Morgunblaðið - 29.04.2001, Blaðsíða 45
48 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
STÚDENTAR við Háskóla Íslands
eru mjög áhyggjufullir vegna yfirvof-
andi verkfalls Félags háskólakenn-
ara. Verkfallið kæmi illa niður á stúd-
entum enda lendir það einmitt á þeim
tíma sem á sjöunda þúsund stúdentar
eiga að þreyta próf. Mikið óvissu-
ástand ríkir innan skólans en þetta
yrði í fyrsta skiptið sem nær allt
starfsfólk Háskólans færi í verkfall.
Stúdentar hafa ekki enn fengið skýr
svör um hvernig námsmat og af-
greiðsla námslána fari fram komi til
verkfalls.
Kemur illa niður á stúdentum
Stúdentaráð hefur lagt mikla
áherslu á alvarlegar afleiðingar verk-
falls fyrir stúdenta. Forystumenn
Stúdentaráðs hafa fundað með deilu-
aðilum, háskólayfirvöldum, mennta-
málaráðherra og forystumönnum
stjórnmálaflokka og brýnt fyrir þess-
um aðilum hversu illa verkfall muni
koma niður á stúdentum. Komi til
verkfalls Félags háskólakennara
munu stúdentar verða fyrir vinnutapi
og seinkun á afgreiðslu námslána
mun hækka vaxtakostnað sem er
nægur fyrir. Hætt er við að hópur
stúdenta muni ekki þola slíkt fjár-
hagslegt tjón og jafnvel hrekjast frá
námi. Stúdentaráð hefur áætlað
kostnað vegna vinnutaps stúdenta um
hálfan milljarð króna hið minnsta. 831
stúdent er að undirbúa útskrift en
vegna verkfallsins vita þeir ekki hvort
og hvenær hún mun fara fram.
Námsmenn fá engin svör
Stúdentaráð hefur ítrekað óskað
eftir svörum um hvað gerist ef af
verkfalli verður. Stúdentar verða að
vita hvernig próf verða lögð fyrir og
afgreiðsla námslána verður háttað
verði verkfall að veruleika. Nýleg yf-
irlýsing rektors staðfestir málflutn-
ing Stúdentaráðs um að algjör óvissa
ríkir um hvernig próf verða lögð fyrir
komi til verkfalls. Að frumkvæði
stúdenta hefur verið skipaður starfs-
hópur hjá LÍN til að undirbúa af-
greiðslu námslána ef af verkfalli verð-
ur. Stúdentar krefjast þess að fá
greidd námslán þótt námsárangur
liggi ekki fyrir komi til verkfalls.
Samkeppnishæf laun
Stúdentaráð telur mikilvægt að
tryggja kennurum og starfsfólki Há-
skólans samkeppnishæf laun í sam-
ræmi við menntun og ábyrgð í starfi.
Háskóli Íslands er í stöðugri sam-
keppni við jafnt innlendar sem er-
lendar stofnanir og fyrirtæki um hæft
starfsfólk. Háskólinn verður að hafa
bolmagn til að laða til sín gott starfs-
fólk og stjórnvöld verða að tryggja
skólanum fjárveitingar til þess að svo
megi verða.
Þegar þessi grein er skrifuð hafa
samningar ekki náðst. Stúdentar eru
orðnir mjög óþolinmóðir enda eru að-
eins örfáir dagar til stefnu. Yfirvof-
andi verkfall verður til umræðu utan-
dagskrár á Alþingi á mánudaginn 30.
apríl kl. 13.30. Við hvetjum stúdenta
til að fjölmenna á þingpalla Alþings
hafi samningar ekki náðst á mánu-
dag. Grundvallarkrafa stúdenta er að
samningar náist áður en til afdrifa-
ríks verkfalls þarf að koma.
ÞORVARÐUR TJÖRVI ÓLAFS-
SON, formaður Stúdentaráðs,
DAGNÝ JÓNSDÓTTIR,
framkvæmdastjóri Stúdentaráðs.
Afstýrum verkfalli
Frá Þorvarði Tjörva Ólafssyni og
Dagnýju Jónsdóttur:
Sundurlausir þankar
Þú leggur af stað út í lífsins ferð
þig langar að eygja svo margt,
í huganum eygir þú frama og frægð
og framtíðarljósið er bjart.
Lokkandi geisli um götuna skín.
Gæt þín.
Þér finnst sem að örvi þig ylur og sól
og áfram þig starfsþráin ber.
Þó að þú sjáir í götunni grjót
slíkt glepur ei hót fyrir þér.
Foreldra raddir þér glymja sem grín.
Gæt þín.
En, þú ert ekki langt komin leitandi sál
er líturðu freistninnar mynd ...
Fullan heiminn með hræsni og tál
þú hrasar. Þín lífsspeki er blind.
Og finnst þér þá mömmu rödd glymja sem
grín.
Gæt þín.
Því fleira er sem ýtir að glötunargjám
en gæði til mannlífsins ber.
Að vinna gegn löstum þarf karlmennsku og
kjark
slíkt kenna mun framtíðin þér.
Það glóir svo margt til að glepja þér sýn.
Gæt þín.
Við metum svo lítils þau alvöruorð
sem í æsku hún mamma okkur gaf
og tökum of fátt sem má fulltingi ljá
á ferð yfir veraldarhaf.
Hvað gilda svo dæmin sem gerast oss brýn.
Gæt þín.
Já spyrn þú af alefli öllu því mót
sem eykur nú þjóðanna mein.
Hjálpaðu að rækta á mannlífsins meið
menningar sterkustu grein.
Á gjörningum illvætta er ginna til sín
Gæt þín.
Kvöld
Nú sígur sól að unni
og sveipar húmkyrrð lönd.
Er þagnar þys í runni
fer þögul nótt í hönd.
Þá byrgjast hugans borgir
oss bugar svefninn fljótt
hann svæfir dagsins sorgir
og segir góða nótt.
Og draumar vonir vekja
oss veröld opnast ný.
Er ský og skugga hrekja
þá skín oss sólin hlý.
Nú blindar kvöldsins kliður
og kyrrt er allt og rótt.
En himinhelgur friður
hvíslar. Góða nótt.
Fegurð vetrarkvöldsins
Fegurð hjúpar heiðríkt vetrarkvöld
hundrað stjörnur blika á himni nætur.
Um mig streymir austan gola köld
af mér hreinsar dagsins strit og þrætur.
Geng ég úti í guði vígðum reit
grómið fellur, dreg ég andann léttar
næturkyrrðin signir bæ og sveit
svalur andi krans um háls mér fléttar.
Yndislegt að eiga þessa stund
eina að vin í húmi mildrar nætur.
Fram og aftur geng ég þessa grund
guði vígða uns hinir rísa á fætur.
ÁRNI HELGASON