Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 29.04.2001, Síða 31
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Viðskiptavinir athugið! Ég hef hafið störf á Hárgreiðslustofunni Greifanum og vil bjóða alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna Hildur Sæmundsdóttir. UPPI á sameigin- legu borði Evrópu- þjóða hafa á undan- förnum áratugum verið ýmis málefni sem tengjast listum og menningu, allt frá þýðingu lista fyrir samfélagið í heild til nýrrar tækni, miðlun- ar og markaðsþróun- ar. Á síðari árum hafa höfundarréttarmál auk þess verið ofar- lega í umræðunni. Það má rekja sam- eiginlegan áhuga Evr- ópuþjóða á að miðla reynslu sín í milli um stöðu menningarmála allt aftur til ársins 1976, þegar Evrópuráðið lét í fyrsta sinn safna upplýsingum frá aðildarþjóðunum fyrir fund mennta- og menningarmálaráð- herra Evrópu í Osló sama ár. Á alþjóðagrundvelli var í fyrsta sinn gerð tilraun til að kortleggja stöðu listamannsins á heimsvísu uppúr 1980 og því síðan fylgt eftir með Mondiacult-ráðstefnu UNESCO í Mexíkó árið 1982, þar sem menning heimsins var til um- fjöllunar. Menningarmálin hafa síðan þá stöðugt orðið meira áberandi í allri opinberri umræðu. Þannig var í byrjun síðasta ára- tugar stofnað sérstakt alþjóðlegt ráð, WCCD, að tilstuðlan Samein- uðu þjóðanna, til að gera úttekt á menningu og þróun í heiminum og leggja til í beinu framhaldi aðgerð- ir til úrbóta. Afrakstur þeirrar vinnu var bókin „Our Creative Diversity“ sem kom út árið 1995. Það rit markaði kaflaskil að margra mati, enda tímabært að takast á við menningarmálin í al- þjóðlegu samhengi. Bókin byggist á þeirri staðreynd að til að takast á við sameiginlega framtíð í „heimsþorpinu“ sé mikilvægt að viðurkenna og virða þær menning- arrætur sem hin ólíku samfélög byggja á og þær aðferðir sem við- hafðar eru við menningarstjórnun á hverjum stað, meðan það sé jafn- framt mikilvægt og á sameigin- legri ábyrgð okkar allra að stuðla að því að hin lifandi menning heimsins fái þrifist og dafnað. Sömu niðurstöðu skilaði sérfræði- nefnd á vegum Evrópuráðsins, sem vann að bókinni „In from the Margins“ sem kom út í bókarformi árið 1997, en þar var gerð tilraun til að skoða og skilgreina menn- ingu og listir á Evrópugrundvelli og tilgreina helstu áhættuþætti og vankanta í menningarstjórnun og benda á leiðir til úrlausnar. Endanlega var það síðan stóra menningarráðstefna UNESCO í Stokkhólmi árið 1998, „The Power of Culture“ sem setti menningar- málin í forgrunn, og þá fyrst og fremst út frá þeirri auðlind sem felst í hinni jákvæðu og skapandi orku sem öflugt listalíf skilar til samfélagsins – og samfélags þjóðanna. Niðurstaða ráðstefn- unnar var í stuttu máli að listirnar væru öflugt tæki til að hjálpa manninum að öðlast huglægan og siðferðislegan skilning á þeim fjölmörgu sammannlegu þáttum sem gera okkur öll að bræðrum og systrum. Þannig eru listirnar eitt öflugasta tækið til að efla siðferðisþroska mannsins og þar með friðarferlið í heiminum. Menn og þjóðir hafa með öðrum orðum sammælst um að skapandi hugsun sé einn mikilvægasti og verðmætasti eiginleiki mannkyns- ins og hana beri þeim, sem treyst er til að fara með forræði og stjórnun á hverjum stað og tíma, að rækta og næra með öllum til- tækum ráðum. Þar með er ekki að- eins átt við mikilvægi þess að virkja hugi og athafnaþrá barna og unglinga á jákvæðan hátt með aukinni listmenntun, heldur er skapandi hugsun viðurkennd sem grunnþáttur í allri efnahags- og samfélagsþróuninni í heild – og þar með er mikilvægi listalífsins staðfest. Út frá þessari sýn og í raun nýju gildismati hefur forgangsröð- un og hinar pólistísku áherslur smám saman verið að breytast og mörg ríki hafa mótað sér skilvirka menningarstefnu sem vegvísi til framtíðar. Svíar fara með formennsku í ráðherraráði ESB um þessar mundir og hefur sænski menning- armálaráðherrann, Marita Ulv- skog, sett fram í fjórum liðum áherslur Svía í menningarmálum af þessu tilefni og skipulagt fundi og ráðstefnur til að koma þeim málum í brennidepil. Eitt af þess- um áhersluatriðum er aðstæður skapandi listamanna í Evrópu og í tilefni af því stóð sænska menning- armálaráðuneytið fyrir ráðstefnu í Visby á Gotlandi í lok marsmán- aðar á þessu ári. Þar voru þær margvíslegu og sérstöku aðstæður sem listamenn Evrópu búa við til umræðu og dæmi tekin af aðkomu og skilningi eða skilningsleysi opinberra aðila, en sérstök áhersla var á vinnuað- stæður einyrkja í hinum skapandi geira, svo sem tónskálda, rithöf- unda og myndlistarmanna. Auk fulltrúa ESB-landanna var fulltrúum þeirra landa sem sótt hafa um inngöngu í bandalagið boðin þátttaka auk fulltrúa frá EFTA-löndunum og var erindinu vísað til Bandalags íslenskra lista- manna hér heima, að tilhlutan menntamálaráðuneytisins og til- nefndi bandalagið tvo fulltrúa á ráðstefnuna og var undirrituð ann- ar þeirra, auk þess sem fulltrúi ráðuneytisins var í sendinefndinni. Ráðstefnugögn voru ítarleg, meðal annars yfirlit yfir menning- arpólitík í sautján Evrópulöndum, þ.e. núverandi og væntanlegum ESB-löndum. Ráðstefnan tók þrjá daga og hófst með ávarpi Maritu Ulvskog, menningarmálaráðherra Svíþjóð- ar. Hún talaði um mikilvægi lifandi lista, ekki síður en menningararfs- ins, fyrir sjálfsvitund Evrópubúa. Hún sagði mikilvægt að hvetja stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum til að bæta aðstæður og vinnuumhverfi skapandi lista- manna, en ráðstefnan væri hugsuð til að gefa listamönnum, fulltrúum þeirra og embættismönnum í menningargeiranum tækifæri til að bera saman bækur sínar og miðla reynslu sín í milli. Hún sagð- ist telja að viðurkenning á mik- ilvægi listalífsins og undirstöðu þess, sem væri hinn skapandi listamaður, ætti að vera í miðju allrar stefnumótunar í menningar- málum og þess vegna væri mik- ilvægt að hafa listamennina sjálfa með í ráðum. Hún lagði auk þess áherslu á að Svíar litu svo á að öfl- ugur opinber stuðningur við lista- lífið og einstaka listamenn væri grundvallaratriði. Á eftir ræðu ráðherrans fylgdu erindi listamanna og embættis- manna í menningargeiranum, auk þess sem ráðstefnugestir unnu í vinnuhópum út frá grunnlistgrein- unum þrem, tónlist, ritlist og myndlist. „Norræna módelið“ í opinberum stuðningi við listirnar hlaut sér- staka athygli, en það einkennist af öflugu opinberu stuðnings- og styrktarkerfi og eru starfslaun listamanna á Íslandi, eða lista- mannalaun, þar talandi dæmi um vel heppnað og skilvirkt kerfi, sem ástæða er til að efla enn frekar. Það var álit margra að það kerfi sem tíðkað hefur verið á Norð- urlöndum og hefur verið að þróast á undanförnum tuttugu árum, sem og menningarstefna Hollendinga, væri um margt til fyrirmyndar fyrir önnur Evrópulönd, en þessar þjóðir hafa öðrum fremur reynt að takast á við breyttar aðstæður og verðmætamat. Afstaðan byggist á þeirri hugsun að fjármagn til lista- lífsins sé ekki opinber ölmusa, heldur arðbær fjárfesting, sem skilaði sér margfalt til samfélags- ins aftur, bæði á beinan og óbein- an hátt. Eftir því sem farið er sunnar í álfuna minnkar ríkisforsjá, en að sama skapi treystir menningarlífið meira á markaðinn, sem og sér- staka sjóði og styrktarstofnanir, auk þess sem happdrætti er víða öflug fjármögnunarleið. Yfirleitt var það nokkuð ljóst að Á Norðurlöndum er rekin kröftug menning- arpólitík, segir Tinna Gunnlaugsdóttir, sem aðrar Evrópuþjóðir líta til sem fyrirmyndar. Tinna Gunnlaugsdóttir AF MENNINGAR- RÁÐSTEFNU Í VISBY Á GOTLANDI H vað skyldi fólki finnast um það ef ríkið beitti sér fyr- ir því að draga úr þátttöku hluta þjóðarinnar í stjórnmálum? Setj- um sem svo að ríkið teldi hlut þeirra sem hefðu próf úr til- teknum skóla eða tiltekinni námsgrein of mikinn í íslenskum stjórnmálum. Það vildi ná fram breytingu og hæfi baráttu gegn því að þeir sem hefðu þessa menntun næðu kjörnum emb- ættum, til dæmis með því að auglýsa gegn þeim fyrir prófkjör flokka þeirra. Rökin væru ekki þau að þessir menn hefðu gert eitthvað af sér, heldur einungis þau að jafna bæri hlut fólks í stjórnmálum eftir menntun. Nú væru þeir sem hefðu þessa menntun orðnir of áhrifamiklir í stjórnmálunum og auka þyrfti jafnrétti með því að minnka hlut þeirra. Hvað skyldi fólki finnast ef ríkið beitti sér með þessum hætti í stjórn- málum? Um þetta þarf svo sem varla að spyrja, því svarið liggur þegar fyrir. Reynslan sýnir að fólki þætti slík framganga rík- isins ekkert til að gera veður út af. Sumum þætti hún meira að segja til fyrirmyndar og til þess fallin að stuðla að auknu jafnrétti milli þeirra sem hina óæskilegu menntun hefðu og hinna sem hana hefðu ekki. Þetta væri auk- ið jafnrétti þrátt fyrir að réttur beggja hópa til framboðs væri þegar jafn. Ýmsir mundu telja þetta jafnréttisbaráttu þótt eng- inn hefði verið beittur misrétti áður en þessi barátta ríkisins hófst. Reynslan sýnir að baráttu rík- isins gegn fólki með tiltekna menntun yrði yfirleitt vel tekið, eða að minnsta kosti af hlutleysi. Sú reynsla sem um ræðir er vit- anlega barátta ríkisins gegn fólki af tilteknu kyni, það er að segja karlmönnum. Ríkið er í dag þeirrar skoðunar að hlutur karl- manna í stjórnmálum verði að minnka og hefur varið skattfé – þar með talið skattfé frá karl- mönnum – til að berjast fyrir þessari skoðun. Baráttan fer að vísu fram á þeim forsendum að verið sé að auka hlut kvenna í stjórnmálum, en það mun auðvit- að ekki gerast nema hlutur karla minnki að sama skapi. Hið fyrr- nefnda hljómar hins vegar betur og þess vegna er málið kynnt með þeim hætti. Nú er vissulega ekkert að því að kjósendur auki hlut kvenna og minnki þar með hlut karla í stjórnmálum ef þeir álíta það heppilegt. Og staðreyndin er raunar sú að hlutföllin hafa breyst nokkuð hratt milli kjör- tímabila. Hins vegar er að- finnsluvert að ríkið grípi inn í kosningar sem eiga að end- urspegla vilja almennings. Annað sem finna má að við ríkið þegar kemur að jafnrétt- ismálum varðar ráðningar í stöð- ur. Málum hefur verið komið fyr- ir með þeim hætti að stundum eru ráðningar karlmanna í störf fordæmdar án þess að nokkrum detti í hug að karlinn hafi verið óhæfur til starfans. Það sem haft er gegn þeim einstaklingi sem ráðinn hefur verið er þá aðeins að í sambærilegum störfum og þeim sem hann sótti um séu fleiri karlar en konur. Þeim sem hugsa í hópum en þykir ein- staklingarnir skipta minna máli kann að þykja þetta réttlátt og sanngjarnt. En ef til vill skipta jafnvel þeir um skoðun ef litið er ögn nánar á málið og tekið dæmi úr starfsgrein sem hefur iðulega komið upp í þessu sambandi. Alkunna er að lögfræðingar eru þeir einu sem koma til greina í stöður dómara á Íslandi, aðrir verða að láta sér nægja hlutverk hinna dæmdu. Annað sem liggur fyrir um stöður dóm- ara er að karlar gegna meiri hluta þeirra. Þetta á sérstaklega við þegar litið er til hæstaréttar landsins, en þar eru nú sjö karl- ar og tvær konur. Kynjaskipting dómsins hefur jafnvel orðið til þess að ráðning karla að dómn- um hefur valdið nokkurri geðs- hræringu. Flestum dómurum við réttinn má einnig lýsa með því að þeir séu komnir nokkuð til vits og ára, og í þessu sambandi er lögð sérstök áhersla á árin. Dómararnir eru sem sagt al- mennt engin unglömb. Þetta má líka orða þannig að nokkuð sé um liðið frá því þeir luku laga- prófi. Ef litið er á tölur yfir útskrif- aða íslenska lögfræðinga má finna skýringu á hlutföllum kynjanna í hæstarétti. Til og með árinu 1970 höfðu 10 íslenskar konur lokið lagaprófi en 792 karlar. Haldi menn svo að illa hafi verið farið með þessar tíu konur má geta þess að þrjár þeirra settust á Alþingi og þar af urðu tvær ráðherrar. Tvær aðrar starfa nú sem dómarar, þar af önnur í hæstarétti. Eftir 1970 hefur hlutfallið breyst hratt og á áttunda áratugnum voru 16,8% útskrifaðra lögfræðinga kven- menn. Árið 1980 höfðu því 57 konur lokið lagaprófi en 1.025 karlar. Konur voru því 5,5% út- skrifaðra frá upphafi. Tvær konur af níu dómurum þýðir að hlutur kvenna í dómnum er 22%, sem bendir ekki til að konur hafi farið halloka við ráðn- ingar í störf hæstaréttardómara. Dómurinn virðist einfaldlega endurspegla þann veruleika að langflestir þeir lögfræðingar sem koma til álita hafa hingað til ver- ið karlar. Reglur sem nú eru í gildi og segja að frekar skuli ráða einstakling af því kyni sem er í minnihluta í viðkomandi starfsstétt hafa þær afleiðingar fyrir karlkyns lögfræðinga sem útskrifast hafa á undanförnum árum, þegar konur og karlar eru með svipað hlutfall útskrifaðra lögfræðinga, að þeir eiga minni möguleika á dómarastöðum en konur. Er sanngjarnt eða réttlátt að karlkyns lögfræðingar í dag gjaldi fyrir að færri konur en karlar nýttu sér lagadeild Há- skóla Íslands fyrir tuttugu til fjörutíu árum? Þessari spurningu er óhætt að svara neitandi. Sann- girni og réttlæti – og líka jafn- rétti – felst í því að hver ein- staklingur njóti eigin verðleika. Það er óréttlátt að mismuna fólki vegna ákvarðana sem aðrir tóku fyrir nokkrum áratugum. Óréttur er settur Ýmsir mundu telja þetta jafnréttisbar- áttu þótt enginn hefði verið beittur mis- rétti áður en þessi barátta ríkisins hófst. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@ mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.