Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 41
44 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENN kunna menn að yrkja með fornyrðislagi. Sá er siður í landi okkar að ein þingveisla (alþingis) sé haldin á ári hverju. Í þeim veislum mega menn ekki taka til máls nema bundið sé. Í þingveislu árið 2000 hófst ávarp forseta (Halldórs Blöndals) svo: Hljóðs bið ég alla hér í salnum þjóðskörunga er á þingi sitja. Býð ég vel kominn til veislu þessarar forseta vorn er ég fyrstan tel. Sé höldi þökk fyrir höfðingsskap, hafði boð inni á Bessastöðum. Voru aðföng vítt að dregin: háfur úr djúpi, hreinn af fjalli. Sé ég enn aðra inn komna til gildis fagnandi gesti aufúsu. Sveit kvenna sveit karla ég fann ei vaskari. Vitið ér enn eða hvað.  Jón Ísberg bekkjarbróðir minn sendi mér klippu héðan úr Mbl., alþingissíðunni 31. mars. Þar er orðalag sem við Jón kunnum ekki við. Verða nú hjá umsjónarmanni nokkrar mála- lengingar. Sæng merkti áður fyrr hvíla, hvílurúmið allt, ekki aðeins yfirbreiðslan eins og nú. Að reiða upp sæng merkti að búa um rúm. Stundum notuðu með orðið sæng í merkingunni banasæng eða að minnsta kosti kör og sögðu um þann sem átti ekki annað eftir en vanlíðan og dauða, að hann sæi sína sæng upp reidda. Vandlega er um þetta fjallað í marglofaðri bók próf. Jóns G. Friðjónssonar (Mergur málsins). Alkunna er að orðtök breyt- ast oft vegna misheyrnar, og svo fór um orðtakið að sjá sína sæng upp reidda. Það breyttist í að „sjá sína sæng út breidda“ eða í einu orði „útbreidda“. Síð- an átti merkingin eftir að breytast. Menn áttuðu sig ekki á að þetta þýddi að „horfast í augu við endalokin“, eins og próf. Jón orðar það. Menn fóru jafnvel að halda að merkingin væri góð og þetta þýddi að sjá sér gott færi á einhverju. Ég held að vitleysan hafi byrjað í lýsingum á knattspyrnuleikj- um. Þá var stundum sagt, ef menn komust í gott marktæki- færi, að þeir hefðu séð sína sæng „útbreidda“. Merkingar- breytingin gat varla verið ger- tækari. Þá komum við Jón Ísberg aft- ur að Morgunblaðsgreininni frá 31. mars. Þar sagði um tiltekinn þingmann, að hann hefði greini- lega séð sína „sæng útreidda“, þegar skýrsla Þjóðhagsstofn- unar kom út og miklum við- skiptahalla spáð. Þetta er sama öfugnotkunin og hjá knatt- spyrnumönnum. Nær lagi hefði verið að segja, að ríkisstjórnin hefði séð „sína sæng upp reidda“, af þessu tilefni. Kveð ég svo minn gamla skólafélaga með virktum og þökk fyrir tryggðina.  Óskar Þór Kristinsson (Sail- or) kenndi mér eftirfarandi vísuhluta (líklega hálf fer- skeytla): Sá hefur fiplað seimagrund, sem að lúðu dregur. Hvorugur okkar kunni meira, og auglýsist nú eftir öðrum hluta (hlutum) vísunnar. Seim- ur var stundum haft um gull eða gullþráð, sbr. „hinn andlega seim“ í alfrægum jólasálmi Sveinbjarnar Egilssonar. Sú „grund“ sem ber gullskraut, er auðvitað engin venjuleg slétta, heldur kona, með öðrum orðum seimagrund er kvenkenning. Kemur nú að sögninni að fipla. Hún er í lærðum bókum sögð merkja að fálma eða þukla og á sér mörg lík orð í frænd- málum íslenskunnar. Út úr þessum vísuhluta kemur þá eitthvað á þá leið, að sá sem er fiskinn á lúður, sé líka góður kvennamaður. Við Óskar bíðum eftir frekari upplýsingum.  Salómon sunnan sendir: Mælti Elfar með alls engum þjósti, upp svo ég smávegis ljósti: „Eftir nóttina eina hjá Ögðu hans Steina, ég vildi að ég væri enn á brjósti.“  Ég hef margsinnis reynt að gera mönnum ljósan muninn á eftirmála og eftirmálum. Þetta hefur finnst mér, lítinn árangur borið. Í sunnudagsblaðinu hér á dögunum er framúrskarandi hnitmiðuð og skýr grein um þennan mismun eftir Jón Að- alstein Jónsson fyrrv. orðabók- arritstjóra. Nú geri ég hvort tveggja, að þakka honum fyrir þessa góðu grein og taka mér Bessaleyfi til að endurbirta hana hér. Eftir þetta getur eng- inn afsakað sig á neinn hátt, ef hann reynist ekki kunna skilsmun orðanna eftirmáli og eftirmál. Jón Aðalsteinn Jónsson seg- ir: „Í sambandi við þessa pistla mína hafa ofangreind orð borið á góma hjá nokkrum lesendum og þeir bent á ranga notkun þeirra, trúlega af athugaleysi. Verður nú litið nánar á þau og það nú af sérstöku tilefni. Í Degi 30. jan. sl. segir á forsíðu frá nýlegum dómi Hæstaréttar. Fyrirsögnin er á þessa leið: „Eftirmálar ólíklegir.“ Síðan er sagt nánar frá málinu, en að síðustu er ekki gert ráð fyrir öðru en málinu sé lokið. Til þess höfðar fyrirsögnin. En hér hefur blaðamanni orðið heldur betur á í messunni og svo mun hafa hent ýmsa aðra fjölmiðlamenn. Hann ruglar saman no. eftirmál og eftirmáli, sem hafa gerólíka merkingu og notkun. Þarf ekki annað en fletta upp í OM til þess að sjá þetta. Eftirmál er hk-orð og merkir eftirköst, afleiðing, rekistefna; lögsókn. Ft. þessa orðs er í nf. eftirmál. Það er sú merking, sem felst í ofan- greindri fyrirsögn. Því átti að segja: Eftirmál ólíkleg. Eftir- máli er haft um niðurlagsorð eða texta aftan við meginmál sbr. formáli (á undan texta). Ég held, að margir kunni enn skil á þessum mun. Þess vegna átti ofangreind fyrirsögn að hljóða svo: Eftirmál ólíkleg, þ.e.a.s. að ólíklegt yrði, að dómurinn hefði nokkur eftirköst. Hins vegar er talað um eftirmála bókarinnar, og það er allt önnur Ella.“  Enn nærist elskan sanna, enn kærleiks funinn brennur, enn leiftrar ástar tinna, enn kviknar glóð af henni, enn giftist ungur svanni, enn saman hugir renna, enn gefast meyjar mönnum, menn hallast enn til kvenna. (Páll Vídalín 1667–1727, dróttkvæði.) ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1107. þáttur Grensásvegur – Skrifstofuhúsnæði Til sölu í þessu glæsilega húsi við Grensásveg samtals 892.7 fm skrifstofuhúsnæði. 1. hæð 277 fm, skrifstofur og lager. 2. hæð 380 fm, skrifstofur. 3. hæð 130.9 fm, skrifstofur. 4. hæð 104.8 fm, fundarsalur, mötuneyti. Nýlega er búið að standsetja og mála alla þessa eignarhluta. Stiga hús er með lyftu og er allt mjög snyrtilegt. Húsnæðið er allt til fyrir- myndar og í mjög góðu standi. Selst í einu lagi eða í minni eignar- hlutum, mjög góð staðsetning. Hagstætt verð. Nánari upplýsingar veitir, Magnús Gunnarsson sölumaður á Valhöll í síma 899 9271. Mjög góð staðsetning Hagstætt verð Opið hús í dag á HVERFISGÖTU 58 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 4ra herbergja íbúð á þessum vinsæla stað í hjarta Reykjavíkur. Rúmgott eldhús með nýlegri furuinnréttingu, stórar samliggjandi stofur. Furugólfborð á gólfum sem gefa íbúð- inni skemmtilegan svip. Skápar í herbergjum. Búið að endurnýja gler og rafmagn. Þyrí tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 13 og 16. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Básbryggja 13 - 3. h. v. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Staðarsel 1 Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Hagamelur 34, kjallari Í dag getur þú skoðað þessa rúmgóðu 2ja herb. 75 fm íbúð sem er í kjall- ara í fjórbýli. Sérinngangur er í íbúðina. Parket og flísar á gólfum, ný eld- húsinnrétting, stór og rúmgóð stofa. Héðan er örstutt í Háskólann. Ásgeir tekur vel á móti ykkur. Verð 9,3 millj. Skólavörðustígur 16 Vorum að fá frábært verslunarhúsnæði neðarlega á Skólavörðustíg. Eign- in er til sölu eða leigu. Húsnæðið er til afhendingar fljótlega. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur á Höfða, símar 533 6050 eða 895 3000. Við viljum minna á www.hofdi.is og www.nybygg- ing.is. Þar getur þú skráð eignina þína í sölu og skoðað þær eignir sem við bjóðum til sölu í máli og myndum. Í dag býðst þér og þinni fjölskyldu að skoða þetta einstaklega fallega 234 fm einbýlishús sem er með inn- bygg. 71 fm bílskúr. 17 fm sérlega vandaður sólskáli og fallegur garð- ur, hannaður af landslagsarkitekt. Arinn í stofu. 4 svefnh. Fallegt hús sem hentar mörgum. Ása tekur vel á móti ykkur. Verð 23,9 millj. Ein sú allra flottasta er nú komin í sölu. Vorum að fá í sölu alveg stór- glæsilega og fullbúna 141 fm þak- íbúð í þessu fallega húsi. Stórar suð-vestursvalir. Glæsilegar innrétt- ingar og gólfefni. Hér var hvergi til sparað. Lúðvík býður ykkur velkom- in í dag. Áhv. húsbr. 8,0 millj. Verð 21 millj. Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050, www.hofdi.is Hóll hefur fengið í sölu þekkt fyrirtæki í brauð og kökugerð, sem hefur sterka markaðshlut- deild. Um er að ræða rekstur og viðskiptavild fyrirtækissins, ásamt tækjum. Fyrirtækið ræð- ur yfir öflugu dreifikerfi, og er í örum vexti. Hjá fyrirtækinu starfa u.þ.b. 8-10 manns. Þetta er atvinnuskapandi kostur fyrir sveitarfélög. Þetta er tækifæri fyrir stærri eða minni bakarí til að tryggja sér markaði. Einnig tilvalið fyrir einstaklinga. Fyrirtækið selur vörur sínar í alla helstu matvörumarkaði á suðvesturhorni landsins. Hægt er að fjármagna að mestu leyti fyrir traustan aðila. Makaskipti vel hugsanleg. Hagstætt verð. Sláðu strax á þráðinn til okkar félaganna, Ágúst í síma 894 7230 eða Franz í síma 893 4284, og við veitum þér nánari upplýsingar. Til sölu framleiðslufyrir- tæki í brauð og kökugerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.