Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 15
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 15
Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra fjöl-
mörgu ættingja og vina sem glöddu okkur með
blómum, gjöfum og skeytum á 60 ára hjúskap-
arafmæli okkar þann 9. apríl sl.
Guð blessi ykkur öll.
Elísabet og Halldór M. Ólafsson,
Hafnarfirði.
ÁRLEG Sæluvika Skagfirðinga
hefst í dag og lýkur sunnudaginn
6. maí.
Að venju mun sveitarstjórinn
Snorri Björn Sigurðsson setja
vikuna í Safnahúsinu á Sauðár-
króki og opnuð verður málverka-
sýning og kynnt úrslit í vísna-
keppni Safnahússins. Þá verður
frumsýning Leikfélagsins um
kvöldið, en síðan rekur hver
menningar-, lista- og skemmti-
samkoman aðra, allt til loka vik-
unnar.
Sauðárkrókskirkja hefur aukið
hlut sinn í vikunni og er nú með
gospelmessu á sunnudagskvöld
og á mánudagskvöldi verður ár-
legt kirkjukvöld en þar er að-
alræðumaður sr. Þórir Stephen-
sen, fyrrverandi sóknarprestur á
Sauðárkróki og Dómkirkjuprest-
ur í Reykjavík.
Hinn fyrsta maí verður hátíð-
ardagskrá í Bifröst á vegum
verkalýðsfélaganna og um kvöld-
ið verða Ífurnar með menningar-
dagskrá.
Dægurlagakeppni
kvenfélagsins
Möguleikhúsið verður með
leiksýningar fyrir yngri kynslóð-
ina, og mikið verður um söng,
því Rökkurkórinn verður með
tónleika í Bifröst, Bjargræðis-
kvartettinn með tónleika á Kaffi
Króki, Söngflokkurinn Norðan
átta heldur tónleika í Bóknáms-
húsi Fjölbrautaskólans og þar
mun einnig barítonsöngvarinn
Kristján Valgarðsson halda ein-
söngstónleika á lokadegi vikunn-
ar.
Dægurlagakeppni Kvenfélags
Sauðárkróks fer fram í Íþrótta-
húsinu á föstudagskvöldinu, og
lokadansleikir vikunnar verða í
Miðgarði og Bifröst.
Alla vikuna eru kvikmynda-
sýningar í Bifröst og hátíðar-
bragur á bænum.
Leikfélag
Sauðárkróks 60 ára
Undir stjórn Eggerts Kaaber
leikstjóra hefur Leikfélag Sauð-
árkróks æft að undanförnu hinn
sígilda franska gamanleik
Ímyndunarveikin eftir Moliére
sem verður frumsýndur á morg-
un. Leikfélagið fagnar með því
60 ára afmæli Leikfélags Sauð-
árkróks hins yngra, enda ekki
vitað til þess að áður hafi verið
fært upp verk þessa höfundar á
þeim tíma sem félagið hefur
starfað.
Leikstjórinn Eggert Kaaber
segir mjög ánægjulegt að starfa
með leikhópnum, enda leikhefð í
héraðinu gróin og margt ágætra
og áhugasamra leikara innan
félagsins.
Eggert segir leikinn eiga að
gerast í París 1673, en hann hafi
fært hann nær nútímanum, stytt
lítillega og aðlagað leikhópnum.
Skemmtilegra sé að reyna að
hafa söguna nær nútímanum, en
þó eins tímalausa og mögulegt
sé.
Þrátt fyrir að Moliére hafi ver-
ið kallaður konungur gamanleikj-
anna hafi verk hans síður ratað
inn á fjalir atvinnuleikhúsanna,
miklu fremur verið vinsæl meðal
áhugaleikhópa og verið sýnd víða
um land.
Jóhanna Bogadóttir opnar
myndlistarsýningu
Þeim Eggerti og Guðbrandi
Guðbrandssyni, sem leikur hinn
ímyndunarveika Argan, ber sam-
an um að verkið eigi ekki síður
erindi til áhorfenda á Íslandi í
dag heldur enn í Frakklandi á
sautjándu öld, því að „– hver er
ekki meira og minna ímyndunar-
veikur í dag, hver er ekki hrædd-
ur um að nú sé heilsan að bila,
og grípur fegins hendi – þegar
allir eru að hræra í viðkomandi
með sjúkdómslýsingum, þeim
möguleikum sem nýjar pillur eða
nýtt lyf færa“.
Leikarar í sýningu Leikfélags
Sauðárkróks eru 11 en alls koma
að sýningunni um 30 manns.
Við opnun Sæluvikunnar í
Safnahúsinu verður opnuð sýn-
ing á málverkum og vatnslitak-
rítarmyndum Jóhönnu Bogadótt-
ur. Sýningin stendur alla vikuna,
til sunnudagsins 6. maí, og er op-
in alla daga frá kl. 14–19.
Fjölbreytt menningar-
dagskrá á Sæluviku
Sauðárkróki. Morgunblaðið.