Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.04.2001, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 27 E INHVERJAR skær- ustu stjörnur úr heimi harmonikuleikara eru væntanlegar hingað til lands um næstu helgi og halda á laugardag tónleika í Laugarneskirkju. Tónleikar þessir sigla í kjölfarið á Evrópumeistara- móti í Frosini-tónlist, sem haldið var í Hammarstrand í Noregi í nóv- ember og er markmiðið að efla sess harmonikunnar í upphafi nýrrar aldar. Ungir sem aldnir stunda harm- onikunám um allt land um þessar mundir enda mikil gróska í kennslumálum. Íslenskir harmon- ikukennarar hafa fram að þessu lagt mikið af mörkum til að ungt fólk framtíðarinnar njóti góðrar kennslu um ókomin ár og nú hafa sumir tónlistarskólar sem og félög fengið til starfa kennara að utan, ekki síst fyrir þá sem langt vilja ná á þessu sviði. Í þessu sambandi má hins vegar ekki gleyma samskiptum við útlönd í þá veru að byggja upp þekkingu og möguleika til þátttöku í hinum ýmsu mótum sem völ er á varðandi harmonikuna. Fátt er jafn uppbyggilegt og áhugaaukandi og þátttaka í keppni, ásamt þeim skoð- anaskiptum er því fylgja. Í tímaritinu Harmonikunni hefur ýmsu verið til skila haldið um sögu harmonikufélaga landsins, harmon- ikuleikara og annars sem þessu máli tengist hér á landi og annars staðar og oft bjargað frá gleymsku. Blaðið náði því marki nú í apríl að verða 15 ára. Allar götur frá 1986 hafa komið út þrjú blöð hvert áskriftarár og hefur mikil vinna far- ið í að láta blaðið standa undir sér. Á vegum þessa blaðs hefur einnig verið sóst eftir að efla kynni við er- lenda harmonikuunnendur, aðallega á Norðurlöndunum, og koma því sem þar er að gerast á síður blaðs- ins, enda standa Norðmenn, Svíar og Finnar mun framar en við á þessu sviði. Nafni harmonikusnillings haldið á lofti Árið 1985 var stofnað í Stokk- hólmi af sænska harmonikuleikar- anum Lars Ek svokallað Frosini- félag (Frosinisällskapet) sem er félagsskapur m.a. ætlaður til að halda á lofti nafni hins heimskunna harmonikusnillings og tónsmiðs, Ítalans Pietro Frosini (f. 1885). Frosini byggði upp tónsmíðar sínar á þann hátt að formið styður að nokkru við uppbyggingu kennslu- æfinga í hefðbundinni harmoniku- tónlist. Flestir tónlistarskólar í heiminum sem kenna lengra komn- um nemendum styðjast við tónlist Frosinis, enda er hann þekktastur höfunda harmonikutónlistar um víða veröld. Í tengslum við Fros- inifélagið hafa verið haldin mót á Norðurlöndum þar sem keppendur hafa reynt með sér um Frosini- meistaratitilinn (Frosini Grand Prix). Frosinifélagið hefur þróast gegnum árin og teygir nú anga sína til fleiri landa. Árið 1998 var stofn- að alþjóðlegt Frosinifélag og gerð- ist Ísland aðili að því. Aðalmarkmið félagsins utan þess fyrrnefnda er að byggja upp aukna samvinnu sem flestra landa til að koma á auknum kynnum milli ungra harmonikuleikara og stuðla að ýmiss konar menningarsam- skiptum harmonikuleikara í nútíð og framtíð og auka skilning á mik- ilvægi þeirra. Í nóvember 1998 var í fyrsta skipti haldin Evrópumeist- arakeppni í Frosinitónlist og vann þá ungur Finni titilinn. Árið eftir, 1999, fór hin eftirsótta keppni fram í Helsinki og var þá í fyrsta skipti í sögunni Íslendingur meðal kepp- enda. Var það hinn átján ára gamli Matthías Kormáksson sem þegar er orðinn þekktur sem góður harm- onikuleikari hér. Keppendur voru alls 5, frá Noregi, Svíþjóð, Rúss- landi, Finnlandi og Íslandi. Vinn- ingshafi og þar með Evrópumeist- ari varð 23 ára gamall Svíi, Mikael Broberg. Á síðasta ári, í nóvember 2000, var keppni þessi haldin í Svíþjóð í smábænum Hammarstrand í Norð- ur-Svíþjóð. Enginn ungur harmon- ikuleikari gaf sig fram hér heima, svo leitað var til hins landsþekkta harmonikuleikara Grettis Björns- sonar sem tók góðfúslega í það að vera fulltrúi Íslands í keppninni að þessu sinni. Í þessari keppni eru engin aldurstakmörk en af eðlileg- um ástæðum er þetta kjörinn vett- vangur ungu kynslóðarinnar. Í keppninni 2000 tóku sömu lönd þátt og 1999 auk Danmerkur sem bætt- ist í hópinn. Evrópumeistarinn árið 2000 varð 16 ára gamall Rússi, Al- exander Satsenko. Þar sem ég, undirritaður, er fulltrúi Íslands í al- þjóðlega Frosinifélaginu hef ég sótt þessi mót. Ekki þarf mikið ímynd- unarafl til að sjá og heyra hve þátt- takan er tekin alvarlega og mikill keppnisandi ríkir, enda takast þar á snilldargóðir harmonikuleikarar. Hinum snjalla Gretti Björnssyni varð á orði er hann heyrði þetta unga fólk æfa fyrir keppnina í Hammarstrand að hann hefði verið kominn nærri því að guggna er hann gerði sér grein fyrir hæfi- leikum þeirra. Ákveðið að efna til tónleika á Íslandi Í lok keppninnar í Hammar- strand var ákveðið að efna til tón- leika á Íslandi með skærustu stjörnunum er þar voru laugardag- inn 5. maí 2001 í Langholtskirkju. Erlendu gestirnir eru eftirtaldir einleikarar: Evrópumeistarinn 2001, Rússinn Alexander Sadsenko, 16 ára, Magnus Jonsson frá Sví- þjóð, 21 árs, Oleg Sharov frá Rúss- landi, einn besti harmonikuleikari heims, Seppo Lankinen frá Finn- landi, mjög þekktur harmonikuleik- ari og formaður finnska landssam- bands harmonikuunnenda, og síðast en ekki síst sænski snillingurinn Lars Ek sem gert hefur garðinn frægan um víða veröld, ekki hvað síst hér á Íslandi. Auk þessara snillinga munu fylgja með í þessari ferð um 20 Svíar sem margir eru harmonikuleikarar. Eins og áður sagði er blaðið Harmonikan 15 ára um þessar mundir og Grettir Björnsson 70 ára og mun það því tengjast þessum tímamótatónleik- um og samvinnu í byrjun aldar. Harmonikan hefur ríkt hér á landi alla síðustu öld og gott betur og því er farsælt að hefja nýja öld með trompi, og sýna ungum sem öldnum hvílíku valdi og tækni menn hafa yfir að ráða á hið einstæða hljóðfæri harmonikuna, sem margir vilja kalla hljóðfæri gleðinnar, eða þjóðarhljóðfærið. Til vitnis um það hvað lengi harmonikan hefur fylgt Íslending- um má geta þess að í 1.tbl. Harm- onikunnar, árg. 1992–1993, er að finna heimild undir flokknum mol- ar, þar sem eftirfarandi stendur: Í samræðum við Lýð Björnsson sagnfræðing kom fram að danskur maður að nafni Stillhoff, sem var skipstjóri á póstflutningaskipi, hafi leikið á harmoniku á dansleikjum í Reykjavík, sennilega fyrstur manna á Íslandi. Hann hóf ferðir hingað árið 1841 en hann mun hafa drukknað er skipið fórst undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi árið 1857. Ekki gat Lýður þess hvar þessar heimildir væri að finna en hann er talinn áreiðanlegur fræði- maður. Harmon- ikan um aldamót Þann aldarfjórðung sem mörg harm- onikufélög hafa starfað hér á landi, skrif- ar Hilmar Hjartarson, hefur margt áunnist til að styrkja harmonikuna í sessi. Hinn 16 ára rússneski Alexander Satsenko vann Evrópu- meistaratitilinn í Frosini-tónlist árið 2000 og hér hampar hann verðlaunagripnum og viðurkenningarskjali. Matthías Kormáksson var fyrstur íslenskra ungmenna til að taka þátt í harmonikukeppni á erlendri grundu. Hann keppti fyrir Íslands hönd í Frosini Grand Prix árið 1999 í Helsinki. Greinarhöfundur til vinstri og keppandinn í Frosini Grand Prix 2000, Grettir Björnsson blómum skrýddur. Grettir Björnsson með sitt glæsilega hljóðfæri í keppninni. Höfundur er pípulagningameistari og útgefandi tímaritsins Harmonik- unnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.