Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 32

Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 32
þar sem markaðsöflin eru ráðandi er menningin einsleitari og við- kvæmari fyrir utanaðkomandi áhrifum, enda á frumsköpun þá nánast alltaf undir högg að sækja, þar sem hún er bæði tímafrek og áhættusöm. Menn veðja frekar á gefnar stærðir eins og kom fram í máli margra á ráðstefnunni. Þann- ig sagði ítalska tónskáldið Claudio Ambrosini um ástandið á Ítalíu að þar væri ástandið alvarlegt, enda hefur opinber stuðningur dregist saman á undanförnum árum. Óp- eruhús vildu aðeins sýna gefnar stærðir og teldu sig ekki vera í þeirri aðstöðu að geta tekið áhættu hvað varðar frumsköpun. Fjármagn til hljómsveita og kóra hefur verið að dragast verulega saman og opinberir aðilar fría sig frá beinum stuðningi með því að vísa ábyrgðinni á stofnanir og sjóði. Verkefnaráðningar væru auk þess að verða svo til óþekkt fyr- irbæri í seinni tíð. Ástandið væri því þannig að flest nútímatónskáld væru í þeirri vonlausu aðstöðu að skrifa fyrir skúffuna og ættu þess sjaldnast kost að heyra verk sín flutt, sem er þó grundvallaratriði. Hann tók dæmi af Bach sem skrif- aði sína tónlist meira og minna eft- ir pöntunum, en það hefði að hans mati ekki síst verið grunnurinn að snilld hans, að fá tækifæri til að þroska sig í gegnum það að heyra verkin sín flutt reglulega í messu á sunnudögum. Í fyrrverandi austantjaldslönd- unum er í raun búið að kippa fót- unum undan starfi margra lista- manna með breyttum þjóð- félagsháttum. Í Ungverjalandi var flestöllum tónlistarmönnum til dæmis tryggð fastráðning og öruggar tekjur af hálfu þess op- inbera allt fram á níunda áratug síðustu aldar. Nú er aftur á móti tilfinnanlega minni fjármunum varið til listalífsins og afleiðingin er sú að stærstur hluti listamanna hefur lífsviðurværi sitt af öðrum störfum í dag. Um alla Evrópu er sífellt varið minni útsendingartíma útvarps- stöðva til að spila nútímatónlist og áhugi fjölmiðla á innlendri tón- sköpun hefur minnkað stórlega. Útgáfufyrirtæki eru svo til alger- lega hætt að gefa út skrifaða tón- list í handritum, auk þess sem risafyrirtæki í tónlistarútgáfu stýra í raun markaðinum og ráða því hvað er gefið út og hvað ekki og þar eru markaðssjónarmiðin orðin allsráðandi. Tilmælin voru að hvetja stjórn- völd til að tryggja innlendri list- sköpun það vægi sem henni ber í fjölmiðlum í almenningseign, með reglugerðum eða beinum lagasetn- ingum. Sjónvarpið sem slíkt væri í raun orðið miðja menntunar eða menntunarskorts Evrópubúans. Sjónvarpsefni væri alltaf að þynn- ast út og verða meira „amerík- aniserað“ þar sem ódýrar sápur og „reality shows“ taka stöðugt meira rými í dagskránni á kostnað inn- lendrar dagskrárgerðar og list- rænnar framleiðslu. Menn lögðu ríka áherslu á að minni samfélög verða sérstaklega að vera á verði gagnvart þessari þróun, þar sem menning smáþjóða á sérstaklega undir högg að sækja. Listaafurðir væru miklu viðkvæm- ari en svo að um þær gætu gilt sömu reglur og aðrar afurðir og þetta yrðu samfélög, samtök og stofnanir að viðurkenna í auknum mæli. Forgangur innlendrar menningar í ljósvakamiðlum væri lykilatriði til að byggja upp menn- ingarlega sjálfsvitund þjóða og þar væri grundvallaratriði að standa vörð um gæði. Mörgum varð tíðrætt um vald fjölmiðla almennt. Jerzy Jarnie- wicz, ljóðskáld frá Póllandi, talaði um að þar í landi færi opinber stuðningur í bókmenntageiranum fyrst og fremst til útgefenda. Valdið væri þeirra og fjölmiðlanna, þeir byggju til metsöluhöfunda með auglýsingamennsku. Mark- aðssetning á höfundinum sjálfum væri þungamiðjan. Það skipti minna máli að skrifa góða bók en að vera fjölmiðlavænn. Hann líkti stöðu listamannsins við þann sem þarf í raun að selja sig djöflinum til að ná athygli. Jane Simpson, myndlistarkona frá Englandi, minnti á þá stað- reynd að listamenn verða að geta fríað sig frá markaðsöflunum ef sköpun þeirra á að ná að vera óháð, einlæg og persónuleg. Að hennar mati væru það styrkir án skilyrða sem þjónuðu þessu hlut- verki best. Vitnað var til ummæla írska nóbelsverðlaunaskáldsins Seamus Heaney, en hann sagði snemma á ferli sínum meðan hann var enn að basla við að yrkja sam- fara launavinnu, að skáld ættu ekki að þurfa að einbeita sér um of að annarri vinnu, „þá lokast mót- tökustöðvarnar og sköpunarandinn deyr“. Menn veltu fyrir sér hvort þörf væri á sameiginlegri Evrópustefnu í menningarmálum, en margir drógu það í efa, þar sem aðstæður eru svo ólíkar og fjölbreytnin í sjálfu sér eftirsóknarverð. Þó væri ástæða til að hvetja stjórnvöld til að nýta sér jákvæða reynslu ann- arra þjóða og samræma í auknum mæli þær aðstæður sem listamenn búa við, hvað varðar til dæmis at- vinnuleysisbætur, almannatrygg- ingar og skattaumhverfi. Almennt væru listamenn réttlitlir sam- félagsþegnar og sérstaða þeirra og framlegð ekki virt sem skyldi, enda orðaði einhver það svo að samfélag listamanna væri í raun stærsta láglaunastétt í Evrópu í dag. Hvað varðar skattaumhverfi er staða einyrkjans víðast hvar hvað erfiðust. Á Íslandi verða einstakir listamenn í raun að stofna um sig fyrirtæki ef þeir ætla að njóta ein- hverra hlunninda eða fá afslátt vegna atvinnutækja og umfangs síns eigin listræna starfs, að öðr- um kosti er meira og minna allur kostnaður hártogaður af skattayf- irvöldum. Aðstæður hvað varðar listrænar afurðir og kostnað við að koma þeim á markað eru líka mismun- andi. Álagning virðisauka á bækur innan Evrópu er til dæmis mjög mismunandi, þannig er skatthlut- fallið allt frá því að vera 0% og upp í það að vera 25%. Á Íslandi er það 14%. Sama má segja um virðisauka af vinnu í listiðnaði og skattaumhverfi fyrirtækja gagn- vart stuðningi við listir og vísindi. Hvatinn er mismikill, víða eru sér- stakar skattaívilnanir til að örva fyrirtæki til slíkra fjárfestinga. Á Íslandi er slík ívilnun bundin við 0,5% af tekjum og er sú upphæð þá frádráttarbær til skatts. Jákvæðar fyrirmyndir í sumum aðildarlöndunum voru nefndar, þannig eru skapandi listamenn undanþegnir tekjuskatti á Írlandi og hefur það skapað listalífinu þar eftirtektarverða sérstöðu – og skil- að samfélaginu ekki bara aukinni grósku heldur auknum tekjum líka. Stella Geoffrey sem er í for- svari fyrir írska listamenn lagði áherslu á að skattaívilnanir, ekki síður en styrkir, gætu verið áhrifa- rík leið til að tryggja listamönnum lágmarksvinnuaðstæður. Tekið var dæmi af Hollandi, en þar hefur verið komið upp sér- stöku kerfi til að auðvelda almenn- ingi að eignast myndlistarverk. Ráðuneyti menningarmála og síðar Mondriaan-sjóðurinn tóku að sér að greiða vexti af afborgunum vegna listaverkakaupa almennings í galleríum. Þessu kerfi var komið á árið 1997 og hefur það hleypt miklu lífi í myndlistarmarkaðinn á undanförnum árum. Helena Vaz de Silva frá Portú- gal, sem er í forystu í menningar- málum á Evrópugrundvelli og sit- ur í mörgum ráðum og nefndum, auk þess sem hún er forseti Menn- ingarmálastofnunar Portúgal, taldi að Evrópusambandið gæti orðið mun öflugra sem stýritæki í menn- ingarmálum án þess að skaða hin einstöku ríki og þar væri mik- ilvægast að standa sameiginlegan vörð um höfundarrétt. Evrópustofnanir sem og alþjóða- stofnanir hafa beitt sér í auknum mæli á þeim vettvangi að undirlagi listamanna og samtaka þeirra. Greiðslur fyrir afnot höfundar- verka eru enda mikið hita- og hagsmunamál fyrir listamenn, þar sem miðlun á menningarefni, ekki síst á veraldarvefnum, bæði á lög- legan og ólöglegan hátt, hefur aldrei verið meiri og margvíslegri en í dag og færist stöðugt í vöxt. Veraldarvefurinn er í raun orð- inn alþjóðlegur markaður fyrir bókmenntir, tónlist, myndlist og fleira og býður upp á óþrjótandi möguleika á miðlun menningarefn- is. Ísland er aðili að ýmsum alþjóð- legum höfundarréttarsáttmálum svo sem Bernarsáttmálanum og Rómarsáttmálanum, auk þess er Ísland aðili að flestum þeim samn- ingum sem „WIPO“ eða Alþjóða- höfundarréttarstofnunin hefur um- sjón með og hefur á undanförnum árum staðfest marga þeirra, m.a. vegna skuldbindinga í EES-samn- ingnum. Aftur á móti er Ísland ekki aðili að mikilvægum sáttmál- um er varða til dæmis vernd hljóð- ritaframleiðenda gagnvart ólög- mætri endurgerð hljóðrita, eða sáttmálum sem beinlínis taka til veraldarvefjarins, svo sem höfund- arréttarsáttmála og grannrétt- indasáttmála WIPO frá 1996. Listamenn sjá fyrir að samn- ingar og sáttmálar muni í framtíð- inni taka á sífellt fleiri þáttum er varða höfundarrétt og þeir verði aðlagaðir einstökum ríkjum með lagasetningum og reglugerðum, hitt telja menn sig líka sjá fyrir, að slíkir samningar tryggi rétt þeirra sem framleiða og dreifa listrænu efni á vefnum, en ekki endilega rétt einstakra listamanna. Til þess þarf aukna áherslu á atriði svo sem tæknilega vernd og öruggt greiðslukerfi. Línur eru hvergi nærri nógu skýrar hvað varðar rétt höfunda annars vegar og rétt framleiðenda hins vegar. Tilhneig- ingin virðist enn sem komið er vera að vanvirða allan rétt lista- manna. Menn á ráðstefnunni vörp- uðu fram þeirri spurningu hvort ameríska leiðin, eða það að verða sér úti um einkarétt á hugmynd- um, væri ekki í raun eina leiðin til að tryggja frumsköpunarréttinn. Það er mikilvægt fyrir okkur Ís- lendinga að fá tækifæri til að fylgj- ast með menningarumræðunni á Evrópusambandsgrunni, þótt við séum þar ekki í innsta kjarna. Við njótum góðs af EES-samningnum hvað varðar aðgang að styrkjum, enn sem komið er að minnsta kosti, þótt ástæða sé til að ætla að viðhorfið sé að breytast gagnvart þeim ríkjum sem kjósa að standa utan ESB. Það er líka ljóst að við tökum ekki þátt í þeirri rannsókn- ar- og stefnumótunarvinnu í menn- ingarmálum sem fram fer á vegum sambandsins og er það miður að mínu mati. Eftir þessa daga í Visby er ég sannfærð um að við eigum að halda áfram að leita okkur fyr- irmynda á Norðurlöndum. Þar er rekin kröftug menningarpólitík sem aðrar Evrópuþjóðir líta til sem fyrirmyndar. Sjálf höfum búið við ótrúlega grósku í menningarmálum undan- farna áratugi – og þar hefur hin stórhuga sjálfstæðishugsun og ósérhlífið brautryðjendastarf margra einstaklinga fleytt okkur langt. Hitt er annað mál, að sam- félagið er stöðugt að breytast og við verðum öll að stuðla að því í sameiningu að þær breytingar séu til batnaðar. Við þurfum að halda áfram að byggja upp fólk með óbilandi trú á sjálfu sér. Til þess þurfum við að efla alla listmenntun og sköpunar- anda í börnum og ungu fólki, halda áfram að efla opinbera styrki sem og lista- og menningarstofnanir og vinna að lagasetningum sem bæta umhverfi og vinnuaðstæður skap- andi listamanna. Aukin upplýsing og aukin vissa um það hvað við megnum á okkar eigin forsendum og hverju við höf- um að miðla er grundvallaratriði, þá getum við endalaust tekið við erlendum áhrifum og nýtt okkur þau á besta veg. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 35 Ertu meðvitaður um gæði Sjáðu merkið Opið öldungamót Arneyjarmótið verður haldið 1. maí á Vallarhúsavelli, Sandgerði Rástímar 9-11 og 13.20-15 Flokkar 50-54 ára og 55 og eldri Konur 50 ára og eldri Skráning í símum 422 7144 og 866 0144                                          !          " # $  %         &   '        (  ) # *    +)  +, # +- . /  0           

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.