Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 19
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 19
Ekta augnhára- og augnabrúnalitur, er
samanstendur af litakremi og geli sem
blandast saman, allt í einum pakka.
Mjög auðveldur í notkun. Fæst í
þremur litum og gefur frábæran
árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir.
Útsölustaðir: Apótek og
snyrtivöruverslanir
Ath. naglalökk frá Trind fást í tveimur stærðum
Allar leiðbeiningar á íslensku
Fást í apótekum og snyrti-
vöruverslunum um land allt.
3
au
gn
sk
ug
ga
r
sa
m
an
Me
ð
næ
rðu
ára
ngr
i
Með því að nota TRIND naglanæringuna færðu
þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo
þær hvorki klofna né brotna.
handáburðurinn
með Duo-liposomes.
Ný tækni í framleiðslu
húðsnyrtivara, fallegri,
teygjanlegri, þéttari húð.
Sérstaklega græðandi.
EINSTÖK GÆÐAVARA
Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317
NÝ
TT NÝTT
Frábærar vörur á frábæru verði.
Gerið verðsamanburð.
Vatnsþynnanlegt vax- og
hitatæki til háreyðingar. Vaxið
má einnig hita í örbylgjuofni.
Einnig háreyðingarkrem,
„roll-on“ eða borið á
með spaða frá
Nýjung
Ný
ju
ng Þýskar förðunarvörur
ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari). Þessi (svarti) gamli
góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum.
A
ugnháranæ
ring
=
Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek,
Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína
Mosfellsbæ, Gallerí Förðun, Keflavík, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Árnesapótek, Selfossi.
Hafnarapótek, Höfn, Hornafirði, Lyfsalan Hólmavík.
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í glæsi-
lega vorferð til Costa del Sol þann 8. maí á
hreint ótrúlegu verði í 14 nætur. Þú bókar núna
og 4 dögum fyrir brottför látum við þig vita á hvaða gististað þú dvelur í
fríinu. Þú nýtur fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað við
Miðjarðarhafið og á meðan á dvölinni stendur, nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Síðustu
sætin
Stökktu til
Costa del Sol
8. maí
frá 39.985 kr.
Verð kr. 49.930
M.v .2 stúdíó, 8. maí, 14 nætur,
flug, gisting, skattar.
Verð kr. 39.985
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
8.maí, 14 nætur.
Flug, gisting, skattar.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
MÁLÞING Lögmannafélags Ís-
lands og Læknafélags Íslands um
persónuvernd og friðhelgi einkalífs-
ins í ljósi gagnagrunna á heilbrigð-
issviði var haldið á föstudag og var
yfirskrift þingsins spurning um
hvort lausnar væri að vænta í deil-
unni um framkvæmd gagnagrunns-
laganna. Athygli vakti að einn fyr-
irlesari og einn þátttakandi í
pallborðsumræðum höfðu ákveðið að
draga sig í hlé en það voru þeir Einar
Stefánsson, læknir og framkvæmda-
stjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu,
og Hlynur Halldórsson hæstaréttar-
lögmaður sem starfað hefur fyrir
sama fyrirtæki.
Ásgeir Thoroddsen, formaður
Lögmannafélags Íslands, gerði
grein fyrir þessu í upphafi þingsins
og sagði þá hafa hætt við þátttökuaf
persónulegum ástæðum. Að sögn
Ásgeirs hafði þetta nokkur áhrif á
umræðuna á málþingingu og skekkti
óneitanlega þá mynd ólíkra sjónar-
miða sem ætlunin var að fá fram á
þinginu.
„Ég veit að afstaða þessara manna
varð til þess að maður sá ekki þarna
andlit manna sem maður vissi að
væru sama sinnis og hafa greinilega
tekið þá afstöðu líka að mæta ekki,“
sagði Ásgeir í samtali við Morgun-
blaðið.
Á málþinginu komu fram efa-
semdir um að gagnagrunnslögin
stæðust stjórnarská og töldu menn
jafnframt að fyrr en seinna muni
reyna á það atriði fyrir dómstólum.
Þá var á þinginu var fjallað um leiðir
sem leitt gætu til lausnar í deilunni
um framkvæmd laga um gagna-
grunna á heilbrigðissviði.
Í erindi Jóns Snædals læknis kom
fram að hugsanlegar lausnir væru
helst ferns konar. Í fyrsta lagi að það
yrði lagabreyting á þá lund að fengið
yrði samþykki fólks og það spurt um
heimild til nota heilsufarsupplýsing-
ar þess í gagnagrunn. Jón taldi þessa
lausn þó ólíklega þar sem engin ný
rök hefðu komið fram frá því að
gagnagrunnslögin voru samþykkt og
því væri þessi leið mjög ólíkleg póli-
tískt séð.
Löggjafinn þarf að
koma að málinu
Í öðru lagi taldi Jón þá lausn at-
hugandi að setja inn í lögin ákvæði
um að upplýsingum verði eytt eftir
að þær hafa verið færðar í grunninn,
fari sjúklingur fram á það.
Í þriðja lagi taldi Jón að væntan-
leg yfirlýsing Alþjóðalæknafélagsins
gæti haft áhrif en hún væri nú í bí-
gerð og yrði líklega samþykkt í
haust. Forsvarsmenn ÍE hafa lýst
því yfir að þeir muni hlíta þeirri nið-
urstöðu og taldi Jón að Læknafélag-
ið hlyti að gera það einnig.
Fjórða hugmyndin sem Jón varp-
aði fram var aðkoma hlutlauss aðila
sem bæði ÍE og LÍ treystu og sagði
hann að framlag landlæknis hefði
haft töluvert að segja í málinu.
Hugsanlegt væri að embætti land-
læknis gæti orðið nokkurs konar
verndari sameiginlegrar yfirlýsing-
ar. Jón taldi að lausn á málinu væri
möguleg en löggjafinn hlyti að þurfa
að koma að málinu aftur fyrr eða síð-
ar á einhvern hátt.
Málþing um persónuvernd í ljósi gagnagrunns á heilbrigðissviði
Fjórar leiðir mögulegar
til lausnar deilunni
Morgunblaðið/Ásdís
Fjölmenni var á málþingi Lögmannafélagsins og Læknafélagsins sem
haldið var á Grand Hotel í gær.