Morgunblaðið - 29.04.2001, Page 28

Morgunblaðið - 29.04.2001, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 31 Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 8. maí - Þri. og fim. kl. 19:30 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu.Ásmundur www.yogastudio.is Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560 og 864 1445 Yoga Studio - Halur og sprund ehf. Í verslun okkar er að finna: vandaða nuddbekki frá Custom Craftworks, og Oshadi 100% hágæða ilmkjarnaolíur. Opnir jógatímar í allt sumar ganga á Herðubreið, töldum það hið minnsta mál. Þoka kom í veg fyrir þetta áform, sem örugglega hefði orðið okkar hinsta för, því ganga á Herðubreið (1682 m y.s.) er hin mesta hættuför og ætti enginn að reyna nema í fylgd gjörkunnugra í einsýnu veðri. Kalli á Narfastöðum gekk aftur á móti hringinn í kringum Herðubreið á sex tímum. Eitt vakti athygli mína í þessari ferð, en það var að áfengi var nú haft um hönd. Spurði ég vin minn, Jónas bónda í Vogum, hverju þetta sætti, ég hefði ekki orðið var við áfengi á samkomum Mývetninga fyrr: „Þú mátt gjarnan segja það suður í Reykjavík, að eitt hundrað Mývetningar hafi farið suður í Herðubreiðarlindir með fimm flösk- ur af brennivíni.“ Flestir fundu á sér áfengisáhrif, því þeir höfðu jú borg- að sinn hlut í púkkinu. Ég man vel eftir Gísla bónda Árnasyni á Hellu- vaði (1899–1963). Hann taldi sig skyggnan og mælti, er hann fann á sér: „Eyvindur er hér og líkar vel, að Mývetningar séu í heimsókn í lind- unum.“ Björgvin Árnason bóndi í Garði (1894–1974) rifjaði upp eftir- leitarferð þeirra Fjalla-Bensa á jóla- föstu 1917, sbr. frásögn Ásu á Kálfa- strönd í Hlín: „Þá gekk ég ofan fjallið (Miðfell) og mælti við gamla fjallahetju (Fjalla-Bensa): „Hvar var farið yfir Jökulsá hér 2. desem- ber 1917?“ Björgvin komst skemmd- ur af kali til Möðrudals við illan leik ásamt Bensa, lá þar alllengi, var hjúkrað vel, en missti eitthvað af tám. Þegar til Reykjahlíðar kom á heimleiðinni biðu örlögin hans þar, því þar tók við hjúkruninni Stefanía Þorgrímsdóttir (1888–1959) frá Starrastöðum á Fremribyggð í Skagafirði, en hún var þá vinnukona hjá Jónasínu og Sigurði Einarssyni í Reykjahlíð (1884–1954). Hún varð eiginkona Björgvins. Örlagadísirnar spinna oft sinn sérstæða vef. VI. Hvað ber þá hæst í minningunni um þessar tvær dýrðarferðir í Herðubreiðarlindir? Séra Hermann Hjartarson (1887–1950) á Skútu- stöðum vakti athygli mína á hinum víðáttumiklu eyrarrósabreiðum, sem setja svo mikinn svip á þetta umhverfi. Ræða Sigurðar Jónssonar skálds frá Arnarvatni (1878–1949), þar sem hann treysti sér ekki til þess að gera upp á milli Eiríksjökuls og Herðubreiðar, hvað fegurð snerti. Svo mikil var víðsýni hans. Að hafa kynnst Fjalla-Bensa per- sónulega tel ég með merkilegustu lífsreynslu minni, en ekki er ég alls kostar ánægður með lýsingu frænda míns, Gunnars Gunnarssonar, á hon- um í Aðventu. Draumur minn um að ganga á Herðubreið rættist aldrei. Hæsta fjall, sem ég hefi gengið á, þá 16 ára árið 1943, er Bláfjall, 1222 m y.s. og er ég alveg sáttur við þann árangur. Fyrsta konan, sem gekk á Herðu- breið, var Þorbjörg Þórhallsdóttir kaupfélasstjóra á Húsavík, ca 1943. Sendi Silli, fréttaritari Morgun- blaðsins á Húsavík, þessa frétt að norðan og þótti stórfrétt. Þorbjörg var íþróttakennari að mennt og gift Ara Kristinssyni (1921–1964) sýslu- manni á Patreksfirði. Hún var fædd 2. júní 1919 og dó 15. maí 1992. Fyrstu menn, sem vitað er með vissu að gengið hafi á Herðubreið voru þeir dr. Hans Reck og fylgd- armaður hans Sigurður Sumarliða- son, bóndi frá Bitrugerði í Kræk- lingahlíð, þann 13. ágúst 1908. Látum Ásu á Kálfaströnd eiga lokaorðin í þessu spjalli: „Svo rann upp morguninn. Mun nokkur gleyma, þá sólin kom upp í almætti sínu og Herðubreið svipti af sér þokuhjúpnum, tárhrein og töfrandi.“ Höfundur er lögfræðingur í Reykja- vík, en var í sumardvöl í Vogum í Mývatnssveit árin 1936–1941. Heimildir: 1. Hlín, tímarit, 41. árg. 1959, „Öræfaferð“, bls. 106–109 eftir Ásrúnu Árnadóttur frá Garði. 2. Ólafur Jónsson, Ódáðahraun I.–III., Bókaút- gáfan Norðri, POB, Akureyri, 1945. 3. Landið þitt, Ísland, eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson, bls. 58–9 í H–K. 4. Indriði Indriðason, Ættir Þingeyinga, I.–IV., Sögunefnd Þingeyinga, POB, Akureyri, 1969–1983. 5. Byggðir og bú, aldarminning Búnaðarsam- taka S-Þingeyinga, POB, Akureyri 1963. 6. Byggðir og Bú Suður-Þingeyinga 1985, Tröð Prenthús, Húsavík og Oddi hf., Reykjavík. 1986.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.