Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 46

Morgunblaðið - 29.04.2001, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2001 49                       37 erlendir skiptinemar koma til Íslands í ágúst nk. Þau bíða spennt eftir að heyra frá íslensku fósturfjölskyldunum sínum. Er fjölskylda þín ein af þeim? Viljið þið kynnast,..... .....nýjum viðhorfum? .....framandi menningu? .....nýrri sýn á land og þjóð? Ef svo er, þá gefst ykkur færi á að taka á móti erlendum skiptinema í 5—10 mánuði. Fami hillukerfi Tilboðsdagar á vönduðum ítölskum hillukerfum  Galvaniseraðar hillur og stoðir  Sléttar hillur  Sérsmíði  Einföld uppsetning  Margir möguleikar Hamarshöfði 1 - Sími 511 1122, heimasíða: www.simnet.is/ris/ Verslun Enskuskólinn FAXAFENI 10 - FRAMTÍÐARHÚSINU - WWW.ENSKUSKOLINN.IS ENSKA ER OKKAR MÁL Innritun stendur yfir s. 588 0303 Sndra Eaton Edward Rikson Maí námskeið Málaskólar í Bretlandi Fyrir börn Almenn enskunámskeið, áhersla á talmál. Umræðuhópar. Rituð enska og málfræði. Viðskiptaenska og skrift. Enska með öllu. Sumarskóli í júní (6 til 12 ára). Tveggja vikna enskunámskeið með leiklist, söng og stuttum ferðum. Námskeið fyrir fullorðna og Sumarnámskeið í heimavistarskóla fyrir börn (12 til 16). „Hon var kvenna vænst, er upp óxu á Íslandi, bæði at ásjónu ok vits- munum. Guðrún var kurteis kona, svá at í þann tíma þóttu allt barna- vípur, þat er aðrar konur höfðu í skarti hjá henni. Allra kvenna var hún kænst ok bezt orði farin; hon var örlynd kona.“ Þetta er ein frægasta kvenlýsing íslenskra bókmennta. Konan var Guðrún Ósvífursdóttur sem margir menn elskuðu og olli m.a. vinslit- um og mannvíg- um milli fóst- bræðranna Kjartans Ólafs- sonar og Bolla Þorleikssonar. Hana dreymdi fyrir fjórum hjónaböndum sínum og sagði öldruð þau orð um ástir sínar sem enn eru uppi: „Þeim var ek verst, er ek unna mest.“ Svona kona er sannarlega vel að því komin að vera aðalpersóna í ástarsögu. Mér dettur stundum í hug þessi mikilfenglega kvenlýsing þegar ég les lýsingar ungra kvenna á sjálfum sér í allskonar blöðum, tímaritum eða sé og heyri þær tala í sjónvarpi eða útvarpi. Munurinn er bara sá að þær eru að lýsa sér sjálfar en Guð- rúnu Ósvífursdóttur var lýst af öðr- um, þ.e. höfundi Laxdælu. Á þessu er grundvallarmunur. Það er einhverra hluta vegna við- kunnanlegra að lesa hól og skoðanir fólks um aðrar manneskjur en lesa sjálfshól og lýsingar fólks á sjálfu sér. Ekkert síður finnst mér óvið- kunnanlegt að lesa lýsingar fólks á því sem það þó kallar galla sína. Til dæmis: „Ég er ofsalega skapstór, hefnigjörn, grimmlynd, kærulaus, o.s.frv.“ Einhverra hluta vegna eru sumir gallar vinsælli en aðrir í svona sjálfslýsingum. Ég man t.d. ekki eftir að hafa lesið í sjálfslýsingu ungs fólks að undanförnu að því finnist það sjálft ágjarnt, lygið, sóðalegt eða að það sé slettirekur eða slúðurberar. Sjálfhverfni er eiginleiki sem virð- ist hafa náð töluverðum blóma í sam- tíðinni. Þetta kemur víða fram en einna skýrast í sjálfslýsingum sem fólk gleymir sér hreinlega í á stund- um. Lýsingar fólks á öðrum sjást helst í þáttum eða greinum um tiltekna persónu, þá eru vinir viðkomandi beðnir að lýsa henni. Þær lýsingar standast sjaldnast samjöfnuð við lýs- ingar hinna slyngu höfunda fornbók- mennta okkar. Bæði hættir þessum nútíma mannlýsendum til nokkurrar væmni og ekki síður að teygja lop- ann. Til að fá tilbreytingu í þessar hóf- lausu sjálfslýsingar væri ágætt að t.d. hinar ungu „stjörnumerkjadöm- ur“ nútímans færu að verða tannber- ar nokkuð, glotta við tönn eða draga aðra augabrúnina upp í hársrætur og hina niður á kinn. Þær gætu líka fengið einhverja af hinum ritglöðu lögspekingum nútímans til að ráða merkilegustu drauma sína, sbr. þeg- ar Gestur Oddleifsson réð draum Guðrúnar Ósvífursdóttur frænku sinnar. Með þessu móti gætu lýsing- ar orðið bragðmeiri og tilbreytinga- ríkari. Eða þá að þeir sem finna hjá sér hvöt til að lýsa eigin áliti á sinni per- sónu í smáatriðum segðu lýsinguna einhverjum vina sinna sem svo kæmi henni á framfæri, t.d. í grein eða „bréfi til blaðsins“. Það er eðlilega alltaf að koma nýtt fólk sem um tíma lítur á sig sem „nafla heimsins“. Slíkt mun aldrei breytast, en aðferðirnar til að koma þessum athyglisverðu upplýsingum á framfæri mættu sem sé að ósekju vera fjölbreytilegri. Aðferðirnar sem ég nefndi hér fyrr eru aðeins brot að því sem hægt væri að gera í þessu skyni. Nútímalegt er að fá vini sem óvini til að mata tölvu á upplýsingum um tiltekna persónu og birta svo niðurstöðu tölvunnar. Eða þá að fólk láti gera á sér persónu- leikapróf og þau birt – margt er hægt að gera til að fá fjölbreytni í sjálfs- lýsingarnar og veitir ekki af. Þetta á auðvitað allt saman jafnt við um karla sem konur. Þjóðlífsþankar / Er ekki hægt að auka fjölbreytnina? Ég er sóðalegur slefberi … eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur M O N S O O N M A K E U P lifandi litir Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA *MOIST* rakakremið byggir upp, styrkir og nærir húðina. Þú ert örugg með BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.