Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 22

Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 22
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 25 Ert þú með smá appelsínuhúð eða kannski bara mikla? Það skiptir ekki máli. Silhouette er alltaf lausnin! Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland www.karinherzog.com Ætlar þú í sólbað í sumar? Enn eitt árið í röð nota keppendur fegurðarsam- keppninnar Silhouette ...ferskir vindar í umhirðu húðar FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS SKRÁSETNING NÝRRA STÚDENTA Skrásetning nýrra stúd- enta til náms í Háskóla Íslands háskólaárið 2001-2002 fer fram í Nemendaskrá í Aðalbyggingu Háskólans og lýkur 6. júní 2001. Umsóknareyðublöð fást í Nemendaskrá sem opin er frá kl. 10 til 15 virka daga. Einnig er unnt að fá umsóknareyðublöð í öllum framhaldsskólum landsins. Í Háskóla Íslands eru ellefu deildir sem hver um sig býður upp á nám til fyrstu háskólagráðu og framhaldsnám. Samtals eru 57 námsleiðir til fyrstu háskólagráðu (BA/BS/kandídatspróf), starfs- tengt viðbótarnám (eitt ár) eftir fyrstu háskólagráðu er í 19 greinum og 74 námsleiðir eru til meistaraprófs sem margar geta einnig leitt til doktorsprófs. Auk þess er boðið upp á stutt hagnýtt nám í nokkrum greinum. Nánari upplýsingar um nám við Háskóla Íslands er að finna á heimasíðu Háskólans, www.hi.is Námsráðgjöf Háskóla Íslands býður upp á eftirfarandi þjónustu dagana 22. maí til 6. júní frá kl. 9 til 16: • Aðstoð við útfyllingu umsóknareyðublaða í anddyri Aðalbyggingar. • Áhugasviðskönnun Strong fyrir nýnema. Áhugasviðskönnunin fer fram í stofu IX í Aðalbyggingu frá kl. 10 ti 15. (Þeir sem forskrá sig og vilja taka áhugasviðspróf hafi beint samband við Námsráðgjöf HÍ í síma 525 4315 frá kl. 13 til 14 mánudaga til fimmtudaga.) • Stutta kynningarfundi um hagnýt atriði fyrir nýnema og upplýsingar um námsleiðir í stofu II í Aðalbyggingu. Stúdentspróf er inntökuskilyrði í allar deildir Háskólans, en athugið þó eftirfarandi: Þeir sem hyggjast skrá sig til náms í raunvísindadeild (allar greinar nema landafræði) skulu hafa stúdentspróf af náttúrufræði- braut. Í eftirtöldum greinum eru samkeppnispróf við lok haust- misseris í desember og fjöldi þeirra sem öðlast rétt til að halda áfram námi á síðara misseri tak- markaður (fjöldi í sviga): læknis- fræði (40), hjúkrunarfræði (65), sjúkraþjálfun (18) og tann- læknadeild (6). Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafnframt í námskeið á komandi haust- og vormisseri Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: • Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskírteini. (Ath! Öllu skírteininu. Athugið að hægt er að forskrá sig áður en til útskriftar úr framhaldsskóla kemur í vor, enda verði staðfest ljósrit af öllu stúdents- prófsskírteininu lagt fram um leið og það liggur fyrir). • Skrásetningargjald kr. 25.000. • Ljósmynd af umsækjanda (í umslagi merktu nafni og kennitölu). Ekki er tekið á móti beiðnum um nýskrásetningu eftir að auglýstu skrásetningartímabili lýkur 6. júní nk. Athugið einnig að skrásetn- ingargjaldið er ekki endurkræft eftir 20. ágúst 2001. Skrásetning er þegar hafin. Mætið tímanlega til að forðast örtröð. Í FRAMHALDI af umræðum um skipu- lagsmál á höfuðborg- arsvæðinu síðustu misseri segir Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Skipulags-, arki- tekta- og verkfræði- stofunni að fyrir tutt- ugu árum hafi hann, ásamt fleirum á Skipu- lagsstofu höfuðborg- arsvæðisins, byggt upp tölvulíkan sem sýndi m.a. áhrif nýrra verslunarhverfa á þá- verandi miðbæi á höf- uðborgarsvæðinu. „Við sáum þá þeg- ar hvert stefndi með fyrirhuguð verslunarhverfi á höfuðborgarsvæð- inu og bentum á að samræmd stefnu- mörkun á þessu sviði væri eitt af grundvallaratriðum í framtíðarþró- un svæðisins,“ segir Gestur. „Skýrslan okkar byggir á viður- kenndri aðferðafræði sem hefur því miður ekki hlotið hljómgrunn hjá ís- lenskum stjórnmálamönnum eins og reyndar margvísleg þekking og reynsla hóps sérmenntaðra manna á skipulagsfræðasviðinu,“ bætir Gest- ur við. Gestur segir að með líkaninu sé hægt að áætla hvernig velta í verslun á höfuðborgarsvæðinu dreifðist á viðkomandi verslunar- hverfi miðað við stærð og nokkur fleiri atriði, t.d. staðsetningu íbúðar- hverfa og gatnakerfi. Þetta sé „að- ferð við mat á áhrifum nýrra versl- unarhverfa sem notuð hefur verið um áratuga skeið bæði austan hafs og vestan með góðum árangri en hef- ur enn ekki átt upp á pallborðið hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Mörg önnur lönd en Norðurlönd tak- marka nú stærð verslunarhverfa ut- an gróinna miðbæja, eins og t.d. á Ír- landi þar sem nýjar verslunar- miðstöðvar mega ekki vera stærri en 3.000 fermetrar. Undanþágur er þó hægt að fá, upp í 3.500 fermetra ef viðkomandi verslanir eru nærri grónum miðbæjarkjörnum og því ólíklegar til að raska jafnvæginu sem þar ríkir fyrir. Til þessara ráðstaf- ana er gripið til að koma í veg fyrir óæskilegar sveiflur, að stærri eining- arnar knésetji ekki þær smærri sem aftur getur valdið minnkandi sam- keppni og hærra vöruverði til neyt- enda. Skipulagsfræðingar hafa einnig þróað aðferðafræði við heildstætt mat fyrirhugaðra framkvæmda eða aðgerða, sem hægt er að nota hvort heldur um er að ræða flutning flug- vallar, nýtt verslunarhverfi eða hót- el, ráðstefnumiðstöð og tónlistarhús eins og nú er ráðgert að reisa í gamla miðbænum í Reykjavík. Um er að ræða talsvert öðruvísi athugun held- ur en framkvæmd er í venjubundnu umhverfismati. Tekið er á öðrum þáttum og hægt er að meta þau áhrif sem hlutaðeigandi aðilar verða fyr- ir,“ segir Gestur. Skýtur skökku við Gestur segir að sú þróun sem hér hefur viðgengist skjóti skökku við því ráðamönnum hér hljóti að hafa verið kunnugt um þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið erlendis á þessu sviði og þá vinnu sem Skipu- lagsstofa höfuðborgarsvæðisins innti af hendi á sínum tíma. Jafn- framt hefðu allir umhverfisráðherr- ar Norðurlandanna nýverið sent frá sér stefnumörkun að vistvænni og sjálfbærri þróun í þéttbýli sem sér- staklega tæki á skipulagi verslunar- hverfa. „Það samt er eitt að hafa stefnu og annað að fara eftir henni. Sú stefna sem umhverfisráðherrarnir voru að marka er í sjálfu sér góð, en hvað viðvíkur skipulagi verslunarhverfa hér á höfuðborgarsvæðinu hafa öll viðurkennd vinnubrögð í skipulags- málum verið hunsuð. Mörg nýleg dæmi í skipulagsmálum þessa stund- ina sýna að við erum á mjög vafa- samri leið og því lengra sem þróunin fær að halda svona áfram, því erf- iðara verður að breyta um og bæta fyrir skaða, auk þess sem það eru hinir almennu íbúar þessa svæðis sem ávallt borga brúsann,“ segir Gestur. Hver er vandinn? „Á þessu eru margar skýringar, en þær veigamestu eru þó þær að lít- ill vilji hefur verið fyrir því að nota tiltæka þekkingu í skipulagsfræðum til að ráða fram úr þessum málum. Stjórnmálamenn eiga alltaf lokaorð- ið þegar kemur að framkvæmdum en þeir geta eðli málsins samkvæmt ekki tekið faglega ábyrgð á skipu- lagsákvörðunum. Þar er staðan sú, að um svo gífurlega hagsmuni er að ræða að það er erfitt að fá t.d. sveit- arstjórnarmenn til að líta heildstætt á málin og taka ákvarðanir sem eru til heilla fyrir heildarmyndina. Þeir hafa auðvitað tilhneigingu til að hugsa fyrst og fremst um sitt sveit- arfélag, enda vita þeir hvaðan at- kvæðin koma. Þegar ég tala um að lítill vilji sé fyrir því að nýta tiltæka þekkingu í skipulagsfræðum á ég við að hér á landi eru margir reyndir skipulags- fræðingar sem koma ekki að skipu- lagsmálum þéttbýlissvæðanna, held- ur ótal aðilar sem hafa starfsheitið skipulagsfulltrúar og hafa ekki þá lágmarksmenntun í skipulagsfræð- um og starfsreynslu sem Evrópu- samband skipulagsfræðinga áskilur. Ég leyfi mér að segja að varðandi t.d. nýjustu þekktu dæmin, kosn- inguna um flugvöllinn og skipulag Smáralindar, var ekki mjög faglega að verki staðið. Það er lítið vit í því að sveitar- stjórnir geti tekið einhliða ákvarð- anir um landnotkun og landnýtingu sem síðan neyða ríkið út í misvitrar framkvæmdir og útgjöld. Erlendis, t.d. bæði í Bandaríkjunum og Evr- ópu, viðgengst slíkt ekki. Því miður kemur núverandi fyr- irkomulag þannig út að svo virðist sem enginn beri faglega ábyrgð á stórum skipulagsframkvæmdum eða samræmingu margra grundvallar- þátta í þeirri þéttbýlisþróun sem nú er að eiga sér stað. Þó er verið að færa þúsundir milljóna í veltu og verðmæti fasteigna fram og til baka með skipulagsákvörðunum. Í siða- reglum skipulagsfræðinga er knúið á um heiðarleika og þar stendur að skipulagsfræðingar skuli ávallt setja almannahagsmuni efst á blað. Þetta er dapurlegt ástand fyrir ís- lenskan almenning. Þekking og við- urkennd aðferðafræði auk menntaðs fólks er hunsuð. Þetta eru enn frem- ur slæm skilaboð til ungs fólks sem hefur áhuga á að mennta sig í skipu- lagsfræðum. Það sér að hér er ekki not fyrir slíkt fólk eða þessa þekk- ingu. En kannski rennur það samt einhvern tímann upp fyrir fólki að það er eitt að teikna hús sem er kyrrt og í eðli sínu dauður hlutur, en allt annað mál að vinna með það dínam- íska fyrirbrigði sem líf manna á höf- uðborgarsvæðinu er,“ segir Gestur. Þekking og viður- kennd aðferða- fræði hunsuð Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Gestur Ólafsson. Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.