninni var mikið í mun að Soyuz-farið væri á áætlun, því það á að leysa eldra flóttafar Rússa við ISS af hólmi. Áætlaður líftími gamla flóttafarsins rennur út í lok þessa mánaðar og Tito og rússnesku geimfararnir tveir munu fara á því til jarðar eftir sex daga dvöl í geimstöðinni. Tito fékk mikla þjálfun fyrir geimferðina NASA hafði fyrr í vikunni mót- mælt því að Rússar seldu ferðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem það samræmdist ekki öryggis- sjónarmiðum, en stjórnendur geim- stöðvarinnar komust á þriðjudag að samkomulagi um að leyfa för Titos. NASA tók þó skýrt fram að þetta væri undantekning sem yrði ekki endurtekin. Rússar fullyrða hins vegar að Tito hafi hlotið samsvarandi undirbúning og aðrir geimfarar, en hann mun hafa hlotið mikla líkams- og tækni- þjálfun, auk þess að hlýða á fyrir- lestra í samtals 900 klukkustundir. AFP hafði eftir yfirmanni rúss- nesku geimferðastofnunarinnar í gær að viðræður væru í gangi um för annars „ferðamanns“ út í geim. Fyrsti geimferðalangurinn á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Óvíst að far- ið tengist á mánudag Baikonur. AFP, AP. AP Soyuz-geimfarinu skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan í gærmorgun. Dennis Tito SKJÖL, sem nýlega hafa verið gerð opinber, staðfesta að bandaríska leyniþjónustan (CIA) réð ýmsa stríðsglæpamenn nasista til starfa eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Nefnd sagnfræðinga, sem skipuð var af Bandaríkjaþingi til að rannsaka skjölin, segir CIA hafa gert „hræði- leg mistök“. Í skjölunum, sem eru um 18.000 blaðsíður, kemur fram að kunnir þýskir nasistaforingjar, á borð við Klaus Barbie, Wilhelm Höttl, Emil Augsburg og Guido Zimmer, hafi verið ráðnir af vestrænum leyniþjón- ustum til að njósna um Sovétríkin og leppríki þeirra á fyrstu árum kalda stríðsins, og að sumir þeirra hafi fyr- ir vikið sloppið við ákæru vegna stríðsglæpa. Í einu skjalanna er sagt frá upp- lýsingum sem Ferdinand Sauer- bruch, læknir Adolfs Hitlers, veitti CIA um geðheilsu hans. Þar segir að haft hafi verið eftir lækninum árið 1937 að „nasistaleiðtoginn væri á mörkum þess að vera snillingur og brjálæðingur og að hann teldi að það myndi ráðast á næstu mánuðum hvort Hitler myndi hneigjast til þess síðarnefnda. Prófessor Sauerbruch sagði þvínæst að ef það gerðist yrði Hitler „brjálaðasti glæpamaðurinn í veraldarsögunni“.“ Í skjalinu segir að læknirinn hafi komist að þeirri niðurstöðu síðar á árinu 1937 að brjálsemin hefði náð yfirhöndinni. Nýútgefin skjöl bandarísku leyniþjónustunnar Staðfest að CIA hafi ráðið nasista til njósna Washington. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.